Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 68
 Fylgstu með hverrí krónu í rekstrínum! - svo vel jS&BÚSTJÓRI VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR ^91t/ STRENGUR, sími 91-685130 sjováoPaimennar MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Sovétmenn greiða Ala- _ fossi hf. 134 milljónir SOVÉTMENN ætla að greiða í byrjun næstu viku 2,2 milljónir Bandaríkjadala, eða um 134 milljónir króna, sem þeir skulda Alafossi hf. vegna ullarkaupa héðan í fyrra. Sovétmenn skuld- uðu Alafossi hf. tæpar 5 miiyón- ir Bandaríkjadala með áföllnum vöxtum en siðustu daga hafa þeir greitt tæplega 900 þúsund dali af skuldinni. Ólafur Egilsson, sendiherra í r Moskvu, og Stefán L. Stefánsson sendiráðsritari, gengu á fund Júrí S. Noskovskíj, aðalforstjóra ut- anríkisviðskiptabanka Sovétríkj- anna, 23. apríl síðastliðinn. Á fundinum var lagt fram bréf frá dr. Jóhannesi Nordal seðlabanka- stjóra en Seðlabankinn og Lands- bankinn hafa þrýst á um uppgjör og Bjöm Tryggvason aðstoðar- seðlabankastjóri og Barði Áma- son, deildarstjóri alþjóðadeildar Landsbankans, hafa hvað helst unnið að þessu máli. Tíu reið- hjólum var stolið TÍU reiðhjólum var stolið í Reykjavík á síðasta sól- arhring. Meðal annars var tveimur hjólum stolið frá sama húsi í Hlíðunum. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðar- yfirlögregluþjóns er það ár- visst í sumarbyijun að reið- hjólaþjófnuðum fjölgi ört og jafnan er hundraðum reið- hjóla stolið á hveiju sumri. Hann sagði að lögreglan vildi hvetja hjólreiðamenn til að auðvelda þjófunum ekki verkið með því skilja reiðhjól eftir ólæst eða í reiðuleysi. Morgunblaðið/Sverrir Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á fyrsta ríkisráðsfundi sínum á Bessastöðum í gær. Frá vinstri eru Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra, Eiður Guðnason umhverfisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra. Fyrir aftan situr Guðmundur Benediktsson ríkisráðsritari. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Vextir munu hækka á næst- unni en lækka síðan á ný Fjármálaráðherra segir að allur nýr innlendur sparnaður dugi varla ríkissjóði RIKISSTJORN Davíðs Odds- sonar tók við völdum á ríkis- ráðsfundi á Bessastöðum klukk- an 14 í gær. Áður hafði ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar farið frá á ríkisráðs- fundi. Fyrsti fundur nýju ríkis- stjórnarinnar verður á fimmtu- dag og segir Davíð Oddsson forsætisráðherra að þar verði væntanlega helst fjallað um rík- isfjármál. Davíð Oddsson sagði eftir ríkis- ráðsfundinn að búast mætti við að vextir hækkuðu á næstunni. Hann sagðist í raun telja, að vextir hafi þegar hækkað, þótt það hafi verið falið, þar sem ríkisskuldabréf hefðu íslendingar hætta þátttöku í samningafundum um EES Evrópubandalagiö krafioum viðunandi tillögur í sjávarútvegsmálum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐALSAMNINGAMAÐUR Is- lands í samningaviðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) gekk út af óformlegum samninga- fundi á föstudag í mótmælaskyni við áherslur samningamanna Evr- ópubandalagsins (EB) í sjávarút- vegsmálum. Horst Krenzler, aðal- samningamaður EB, ítrekaði á fundinum að framkvæmdastjórn EB hefði ekkert umboð til að semja um tollaívilnanir nema í staðinn komi aðgangur að fiski- miðum aðildarríkja Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA). _ í framhaldi af útgöngunni hafa ís- lendingar ákveðið að taka ekki þátt í sameiginlegum fundum með fulltrúum EB og jafnframt að silja fundi EFTA-fuIltrúa um samningana sem áheymarfulltrú- ar. Samningafundurinn á föstudag var haldinn í kjölfar sameiginlegs fundar yfirsamninganefnda EFrA og EB á fimmtudag. Á fundinum þótti ljóst að ekkert þokaði í viðræð- unum um sjávarafurðir en fram- kvæmdastjóm EB hefur átt í miklum erfíðleikum með sum aðildarríkja bandalagsins og þá sérstaklega Spánverja sem hafa verið ósveigjan- legir í kröfum sínum um fiskiveiði- heimildir í fískveiðilögsögum aðild- arríkja EFTA. Samkvæmt heimild- um í Brussel kemur þessi ákvörðun íslendinga ekki á óvart en yfírgnæf- andi hagsmunir þeirra í sjávarútvegi eru almennt viðurkenndir. Talið er líklegt að ákvörðun íslendinga geti auðveldað framkvæmastjórn Evr- ópubandalagsins að ná fram mála- miðlun við aðildarríkin um sjávarút- vegsmál. Engin ákvörðun hefur verið tekin af hálfu íslendinga um að hætta þátttöku í samningaviðræðunum en sennilegt þykir að fulltrúar íslands sæki ekki fundi fyrr en framkvæmd- astjórn EB leggur fram viðunandi tilboð um sjávarafurðir. Samkvæmt heimildum innan framkvæmda- stjórnar EB er litið svo á að til þess að unnt verði að miðla málum í deil- unni þurfi annars vegar að fá Spán- veija til að láta af kröfum sínum um veiðiheimildir og hins vegar Norðmenn til að falla frá kröfunum um að þeir fái sömu kjör og íslend- ingar. Það liggi þess vegna fyrir að hvort bandalag um sig nái samstöðu um þessi atriði áður en hægt verði að koma til móts við íslendinga. Næsti sameiginlegi samninga- fundur EB og EFTA verður á morg- un, fímmtudag, í samningahópi þeim sem fjallar um frjálsa vöruflutninga þ.m.t. sjávarafurðir. legið óseld og fyrri ríkisstjórn ekki viljað hækka vexti á þeim á það stig sem þeir í rauninni væra. „Ég býst við því að vextirnir muni fara í það sem þeir era, nú þegar stjórn- in fer frá, en síðan, eftir að ríkisút- gjöldum verður mætt, þá ættu vext- ir að ganga niður á nýjan leik,“ sagði hann. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði, að ekki yrði hægt að mæta allri lánsfjárþörf ríkisins á innlendum markaði það sem af væri ársins, þar sem allur nýr inn- lendur sparnaður dygði ekki til þess. Rætt hefur verið um það milli formanna stjórnarflokkanna, að færð verði verkefni til umhverfis- ráðuneytis þannig að það fái meira vægi. Ekki hefur verið fastsett enn hvaða verkefni það eru. Steingrímur Hermannsson frá- farandi forsætisráðherra sagði að engar bölbænir fylgdu nýju ríkis- stjórninni frá sér. „Ég vona að henni takist að byggja á þeim góða arfi sem hún tekur við og glati þar engu niður. Ég legg sérstaka áherslu á að það takist breitt og gott samstarf við aðila vinnumark- aðarins og að það takist að hefja framfarasókn á þessum grundvelli," sagði Steingrímur lagði og áherslu á að stjómarandstaða sín yrði mál- efnaleg. Sjá fréttir og viðtöl á bls. 30-31 og 34-37.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.