Morgunblaðið - 04.05.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.05.1991, Qupperneq 20
20 H>QL IAJ/S A ÍTlJDAdflAOUAJ aiQJwiaKUDHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAI 1991 Réttarhöld vegna bílslyss í Florida: Sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða dóttur sinnar Miami. Reuter. SYDNEY Shapiro, dómari í Florida í Bandaríkjunum ákvað í gær að láta lausan Kamiro de Jesus Rodriguez sem ákærður var fyrir að hafa valdið dauða þriggja ára gamallar dóttur sinnar með því að leyfa henni að silja í fangi móður sinnar í bíl þeirra í stað þess að hafa hana í öruggum barnastól. Verjandi Rodriguez hafði ekki leitt eitt einasta vitni fyrir réttinn þegar dómarinn ákvað að sýkna hann. Dóttir Rodriguez, Veronica, dó í bílslysi 3. ágúst sl. Foreldr- ar hennar voru á leið í lyfjabúð til að kaupa lyf handa Veronicu og leyfðu henni að sitja í fangi móður sinnar vegna þess að hún var veik. Shapiro sagði að ekki væri hægt að sakfella Rodriguez sem sækj- endum málsins hefði ekki tekist að sanna á hánn meint gáleysi eða óvirðingu fyrir lffl barnsins. Rodr- iguez átti fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér en sækjendur málsins viðurkenndu að vegna þjáninga föðurins hefðu þeir einungis farið fram á skilorðsbundinn dóm ef hann hefði verið sakfelldur. Rodriguez, sem er 30 ára mat- reiðslumaður, fluttist til BandaríkJ- anna frá Nicaragua fyrir þremur árum. Hann leit aldrei upp og brast hvað eftir annað í grát þegar lög- reglumenn og lögfræðingar, sem báru vitni fyrir málsækjendur, sök- uðu hann um að hafa valdið dauða Veronicu. Rodriguez talar ekki ensku og voru réttarhöldin túlkuð fyrir hann jafnóðum. Hann tók af sér heyrnartólin þegar sérfræðing- ur lýsti í smáatriðum litmyndum af höfuðáverkum þeim sem leiddu dóttur hans til dauða vegna þess að hann treýsti sér ekki til að hlusta. Færeyjar: Frystihús boðin upp Kaupmannahöfn. Frá Nils Jargen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. TVO frystihús voru seld á nauð- ungaruppboði í Færeyjum í vik- unni og kostaði þetta færeyska ríkissjóðinn meira en 40 miiljónir DKR (360 milljónir ÍSK). Útvegsbankinn færeyski hafði krafíst uppboðs á frystihúsinu Solar- is á Sandey. Krafa bankans nam 52,6 milljónum DKR og þar af hafði ríkissjóður veitt tryggingu fyrir 23 milljónum auk þess sem hann hafði lánað frystihúsinu 6,6 milljónir króna. Útvegsbankinn keypti stöðina fyrir eina milljón danskra króna. Frystihúsið í Halldórsvík var einn- ig boðið upp í fógetarétti. Færeyja- banki keypti frystihúsið fyrir 100.000 DKR (um 920.000 ÍSK). Rodriguez átti að bera vitni síð- degis í gær en eftir að málsækjend- ur höfðu lokið vitnaleiðslum fór lögfræðingur hans fram á að mál- inu yrði vísað frá. Eftir að Shapiro hafði vísað kviðdómi út úr réttar- salnum komst hann að þeirri niður- stöðu að ákæran væri ekki studd nægjanlegum sönnunargögnum og sýknaði Rodriguez. Hann faðmaði lögfræðing sinn og yfirgaf yfirfull- an réttarsalinn til að komast í kirkju. Námsmaður kveikir Reuter sér Suður-kóreskur námsmaður lést í gær eftir að hafa kveikt í sér til að mótmæla drápi óeirðalögreglunnar á mótmælanda fyrir um viku. Námsmaðurinn hellti yfir sig bensíni og stökk af heimavist háskóla í Seoul. Þetta er í þriðja sinn í vikunni sem námsmað- ur kveikir í sér í borginni. Saddam hættir við að láta sprengja höll sína í loft upp Nikosíu, Genf, Silopi í Tyrklandi. Reuter. VESTRÆNAR hersveitir héldu í gær áfram framrás sinni í norður- hluta Iraks til að stofna griðasvæði fyrir hundruð þúsunda kúrd- ískra flóttamanna og komu að sumarhöll Saddams Husseins íraks- forseta á svæðinu. Saddam afturkallaði fyrirskipun til íraskra hermanna um að sprengja höllina í loft upp, en hún er á hæð skammt frá bænum Sarsank. Erlendir fréttamenn á svæðinu sögðu að koma hersveitanna til hallarinnar hefði ráðið mestu um að Saddam hætti við að láta sprengja hana í loft upp. Forsetinn hafði fyrirskipað hersveitum sín- um að leggja höllina í rúst til að koma í veg fyrir að Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra gætu notað hana sem herstöð. Banda- ríkjamenn vísuðu því á bug að það væri ætlunin, heldur að leita þungavopna í henni, og sögðu að liðsmönnum Lýðveldisvarðarins, úrvalssveita Saddams, yrði leyft að vera áfram á lóðinni. Sjónvarpsmyndir sýndu mikla liðsflutninga bandarískra, franskra og breskra hermanna fram hjá höllinni. Flugvélar og þyrlur flugu fyrir ofan þá. Banda- ríski höfuðsmaðurinn Bob Flocke sagði að vestrænu hersveitirnar væru þegar komnar til bæjarins Amadiya, um 120 km austur af Zakho og myndu halda áfram til bæjarins Suriye, um 10 km austur af Amadiya. Talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sagði í gær að stofnunin gæti ekki ábyrgst öryggi Kúrda sem færu til norðurhluta íraks og vara- samt væri að leggja of hart að þeim að snúa aftur. Kúrdar væru vamarlausir á stórum landsvæð- um í Norður-írak. Neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna (UNDRO) varaði við því að allt að 600.000 shítar kynnu að flýja til írans en þegar hefur um milljón íraskra flóttamanna komið þangað. Skýrt var frá því í gær að kúr- dísk sendinefnd færi til Bagdad í næstu viku til viðræðna við írösk stjómvöld um sjálfstjóm Kúrda. Fyrir nefndinni fer Massoud Barz- ani, leiðtogi Kúrdíska lýðræðis- flokksins, sem hefur barist fyrir sjálfstjórn Kúrda í áratugi. För hans bendir til þess að Saddam sé alvara með að semja við Kúrda. Spenna rikir milli yfirvalda í Tyrklandi og vestrænu hersveit- anna. Tyrkir lokuðu til að mynda helstu flutningaleiðinni frá landinu til norðurhluta íraks í tvær og hálfa klukkustund í gær. 30 bresk- um landgönguhermönnum var einnig fyrirskipað að fara úr landinu innan 72 stunda og vom þeir sakaðir um að hafa ráðist á tyrkneskan embættismann. Þá var Rcbert Fisk, fréttaritara breska blaðsins The Independent vísað úr landi vegna greinar, þar sem hann sakaði tyrkneska hermenn um að hafa látið greipar sópa um birgðir sem ætlaðar vom Kúrdum. Bandaríkjastjóm lagði til í gær að írakar yrðu neyddir til að greiða fyrir aðstoð erlendra ríkja við Kúrda. Hjá Sameinuðu þjóðunum var rætt hvemig tryggja mætti að írakar greiddu stríðsskaðabæt- ur sínar og var meðal annars lagt til að olía yrði tekin frá þeim og hún seld. Þýskaland: Mannskæð- ur eldsvoði íáburðar- verksmiðju Átta manns biðu bana og 123 urðu fyrir meiðslum er sprenging varð í áburðarverksmiðju í bænum Sterlington í Lou- isiana-ríki í Bandaríkjun- um á miðvikudag. Eldur braust út í verksmiðjunni og grípa varð til þess ráðs að flytja alla íbúa bæjar- ins í burtu. Ekki var vitað í gær hvað olli slysinu. Á myndinni standa slökkvi- liðsmenn við verksmiðj- una eftir að þeir slökktu eldinn. Reuter Vaxandi krytur innan rík- isstjórnar Kohls kanslara Bonn. Reulor. MIKIL spenna ríkir nú í þýsku stjórninni vegna þess að Helmut Kohl, kanslari og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), aflýsti nýlega morgunverðarfundi með leiðtogum systurflokks CDU, Kristilega sósíalsambandinu (CSU). Hinir síðarnefndu höfðu áður hvatt hann ákaft til að standa vörð um hefðbundin gildi ihalds- manna og mun kanslarinn hafa litið á áskorunina sem óbeina gagnrýni. „Þetta eru ekki beinlínis góðir mannasiðir, enginn nær árangri í stjórnmálum með því að aflýsa fundum,“ sagði Edmund Stoiher, innanríkisráðherra Bæjaralands þar sem CSU fer með völd, um ákvörðun Kohls. Kohl skýrði frá ákvörðun sinni í símtali frá Kanaríeyjum þar sem hann átti viðræður við Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spán- ar. Ráðuneytisstjóri kanslarans sagði CSU-menn hafa átt upptök- in; gagnrýni þeirra hefði verið „óréttlát og óviðunandi... Það er ekki hægt að ræða málin þegar annar aðilinn setur skilyrði fyrir- fram.“ Deilumar eru taldar sýna vaxandi óeiningu í stjómariiðinu en helsti stjómarflokkurinn, CDU, beið nýlega afhroð í þingkosning- um í Rheinland-Pfalz og fylgi hans hefur hrapað í skoðanakönnunum. Stjómin hefur einnig misst meiri- hlutann í efri deild þingsins, sam- bandsráðinu, og geta stjómarand- stæðingar því stöðvað lagafrum- vörp. CSU, sem er lengst til hægri af stjórnarflokkunum, óttast að glata áhrifum á landstjómina. Flokkurinn hefur að undanfömu reynt að hefja gagnsókn með því að þvinga CDU til að leggja meiri áherslu á stefnumál eins og frek- ari takmarkanir á fóstureyðingum, strangari reglur um landvist til handa pólitískum flóttamönnum og öflugri utanríkisstefnu. - Formaður þriðja stjómarflokks- ins, Fijálsra demókrata (FDP), er Otto Lambsdorff greifl. Hann lýsti stuðningi við Kohl og gágnrýndi Bæjarana fyrir að efna til ófriðar. Leiðtogar CSU saka á hinn bóginn FDP um að stefna að því að mynda samsteypustjom með jafnaðar- mönnum (SPD) eftir næstu þing- kosningar sem verða 1994. Kohl hefur ákveðið að ræða við forystumenn CSU þ.á m. Theo Waigel fjármálaráðherra á þriðju- dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.