Morgunblaðið - 04.05.1991, Side 36

Morgunblaðið - 04.05.1991, Side 36
36 __________________________________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991 Samkór Kópavogs. Afmælistónleikar Samkórs Kópavogs SAMKÓR Kópavogs heldur af- mælistónleika sunnudaginn 5. mai kl. 17 i Bústaðakirkju i til- efni af tuttugu og fimm ára af- mæli kórsins á árinu. A efnis- skránni eru íslensk og erlend lög, m.a. þjóðlög í útsetnjngu Jóns Ásgeirssonar, lög eftir Árna Björnsson, Svein Ole Rundgren og Edvard Grieg. Einnig verður 1 sungin syrpa úr Meyjaskemm- unni eftir Franz Sehubert og fleira. ■ FÉLAG harmonikuunnenda í Reykjavík heldur sjöunda og síðasta skemmtifund vetrarins sunnudaginn 5. maí nk. kl. 15.00 í Templarahöllinni. Hljómsveitir félagsins munu koma fram með afrakstur vetrarstarfsins, en auk þess munu félagar koma fram sem einstaklingar eða leika í dúettum. - Sérstakir gestir þessa fundar verða Harmonikufélag Rangæinga og Félag harmonikuunnenda á Suður- nesjum. Jón Sigurðsson, sá gamal- reyndi harmonikuleikari, leikur list- ir sínar. Alls munu um 30 hljóð- færaleikarar koma fram á þessum lokafundi. Það eru allir velkomnir, jafnt félagar sem aðrir áhugamenn um harmonikutónlist. Stjórnandi kórsins er Stefán Guð- mundsson. Einsöngvarar verða Katrín Sigurðardóttir og Sigurður P. Bragason. Píanóleikari verður Hólmfríður Sigurðardóttir. Kórfélagar eru í dag 47. Núver- andi formaður kórsins er Ósk Sig- urðardóttir og stjórnandi er Stefán Guðmundsson eins og áður er get- ið, en hann tók við söngstjórn í jan- úar 1985. ■ FÆREYINGARKAFFI sem er árlegur kaffisöludagur í Færeyska sjómannaheimilinu, Brautarholti 29, er á morgun sunnudag frá kl. 15.00-20.00. Á boðstólum verða kökur og skerpukjöt. Ágóðinn renn- ur til sjómannaheimilisins. ■ VORVERK í Gerðubergi mánudaginn 6. maí kl. 20. Kjartan Mogensen landslagsarkitekt og garðyrkjumennirnir Axel Knúts- son og Samson B. Harðarson halda fyrirlestur og verða með sýni- kennslu. Tekið verður fyrir klipp- ingar, áburðargjöf, uppbindingar á trjám og plöntum o.fl., o.fl. Að- gangur ókeypis en þátttakendur hafi með sér stígvél og klippur. Vímuvarna- dagurinn í Hafnarfirði VÍMUVARNADAGINN 4. maí kl. 13.00 verða Lionessu- og Lions- klúbbarnir í Hafnarfirði með fjölskyldudagskrá á flötinni við Víðistaðakirkju. Dagskráin hefst með boðhlaupi barna úr grunnskólum Hafnarfjarð- ar. Allir fá barmmerki í tilefni dags- ins ásamt viðurkenningarskjali fyrir þátttökuna. Um kl. 14 hefst ratleikur og er tilvalið að öll ijölskyldan fari saman út að ganga og taki þátt í skemmti- legum leik. Veitt verða vegleg verð- laun. Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar verður á svæðinu og leik- ur létt lög. Fyrirlestur um ósýnilega hönd heildsalans Hagræðingarnefnd Félags íslenskra stórkaupmanna efnir til umræðufundar þriðjudaginn 7. maí nk. í Hallargarðinum í Húsi verslunarinnar og hefst hann kl. 12 með hádegisverði. Gestur fundarins verður Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor við Háskóla Islands og mun hann flytja erindi er nefnist „Hin ósýnilega hönd heildsalans". Hallargarðurinn býður upp á létt- an hádegisverð, súpu og fiskrétt. Verð kr. 1.500. Tilkynna skal þátttöku til skrif- stofu félagsins. (Fréttati Iky nni ng) ■ ÞANN 5. maí næstkomandi verður opnaður sölumarkaður í Hveragerði sem nefdur er Hveraportið. Hveraportið verður eingöngu á sunnudögum kl. 13-20 og verður á góðum stað í Tívólíhús- inu. Þar er nóg húsrými og góð söluaðstaða til að selja allt mögu- legt notað og nýtt. H DANSKI sálfræðingurinn Else Christensen verður stödd hér á landi dagana 4.-8. maí. Else hefur miklá reynslu af starfsemi danskra kvennaathvarfa og hefur unnið að rannsóknum á málefnum þeirra. Undanfarin ár hefur athygli hennar einkum beinst að börnum sem dval- ið hafa í kvennaathvörfum með mæðrum sínum. Fyrr á þessu ári kom út bók hennar „Börnekár" þar sem Else gerir grein fyrir niðurstöð- um rannsókna sinna á þessum börn- um. Að mati Else er ákaflega mikil- vægt að þeir sem vinna með börn- unum horfist í augu við að þau eru meðvituð um það sem gerist á heim- ilum þeirra. Þau hafa séð eða skynj- að afleiðingar ofbeldisins og eru full ótta og öryggisleysis. Else legg- ur því áherslu á að börnunum sé hjálpað til að ræða reynslu sína og tilfinningar. Einnig hafa b.örnin rétt á að fá skýringar á því sem er að gerast í umhverfi þeirra. Else Christensen mun veita starfskonum Kvennaathvarfsins leiðsögn og fræðslu varðandi börn sem koma til dvalar í Kvennaathvarfínu. Einn- ig verður hún með fyrirlestur í Norræna húsinu þar sem hún kallar Börn í ofbeldisheimi, að alast upp á heimili þar sem pabbinn misþyrm- ir mömmunni. Fundurinn verður þann 6. maí kl. 20 og því öllum opinn, aðgangseyrir er 200 kr. Nemendatón- leikar hjá Eddu Borg Nemendatónleikar og skólaslit Tónskóla Eddu Borg verða í Gerðubergi sunnudaginn 5. maí kl. 14.00. Fram koma nemendur úr forskóladeild, píanó-, tromp- et- og hljómborðsleik. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Nemendur voru um 70 talsins í vetur og 7 kennarar. Skólastjóri skólans er Edda Borg Ólafsdóttir. Má geta þess að nemendur úr skól- anum hafa verið mjög virkir í tón- leikahaldi í vetur og tóku m.a. þátt í Listahátíð æskunnar sem nýverið er lokið. Formanns- kjör í Hjúkr- unarfé- lagi Islands Á fulltrúafundi Hjúkrunar- félags Islands sem haldinn verð- ur 14. og 15. maí nk. lætur Sig- þrúður Ingimundardóttir af starfi formanns félagsins eftir 9 ára formennsku. Ólína Torfa- dóttir hjúkrunarforstjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri og Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkr- unarfræðingur hjá Landlæknis- embættinu, hafa gefið kost á sér til formanns. Samkvæmt lögum félagsins skal formaður kjörinn í allsheijarat- kvæðagreiðslu til þriggja ára í senn. Samkvæmt lögum félagsins fer at- kvæðagreiðslan þannig fram: Fé- lagsmenn í Reykjavíkurdeild greiða atkvæði á kjörfundi, sem haldinn er daginn fyrir fulltrúafund, þ.e. 13. maí nk. Kjörfundur verður á skrifstofu Hjúkrunarfélags íslands, Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, frá kl.10 f.h. til kl. 20 e.h. Einnig verða opnir kjörstaðir fyrir félagsmenn Reykjavíkurdeildar frá kl. 8 f.h. til kl. 17 e.h. á eftirtöldum stöðum: Landspítala, kennslustofu kvenna- deildar, Borgarspítala á 6. hæð, Landakotsspítala, kapellunni 3. hæð, Heilsugæslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði, í borðsal á jarðhæð, Reykjalundi, Mosfellsbæ, á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra. Félagsmenn utan Reykjavíkur- deildar hafa fengið senda kjörseðla sem skulu hafa borist kjörstjórn félagsins fyrir lok kjörfundar 13. maí. Þriðjudaginn 7. maí nk. kl. 20 verður félagsfundur með frambjóð- endum til formannskjörs í fundarsal Hjúkrunarfélags íslands, Suður- landsbraut 22, Reykjavík. Allir fé- lagsmenn eru velkomnir. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla_ er á skrifstofu Hjúkrunarfélags ís- lands á skrifstofutíma fram til 10. maí. (Fréttatilkynning) VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090 Dansleikur í kvöld (rá kl. 22.00 — 3.00. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar skemmtir ásamt söngkonunni Hjördísi Geirs. Hinn sívinsæli Þorvaldur Halldórsson skemmtir. Danssýning Dansandi fjölskyldan sem hefur unnið m.a. til íslandsmeistartitils í dansi og er á förum til keppni á Ítalíu sýna sína frábæru keppnisdansa hjá okkur um þessa helgi. Ath. Núna er hver að verða síðastur að sjá þennan frábæra hóp dansa áður en hann fer utan. Við mlnnum á nýja dansgólfið okkar sem er það stærsta og besta f ; borginni. ____ (TTl Mætum hress. Verið velkomin. I JE Dansstuðið er í Ártúni —iSí LOK^Ð í SÚLNASAL í KVÖLD DAU TVÖ skemmta í kvöld. OPIÐ FRÁ 19 TIL 3. SYNING / KVOLD A Næsta sýning: 11. maí, ATH. síðasta sýning SKEMMTIDAGSKRÁ sem byggir á söngferli hins vinsæla söngvara, Vilhjálms Vilhjálmssonar. Húsið opnað kl. 19. Glæsilegur matseðill. Borðapantanir í síma 77500. Fram koma: Ellý Vilhjálms, Þorvaldur Halldórsson, Pálmi Gunn- arsson, Rut Reginalds, Hermann Gunnarsson, Ómar Ragnarsson og Magnús Kjartansson. Leikstjóri: Egill Eðvaldsson Eftir skemmtidagskrá verð- ur dúndrandi dansleikur til kl. 3. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur. BEEIDVANeUK SÍMI 77500 Hefst kl. 13.30 Aðalvinningur að verðmæti ;________100 þús. kr.________ Heildarverðmæti vinninqa um 300 þús. kr. TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.