Morgunblaðið - 15.05.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991
17
Rekstur Borgarspitalans
Þnðja ánð í röð mi
eftir Gunnar
Sigurðsson
Reikningar Borgarspítalans fyrir
árið 1990 liggja nú fyrir og sýna
að rekstur spítalans kostaði á árinu
nákvæmlega þá upphæð sem Al-
þingi hafði ætlað spítalanum á fjár-
lögum ársins 1990. Þetta er þriðja
árið í röð sem rekstur Borgarspítal-
áns hefur verið innan ramma fjár-
laga og er það áreiðanlega eins-
dæmi um opinbert fyrirtæki af þess-
ari stærð með fjárlög upp á nálægt
þrjá milljarða.
Þetta hefur einungis tekist með
miklu aðhaldi í rekstri spítalans á
öllum sviðum. Jafnframt varð þó
að grípa til tímabundinna lokana
sumra deilda á árinu til að endar
næðu saman því að sýnilegt var að
með því fjármagni sem Alþingi
veitti Borgarspítalanum var ekki
miðað við fullan rekstur allt árið
og því verður að skrifa allar sparn-
aðarlokanir á reikning fjármálayfir-
valda. Þrátt fyrir þetta fjölgaði inn-
lögnum Borgarspítala um nær 10%
á árinu og þetta tókst með því að
stytta legutíma hvers sjúklings svo
að ekki verður mikið lengra komist
í þeim efnum.
Það er jafnframt fróðlegt fyrir
Borgarspítalann að hafa orðið vitni
að því hvað gerist þegar fyrirtæki
í opinberum rekstri gætir fyllsta
aðhalds og fer ekki fram úr áætluð-
um fjárlögum ár eftir ár. Reynsla
an ramma fj'árlaga
okkar er nefnilega sú að spítalanum
hafi nánast verið hegnt fyrir og ijár-
lög næsta árs gerð æ þrengri. Þessi
reynsla okkar getur því alls ekki
orðið frekari hvatning né heldur
getum við ráðlagt öðrum að fylgja
okkar fordæmi. Það hafa reyndar
aðrir alls ekki gert og notið góðs
af, má þar nefna Ríkisspítalana sem
fóru að minnsta kosti 200 milljónum
króna fram úr ætluðum fjárlögum
ársins 1990. Þetta gat í Ijárlögum
Ríkisspítalanna á síðan að fylla á
kostnað Borgarspítalans þar sem
halli Ríkisspítalanna verður að stór-
um hluta greiddur af fé sem ætlað
var sameiginlega stóru spítölunum
þremur í Reykjavík til uppbygging-
ar nýrrar starfsemi á þessu ári.
Borgarspítalanum er augsýnilega
ekki ætlað nema brot af þessum
170 milljónum króna vegna þess
að þær hafa verið nýttar til að
greiða halla annarra sjúkrahúsa
sem augsýnilega beittu ekki jafn-
hörðum aðhaldsaðgerðum í rekstri
sínum á síðastliðnu ári.
Einnig má nefna sem dæmi að
ijárupphæð sú sem ætluð hefur
verið sérstaklega á fjárlögum til
tækjakaupa spítalans hefur stöðugt
verið skorin niður síðastliðin þijú
ár og er nú svo komið að upphæðin
er innan við 1% af heildarrekstrar-
kostnaði spítalans og nægir hvergi
til að halda við tækjabúnaði spítal-
ans hvað þá að mæta nýjungum.
Raunasögu B-álmu spítalans
þekkja víst margir. Bygging hennar
„En von Borgarspítal-
ans um að hljóta velvilja
fjármálayfirvalda fyrir
að vera ár eftir ár innan
ramma fjárlaga hefur
algjörlega brugðist. í
staðinn horfir spítalinn
fram á algjöra stöðnun
í þróunarmálum sem á
endanum gæti þýtt lé-
legri sjúkraþjónustu,
enda þótt starfsfólk
spítalans geri allt sitt
til að halda þjónustunni
eins góðri og kostur er
hverju sinni.“
hófst 1977 og í dag hafa einungis
fjórar af sjö hæðum verið teknar í
notkun. Byggingarfé ætlað B-álmu
hefur farið minnkandi með hveiju
ári. í ár er 10 milljónum króna
ætlað til allra byggingarmála Borg-
arspítalans, hefði sjálfsagt orðið
núll ef ekki væri kosningaár. En
öldruðum í dag er ekki ætlað að
njóta þeirrar þjónustu sem full-
byggð B-álma gæti veitt þeim því
að með sama áframhaldi eru engar
líkur til að byggingu hennar ljúki
á þessari öld. Meiri líkur eru reynd-
ar á því að steypan í B-álmunni
Gunnar Sigurðsson
grotni niður því ekki hefur fengist
ijárveiting til að ganga frá þaki
B-álmunnar.
Jafnframt því sem starfsfólk
Borgarspítalans hefur leitað allra
leiða til að spara og tekist að halda
rekstri spítalans innan ramma ijár-
laga er þó vert að minnast á þá
þjónustu sem allir landsm'enn njóta
fyrir þetta fé. Flestir vita að Borg-
arspítalinn er helsti bráðaspítali
landsins, hver kannast ekki við
fréttir af flutningum þyrlunnar með
bráðveika og slasaða til Borgarspít-
alans eða flutninga neyðarbílsins á
Reykjavíkursvæðinu á slysadeild-
ina. Jafnframt veitir spítalinn þjón-
ustu á flestum sviðum skurðlækn-
inga, geð- og lyflækninga, ásamt
þjónustu við aldraða í B-álmunni,
þjónustu sem við erum stolt af. Auk
þessa er Borgarspítalinn kennslu-
spítali fyrir læknanema, hjúkrunar-
fræðinema og fleiri heilbrigðisstétt-
ir.
En von Borgarspítalans um að
hljóta velvilja ijármálayfirvalda fyr-
ir að vera ár eftir ár innan ramma
fjárlaga hefur algjörlega brugðist.
I staðinn horfir spítalinn fram á
algjöra stöðnun í þróunarmálum
sem á endanum gæti þýtt lélegri
sjúkraþjónustu, enda þótt starfsfólk
Höfundur eryfirlæknir
lyflækningadeildar
Borgarspítalans.
-------*-*-*------
Breskur tund-
urspillir
í heimsókn
SKIP úr konunglega breska sjó-
hernum, HMS YORK, kemur í
kurteisis heimsókn til íslands 16.
maí og dvelst hér til 20. maí 1991.
HMS YORK er 4600 tonna tund-
urspillir af gerð 42 og hefur verið
undir stjórn Captain Anthony G
McEwen BA síðan í janúar 1990.
Áhöfn skipsins eru 26 liðsforingjar,
77 yfirmenn, 187 undirmenn ásamt
öðrum áhafnarmeðlimum.
Meðan HMS YORK dveist í
Reykjavík verður m.a. haldið boð
fyrir hóp af börnum úr Öskjuhiíðar-
skóla. Skipið verðureinnig opið fyr-
ir gesti sunnudaginn 19. maí og fara
þá leiðsögumenn um skipið með
hópa frá kl. 14.00 til 16.00.
Alþýðusamband Suðurlands:
_
Ahersla á hækkun lægstu
launa og jöfnun orkuverðs
HÆKKUN lægstu launa, stöðugleiki í efnahagsstjórnun, traustar kaup-
máttartryggingar og jöfnuji orkuverðs í næstu kjarasamningum eru
þær höfuðkröfur sem Alþýðusamband Suðurlands samþykkti á 11.
þingi sínu dagana 4. til 5. maí. Á þinginu var Hansína Á. Stefánsdótt-
ir, Verslunarmannafélagi Árnesinga á Selfossi, kosin nýr formaður
sambandsins.
I kjaramálaályktunum þingsins
er einnig lögð áhersla á að skattleys-
ismörk verði hækkuð og skattakerf-
ið nýtt til tekjujöfnunar. Þess er
krafist að í næstu kjarasamningum
verði því komið til leiðar að skatt-
kort maka verði fullnýtanlegt, skatt-
þrepum verði fjölgað og fjármagns-
tekjur skattlagðar.
Á þinginu var stjórn ASS falið
að hafa forgöngu um að í næstu
kjarasamningum verði orkuverðsmái
tekin föstum tökum og samstarfs
verði ieitað við önnur svæðasambönd
um það mál. Segir í ályktuninni að
ekki verði skrifað undir nýja kjara-
samninga nema viðunandi lausn fá-
ist í orkuverðsmálum fyrir lands-
byggðina. Krefst þingið þess, að
sunnlenskir framleiðendur og neyt-
endur fái orku á sama verði og Reyk-
víkingar og að tekið verði upp sam-
ræmt orkuverð um landið .
í ályktun um húsnæðismál er þess
krafist, að félagslegar íbúðabygg-
ingar verði auknar á landsbyggðinni
og sagt að með tilkomu húsbréfa-
kerfisins sé verkafólki mismunað
verulega eftir búsetu og þ.a.l. gert
erfiðara fyrir að koma sér upp þaki
yfir höfuðið.
Samþykkt var ályktun á þinginu
þar sem mótmælt er tvísköttun líf-
eyrissjóðsgreiðslna og lagt til að
afnumdir verði skattar á iðgjöld til
lífeyrissjóðanna. Þá telur þingið að
ttýggja beri öllum lífeyrisþegum við-
unandi grunnlífeyri áður en tekju-
trygging skerðist.
Á þinginu var samþykkt að óska
eftir því við þingmenn Suðurlands-
kjördæmis að gerð verði könnun á
að lýsa og leggja hitalögn í veginn
yfir Hellisheiði, samhliða öðrum
áformum um framkvæmdir á þjóð-
vegi nr. 1.
Eiríkur Runólfsson, Verkalýðsfé-
laginu Bárunni á Eyrarbakka, var
kosinn varaformaður Alþýðusam-
bandsins og Hafsteinn Stefánsson,
Verkalýðsfélaginu Þór á Selfossi,
kosinn gjaldkeri. Dorothy Senior,
Páll Jónsson, Guðrún Daníelsdóttir
og Guðrún Haraldsdóttir voru kjörin
meðstjórnendur.
Sjúkraliðafélag íslands:
Samþykkt stofnun stétt-
arfélags sjúkraliða
Á AÐALFUNDI Sjúkraliðafélags íslands s.l. laugardag var samþykkt
mótatkvæðalaust að stofna stéttarfélag sjúkraliða með aðild að BSRB
að tillögu stjórnar. Til að félagið öðlist óumdeildan samningsrétt og
heimild til aðildar að BSRB þurfa 2/8 starfandi sjúkraliða að taka
afstöðu til málsins en nú þegar hafa 800 starfandi sjúkraliðar skráð
sig sem fullgilda félaga í stéttarfélagi sjúkraliða.
Á aðalfundinum var samþykkt og aukin starfsréttindi stéttarinnar
ályktun þar sem lögð er áhersla á,
að menntun og störf sjúkraliða verði
skilgreind betur, og komið í fastara
form af hálfu heilbrigðis- og mennta-
málaráðuneytanna. Krafðist fundur-
inn þess, áð staðið verði við fyrirheit
um aukna menntun, endurmenntun
sem samið var um árið 1982. Þá
lagði aðalfundurinn áherslu á, að í
næstu kjarasamningum verði kjör
stéttarinnar bætt og starfsvettvang-
ur sjúkraliða betur skilgreindur og
menntun og starfsréttindi verði virt
og viðurkennd.
y
RISATJÖLD
TIL LEIGU
Loksins er hægt að leigja risatjöld fyrir hverskonar útisamkomur.
Við leigjum út glæsileg samkomutjöld af ýmsum stærðum frá
200-800 fermetra eftir þörfum hvers og eins.
Vanir starfsmenn aðstoða við að reisa tjöldin á svipstundu, hvar
sem er á landinu, og þau geta staðið á hvort heldur sem er
grasi, möl eða malbiki.
Pantið tímanlega fyrir sumarið í síma 91-687063.
KOLAPORTIO
M<SRKaDííOJ?V
J