Morgunblaðið - 15.05.1991, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991
VIÐRÆÐURNAR UM EVRQPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ
Sænskir fjölmiðlar:
Island og Sviss óþarfa þrösk-
uldar í vegi samruna Evrópu
VERÐ FRÁ 595.000 KR.
VERÐ FRÁ 895.0
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins.
MÓTBÁRUR íslendinga og Sviss-
lendinga í sambandi við lokaálykt-
un ráðherrafundarins um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES)
byggjast á ólund og hamla að
óþörfu samruna Fríverslunar-
bandalags Evrópu (EFTA) og
Evrópubandalagsins (EB), að áliti
höfunda margra forystugreina í
sænskum blöðum í gær. Mikilvægi
fiskveiðihagsmuna fyrir íslend-
inga ætti ekki að þurfa að koma
í veg fyrir að ríki álfunnar sam-
einist þótt réttmætt sé að taka
tillit til þessara hagsmuna.
í frétt Dagens Nyheter um við-
ræðurnar er sagt að engu megi
muna að viðræðurnar í Brussel fari
út um þúfur. Mjög vafasamt sé að
það muni takast að undirrita samn-
inginn í júní eins og stefnt er að.
Deilt sé aðallega um þijú mál. í
fyrsta lagi skipulag dómstóls í
ágreiningsmálum aðildarrílqa EES,
í öðru lagi fiskveiðiréttindi við ísland
og Noreg og þriðja lagi ósk Svislend-
inga um að geta hafnað ákveðnum
atriðum samstarfsins einhliða. Sviss-
neska stjómin þori ekki að biðja
kjósendur að samþykkja jafn um-
fangsmikið valdaafsal og rætt sé um;
ótvírætt sjálfsforræði sé heilagt mál
í augum flestra landsmanna.
Fréttamaður Svenska Dagbladet
segir ráðherra EB-ríkjanna sammála
um að íslendingar eigi rétt á því að
tekið sé sérstakt tillit til þess hve
háðir þeir eru fiskveiðum. Hann seg-
ir að þeirri hugmynd hafí verið
hreyft að tíu EB-ríki af tólf ákveði
að krefjast engra fiskveiðiheimilda
við ísland gegn því að Spánveijar
pg Portúgalir fái slíkar heimildir.
íslendingar hóti því á hinn bóginn
að hætta allri þátttöku í viðræðunum
nema kröfunni um veiðiheimildir
verði sópað af borðinu. Anita Grad-
in, utanríkisviðskiptaráðherra Svja,
hefur í viðræðunum stutt kröfur ís-
lands. Um afstöðu Svisslendinga
segir Gradin í blaðaviðtali að þeir
vilji áskilja sér rétt til að hafna öllum
ákvæðum EES-samningsins sem
þeim líki ekki við og það muni EB-
ríkin ekki fallast á.
Ljóst er að sænsk stjómvöld
leggja nú megináhersluna á að und-
irbúa umsókn um aðild að EB og
þau líta á væntanlega EES-samn-
inga sem bráðabirgðalausn er ekki
skipti meginmáli.
Líklegt er að Svíþjóð og Aust-
urríki, annað EFTA-land sem þegar
hefur lagt inn aðildarumsókn í
Brussel, muni hafa samráð í viðræð-
um við bandalagið. Svenska Dag-
bladet segir að austurríski utanríkis-
ráðherrann, Alois Mock, dragi enga
dul á að það muni ekki skipta Aust-
urríkismenn neinu þótt EES-viðræð-
urnar renni út í sandinn.
Höfuðstöðvar Evrópubandalagsins í Brussel þar sem viðræður EFTAi
og EB um Evrópska efnahagssvæðið hafa farið fram.
Þijú mál óleyst — landbúnað-
ur, þróunarsjóður og fiskur
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FLEST bendir til þess að góður árangur hafi náðst á sameiginlegum
ráðherrafundi Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubanda-
lagsins (EB) sem lauk i Brussel aðfaranótt þriðjudags. Litið er svo á
að fátt sé útistandandi af deilumálum utan landbúnaður, þróunarsjóður
og fiskur sem muni sýnu erfiðastur. Fundinum, sem átti að hefjast
klukkan fjögur síðdegis á mánudag, var ítrekað frestað þar sem nauð-
synlegri undirbúningsvinnu væri ekki lokið. Sameiginlegur fundur
ráðherranna hófst ekki fyrr en rúmlega tíu um kvöldið og stóð fram
yfir miðnætti.
Fram að fundinum var tímanum
m.a. varið til viðræðna á milli Wolf-
gangs Schussels, viðskiptaráðherra
Austurríkis, sem er forseti EFTA-
ráðsins um þessar mundir, Frans
Andriessens úr framkvæmdastjórn
EB og Jacques Poos, utanríkisráð-
herra Lúxemborgar og forseta ráð-
herraráðs EB. Auk þess voru haldnir
alls konar tvíhliða fundir á milli ráð-
herranna. Erfið staða kom upp innan
EFTA en í viðræðum innan banda-
lagsins höfðu fulltrúar Svisslendinga
einangrast og erfiðlega gekk að finna
færa leið út úr þeim deilum. Endan-
lega samsinntu Svisslendingar lokaá-
lyktun fundarins með allmörgum fyr-
irvörum þó. Það verður að öllum lík-
indum hlutverk EFTA-ráðherra í
Vínarborg í næstu viku að jafna
ágreininginn.
Yfirlýsingin
Yfirlýsing fundarins er átta blaðs-
íður auk viðauka þar sem m.a. eru
ítrekaðir fyrirvarar íslendinga vegna
fjárfestinga í sjávarútvegi. I upphafi
er lögð áhersla á þann ásetning ráð-
herranna að ljúka samningnum fyrir
sumarleyfi þannig að hægt verði að
leggja hann fyrir Evrópuþingið og
þing aðildarríkjanna í haust. Jafn-
framt lýstu ráðherramir yfir ánægju
sinni með þann árangur sem náðst
hefði frá síðasta ráðherrafundi í des-
ember sl. Það er mat ráðherranna
að góðir möguleikar séu á að finna
lausnir á þeim ágreiningi sem enn
er uppi í samningaviðræðunum. Lögð
er áhersla á mikilvægi þess að heild-
aijafnvægi sé á milli ábata, réttinda
og skyldna í endanlegum samningi.
Eftirlitsstofnanir
Lausn er í sjónmáli á eftirlitsstofn-
unum með samkeppni og ríkisstyrkj-
um. Sömuleiðis minnkar bilið á milli
EB og EFTA hvað varðar verkaskipt-
ingu og samstarf á milli framkvæmd-
astjórnar EB og framkvæmdastjóm-
ar EFTA sem hefði svipuð völd i
þessum efnum og framkvæmdastjórn
EB hefur. Samkomulag hefur og
náðst um raunhæfar lausnir sem
tryggja örugga vemd á sviði heil-
brigðis-, öryggis- og umhverfismála.
Meginþorri EB-reglna sem gilda um
þessi efni tekur því gildi innan EFTA
1. janúar 1993.1 yfiriýsingunni kem-
ur fram að góður árangur hefði náðst
hvað snertir opinber útboð, skaðsem-
isábyrgð, prófanir, vottorð og EB-
merki, og hugverkaréttindi. Gert er
ráð fyrir samstarfí á sviði tollamála
og bættar og einfaldaðar uppruna-
reglur. Aðildarríki EFTA munu taka
upp flestar samþykkta EB um hindr-
unarlausa ijármagnsflutninga 1. jan-
úar 1993 með tilteknum undantekn-
ingum. Samkomulag hefur náðst um
drög að nánara samstarfi á sviði
efnahags- og gjaldeyrismála. Að-
lögunartímar innan EFTA hvað varð-
ar félagarétt, félagsmálastefnu og
umhverfisstefnu verða tvö ár.
Landbúnaður
Aðildarríki EFTA munu afnema
eða draga úr innflutningsgjöldum á
landbúnaðarafurðum sem skipta
vanþróuð svæði innan EB miklu
máli auk þess sem áhersla verður
lögð á að afnema tæknilegar við-
skiptahindranir með þær afurðir.
Almennt veðrur stefnt að því að
draga úr hömlum á viðskiptum með
landbúnaðarafurðir.
Sjávarútvegur
Samkvæmt heimildum innan EB
er það talinn merkur áfangi af hálfu
bandalagsins að það viðurkennir í
yfírlýsingunni að sjávarútvegur sé
raunverulegur hluti samninganna um
EES. J
Sjóður
í yfírlýsingunni kemur fram að
aðildarríki EFTA eru reiðubúin til
að skoða þann möguleika að koma
á fót þróunarsjóði sem yrði fjármagn-
aður af þeim og styrkti fátækari
svæði innan EB. Samkomulag varð
um almenn öryggisákvæði sem hægt
væri að beita í hvert skipti sem alvar-
leg efnahagsleg, þjóðfélagsleg
og/eða umhverfisvandamál í atvinn-
ugrein eða héraði koma upp. Um
samráð um ákvarðanir er lögð
áhersla á nauðsyn þess að þróa virkt
upplýsingakerfi og samráð við Evr-
ópuþingið, gefa verði sérfræðingum
EFTA tækifæri til að eiga hlut að
máli við undirbúning tillagna innan
framkvæmdastjórnar EB að svo
miklu leyti sem við á og hægt er.
Leitað verði til sérfræðinga EFTA á
sama hátt og leitað er til sérfræðinga
innan EB. Þátttaka EFTA í nefndum
sem varða jaðarverkefni, s.s. sam-
starf í menntun, mun ráðast af aðild
EFTA í kostnaði við verkefnið.
Ákvarðanir sem varða EES verða
teknar sameiginlega og samhljóða
af EFTA og EB. Komi upp mikill
ágreiningur yrði sameiginlegri
stjórnamefnd EES falið að finna
lausn eða miðla málum.
Dómstóll
Samkomulag var um að sérhvert
aðildarríkja EFTA skipi dómara í
dómstólinn. Dómurinn verður í hvert
skipti skipaður átta dómurum, fimm
frá EB og þremur frá EFTA. Dómur-
inn mun starfa innan Evrópudóm-
stólsins í Lúxemborg og hafa úr-
skurðarvald á eftirtöldum sviðum:
— Varðandi lausn deilumála, s.s.
túlkun reglma EES samkvæmt
beiðni stjórnamefndar EES eða
samningsaðilanna.
— Varðandi deilur milli eftirlits-
stofnunar EFTA og einhvers aðild-
arríkis EFTA.
— Varðandi mál sem fyrirtæki eða
ríki taka upp gegn ákvörðunum
EFTA-stofnunar á sviði samkeppni,
þ.m.t. ríkisstyrkir.
Styrkja verði réttarsamræmi inn-
an EES með því að gera aðildarríkj-
um EFTA kleift að koma fyrir Evr-
ópudómstólinn. Að lokum lýstu aðild-
arríki EFTA sig reiðubúin til að setja
ákvæði inn í löggjöf sína í þá vem
að reglur samningsins um EES skuli
hafa forgang í þeim tilfellum sem
þær rekast á við önnur ákvæði í innri
löggjöf þeirra.