Morgunblaðið - 15.05.1991, Side 33
ieei íam .5i HijOAauMivaiM sioAja^uaHOi/. SS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 33
Unnið að margvíslegum rann-
sóknaverkefnum á Hvanneyri
Hvanneyri.
VIÐ Bændaskólann á Hvann-
eyri hafa tilraunir verið mikil-
vægur þáttur allt frá stofnun
hans 1889. Nú eru árlega unnin
um 6 til 7 ársverk að tilraunum
af tilraunamönnum og kennur-
um Bændaskólans. Auk þess
má ætla að námsverkefni nem-
enda við Búvisindadeild svari
til eins og hálfs árs til tveggja
ársverka.
Oft hafa tilraunaniðurstöður
þótt berast seint frá tilraunastöðv-
um, en niðurstöður Bændaskólans
fara svo til beint upp á töflu nem-
enda skólans og Búvísindadeildar.
Auk þess er nokkurt samstarf
milli skólans og búnaðarsamtak-
anna á Vesturlandi, þannig að nið-
urstöðurnar berast bændum fyrr
en ella.
Bændaskólinn bauð áhuga-
mönnum um nýþekkingu í land-
búnaði til fundar á dögunum og
kynntu kennarar þar helstu niður-
stöður úr viðfangsefnum sínum.
Bjarni Guðmundsson, deildarstjóri
Búvísindadeildar, sagði í inn-
gangsorðum sínum, að aðalmark-
miðið væri að velja verkefni, sem
styrkja kennslu og fræðslustarfið
við Hvanneyrarskólann og að
reyna og staðfæra nýja þekkingu
með hagnýtum tilraunum og þró-
unarstarfi.
Af sviði jarðræktartilrauna taldi
Ríkharð Brynjólfsson, að það ætti
ekki að slá vallarfoxgras nema
einu sinni eftir hæfílegan tíma,
þar sem seinni sláttur gæfí ekki
aukna uppSkeru. I tilraun sem
staðið hefur í 14 ár samfleytt,
hefur verið borið í 15 t af sauðat-
aði án nokkurs tilbúins áburðar.
Uppskera hefur síaukist þessi ár
og gróður haldist fjölbreytilegur.
Hann getur ekki enn skýrt nægi-
lega vel hvað veldur. Af sumarfóð-
urjurtum gefur sumarrýgresi betri
uppskeru en vetrarafbrigði, bygg
gefur góða uppskeru í magni þurr-
efnis og næpur geta gefið mjög
mikla uppskeru þegar best eru
skilyrðin.
Magnús Óskarsson skýrði frá
samanburðartilraunum á mörgum
afbrigðum matjurta, sem almennt
eru ræktuð. Leitað er að bestu
afbrigðunum og nýjum tegundum,
sem gætu hentað við okkar að-
stæður. Hann sagðist t.d. hafa
reynt afbrigði rauðkáls, sem þrífst
vel hér á Hvanneyri og er fræ nú
fáanlegt af þessu afbrigði. I máli
Árna B. Bragasonar kom fram að
nú væru í Hvanneyrarlandi um 70
Kennarar Bændaskólans og starfsmenn Bútæknideildar f.v. aftari röð: Grétar Einarsson, Björn Þor-
steinsson, Árni B. Bragason, Bjarni Stefánsson, Magnús Óskarsson, Sveinn Hallgrímsson, Ingimar
Sveinsson. í fremri röð: Þorsteinn Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Aðalsteinn Geirsson, Ríkarð
Brynjólfsson og Gísli Sverrisson.
tegundir runna og tijáa, aðallega
í skjólbeltum.
Björn Þorsteinsson skýrði í stór-
um dráttum nýja tækni sem tekin
hefur verið upp á Hvanneyri:
Notkun ensýma til að mæla sykr-
ur, lífrænar sýrur og nítrat. Stofn-
kostnaður við tækjakaup er lítill.
Þorsteinn Guðmundsson vann
við mælingar á jarðvegsgerð á
Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheið-
um og sýndi sniðmyndir af jarð-
vegi úr þessum rannsóknum. Jarð-
vegssýni af Suðurlandi staðfesta
að fosfórmagn eykst í gömlum
túnum en kalímagn helst nokkuð
óbreytt eftir að ræktunin hefur
staðið í nokkur ár.
Aðalsteinn Geirsson gerði grein
fyrir örveirurannsóknum, þar sem
áhersla hefur mest verið á örverum
í votheyi.
í heyverkuninni snýst nú allt
um rúllubagga, sagði Bjarni Guð-
mundsson og er mikil eftirspum
eftir nýjustu upplýsingum af þeim
vettvangi. í samanburði með gjöf
á gryfjuvotheyi og rúlluböggum
af sömu túnspildu virtust kýr éta
ögn meira af því fyrrnefnda og
mjólka þar af leiðandi meira að
meðaltali. Þegar kofasalti var
blandað í rúllubagga jókst átmagn
gripa svipað og þegar þurrefnis-
magn var aukið með forþurrkun
á velli úr 25 til 30% í 55 til 60%.
Gæði votheys í rúllum jókst greini-
lega ef vafíð var 5 eða sjöfalt í
stað þrefaldrar pökkunar eins og
algengast er. í vetur dugði íjór-
föld pakkning ekki við þær veður-
farsaðstæður sem ríktu í Borgar-
firði.
Af sviði búfjárræktartilrauna
sagði Sveinn Hallgrímsson skóla-
stjóri frá athugunum sínum á feld-
fé í Skaftafellssýslu. Ingimar
Sveinsson hefur mælt og vegið
folöld frá fæðingu til 18 mánaða
aldurs og sagðist hann hafa orðið
var við talsverðan áhuga á þessu
verkefni af hálfu hestamanna. Við
fæðingu eru 43 folöld 30 til 43
kg að þyngd, eftir 18 mánuði eru
þau á bilinu 211 til 310 kg. Hann
sagði þrif þeirra fara mikið eftir
aðbúnaði t.d. er hreyfingarþörf
þeirra mikil og ormahreinsun
nauðsynleg, ef þau hafa verið í
þéttsetinni stóðhestagirðingu.
Bjami Stefánsson hefur á sinni
hendi vaxtarmælingar loðdýra.
Hann stýrir fóðurtilraunum með
mismunandi fítugjafa og fleiri
þáttum í umhirðu loðdýranna.
Magnús B. Jónsson hefur lengi
fylgst með feldeiginleikum Ioðdýra
og vinnur að endurskoðun á mati
erfðaeiginleika á því sviði.
Á Hvanneyri er Bútæknideild
Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins og sagði Grétar Einarsson,
deildarstjóri, að mestur tími færi
nú í prófanir á flóknum heyvinnu-
vélum eins og t.d. rúllubaggatækj-
um. Síðastliðið ár var um 30%
heyforða bænda verkað í rúllum
og til þurfti um 460 t af plast-
filmu.
Eitt af verkefnunum var að
prófa gæði hennar. Gísli Sverris-
son skýrði tölvulíkan af dreifíngu
tilbúins áburðar á túnspildu. Með
líkaninu er reynt að meta hvemig
unnt er að dreifa áburðinum sem
jafnast á túnið. Við Bútæknideild
er nú unnið að mælingum á spennu
í rafgirðingum auk ýmissa annarra
verkefna í samvinnu við ýmsa
aðila.
Bændaskólinn hefur undanfarin
ár gefið út íjölrit með niðurstöðum
tilraunanna og var það á fundar-
degi í lokafrágangi.
- D.J.
í HVAÐA
VEÐRISEMER
Með Meco þarftu ekki
að hafa áhyggjur
af veðrinu, það er alltaf
hægt að grilla.
t \
Hönnun MECO:
Loftflæðið gerir Meco
að frábæru útigrilli:
• Það sparar kolin.
• Brennur sjaldnar við.
• Hægt er að hækka og
lækka grindina frá glóðinni.
• Tekur styttri tíma að grilla
og maturinn verður
safaríkari og betri.
• Auðveld þrif.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SIMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
(/a) ttoUK, SveáyaKÉegtA i somkí/ujum,
vmmmm
fyrir
steinsteypu.
Léttir
meðfærilegir
viöhaldslitlir.
Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0
Ármúla 29, Reykjavik, sími 38640
/Adlo/hi Verð frá kr. 37.500.- / 2 vikur, 2 fullorðnirog 2 börn Verð frá kr. 55.600.- / 2 vikur, 2 ístúdíói /Móu ' Verð frá kr. 43.450,- í 3 vikur, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára Verð frá kr. 59.800.- í3 vikur, 2 ístúdíói
BROTTFARARDAGAR: 26. maí 9. júlí 20. ágúst 4. júní 16. júlí 27. ágúst 11. júní 23. júlí 3- september 18. júní 30. júlí 10. september 25- júní 6. ágúst 17. september 2. júlí 13. ágúst BROTTFARARDAGAR: (ntMtw .1 FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMAR 28388 - 28580