Morgunblaðið - 15.05.1991, Qupperneq 39
|f»(í! IAM .31 fl'JOAaUar/QlM QKlAJaV:’JOÍiOM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 15. MAI 1991
39
Einstakur atburður
í sögu frímerkjanna
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Landssamband danskra frí-
merkjasafnara (DFF) hefur fyrir
nokkru sent frá sér dreifibréf og
um leið ljósrit af bréfi frá form-
anni sínum, Knud Mohr. Hér er
tilkynning til fjölmiðla um ein-
stæða gjöf dönsku póststjórnar-
innar til DFF. Formaður LÍF,
Hálfdan Helgason, hefur sent frí-
merkjaþætti Mbl. ljósrit af of-
angreindri tilkynningu, því að
hann býst réttilega við, að ís-
lenzkir frímerkjasafnarar geti
haft áhuga á málinu.
í upphafi tilkynningar DFF
segir, að það tilboð, sem dönskum
frímerkjasöfnurum og vinum
þeirra erlendis standi til boða, sé
svo sérstætt, að það verðskuldi
mikla athygli. í fyrsta skipti í
sögu frímerkjasöfnunar eigi safn-
arar þess nú kost að eignast frí-
merki, sem í áratugi hafi varð-
veitzt sem hið strangasta ríkis-
leyndarmál. Einungis örfáir menn
hjá Póst- og símamálastofnuninni
dönsku vissu, hvað fólgið var í
innsigluðum pökkum, sem komið
var fyrir á átta hernaðarlega
mikilvægum stöðum um alla Dan-
mörku árið 1963. Jafnvel sjálfir
póstmeistararnir á þessum stöð-
um vissu ekki nákvæmlega, hvað
það var, sem þeim var trúað fyr-
ir. Ekki mátti opna þessa pakka,
nema skipun um það kæmi frá
aðalpóststjórninni. Nú fyrst er
vitað, að þessir leyndardómsfullu
pakkar höfðu að geyma hæfilegar
birgðir af NEYÐARFRÍMERKJ-
UM.
Frímerki þessi voru prentuð í
bókprenti undir strangasta eftir-
liti og öryggi og með vitorði ör-
fárra manna. Var þau gerð ef
neyðarástand skapaðist í landinu.
Þetta er skýring bæði á prentað-
ferðinni og eins því, að ekkert
verðgildi er á þeim. Þá vissu póst-
meistararnir á þessum átta stöð-
um ekki heldur, að pökkunum
fylgdi prentplata, þannig að
framleiða mætti á hveijum stað
fleiri merki í bókprenti, ef þörf
krefði. Þessi Neyðarfrímerki eiga
sem söfnunargripur erindi til frí-
merkjasafnara um heim allan, þó
ekki væri nema fyrir þá óvenju-
legu og spennandi sögu, sem að
baki þeim liggur. Þá eiga þau að
sjálfsögðu vel heima í Danmerk-
ursafni. Gildi þeirra er jafnvel enn
meira á alþjóðavettvangi póstsög-
unnar, þar sem samsvarandi leyn-
ileg neyðarframleiðsla hefur aldr-
ei áður verið falboðin.
En hvers vegna þessir leyni-
legu geymslustaðir? Á árunum
upp úr 1960 var kalda stríðið
svonefnda í algleymingi. Dan-
MrtnWÍIT 4JC IVSMBC -NU’d
w
UOXXJEH FHlMEKMASÍWIIMC EfnjAVÍE I7 M |ÍJMÍ 1«! . <mSO t* Uf
mörk gat þá orðið í fremstu vígl-
ínu í Evrópu og jafnvel gat þá
farið svo, að henni yrði t.d. skipt
í sundur við Beltin. Þá yrðu Dan-
ir e.t.v. áfram fijálsir í hluta
landsins og gætu m.a. haldið uppi
póstgöngum í sínum hluta í þeim
mæli, sem aðstæður leyfðu.
Allar forsendur eru allt aðrar
en 1963, þegar þessi Neyðarfr-
ímerki urðu til. M.a. má þakka
aukinni notkun frímerkingavéla á
pósthúsum það, að nú er unnt
að leysa vélrænt öll vandkvæði
við greiðslu burðargjalda. Með
hliðsjón af þessu hefur danska
póststjórnin nú ákveðið, að þessi
sögulegu frímerki skuli koma
söfnurum að notum með aðstoð
DFF.
Sala þessara merkja hófst á
Degi frímerkisins í Danmörku 14.
marz sl. Fer öll afgreiðsla fram
með póstpöntun til skrifstofu
Dansk Filatelist Forbund, Vester
Voldgade 123, st., 1552 Koben-
havn V. Þá hefur verið stofnaður
sérstakur gíróreikningur Uþessu
skyni: 4 99 00 99.d.
Verð merkisins er 30 d. kr.
með vsk. Enginn getur fengið
heila örk, því að arkirnar hafa
verið rifnar niður í lárétta tí-röð.
Þegar merki eru seld til útlanda,
greiðir DFF sem svarar virðisauk-
askatti þeirra til alþjóðlegs starfs
innan Alþjóðasambands frímerkj-
asafnara, FIP.
Upplag þessara Neyðarfrí-
merkja, sem DFF fær til ráðstöf-
unar, er ein milljón. Ef eitthvað
verður óselt, þegar sölu lýkur 31.
desember 1991, verður það eyði-
lagt.
ÍSLAND
í bréfi formanns DFF segir,
að hulunni hafi verið lyft af þess-
um Neyðarfrímerkjum 7. marz
sl. Jafnframt segir hann, að það
sé nú danska Landssambandsins
að hafa sem mest gagn af sölu
merkjanna. Sá hagnaður, sem
fellur í skaut þess, verður vita-
skuld notaður til að auka starf-
semi þess og styrkja það í sessi.
Um Ieið er ákveðið að styðja einn-
ig danska póstminjasafnið og al-
þjóðlegt samstarf. Formaður læt-
ur einnig í ljós ánægju sína fyrir
hönd Landssambandsins með
F'WWW WW'W w> 9 f
þessa gjöf,Ij| enda viðurkenni
danska póststjórnin með henni
tilvist DFF. Um leið er ánægjan
enn þá meiri við það, að það er
mikils virði að hafa fengið ekta
póstsögulegan hlut, sem margur
vill gjarnan eiga í safni sínu.
Bent skal á, að íslenzkir safn-
arar geta hér bæði eignazt
skemmtilegan hlut í safn sitt við
hóflegu verði og um leið styrkt
danska Landssambandið og starf-
semi þess. Allt er þetta um leið
til að auka og styrkja samvinnu
milli norrænna frímerkjasafnara.
t'
__________Brids_____________
ArnórRagnarsson
Bridsfélag Reykjavíkur
Aðaltvímenningskeppni félagsins
lauk sl. miðvikudag. Keppninni lauk
með öruggum sigri Guðlaugs R. Jó-
hannssonar og Arnar Arnþórssonar.
Þeir leiddu svo til allt mótið. Þetta er
annað árið í röð sem þeir vinna þetta
mót.
Röð efstu para:
ðm Amþórsson - Guðlaugur R.Jóhannsson 457
Páll Valdimarsson - Ragnar Magnússon 377
Sveinn R. Eirikss. - Steingr. GauturPétursson 329
Hjördís Eyþórsdóttir - Ásmundur Pálsson 302
Guðmundur G. Sveinsson - Valur Sigurðsson 299
ÓlafurLárusson-HermannLárusson 299
ÞorlákurJónsson-KarlSigurhjartarson 231
Þórarinn Sófusson - Friðþjófur Einarsson 176
Guðm. Sv. Hermannsson - Bjöm Eysteinsson 173
MagnúsÓlafsson-JónÞorvarðarson 164
HörðurAmþórsson-JónHjaltason 163
EinarJónsson-SímonSimonarson 157
Hæstu skor síðasta spilakvöldið
fengu:
EinarJónsson-SímonSímonarson 77
PállValdimarsson-RagnarMagnússon 59
HörðurAmþórsson-JónHjaltason 57
Þorlákur Jónsson — Karl Sigurhjartarson 55
ÓlafurLárusson-HermannLárusson 52
Guðm. Sv. Hermannsson - Bjöm Eysteinsson 47
Bridsdeild
Hún vetningaf élagsins
Hafinn er þriggja kvölda vor-
tvímenningur með þátttöku 16 para.
Staðan eftir fyrsta kvöldið:
JónÓlafsson-Ólafurlngvarsson 240
Eysteinn Einarsson - Kári Siguijónsson 240
Guðlaugur Sveinsson - Láras Hermannsson 238
Birgir Sigurðsson - Guðiaugur Nielsen 238
Alda Hansen—Sigrún Pétursdóttir 226
Meðalskor 210
Önnur umferð verður spiluð nk.
miðvikudag kl. 19.30 í Húnabúð í
Skeifunni.
Frá Skagfirðingum í
Reykjavík
Hjá Skagfirðingum er líf og fjör
þessa dagana. A dagskrá er eins
kvölds tvímenningakeppni.
Síðasta þriðjudag urðu úrslit þessi:
Anna Þóra Jónsdóttir - Ragnar Hermannsson 258
Jón Viðar Jónmundsson - Þórður Sigfússon 256
Guðlaugur Sveinsson - Sveinn Sigurgeirsson 248
JónStefánsson-RagnarÞorvaldsson 226
Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 222
Guðbrandur Guðjohnsen - Magnús Þorkelsson 217
Spilamennsku verður framhaldið
næsta þriðjudag. Laugardaginn
26.mai verður hins vegar “uppgjör"
félagsins. Veitt verðlaun og tekið í
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
KRISTÍIM MAGIMÚSDÓTTIR,
Einimel 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. maíkl. 13.30.
Magnús Tryggvason, Guðrún Beck,
Anna L. Tryggvadóttir, Heimir Sindrason,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓSKARS BERGSSONAR,
Bragagötu 24,
Reykjavfk.
Elsa H. Óskarsdóttir, Jón R. Björgvinsson,
Eggert Oskarsson, Ragna Hall,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg systir mín og móðursystir,
SIGRÚN MARÍA SCHNEIDER,
Reynimel 51,
verður jarðsungin frá Kristkirkju, Landakoti, fimmtudaginn 16.
maí kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Kristkirkju, Landakoti.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Lydia Schneider Jörgensen, Valgarð Jörgensen,
Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Guðjón Sigurbjartsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÓNS GUÐNA GUÐMUNDSSONAR
frá Hellissandi.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Hrafnistu í
Reykjavík.
Sigurjóna Danelfusdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
MARÍA GUÐVARÐARDÓTTIR,
Álftamýri 50,
sem lést í Borgarspítalanum laugardaginn 11. maí, verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. maí kl. 13.30.
Guðbjartur H. Ólafsson,
Sigmundur Guðbjartsson,
Guðrún I. Bjarnadóttir,
Helga Bjarnadóttir, Tómas Tómasson.
t
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts mannsins
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
KJARTANS ÓLAFSSONAR,
Langholtsvegi 18.
Ágústa Jónsdóttir,
Jón B. Kjartansson, ^
Jóhann Ó Kjartansson,
Erla S. Kjartansdóttir, Kristján Þórarinsson,
Brynja Kjartansdóttir,
Oddur Kjartansson
og dótturbörn.
t
Þökkum þeim sem heiðruðu minningu
LÁRUSARJÓNATANSSONAR
vélvirkja
og vottuðu okkur samúð við fráfall hans og útför.
Hallveig Einarsdóttir,
Einar Örn Lárusson,
Lárus G. Lárusson, Sigríður Þ. Friðgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGILEIFAR BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Hellisgötu 12b,
Hafnarfirði.
Bára Jónsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir,
Þorsteinn S. Jónsson,
Bryndís G. Jónsdóttir,
Einar G. Jónsson,
Þorleifur G. Jónsson,
Ólafur Jónsson, Valgerður Friðþjófsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Árni Jónsson,
Lilja Kristinsdóttir,
Emil Ágústsson,