Morgunblaðið - 15.05.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 15.05.1991, Síða 44
44 MOKGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAI 1991 , 'fójnÓL-fur, eg vdt þér-finnazt áutxtf'r gc$Lr. Ein. þú Cutt barzu cuóprófex. eitt> epU og ei-tb ulnber " * Ast er. . 0 rr 1Uro 2- 18 . . . lítið krútt. TM Reg. U.S. Pat OH. — all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Nei, ekki núna. Seinna þeg- ar við þurfum á barnapíu að halda! HÖGNI HREKKVÍSI Hvaða mál talaði Kristur? Kristur talaði aramæísku, se- metískt tungumál,. sem nú er að mestu útdautt. „Ahla bon chun bi-blotha.“ Verið velkomin til okk- ar bæjar. Þannig gæti Kristur hafa ávarpað gesti sína fyrir hart- nær tvö þúsund árum. I dag þekk- ist aramæískan aðeins sem tal- mál. Nokkrar aramæískar mál- lýskur eru þekktar. Þannig er austur-aramæíska töluð af nokkr- um þúsundum manna í bænum Mosul í Kúrdistan. Vestur-aram- æíska er aftur töluð af um 40 þúsund manns í fjallaþorpinu Ma’l- úla, sem er um 50 km norður af Damaskus í Sýrlandi. Mosul og Ma’lula eru þannig eins og vinjar Uppbyggi- leg iðja Ég er einn af þeim sem er á móti veiðum sem sporti, þó ég viður- kenni vissulega nauðsyn þeirra í atvinnuskyni. Einn kunningi minn sagði sem svo, þegar við töluðum um þetta, að veiðar gæfu kost á útivist og þess vegna fyrst ogfrems væru þær skemmtilegar. Ég vil benda á að ýmsi konar ræktun t.d. kartöflurækt gefur kost á útivist og sama má auðvitað segja um skógrækt og aðra landgræðslu. Það er uppbyggilegt að hlúa að lífinu og stuðla að viðgangi þess en ógæf- umerki að skemmta sér við að drepa aðrar lífverur. Og nú er einmitt tíminn til að huga að því að setja niður kartöflurnar. Dýravinur í eyðimörkinni (arabískunni) sem ógnar þessum síðustu talandi leif- um frá dögum Krists. Aramæískan, eða samarit, eins og málið hét á dögum Krists, er norðvestur-semetísk tunga, sem töluð var í Sýrlandi og Kana’anl- andi. Skyld tungumál voru ugarit, moabit, fönikíska og hebreska. I Mesópótamíu töluðu menn akka- dísku og babýlonsku. í Arabíu og Eþíópíu var töluð arabíska og eþí- ópíska. Allar þessar tungur eru þó náskyldar aramæískunni, enda telja málfræðingar að sama tungan hafi verið töluð um öll Miðausturlönd til forna. (Slíkt verður þó ekki tímasett.) Akkadí- skan var töluð í Mesopotamíu, eins og áður segir, ár 3000 f.Kr., en akkadískan rekur aftur rætur til sumverskunnar, sem þó ekki var semetísk tunga. Akkadískan var verslunar- og viðskiptamálið í Mið- austurlöndum fram undir árið 1000 f.Kr. Síðar varð aramæískan smám saman allsráðandi. Talið er að aramæískan sé skyldust kana’anæiskunni, annars er málið einnig náskyld hebres- kunni. Aramæar settust að í Sýrl- andi en breiddust brátt út til ná- Það er blóðugt að horfa upp á útlendinga gleypa vinnumarkaðinn. Á Patreksfirði er svo til sama hvert farið er, hvort það er í beitinga- skúr, fiskverkun, út að versla eða út að ganga, alls staðar klingir út- lenska í eyrum; portúgalska, pólska, enska, færeyska og Guð má vita hvað. Flestir Portúgalarnir og allir Pólveijarnir tala aðeins sitt eigið mál svo að enginn vegur er að skilja þá fyrir aðra en þá sem tala þeirra tungu. Með sömu þróun dettur ís- lenskan alveg út á Patreksfirði inn- an fárra ára. Flestir útlendinganna stoppa hér við í sex mánuði, fara þá heim og koma aftur næsta ár og vinna aðra sex mánuði o.s.frv., þannig að þeir þurfa engan skatt að borga. Ríkissjóður fær ekkert, sveitarfélagið fær ekkert. Þeir eru í fríu húsnæði og borga ekki rafmagn og hita og eru svo á sömu launum og við íslendingarnir sem þurfum að borga skatt og sjá um okkur sjálf. Að sjálfsögðu heldur þetta niðri kaupinu. Þetta fólk þarf grannalanda. Þannig varð aram- æískan allsráðandi á bökum Efrat og Tigris á 7. öld (f.Kr.). Frá því um ár 640—160 f.Kr. er töluvert ritað á aramæísku (rún- ir, fleygrúnir) sem þá hafði rutt hebreskunni úr rúmi. Þannig voru kaflar úr Ezra, Nehemjas og Dani- els bókum Gamla testamentisins ritaðir á aramæísku. Öll þessi gömlu frumhandrit eru þó löngu glötuð. Nú leikur málfræðingum á Vesturlöndum mikill hugur á að -varðveita hið forna tungumál frelsarans. Leiðangrar hafa því verið gerðir út til Ma’lula-þorps, sem áður er getið. Ýmsar trúarlegar athafnir, bænir og daglegt mál, hafa verið teknar upp á segulband til að forða málinu frá algerri glötun. Erfiðar gengur að byggja upp ritmálið, sem, eins og áður segir, er algjörlega glatað. Mönnum kemur hér ekki einu sinni saman um hvaða stafróf skal notast við. Það er e.t.v. engin furða. Ekkert liggur fyrir ritað eftir Krist, svo vitað sé, og flestum sagnfræðing- um kemur saman um að spámað- urinn Jesús Kristur hafi ekki verið læs. Richardt Ryel aðeins að kaupa mat á íslandi og þó ekki allan, því þeir nýta allan þann mat sem þeir fá ókeypis og það er all nokkuð. Margir þeirra eyða 2.000 krónum á viku hér og senda restina af laununum til fjöl- skyldunnar heima. Portúgalarnir þéna sín portúgölsku árslaun á 6 vikum hér, og svo fá allir útlending- ar allar ferðir fríar. Ef við íslending- ar förum fram á meiri laun, eins og þegar áhafnir á nokkrum bátum hér sögðu upp vegna óheyrilega lágs fiskverðs, þá átti bara að ráða útlendinga í staðinn, þannig að við neyddumst til að semja og fara óánægðir á sjó. Mér er sagt að at- vinnurekstur vilji útlendinga, vegna þess að þá eru þeir fastráðnir til sex mánaða en Islendingar geta hætt hvenær sem er. Ég væri tilbú- inn að ráða mig til 6 mánaða ef ég fengi öll þau hlunnindi sem út- lendingar fá: frítt húsnæði, raf- magn og hita, skattfijáls laun og ferð til Portúgals á sex mánaða fresti. Patreksfirðingur Útlendingar á Patreksfirði Víkveiji eir sem stunda líkamsrækt og sólböð á svölum Sundhallar Reykjavíkur hafa verið að velta fyrir sér áhrifum sjö hæða hússins, sem er að rísa fyrir norðan Drop- laugarstaði við Snorrabraut. íbúðir í húsinu voru auglýstar til sölu í fasteignablaði Morgunblaðsins fyrir skömmu og kom þar fram að þær eru ætlaðar fyrir þá, sem eru 55 ára og eldri. Er réttilega bent á hagkvæmni þess að húsið er í ná- grenni við Domus Medica, Sundhöll- ina, Heilsuverndarstöðina og Drop- laugarstaði, þar sem öldruðum er veitt góð þjónusta. Sundgestir eru meðal annars að velta því fyrir sér, hvort þeir þurfi að verða meira klæddir en núna á svölunum eftir að þetta háhýsi hef- ur verið byggt. Margir nota svalirn- ar sem sólskýli .á sumrin og eiga þar ánægjulegar hvíldarstundir. Hefur spurningin um grenndarrétt vaknað, hvort ekki hafi átt að leita álits hjá fastagestum Sundhallar- innar. áður en leyfi var gefið fyrir byggingunni. Eiga þeir ekki jafn- mikið í húfi og nágrannar almennt, þótt þeir séu ekki heimilisfastir í Sundhöllinni? skrífar Hið íslenska bókmenntafélag kannar nú hug félagsmanna sinna til þess, hvort þeir óski eftir því að stofnaður verði bókaklúbbur um Lærdómsritin. í kynningu á hugmyndinni í fréttum frá félaginu segir, að í skilmálum klúbbsins mundi e.t.v. felast, að nýjar bækur yrðu sendar til klúbbfélaga jafnóð- um og þær kæmu út, tvisvar til þrisvar á ári. Þess á milli, e.t.v. annar hvern mánuð, væri klúbbfé- lögum sent eitt eldra Lærdómsrit, með skiptirétti, eigi þeir það fyrir. Með þessum hætti væri tryggð skjót og örugg útbreiðsla nýrra Lær- dómsrita, um leið og grynnkað yrði á eldri lagerum. Þetta gæti leitt til enn aukinnar útgáfu Lærdómsrita, sem telja nú 26 bindi. Þorsteinn Gylfason hefur haft umsjón með þessum merka bóka- flokki Bókmenntafélagsins. Undir forystu hans hefur þarna verið unn- ið þrekvirki. Verði stofnun klúbbs- ins til að treysta útgáfuna enn frek- ar í sessi skal hvatt til þess að sem flestir láti í ljós áhuga á þátttöku í honum við félagið. XXX egar Borgaraflokkurinn gerðist aðili að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar byggðust ákvarð- anir þingmanna flokksins einkum á því, hvað þeir fengju sjálfir fyrir sinn snúð. Mönnum er enn í fersku minni reiptogið um ráðherraemb- ætti handa Júlíusi Sóines. Þurfti að stofna nýtt ráðuneyti, umhverf- isráðuneyti, svo að stuðningur Borgaraflokksins við stjórnina yrði tryggður. Undir þinglok lýsti einn af þing- mönnum flokksins, Guðmundur Ágústsson, yfir því, að atkvæði sitt væri ekki lengur til sölu í þágu ríkis- stjórnarinnar. Eftir að flokkurinn hefur verið þurrkaður út af þingi og ráðherrar hans horfið úr emb- ætti, er ljóst, að störf Óla Þ. Guð- bjartssonar, dóms- og kirkjumála- ráðherra, hafa einkum snúist um að veita flokksbræðrum aðstöðu í ríkiskerfinu. Er þetta vonandi einstæður ferill í stjórnmálasögu okkai'. Það er hvorki til að efla virðingu fyrir lög- um og rétti né fyrir Alþingi, að staðið sé að stjórnmálum með þeim hætti sem þessir Borgaraflokks- menn hafa gert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.