Morgunblaðið - 15.05.1991, Side 48

Morgunblaðið - 15.05.1991, Side 48
- svo vel sétryggt Fylgstu meö hverrí krónu í rekstrínum! BÚSTJÓRI IÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR STRENGUR.sími 91-685130 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Davíð Oddsson um álsamninga: Eldur í húsi við Lindargötu Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt út í gærkvöldi um klukkan 20 að gömlu tvílyftu timburhúsi við Lindar- götu 45. Eldur var aðeins á annarri hæð hússins og gekk greiðlega að slökkva hann en hæðin er talin ónýt. Mikinn reyk lagði frá húsinu en önnur hús voru ekki í hættu því reykinn lagði út yfir sund- in. Ekki hefur verið búið í húsinu í nokkurn tíma og voru menn því ekki í hættu vegna brunans. Grun- ur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða og er málið nú í rannsókn. Afturkippur hvað varðar ábyrgðir DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra segir að samningar um nýtt álver við Atlantsálfyrirtækin séu á afskaplega viðkvæmu stigi og vandmeð- farnir. „Eg hugsa að það sé rétt mat hjá Paul Drack forstjóra Alu- max að það séu svona helmingslíkur á að samningar takist. Það eru nokkrir erfiðir þættir, sem nú reynir nyög á. Það eru þættir varð- andi ábyrgðir, vinnuafl og stofnkostnað. Að sumu leyti teljum við að um ákveðinn afturkipp sé að ræða að því er varðar ábyrgðir, miðað við það sem við höfum talið að búið væri að semja um,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð kvaðst telja að á þeim þremur samningafundum sem yrðu á örfáum dögum í Zurich um fjár- mögnunina, hér heima með Bond Evans aðstoðarforstjóra Alumax og loks í Atlanta um orkumál og fleira réðist það hvort samningar um nýtt álver takast. Davíð sagði að íslendingar hlytu að binda vonir við að farsæl lausn næðist í þessum efnum. „En til samninga af þessu tagi getum við þó aldrei gengið með því hugarfari að þar sé um að ræða eina úrræðið sem íslenskt atvinnulíf hefur í náinni framtíð.“ Bond Evans, aðstoðarforstjóri bandaríska álfyrirtækisins Alumax kom hingað til lands í gærmorgun. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að erindi hans væri fyrst og fremst að ræða við fulltrúa Lands- virkjunar og íslenska verktaka um fyrirhugað álver á Keilisnesi. Til- gangurinn væri að afla upplýsinga um möguleika íslenskra fyrirtækja til að annast einstaka þætti í sam- bandi við byggingu álversins. Sala ríkisfyrirtækja: Tekjuauki ríkisins yrði 1 Vi-2 milljarðar kr. á ári Raunhæft að stefna á sölu fyrirtækja fyrir 20-30 milljarða til aldamóta RAUNHÆFT á að vera að stefna að því að selja opinber fyrirtæki hér á landi á almenn- um markaði fyrir um 20-30 milljarða króna fram til ársins 2000, eða fyrir 2-3 milljarða að jafnaði á ári. Þetta er mat dr. Sigurðar B. Stefánssonar, hag- fræðings, en hann flutti erindi á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands Islands í gær, þar sem sérstaklega var fjallað um Hoffell SU veiðir 55 kílóa þungan þorsk TOGARINN Hoffell SU, sem er í eigu Hraðfrystihúss Fáskrúðs- fjarðar hf., veiddi nýlega 167 sentímetra langan þorsk í kantin- um við Berufjarðarál. Þetta er annar af tveimur stærstu þorsk- um, sem vitað er um af Islandsmiðum, að sögn Gunnars Jónsson- ar fiskifræðings, en 167 sentímetra langur þorskur veiddist á Skjálfanda fyrir mörgum árum. Þorskurinn, sem Hoffellið inu,“ segir Eiríkur. veiddi, var 45-46 kílóa þungur slægður, þannig að hann ertalinn hafa verið um 55 kíló óslægður, að sögn Eiríks Ólafssonar út- gerðarstjóra Hraðfrystihúss Fá- skrúðsfjarðar. „Þetta var feit hrygna og gellan úr henni var svo stór að hún nægði í matinn handa annarri vaktinni á Hoffell- I júlí 1940 veiddist í Barents- hafi 169 sentímetra langur og 40 kílóa þungur þorskur, sem var 24 ára gömul hrygna. Þá á að hafa veiðst nærri tveggja metra langur og 73 kílóa þungur þorsk- ur við Nýfundnaland árið 1926. Sjá nánari aflafréttir í Úr verinu. einkavæðingu opinberra fyr- irtækja. Sigurður telur að af þessari sölu geti runnið beint til ríkisins um 15-20 milljarðar eða um 1,5-2 milljarðar á ári að jafn- aði. Sigurður nefndi niðurstöðu at- hugunar frá 1988 sem benti til að eigið fé þeirra fyrirtækja sem þá þóttu koma til álita að selja hafi verið milli 80-90 milljarðar á nú- gildandi verðlagi. Hann nefndi til samanburðar að Bretar hafa selt opinber fyrirtækis síðasta áratug- inn fyrir alls um 30 milljarða sterl- ingspunda, en yfirfært í íslenskt samhengi samsvarar það þvi að við íslendingar hefðum einkavætt fyrir 16 milljarða ef við hefðu far- ið eins að og Bretar. Einkavæðing- in í Bretlandi hefur verið öflugust frá 1987 og hafa verið seld opin- ber fyrirtæki fyrir um 5-6 milljarða sterlingspunda á ári eða samsvar- andi 2,5-3 milljörðum króna þegar búið er að yfirfæra þessar tölur í íslenskt samhengi. Það er því áþekk fjárhæð og Sigurður telur raunhæft að stefna að með sölu opinberra fyrirtækja hér á landi. Markaðsvirði almenningshluta- félaga hér á landi er nú ríflega 30 milljarðar og útgáfa nýrra hlutabréfa á sl. ári nam 3,6 mill- jörðum en er talin verða um 4 milljarðar í ár. Sigurður telur ekki óraunhæft að ætla að í framtíðinni geti árleg sala nýrra hlutabréfa numið um 7-8 milljörðum króna og þar af um þriðjungurinn vegna einkavæðingar. Talið er að mark- aðsvirði hlutabréfa muni hafa fjór- faldast um aldamótin og nema um 120 milljörðum. Af söluandvirði opinberra fyrirtækja á almennum markaði, þ.e. 20-30 milljarðar, áætlar Sigurður að um 15-20 millj- arðar geti komið beint í hlut ríkis- ins á þessu tímabili eða 1,5 til 2 milljarðar á ári til jafnaðar. Sigurð- ur sagði að þótt þetta væri umtals- verður tekjuauki fyrir hið opinbera færi því fjarri að það dygði til að leysa útgjaldavanda ríkisins. Þar yrðu að koma til aðrir þættir einka- væðingar heldur en einungis sala opinberra fyrirtækja, svo sem þeir að gera einkafyrirtækjum kleift að annast ýmsa starfsemi sem opin- berar stofnanir önnuðust áður og með því að gefa einkafyrirtækjum tækifæri til að takast á við verk- efni sem opinberir aðilar hefðu nú með höndum. Evans sagði að fyrirtækin í Atl- antsálshópnum hefðu efasemdir um að íslenskir verktakar hefðu bol- magn til þess að annast alla verk- þætti við byggingu nýs álvers. Þjóð- in væri fámenn og hagkerfið lítið og þegar verkið stæði sem hæst þyrfti sennilega meiri mannafla og tækjabúnað en venjulega stæði til boða hér. Verið væri að meta að hve miklu leyti þyrfti að flytja inn vélar og vinnuafl, ef til byggingar álvers kæmi. Ólafsvík: Hreiður rænt fyrir augum prestsins Ólafsvík. í STARFI sínu kynnast prest- ar sorg og örvæntingu sem yfir mennina getur dunið en allir vita að slíkt heimsækir líka málleysingjana, dýrin. Séra Friðrik J. Hjartar í ÓI- afsvík varð vitni að því nú einn morguninn. Því er frá að segja að þrast- arhjón höfðu gert sér hreiður uppi í ljósastaur rétt framan við hús prestsfjölskyldunnar. Allt lék í lyndi þar til þennan morgun að skugga bar á loft. Þá varð hreiðrið skyndilega fyrir árás hrafns. Varð ekkert að gert. Flaug hrafninn í burtu með egg í goggnum. Von bráð- ar var hann svo kominn aftur og lauk þá verki sínu. Eftir sátu þrastarhjónin hnípin yfir rændu og eyðilögðu hreiðri og svo fólkið sem fann til með þeim. Nú er ekki að efa að séra Friðrik hefði þarna viljað vígja þrestinum ljósastaurinn að hætti Guðmundar biskups góða en slíkt strandar ávallt á þeim sömu rökum og urðu Guðmundi biskupi að vígslulokum í bjarg- inu forðum: „Einhvers staðar verða vondir að vera.“ Helgi Borginm boðið að kaupa lóðir BÚNAÐARBANKI íslands hefur boðið Reykjavíkurborg til kaups lóðirnar nr. 14, 16 og 18 við Aðal- stræti og nr. 2 og 4 við Túngötu, auk fasteignarinnar i Aðalstræti 16, sem er friðuð. Lóðirnar, sem hér um ræðir, voru áður í eigu fyrirtækja Ólafs Lauf- dals, en komust í eigu Búnaðarbank- ans er hann keypti Hótel ísland og fleiri eignir Ólafs. Borgarráð fjallaði um erindi Bún- aðarbankans á fundi sínum í gær og var því vísað til umsagnar hjá lög- fræði- og stjórnsýsludeild borgarinn- ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.