Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK tfttnulilafrife STOFNAÐ 1913 115.tbl.79.árg. LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjávarútvegsmál: Brundtland býður íslenskum ráð- herrum til viðræðna Vinarborg. Frá Kristófcr M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GRO HARLEM Brundtland, forsætisráðherra Noregs, bauð Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkis- ráðherra til viðræðna um deilurnar við Evrópubandalagið (EB) í sam- ingunum um Evrópska efnahagssvæðið á óformlegum fundi sem ráð- herrarnir áttu í Vínarborg í gær. íslensku ráðherrarnir hafa þegið boðið og gert er ráð fyrir að fundurinn verði í Osló innan tveggja vikna. Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri hægt að sætta sig við að Norðmönnum og fslendingum væri att saman í viðræðunum við EB um greiðari aðgang fyrir sjávarafurðir inn á markaði EB. Miklar vangaveltur hafa verið um það í samningaviðræðunum hversu langt samstaða Norðmanna og ís- lendinga næði í viðræðunum við EB. Reiknað hefur verið með því að ís- lendingar fengju einhvers konar sérlausn undir lok samningavið- ræðnanna og Norðmenn þá eitthvað minni ívilnanir. Davíð Oddsson sagði að full samstaða væri á milli Norð- manna og íslendinga um áherslur í sjávarútvegsmálum og sú afstaða væri studd undanbragðalaust af öll- um aðildarríkjum Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA). Davíð sagði að á fundinum í Noregi yrði farið yfir stöðuna í viðræðunum og á hvaða hátt Norðmenn og íslend- ingar gætu unnið saman á loka- sprettinum. Hann sagði að stefnt væri að sameiginlegri lausn fyrir Norðmenn og Islendinga en skoða yrði undir lokin hvernig heildarjafn- vægi í samningunum yrði fyrir ein- stök aðildarríki hans. Davíð lagði áherslu á að íslendingar og Norð- menn ættu í þessu máli sameigin- lega hagsmuni og eitt skyldi yfir hvora tveggju ganga. Það virðist hins vegar skilningur margra embættismanna í viðræðun- um að samstaða íslendinga og Norð- manna sé um kröfurnar, Islendingar stefni hins vegar á sérstaka lausn sér til handa. Þá er spurt hvort ís- lendingar verði tilbúnir til að hafna tilboði frá EB ef það nær ekki til Norðmanna að sama skapi. Jón Baldvin Hannibalsson hefur sagt við blaðamenn að á lokasprettinum verði aðrir hagsmunir en sjávarút- vegur Norðmönnum mikilvægari, þess vegna sé ólíklegt að til árekstra komi á milli þeirra og íslendinga um þessi efni. Samkvæmt heimildum í Vínar- borg behti Brundtland á að aðild Noregs að EB hefði ekki orðið að veruleika á sínum tíma vegna þess að ekki hefði verið tekið nægilegt tillit til sjávarútvegshagsmuna þeirra. Sjá fréttir af leiðtogafundi EFTA á bls. 20-21. Reuter Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra á leiðtogafundi EFTA í Vínarborg í gær. ísraelar hyggjast flytja alla gyðinga frá Eþíópíu Addis Ababa. Reuter. ÍSRAELAR byrjuðu að flytja eþíópska gyðinga frá höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, í gær. Fyrirhugað er að flytja þá 18.000 gyðinga sem eftir eru í Eþíópíu til ísraels á næstu dðgum. Bandarísk sljórnvöld upplýstu í gær að þau hefðu aðstoðað ísraela við að skipuleggja fólks- flutningana. Ennfremur hefðu þau skorað á ísraela að búa hinum nýju borgurum ekki samastað á hernumdu svæðunum, vesturbakka Jórdanárinnar og Gaza-svæðinu. Benjamin Netanyahu, aðstoðarut- anríkisráðherra ísraels, sagði í gær að það væri fagnaðarefni að geta tekið vel á móti gyðingunum frá Eþíópíu eftir 2.200 ára aðskilnað. Hann sagði að ekkert vandamál yrði að finna þeim samastað í ísrael, a.m.k. ekki í samanburði við þá erfið- leika sem fylgja því að hálf milljón' sovéskra gyðinga flyst til ísraels á næstu árum að því er talið er. Aðgerð ísraela nú minnir mjög á það þegar 12.000 eþíópskir gyðingar yoru fluttir leynilega frá Eþíópíu til ísraels á árunum 1984-1985. „Falas- har" eins og þeir kalla sig hafa ver-' ið að flytjast til ísraels í smáum stíl allt frá því Eþíópía og ísrael tóku c-upp stjórnmálasamband árið 1989. Talið er að ísraelsstjórn hafi látið stjórnvöld í Eþópíu fá vopn í skiptum fyrir „falasha" en stjórnvöld í báðum löndum hafa harðlega neitað slíkum ásökunum. Allir „falashar" hafa verið saman- komnir í Addis Ababa síðan í ágúst á síðasta ári. Flestir þeirra komu frá Gondar-héraði í vesturhluta landsins. ísraelar óttuðust að gyðingarnir yrðu öðrum fremur fyrir barðinu á upp- reisnarmönnum Eþíópsku byltingar- hreyfingarinnar, EPRDF, ef þeir réð- ust inn í höfuðborgina. Sjónarvottar sögðust í gær hafa séð nokkur hundr- uð gyðinga fara um borð í ísraelskar risaþotur á flugvellinum í Addis Ababa. EPRDF, og helsti bandamaður hennar, Frelsisfylking Eritreu, EPLF, hafa hafnað beiðni Tesfayes Gabre Kidan, starfandi forseta lands- ins, um vopnahlé. Vestrænir stjórn- arerindrekar í landinu segja að þótt uppreisnarmenn virðist hæglega geta brotið leifar stjórnarhersins á bak aftur þá hefðu þeir ekki sótt nær höfuðborginni. Þeir sögðu að fyrir- ætlan uppreisnarmanna gæti verið sú að halda að sér höndum til að styrkja stöðu sina í samningaviðræð- um við stjórnvöld landsins sem hefj- ast í Lundúnum nk. mánudag. Sjá viðtal við íslending í Addis Ababa á miðopnu. Indland: Gandhi kvaddur Nýju Delhí. Reuter og The Daily Telegraph. BÁLFÖR Rajivs Gandhis, fyrrum forsætisráðherra Indlands, fór fram á bakka Jamuna-fljóts í Nýju Delhí í gær. Á sama stað voru jarðneskar leifar móður leiðtogans, Indiru Gandhi forsætisráð- herra, brenndar árið 1984. í samræmi við hefðir Hindúa tendraði Rahul Gandhi, sonur hins látna, bálköstinn sem lík föðurins var lagt á. Þó var vikið frá hefðum um að einungis karlmenn tendri bálið að því leyti að ekkjan Sonia og dóttirin Priyanka hlóðu köstinn ásamt Rahul. Var líkfylgdin alls um tíu km löng og hermenn gengu í farar- broddi. Nokkrir unglingar hlupu á undan þeim og hrópuðu: „Skjótið skepnurnar sem gerðu þetta!" en fjölmiðlar sögðu að ekki hefði kom- ið til óeirða í landinu. Verslanir hefðu verið lokaðar og götur auð- ar, óvenjuleg kyrrð ríkt víðast hvar. Helstu forystumenn Indverja og um 40 frammámenn erlendra ríkja voru viðstaddir athöfnina, þ. á m. Karl, ríkisarfí Breta, og Dan Qua- yle, varaforseti Bandaríkjanna. Ólafur Ragnar Grímsson alþingis- maður var fulltrúi þingmannasam- takanna Hnattrænt átak við at- höfnina. Sjá viðtal á bls. 21. Keuter Rahul Gandhi, tvítugur sonur Rajivs Gandhis, sést hér tendra bálköstinn sem lík föðurins var lagt á í Nýju-Delhí í gær. Grænland: Þorskur- innhorfinn Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKIR togarar veiða nú við Svalbarða af því að þorsk- urinn er horfinn af miðunum við Grænland. Togarinn Polar Princ- ess, sem er í einkaeign, hefur ver- ið að veiðum við Bjarnarey við Svalbarða í 14 daga og fengið 150 tonn af þorski. „Þetta er dágóð veiði," sagði And- ers Brans, útgerðarmaður togarans, í viðtali við grænlenska útvarpið. Togarinn ber 6-700 .tonn og verður því áfram við Svalbarða að sögn hans. Norska landhelgisgæslan hefur tvisvar komið um borð í togarann til að kanna skipsskjöl og möskvastærð. Tveir fískifræðingar sem stundað hafa rannsóknir við Grænland á veg- um landstjórnarinnar segja í nýrri skýrslu að ekki verði um umtalsverða þorskveiði að ræða þar um slóðir fyrr en í fyrsta lagi eftir 1994. Góðu þorskárgangarnir frá 1984 og '85 séu horfnir til íslands og árgangárn- ir þar á eftir hafi brugðist mieð öllu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.