Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 2
[<>(>r IAM ci Hll }/(IííAOUAlI GIQAJ9MU0H0M MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991 Dómsmálaráðherra: Starfsemi Bifreiða- prófa ríkis- ins athngxið ÞORSTEINN Pálsson, dóms- málaráðherra, óskaði í gær eftir atbeina hagsýslu fjármálaráðu- neytisins við að kanna starfsemi Bifreiðaprófa ríkisins. Vill dómsmálaráðherra m.a. láta kanna hvort ekki sé heppiiegt að losa frá stofnuninni kennslu- þátt hennar við sk. meiraprófs- námskeið. Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt niður í janúar 1989 og Bifreiða- skoðun Islands hf. tók þá við verk- efnum við skráningu og skoðun ökutækja, en sá starfsþáttur er laut að umsjón og framkvæmd ökuprófa hélt áfram sem sjálfstætt verkefni undir nafninu Bifreiða- próf ríkisins. Segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu að þessi starfsemi hafi þótt óhentug eining sem sjálfstæð stofnun. Auk þess að látá kanna hvort ekki sé hægt að losa frá stofnun- inni kennsluþátt hennar vill dóms- málaráðherra að hagsýsla fjár- málaráðuneytisins geri tillögur um hvemig heppilegast sé að skipa þessum málum til frambúðar. í því sambandi verði kannað ítarlega hvort ekki sé unnt að tengj'a starf- semina við eða fella hana undir einhverja af stofnunum ríkisins t.a.m. Umferðarráð, sem starfar undir yfirumsjón ráðuneytisins. Skuii markmiðið með hagsýslu- athuguninni vera að leita hag- kvæmari lausnar á rekstri bifreiða- prófanna en jafnframt og ekki síst að efia ökukennslu í landinu og umferðaröryggi. Fjárhagur HSÍ: Ríkið hjálp- ar varla LITLAR líkur eru á að ríkið geti hlaupið undir bagga með Handknattleikssambandi Is- lands á þessu ári, en forráða- menn HSI óskuðu þess á fundi með fjármálaráðherra í gær. „Forráðamenn sambandsins gerðu mér grein fyrir skulda- stöðunni og ég sagði þeim að ég teldi engar vonir til þess að ríkið gæti komið til hjálpar á þessu ári,“ sagði Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra eftir fundinn í gær. Morgunblaðið/Sverrir Kirkjulistatónleikar Óratórían Páll postuli eftir Felix Mendelssohn - Schmidt, Loftur Erlingsson og Ragnar Davíðsson, Bartholdy var flutt í Hallgrímskirkju í gærkvöldi á Mótettukór Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit dagskrá Kirkjulistahátíðar. Flytjendur voru Sigrún íslands undir stjórn Harðar Askelssonar. Myndin lijálmtýsdóttir, Alina Dubik, Frieder Lang, Andreas var tekin á tónleikunum í gærkvöldi. Nefnd um þyrlukaup ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra hefur skipað nefnd til að vinna að undirbúningi þess að á árinu 1991 verði gerður samn- ingur um kaup á fullkominni björgunarþyrlu fyrir Landhelgis- gæsluna, eins og ályktun Alþingis þ. 12. mars 1991, fól ríkisstjórn- inni að gera. í nefndinni eiga sæti: Bjöm Bjarnason, alþingismaður, sem jafn- framt er formaður nefndarinnar, Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri, Gunnar Bergsteinsson, forstjóri, Þórhallur Arason, skrifstofustjóri, og Róbert Trausti Ámason sendi- hema. Auk þess munu Páll Halldórs- son yfirflugstjóri og Sigurður Stein- ar Ketilsson skipherra starfa með nefndinni. Nefndin skal jafnframt gera heild- arúttekt á flugrekstri Landhelgis- gæslunnar bæði að því er varðar björgunar- og eftirlitsflug, gera til- lögu um val hentugra þyrlna og flug- véia til þessara verkefna og sam- starf við aðra björgunaraðila og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Þjóðleikhúsið: Menntamálaráðheira segir Gísla hafa húsbóndavaldið til 1. sept. MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur úrskurðað á grundvelli umsagnar ríkislögmanns að uppsagnir leikara og leikstjóra í Þjóðleikhúsinu séu í verka- hring Gísla Alfreðssonar þjóð- leikhússtjóra fram til 1. sept- ember næstkomandi en ekki Stefáns Baldurssonar nýráðins þj óðleikhússtóra. „Þjóðleikhússtjóri óskaði eftir úrskurði ráðuneytisins um hver hefði húsbóndavald í Þjóðleikhús- inu til 1. september," sagði Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra. „Ég leitaði þar umsagnar ríkislögmanns og á grundvelli þeirrar umsagnar hef ég svarað Gísla Alfreðssyni bréflega og enn- fremur rætt við Stefán Baldurs- son. Minn úrskurður er sá að það sé Gísli Alfreðsson sem hefur hús- bóndavaldið til 1. september og það sé þess vegna í hans verka- hring að fara með uppsagnir. Jafnframt kemur fram að það sé ekki stefna mín og ég reikna með að það hafi verið stefna ráðu- neytisins til þessa að skipta sér ekki af verkefnavali né manna- ráðningum í Þjóðleikhúsinu. Þann- ig að ég læt þetta í hendurnar á þjóðleikhússtjóra að leysa þetta mál. I lögum um þjóðleikhús segir að viðtakandi þjóðleikhússtjóri sé ráðinn’frá áramótum og hann hef- ur með hendi ýmisleg undirbún- Fíkniefni: Þjóðverjí óer 5 mánaða dóm ÞÝSKUR maður, sem handtekinn var fyrir 2 vikum síðan, var í gær dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa fíkniefni undir hönd- um. Spænsk kona var með honum en ekki var lögð fram kæra á hendur henni. Fjármunir, sem maðurinn hafði í fórum sér, um 90.000 íslenskar krónur, voru gerðir upptækir sem ,og 1.660 grömm af hassi. Þjóðveij- inn hefur ákveðið að una dómnum og hefur hann þegar hafið afplánun hans. Til frádráttar kemur hálfs mánaðar gæsluvarðhald. ingsstörf fyrir næsta leikár. Það er ótvírætt að þar hefur hann ýmislegt að segja en samkvæmt þessum úrskurði sem byggir á áliti ríkislögmanns þá getur hann ekki annast uppsagnir starfsfólks. Þetta segir mér einfaldlega að það þarf að kveða skýrar á um vald- svið þessara tveggja manna og gefur tilefni til að endurskoða þessi atriði laga um Þjóðleikhú- sið.“ Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Gísla Alfreðssyni eða Stefáni Baldurssyni, en eftir Gísla var haft í gærkvöldi, að hann byggist við að í dag yrði tekin ákvörðun um hvort uppsagnirnar yrðu dregnar til baka, eða ekki. SAMNINGUR um lántöku Landsvirkjunar í Bandaríkjun- um að fjárhæð 130 milljónir bandaríkjadollara, jafnvirði um Stefán vísaði í sjónvarpsviðtali til þess að álit lögmanna á gildi upp- sagna hans væri á báða bóga, þótt hann skildi að ráðuneytið virti álit ríkislögmanns. Hann kvaðst sjálfur ekki mundu draga upp- sagnirnar til baka og sagði ásetn- ing sinn í sambandi við þær óbreyttan. Að öðru leyti væri rétt að biða ákvörðunar Gísla Alfreðs- sonar. Félag leikstjóra á íslandi og 4. deild Félags íslenskra leikara, sem í eru 150 leikara án fastrar vinnu, hafa lýst yfir stuðningi við þá stefnu Stefáns Baldurssonar að ráða leikara og leikstjóra til stutts tíma. 7,8 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi, var undirrit- aður í gær í New York. Lánstími er 10 ár og vextir 9,42% á ári út lánstímann. Lántak- Landsvirkjun tekur 7,8 milljarða króna að láni Aiangiirsiíkiistu fundir sem við höfum átt hingað til - segir Paul Drack aðalforstjóri Alumax í kjölfar álviðræðna í Atlanta PAUL Drack aðalforstjóri Alumax segist vera mjög ánægður með þau drög að raforkusamningi sem nú liggja fyrir á milli Landsyirlq- unar og Atlantsáls, þótt enn séu ákveðin atriði ófrágengin. „Ég tel að þessir fundir hér í Atlanta í gær og í fyrradag hafi verið árang- ursríkustu fundimir sem við höfum átt hingað til. Báðir aðilar vom ánægðir með afrakstur fundanna og því er ég bjartsýnn á framhald- ið,“ sagði Drack í samtali við Morgunblaðið í gær. Drack sagði að hann ásamt Bond Evans aðstoðarforstjóra Alumax myndu hitta Per Olaf Aronsson for- stjóra Gránges og Max Koker for- stjóra Hoogovens á fundi í Evrópu í júní. „Þar munum við fjórir reyna að ná innbyrðis samkomulagi um þau atriði sem snúa að hluthöfunum og í kjölfar þess undirbúa loka- samninga við Islendinga, náist inn- byrðis samstaða og hagkvæmir fjármögnunarsamningar,“ sagði Drack. Hann sagðist ekki vilja gera lítið úr þeirri staðreynd að forsvars- menn Atlantsáls teldu að enn þyrfti að ná fjármagnskostnaði niður, frá því sem hann væri áætlaður nú. „Á heildina litið er ég samt sem áður bjartsýnn á lokaniðurstöðu,“ sagði Paul Drack. „Eg tel að þessi árangur sem náðist á fundunum í Atlanta sé mjög mikilvægt skref í áttina að þessari lokaniðurstöðu sem við stefnum að í júní. Hér er auðvitað ekki fengin fullnaðamiðurstaða og enn eru eftir nokkur mikilvæg mál. Nú eftir helgina verður starfsleyfis- málið rætt og þar með er flest að falla í réttar skorður," sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær um árangur af samningafundum um raforkusamninginn í Atlanta á mið- vikudag og fimmtudag. Iðnaðarráðherra sagðist binda vonir við það að unnt yrði að ljúka samningum í næsta mánuði, að ein- göngu stæðu eftir fyrirvarar um fjármögnun af hálfu Atlantsáls. „Ég sé ekkert sem breytir þeirri áætlun núna og er þvert á móti bjartsýnn á að það geti tekist," sagði ráðherra. Jón kvaðst ekki vilja ræða efnis- lega það samkomulag sem tekist hefði um endurskoðunarákvæði raf- orkusamningsins. „Þó get ég sagt það að þetta samkomulag er mjög nálægt þeim tillögum sem íslensku samningamennirnir höfðu gert fyrr í málinu. Ég tel því að niðurstaðan sé mjög vel viðunandi fyrir okkur íslendinga,“ sagði iðnaðarráðherra. an er í formi skuldabréfaútgáfu fyrir milligöngu Prudential Secu- rities Incorporated, New York. Kaupendur skuldabréfanna eru eftirtaldir níu lánastofnanir: Metropolitan Life Insurance Comp- any, CIGNA Corporation, Massac- husetts Mutual Life Insurance Company, Pacific Mutual Life In- surance Company, Aetna Life & Casualty Company, Mutual of New York, State of Florida Public Employees Retirement System, Washington Square Life Insurance Company og American Mayflower Life Insurance Company. Af hálfu Landsvirkjunar var hlutaðeigandi lánssamningur und- irritaður af stjómarformanni og forstjóra fyrirtækisins, Jóhannesi Nordal og Halldóri.Jónatanssyni. Lánsféð verður notað til fjár- mögnunar fjárfestinga Landsvirkj- unar á árinu 1991 aðallega vegna Blönduvirkjunar og til endurfjár- mögnunar eldri lána fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu frá Lands- virkjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.