Morgunblaðið - 25.05.1991, Side 10

Morgunblaðið - 25.05.1991, Side 10
II 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGÚR 25. MAI 1991 Erétík 1991 Þessi fróbæri bíll er til sölu. Yfirbygg- ingin er Ford Aerostar og undirvogn- inn er úr Ford pick up. Billinn er búinn öllum helstu þægindum svo sem sætum fyrir 7, rofmagni í öllu og margt fleira. Upplýsingar í síma 674116. Trjáplöntur og rnnnar í mjög fjölbreyttu úrvali SÉRTILBOÐ VIKUNA 25.-31. MAÍÁ: Alaskavíði, tröllavíði, cordofavfði og brekkuvíði kr. 65. Gljávíðir í pokum .. kr. 95. Berjarifs Gljámispill ....kr. 145. Fjallafura frá kr. 900. Hansarós ....kr. 430. Alaskaösp Fjallarifs ....kr. 240. með hnausfrá .... kr. 250. Einnig mjög fjölbreytt úrval sígrænna plantna, skógar- plantna í bökkum og garðskálaplantna. Magnafsláttur - Sendum plöntulista. TRJÁPLÖNTUSALAN NÚPUM, ÖLFUSI, (beygt til hægri frá Hveragerði) sími 98-34388. Opið frá kl. 10-21 alla daga. Til sölu í Hafnarfirði Raðhús á einni hæð við Álfaskeið: 5 herb. íbúð 133 fm auk bílskúrs. Góður staður. Fallegur garður. Skipti á 3ja-4ra herb. íbúð í Hafnarfirði möguleg. Glæsilegt einbýlishús við Arnarhraun: 202 fm á tveim hæðum auk bílskúrs og geymslulofts. Allt endurýjað og endurbyggt í fyrsta flokks ástandi. íbúð ftimburhúsi við Norðurbraut: 3ja herb. og eldhús á aðalhæð og 2ja herb. og bað í kjallara. Laust strax. Ekkert áhv. Verð 3,8-4 millj. Timburhús við Hringbraut: 190 fm. Verð 7,5 millj. Opið í dag Árni Gunnlaugsson, hrl., frá kl. 12—17 Austurgötu 10, sími 50764. 011 01 07H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI tm I I vtib I w / U KRISTINAISIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Glæsileg séreign við Kvisthaga Neðri hæð 5 herb. 134,3 fm í þríbhúsi. Sérkjallari 47,4 fm með rúm- góðu íbherb., snyrtingu, stórri geymslu, þvottahúsi og sérinnng. Rækt- uð lóð. Frábær staður. Laus strax - gott húsnæðislán 3ja herb. nýleg ibúð á 1. hæð við Kjarrhólma, Kóp. Sérþvhús. Sólsval- ir. Góð innr. Ágæt sameign. Útsýni. Húsnlán kr. 3 millj. Tilboð óskast. Góðar 3ja herb. íbúðir f Laugarneshverfi (allt sér í kj./jarðhæð). I Breiðholti (rúmg. suður- ibúð. Stór bílsk.). í Vesturborginni (nokkuð endurbætt, risherb. með snyrtingu fylgir). í Árbæjarhverfi (stór og góð ný máluð, ný teppalögð. f gamla Austurbænum (efri hæð, þríbýli, verð kr. 5,1 millj.). Stór og góð við Miklatún 3ja herb. ibúð 89,9 fm nettó. Allt sér. Töluvert endurn. Verð aðeins kr. 5,3 millj. Nýlegt steinhús - hagkvæm skipti Húsið er hæð og kj., samtals 265 fm. Margskonar nýtingarmöguleik- ar. Sérbyggður bílsk. nú verkstæði 49,3 fm nettó. Margskonar eigna- skipti möguleg. Ný endur- og viðbyggt einbhús við Háabarð í Hafnarfirði. Steinhús, ein hæð, 129,5 fm nettó. Góður bílsk. 36 fm. Ræktuð glæsil. lóð 630 fm Útsýnisstaður. Skipti mögul. á raðhúsi að meðalstærð. Skammt frá „Fjölbraut“ í Breiðholti 4ra og 5 herb. góðar íb. á sanngj. verði v/Vesturberg og Hrafnhóla. Ennfremur úrvalsgóð 6 herb. íb. í lyftuhúsi með sérþvhúsi, sérinng. og bílsk. Útsýni. Verð aðeins kr. 8,5 millj. Helst í Fossvogi 3ja herb. ib. óskast á 1. hæð. Þarf að vera nýleg eða ný endurbyggð 70-80 fm. Rétt eign greidd við samning. Afhending 1. sept. nk. • • • Opið í dag f rá kl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. AIMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Franskur píanóleikari _________Tónlist_____________ JónÁsgeirsson Alveg óvænt og það í miðri aðaltónleikavertíð fréttist að liðs- maður af franska herskipinu „Je- anne D’Arc“ ætlaði sér að halda tónleika og sá væri verðlaunahafi frá tónlistarskóla Lyonborgar. Luc Benoit heitir þessi ungi píanó- leikari, sem sl. fimmtudag lék fyrir áheyrendur í Norræna hús- inu. Á efnisskránni voru verk eft- ir Mozart, Liszt, Chopin, Gers- hwin og Debussy. Tónleikarnir hófust á c-moll fantasíunni (K475) eftir Mozart. Luc Benoit lék fantasíuna mjög fallega en það var í h-moll sónöt- unni eftir Liszt, þar sem hans sjndi hvers hann er megnugur. Utfærslan á þessari erfiðu sónötu var við fínlegri mörkin en öll var hún mjög skýr í flutningi. Það er ljóst að Benoit er efnilegur kon- sertpíanisti og að hann leikur mjög skemmtilega með hljóðfall, gefur sér tíma til að afmarka tón- hendingar og ekki síður með mót- un blæbrigða, sem voru víða mjög fallega útfærð. í h-moll sónötunni eftir Liszt og í fjórðu Ballöðunni eftir Chop- in, sem var næst á efnisskránni, var margt fallega gert en þó skortir þennan unga píanista enn þann þrótt og dýpt í túlkun sína, sem listamenn sækja í brunna reynslunnar. Morgunblaðið/Kristján Luc Benoit Prelúdíurnar þijár eftir Gers- hwin voru vel leiknar en án þeirr- ar hrynskerpu sem einkennir slík „swing“verk. Síðasta verkið á efn- isskránni var „Gleðieyjan" eftir Debussy og þar mátti heyra margt fallega gert. Luc Benoit er efni- legur píanóleikari, ræður þegar yfir góðri tækni, mótar verk sín fallega og á köflum allt að því blíðlega en á nokkuð enn eftir til að efla átakaþol sitt, sem helst kom fram í h-moll sónötunni eftir Liszt og einnig í Ballöðunni eftir Chopin. Það má segja að „Jeanne D’Arc“ hafi gert menningarlega innrás, sem með ýmsum hætti hafi komið okkur í opna skjöldu. Þó eigum við eina vörn í móti og það er að Edda Erlendsdóttir píanóleikari kennir við þann sama skóla og þessi ungi píanóleikari lærði við. Það sem er þó mest um vert, er að hafa heyrt Luc Benoit leika og hver veit nema hann eigi eftir að koma aftur til íslands, innsigla sigra sína og efla enn frekar menningartengsl íslands og Frakklands. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 590. þáttur Ég hef undanfarið með höpp- um og glöppum sagt ofurlítið frá hljóðskiptum og sterkum sögn- um, hvernig þær leggjast frá fornu fari í hljóðskiptaraðir. Sú saga er hvergi nærri fullsögð. Sjö eru hljóðskiptaraðirnar, ef allt er talið, en engin venjuleg sterk sögn telst fara eftir 7. röð, enda er sú röð harla fátæk- leg og stendur varla undir nafni. Skiptast þar aðeins á þau hljóð, sem nú eru táknuð með á og ó. Dæmi af þessu sækja menn annað en til sterkra sagna, svo sem í orðtvenndirnar: rámur- rómur; dáð-dómur og glápa- glópur. En ég á alveg eftir að minn- ast á nokkuð stóran hóp sterkra sagna, er nefnast tvöföldunar- sagnir, og falla þær þó í hljóð- skiptaraðir svipað og aðrar sterkar sagnir. Hyggjum fyrst að nafngiftinni. Tvöföldun (reduplicatio) í málsögulegri merkingu er ekki mjög auðvelt að skilgreina. Þetta sést eins og fleira best með dæmum, það er að segja ef aldirnar hafa ekki máð út helstu kennimerki. Við skulum reyna að setja fram þá reglu, að tvöföldunarsagnir hafi myndað þátíð með því að hafa upphafssamhljóð sitt að við- bættu e-hljóði framan við sagn- stofn. Síðan hafa orðið stórfelld- ar breytingar sem dylja þetta fyrir okkur. En það sést þó vel í gotnesku og latínu. Tökum fyrst tvö dæmi úr gotnesku, því að hún er býsna skyld íslensku, skyldari en latína. Ég læt staf- setningarkæki gotneskra skrif- ara (síðan sautján hundruð og súrkál eða löngu fyrir íslands byggð) halda sér: haíhait er nú hjá okkur hét, gaígrót er í máli okkar grét; en hvað ef sögnin hófst á sérhljóði? Þá kom aðeins e (aí) fyrir framan stofn í þátíð: gotn. aíauk, sem nú er á ísl. jók. Allt var þetta staðfastara og óbreytilegra í latínu og þar með bersýnilegra: fallo (= falla) var í þátíð (fortíð, perfectum) fe- felli og cano (= syngja) cecini, parco (= hlífa) peperci. Kannski er þetta þvæla, en sjáum kenni- myndir tvöföldunarsagna í nútímaíslensku. Fyrsti flokkur: heita-hét-hétum-heitið, leika-lék-lékum-leikið. Athugasemd 1: Nútíð sagn- arinnar að heita var endingar- laus, heit, þegar sögnin merkti að lofa hátíðlega, en er nú orðin heiti, eins og þegar sögnin merkir að nefnast. Athugasemd 2: Heita gat verið áhrifssögn = nefna, kalla, skíra: Dæmi: Þau hétu son sinn Álf. í Völuspá (um Gullveigu): Heiði hana hétu, hvar er til húsa kom ... það er: [Æsir] kölluðu hana Heiði hvar sem hún kom í heim- sókn. Heiði er þarna þolfall af Heiður (= hin bjarta). Annar flokkur: auka-jók-jukum (ukum)-aukið, ausa-jós-jusum (usum)-ausið, hlaupa-hljóp-hlupum-hlaupið, höggva-hjó-hj uggum-höggvið, búa-bjó-bjuggum-búið. Athugasemd: Ég felli mig mjög illa við, þegar fólk segir „hoggið“, í stað höggvið. En nú skal hvíla sig á tvöföldunar- sögnum um sinn. ★ Tíningur. 1) Enn glíma orðslyngir menn við nýyrðasmíð í sambandi við umhverfið og hugsanleg spjöll á því. Steindór Steindórs- son frá Hlöðum vill nota and- stæðurnar hollur og skæður og samsetja fremur af vist en um- hverfi. Hann stingur því upp á nýyrðunum visthollur og vist- skæður. 2) Hastarlegt má það vera, þegar menn sem tala eða rita sígilt mál, eru skútaðir fyrir slíkt. Var að því fundið í lesenda- bréfi í DV ekki fyrir löngu að Guðmundur Benediktsson ráðu- neytisstjóri hefði birt auglýsingu um skipting starfa milli ráð- herra. Þetta þolfall, skipting, er gamalt mál, gott og gilt. Hin myndin, skiptingu, er síðar orð- in til við áhrifsbreytingu, sem svo er kölluð. Það er fínt heiti á málvillu sem nógu margir hafa samþykkt og tekið upp. 3) Gaman þótti mér að sjá að nýyrði Sverris Páls, auð- farga, var komið inn í Dag 16. þ.m. 4) Margrét E. Jónsdóttir fær stig fyrir að segja í fréttaþætti í útvarpinu „Iéð máls“ í stað hins sem uppi veður, „ljáð máls“. Sögnin beygist ljá-léði-léð. 5) Baldur Ingólfsson í Reykjavík hafði samband við mig og þetta að segja: „Góðar fréttir: Rétt áðan las þulur auglýsingu frá Evrókard, og fyrir fáum dögum talaði ann- ar um Evró-söngvakeppnina! Ég hef róið í þeim undanfarið hjá Útvarpi og Sjónvarpi að leggja niður júró-framburðinn og reynt að styðja baráttu þína ...“ Bestu þakkir Baldri Ingólfs- syni og oðrum málvöndunar- mönnum sem aldrei gefast upp. ★ „Mér fínnst mest um vert að kunna skil á málinu öllu, ekki endilega þekkja merkingu allra orða sem einhvern tíma hafa verið notuð en þekkja blæinn alveg frá upphafi. Og vera þá í félagsskap bæði Sturlu Þórðar- sonar og Halldórs Laxness. Það er viss heildarsýn sem ég legg mest upp úr í sambandi við þessa hluti. Og reyndar miðast öll við- horf mín í sambandi við stjórn- mál og önnur málefni sem dynja yfir mann að því að sjá út fyrir nánasta umhverfi. Það gildir jafnt í skáldskapnum eins og í daglegum önnum.“ (Sveinbjörn Beinteinsson f. 1924, í nýjasta hefti af Skírni.) ★ Hlymrekur handan kvað: Sr. Eyjólfur er víst að hressast, og allur hans lífsmáti að blessast. Eftir smávegis skandal með Skúlínu Fanndal er hann farinn að ferma og messast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.