Morgunblaðið - 25.05.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.05.1991, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991 Unglingastarf íþ r óttahr ey fing- arinnar á Islandi er í fremstu röð A-landsliðið í handknattleik á verðlaunapallinum í Frakklandi 1989. Piltalandsliðið varð Norðurlandameistari 1991. eftir Jón Hjaltalín Magnússon Á undanförnum mánuðum hafa unglingalandslið íslands í hand- knattleik, körfuknattleik og knatt- spyrnu sýnt frábæra frammistöðu í keppni við erlenda jafnaldra sína í alþjóðlegum mótum. Þessi árang- ur unglingalandsliðanna gefur okkur vonir um að eiga áfram sterk A-landslið í framtíðinni í þessum flokkaíþróttum sem eru jafnframt olympíuíþróttagreinar. Þessi góði árangur unglingalandsliða okkar byggist fyrst og fremst á mark- vissu unglingastarfi í íþróttafélög- unum um land allt svo og mark- vissri afreksstefnu í landsliðsmál- um viðkomandi sérsambanda. Þessi góði árangur unglingalands- liða okkar í keppni við landslið mun fjölmennari þjóða sannar enn- þá einu sinni að unglingastarf íþróttahreyfingarinnar á Islandi er í fremstu röð. Þessi árangur lands- liða okkar eflir einnig virðingu stórþjóða fyrir sjálfstæði okkar Islendihga og er öðrum fámennum þjóðum hvatning til afreka á sviði íþrótta. Góður árangur piltalandsliðsins í knattspyrnu Knattspyrnulandslið okkar skip- að leikmönnum sextán ára og yngri tók þátt í Evrópuriðli heimsmeist- arakeppni pilta sem fram fór í Sviss nýlega. í þessari keppni voru landslið sextán þjóða. Lið okkar lenti í riðli með landsliðum hinna frægu knattspymuþjóða Júgóslav- íu, Sovétríkjanna og Spánar. Landsliðið okkar vann Júgóslavíu glæsilega 2-1, en tapaði naumlega fyrir Sovétríkjunum 1-0 og Spáni 2-1. Spánveijar fóru síðan einir úr þessum riðli áfram í úrslit og sigruðu þar Þýskaland í úrslitaleik 2-0. Við megum svo sannarlega vera hreykin af þessari frammi- stöðu piltalandsliðs okkar í knatt- spyrnu, þó ekki hafi þeir unnið til verðlauna og komist áfram í loka- keppni heimsmeistarakeppni pilta að þessu sinni. Handknattleikssambandið óskar piltalandsliði okkar í knattspyrnu, þjálfara þess og Knattspyrnusam- bandinu til hamingju með frammi- stöðuna í Sviss. Piltalandsliðið í körfuknattleik Norðurlandameistari í fyrsta sinn Nýlega gerði piltalandslið okkar í körfuknattleik skipað leikmönn- um átján ára og yngri sér lítið fyrir og sigraði á Norðurlandamót- inu sem fram fór í Stykkishólmi. Er þetta í fyrsta sinn sem pilta- landslið okkar í körfuknattleik verður Norðurlandameistari. Ljóst er að í körfuknattleik er ísland ekki bara að nálgast getu hinna Norðurlandaþjóðanna heldur að komast í fremstu röð þeirra. Við megum svo sannarlega vera hreyk- in af hinu efnilega piltalandsliði okkar í körfuknattleik. Handknattleikssambandið óskar piltalandsliði okkar í körfuknatt- leik, þjálfara þess og Körfuknatt- leikssambandinu til hamingju með Norðurlandameistaratitilinn. Piltalandslið í handknattleik Norðurlandameistari í annað sinn Piltalandslið íslands í hand- knattleik skipað leikmönnum nítj- án ára og yngri vann núna um helgina Norðurlandameistaratitil- inn í þessum áragangi í annað sinn. Árið 1970 vann piltalandslið okkar þennan titil í fyrsta sinn. Nokkrúm sinnum síðan hefur liðið náð öðru sæti á þessu Norðurlandamóti og verið mjög nálægt sigri. Þess skal getið að kvennalandslið okkar í handknattleik varð Norðurlanda- meistari árið 1964. Norðurlandamót pilta fór að þessu sinni fram í Finnlandi og unnu strákarnir okkar alla sína leiki gegn landsliðum Svía, Finna, Dana og Norðmanna. Undirbúningur þessa góða landsliðsárgangs hófst árið 1987 og þá sem landslið skipað leik- mönnum sextán ára og yngri. Var það í fyrsta sinn sem HSI byijaði að vinna með landslið sextán ára og yngri, sem fastan lið í eflingu landsliða okkar fyrir framtíðina og ekki hvað síst vegna heimsmeist- arakeppninnar hérlendis árið 1995. Hefur liðið æft mjög markvisst síð- an undir leiðsögn hæfra þjálfara og tekið þátt í nokkrum alþjóðleg- um mótum á þessum fjórum árum með góðum árangri. Næsta stóra verkefni þessa liðs er þátttaka í fyrstu Evrópukeppni piltalandsliða árið 1992. Þá mun þessi árgangur keppa í heimsmeistarakeppni pilta 21 árs og yngri árið 1993. Og all- ar líkur benda til að sú heimsmeist- arakeppni fari fram hérlendis. Áreiðanlegt er að nokkrir af leikmönnum í þessum sterka lands- liðshópi muni vinna sér sæti í A- landsliði okkar sem keppir í heims- meistarakeppninni í handknattleik sem fram fer hérlendis árið 1995. Þá verða þessir leikmenn, þó ungir séu, komnir með átta ára alþjóð- lega reynslu í handbolta og hafa leikið um tvö hundrað unglinga- og A-landsleiki fyrir ísland. Stjórn HSÍ óskar piltalandsliði okkar í handknattleik, þjálfara liðsins og fararstjórn til hamingju með Norð- urlandameistaratitilinn og þakkar öllum stuðningsaðilum liðsins. Piltalandsliðið í handknattleik undirbýr sig núna fyrir þátttöku í heims- meistarakeppni pilta Piltalandslið okkar í handknatt- leik skipað leikmönnum 21 árs og yngri undirbýr sig núna fyrir þátt- töku í heimsmeistarakeppni pilta sem fram fer í Grikklandi í septem- ber næstkomandi. í síðustu heimsmeistarakeppni pilta á Spáni árið 1989 varð lands- lið okkar í fimmta sæti og náði bestum árangri Norðurlandaþjóð- anna í þeirri keppni. Þessi árangur var einnig besti árangur íslands í heimsmeistarakeppni pilta frá upp- hafi. Nokkrir leikmenn úr þessu piltalandsliði hafa þegar unnið sér sæti í A-landsliði okkar og munu áreiðanlega stefna að því að æfa vel til að halda því sæti áfram og ekki hvað síst árið 1995. Pilta- landslið okkar, sem þátt tekur í heimsmeistarakeppninni í sept- ember næstkomandi, er einnig mjög frambærilegt og hefur eins og önnur unglingalandslið Islands þegar fengið góða þjálfun og tekið þátt i fjölda alþjóðlegra móta með góðum árangri. Afreksstefna sérsambanda íþróttahreyfingarinnar Það er almenn skoðun þeirra sem valdir eru til forystu í íþrótta- hreyfíngunni, að það sé metnaður íslendinga að eiga sterk landslið sem geti veitt landsliðum stórþjóða góða keppni og unnið sér rétt til þátttöku í heimsmeistarakeppni og á Ólympíuleikum. Til að þessi al- menni áhugi þjóðarinnar á því að eiga afreksmenn í íþróttum eins og á öðrum sviðum menningar okkar geti ræst þá þarf unglinga- starfsemi íþróttahreyfingarinnar að vera markviss og öflug. Það er eitt af meginhlutverkum stjórnarmanna í sérsambandi inn- an íþróttahreyfingarinnar að hafa þekkingu á íþróttagreininni og helst að hafa verið góðir íþrótta- menn sjálfir til að vita hvað þarf til að eiga landslið í fremstu röð og í því sambandi geta metið nauð- synlega hæfileika og eiginleika þjálfara landsliðanna. Þessa eigin- leika forystumanna í sérsambönd- um íþróttahreyfingarinnar eins og t.d. í Handknattleikssambandinu má jafnvel kalla nafni eins og „handboltamenningu“, það er að segja að hafa þekkingu og skilning á þörfum íþróttagreinarinnar til að geta haldið sér í fremstu röð í alþjóðlegri samkeppni. Þar sem handboltinn hefur átt einn íslenskra flokkaíþrótta lands- lið sem tekur þátt í Ólympíuleikum og A-heimsmeistarakeppni til jafns við hinar Norðurlandaþjóðirnar, þá er ánægjulegt að vita til þess að unglingalandslið okkar í knatt- spyrnu og körfuknattleik eru að komast í fremstu röð í sínum ald- ursflokkum og að við getum átt von á mun sterkari A-landsliðum í þessum flokkaíþróttum í framtíð- inni. Bæta þarf fjármögnun til eflingar unglingastarfi sérsambandanna Til að hafa eðlilega endurnýjun í A-landsliðunum, þá þarf að þjálfa upp mjög stóran hóp góðra ungl- ingalandsliðsmanna til að keppa Ám A-landsliðssætin. HSÍ hefur til dæmis 16, 19 og 21 árs landslið bæði pilta og stúlkna. Að meðtöld- Jón Hjaltalín Magnússon „Þeir áhugaaðilar um handknattleik sem hafa þann metnað að vilja ávallt eiga landslið í fremstu röð og ekki hvað síst í heimsmeist- arakeppninni árið 1995 hérlendis, þar sem liðin keppa jafnframt um þátttökurétt í Ólympíu- leikunum árið 1996 og sem vilja styðja þennan Landsliðssjóð HSÍ eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrif- stofu Handknattleiks- sambandsins og stjórn- armenn HSÍ sem fyrst.“ um A-landsliðum karla og kvenna, þá eru landslið HSI átta talsins. Landslið Knattspymusam- bandsins og Körfuknattleikssam- bandsins eru líklega álíka mörg. En það er ekki bara vegna A-landsliðanna, sem sérsamböndin reyna að hafa öfluga unglinga- starfsemi. Öflug unglingastarf- semi hvetur unglingana í félögun- um um land allt til að æfa mark- visst og lifa heilbrigðu líferni án notkunar vímuefna til að vinna sér sæti í unglingalandsliðshópi og fá tækifæri til að keppa fyrir hönd íslands gegn landsliðum annarra þjóða. Á þennan hátt eiga íþrótt- irnar þátt í að skapa hæfilegan þjóðarmetnað okkar. Það er öllum ljóst að það er mjög kostnaðarsamt að reka af- reksstefnu sérsambands í flokka- íþrótt sem miðar að því að vera í fremstu röð í heiminum í sinni íþróttagrein, því það er kostnaðar- samt að láta tuttugu manna ungi- ingalandsliðshóp æfa og keppa til að komast í fremstu röð og til dæmis þá er ferðakostnaður ungl- ingalandsliðs vegna þátttöku í al- þjóðlegu móti jafnmikill og A- landsliðs. Hvað þá ef viðkomandi sérsamband er með átta landsliðs- hópa í gangi hveiju sinni. Spurningin er: „Viljum við eiga sterk landslið í framtíðinni og hvernig á að fjármagna starfsemi íþróttahreyfingarinnar og þá sér- staklega unglingastarfsemi sér- sambandanna?“ Fjölmörg fyrirtæki og einstakl- ingar hafa sýnt starfsemi íþrótta- hreyfingarinnar mikinn skilning og velvilja. Án þessa stuðnings ættum við ekki jafn góð landslið og raun ber vitni. Opinberir aðilar hafa gert mikið í sambandi við að skapa betri íþróttamannvirki og starfsað- stöðu og sífellt er verið að bæta þessa aðstöðu. Verið er að vinna að mótun opin- berrar afreksstefnu í íþróttum og stuðnings opinberra aðila við hana. Sh'k afreksstefna er ekki fyrir hendi ennþá og hvað þá ákvörðun um fjármögnun hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.