Morgunblaðið - 25.05.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.05.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 19 ■TASKOUS^É^ 4 RDAILT ■hML ;k j i S i m M SR á Raufarhöfn: Mörgf hundruð mwi o milljóna skuldir Samið um gjaldfrest á rafmagnsskuld SAMÍIÐ var um gjaldfrest á skuld isins nemur einhverjum milljón- Síldarverksmiðju.ríkisins á Rauf- um kr. Höfðu rafmagnsveiturnar arhöfn við Rafmagnsveitu ríkis- hótað fyrirtækinu lokun ef ekki ins, en rafmagnsskuld fyrirtæk- yrði gengið frá skuldum. Árni Sorensson verksmiðiustióri seffir Frá skólaslitum Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Þosteinn Þorsteinsson skólameistari er í ræðustól. Skólaslit Fj ölbrauta- skólans í Garðabæ 41 STÚDENT var brautskráður frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ laugardaginn 18. maí. Brautskráning stúdentanna fór fram við hát- íðlega athöfn, sem haldin var í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili, Garðbæ- inga. Við athöfnina flutti Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari ræðu. Hann greindi frá starfi skólans, sem var um flest með hefðbundnum hætti, en jafnframt með ýmsum nýmælum eins og við er að búast í lifandi stofnun. Nemendur skólans í vetur voru um 500, en það er hámark þess sem skólinn getur rúmað í því húsnæði, sem hann hefur yfir að ráða. Skólinn er enn í bráðabirgðahúsnæði, en á þessu ári er veitt nokkur fjáhæð til undir- búnings hönnunar nýrrar skóla- byggingar, sem brýn þörf er orðin á. Skólameistari afhenti prófskír- teini og lagði þeim lífsreglur og bað þau að gæta þess að vera orðvör, en jafnframt orðheldin. Gísli Ragnarsson aðstoðarskóla- meistari og Kristín Bjarnadóttir áfangastjóri afhentu nemendum verðlaun, Laufey Jóhannsdóttir for- seti bæjarstjórnar hélt ræðu og sömuleiðis fulltrúi nýstúdenta, Daði Guðmundsson fyrrum formaður nemendafélags skólans. Kór skól- ans söng fyrir og eftir athöfnina og milli dagskrárliða, en stjórnandi kórsins er Sigurður Halldórsson fyrrum nemandi skólans. Bestum árangri að þessu sinni náði Adam EliaseTi, stúdent af eðlis- fræðibraut-tölvulínu. Hann lauk 165 einingum, þar af 138 með ágætiseinkunn. Semidúx skólans var Auður Skúladóttir einnig af eðlisfræðibraut-tölvulínu. Auður lauk 185 námseinginum, en Þor- björn Rúnarsson, stúdent af nátt- úrufræðibraut, lauk flestum eining- um, 191. Lágmarksijöldi eininga til stúdentsprófs er 140, en óvenju- margir nemendur fóru langt fram úr því marki að þessu sinni. Að venju veittu sendiráð verðlaun fyrir bestan árangur í tungumálum og viðurkenningar voru veittar fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum, tölvufræði, stærð- fræði, hannyrðum, teiknigreinum og fyrir frábæra ástundun í íþrótt- um og öðru námi. þetta aðeins hluta af mörg hundruð milljóna kr. skuld verk- smiðjunnar. „Þetta er ekki sérstakur vandi verksmiðjunnar á Raufarhöfn og ég get ekki ímyndað mér annað en að aðrar verksmiðjur skuldi einnig rafmagn. Þetta er aðeins hluti af stærri vanda verksmiðjunnar sem er upp á fleiri hundruð milljónir kr. Rafmagnsskuldin er aðeins hluti af þeim skuldum sem hafa hlaðist upp,“ sagði Árni. Árni sagði sama hvert væri leit- að, hvergi fengjust upplýsingar um rekstrarhorfur fyrirtækisins. „Vandamálið er inni á borðum sjáv- arútvegs- og fjármálaráðherra og meðan. þeir láta ekki í sér heyra um þennan vanda veit ég ekki hvað er framundan." Hann sagði að búið væri að fækka starfsmönnum í verksmiðj- unni niður í sjö. Einhver rekstur væri þó á Raufarhöfn, þ.e. beina- vinnsla og vélaverkstæði, það væri eina starfsemin. Hann sagði að all- ar endurbætur á verksmiðjunni lægju niðri. Yfirleitt væru 12-13 manns í vinnu á sumrin og fleiri ef eitthvað sérstakt væri að gera. Árni sagði ljóst að starfsemin legð- ist með öllu niður ef lokað yrði fyr- ir rafmagn. Kristinn Sigmundsson Kristinn Sig- mundsson heldur tvenna tónleika KRISTINN Sigmundsson óperu- söngvari heldur hér tvenna tón- leika á næstunni. Þeir fyrri eru á sunhudaginn 26. maí kl. 16.00 í Vestmannaeyjum, en hinir síðari í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 30. maí kl. 20.30. Kristinn hefur starfað í Þýskalandi síðastliðin tvö ár. Nýlega söng hann í Hollandi með Peter Schreier Jó- hannesarpassíu Bachs. Framundan er söngur í Svíþjóð, Sviss og á Spáni, einnig mun hann syngja víða í Þýska- landi. Kristinn hefur ekki sungið á ís- landi í tvö ár. Með honum leikur Jónas Ingimundarson píanóleikari. Á efnisskránni verða íslensk lög, söngvar eftir Fr. Schubert svo og vinsæl amerísk og ítölsk lög og lýkur tónleikunum á óperuaríum. (Fréttatilkynning) S 1 ■ VERÐLÆKKUN A ♦ UTIPLASTMALNINGU OG FÚAVÖRN BYKO BREIDDINNI BYKO HAFNARFIRÐI MJÓDDIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.