Morgunblaðið - 25.05.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991
_________i____i______i____i----------
21
Bálför Rajivs Gandhis í Nýju Delhí;
Athöfnin í senn afar
áhrifarík o g sorgleg
- segir Ólafur Ragnar Grímsson sem var
fulltrúi þingmannasamtakanna Hnattrænt átak
„ÞETTA var afar áhrifarík athöfn og sérstæð í augum fólks
úr okkar heimshluta. Mannfjöldinn var gífurlegur, bæði í líkfylgd-
inni og síðan við bálförina og þetta var sambland mikillar viðhafn-
ar, mikillar sorgar en einnig ólgu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubandalagsins, í símaviðtali við Morgunblaðið í
gær þar sem hann var staddur í Nýju Delhí. Hann var fulltrúi
alþjóðlegu þingmannasamtakanna Hnattrænt átak við bálför Rajivs
Gandhis, formanns Kongressflokksins indverska og fyrrverandi
forsætisráðherra er myrtur var sl. þriðjudag.
„Við komum að bálkestinum
áður en lík Rajivs var sett á hann,“
sagði Ólafur. „Flutt voru ritning-
arorð, úr indverskum helgiritum
en í landinu eru margs konar trú-
arbrögð, einnig úr biblíu kristinna
manna. Þetta gerðu ýmsir prestar
og trúarleiðtogar. Það hafði verið
reistur sérstakur viðhafnarpallur
úr múrsteinum og á honum var
bálkösturinn hlaðinn. Síðan var
líkið lagt ofan á og fylgt við þetta
helgisiðum parsa og hindúa; faðir
Rajivs var parsi. Þá voru bomar
að jurtir og olíur og þarnæst meiri
viður á köstinn. Aðallega voru það
sonurinn, Rahul, og mæðgurnar,
Sonia og Priyanka, sem önnuðust
þessi verk. Hindúaprestar sungu
ritningarorð meðan á þessu stóð
eða í tæpa klukkustund.
Þetta var allt í senn afar sorg-
legt og áhrifaríkt. Heiðursvörður
úr hernum skaut nú af byssum
sínum, lúðraþytur kvað við og þá
var kveikt í kestinum. Er hann
hafði logað nokkra hríð yfirgáfu
Sonia og börnin tvö pallinn en
ýmsir af leiðtogum og fylgismönn-
um Kongressflokksins þustu um
leið fram. Ég vil ekki segja að
athöfnin hafi þar með breyst í
uppþot en það var mikill órói og
æsing. Maður óttaðist um tíma
um það hvað yrði um þau þijú og
erlenda gesti og fyrirmenn sem
þarna voru saman komnir inni í
þrönginni.
Sjálfur fór ég með blómsveig í
morgun í húsið þar sem líkið stóð
uppi, húsið sem afi hans, Nehru
átti. Síðan færði ég Soniu og dótt-
ur hans samúðarkveðjur, þær voru
þarna í hliðarherbergi. Mér finnst
nánast ótrúlegt hvað lagt er á
þessar þijár manneskjur. Þau
þurfa bæði að hemja sinn eigin
trega og taka þátt í athöfninni,
einnig taka á móti þessum fjölda
indverskra og erlendra gesta sem
eru komnir til að votta Rajiv virð-
ingu sína.“
Ólafur kynntist Rajiv Gandhi
vegna starfa sinna fyrir þing-
mannasamtökin og tók fyrir hönd
þeirra við Indiru Gandhi-friðar-
verðlaununum úr hendi leiðtogans
1987 er þau voru veitt í fyrsta
sinn. Að sögn Ólafs er ljóst að
Gandhi er mjög harmaður af al-
menningi. „Það er alveg greinilegt
að árin í stjórnarandstöðunni
höfðu þroskað hann mikið. Hann
dró úr öryggisgæslunni gagngert
til þess að geta verið í nánari
tengslum við fólkið. Menn spyija
nú: Á Indland einhveija leiðtoga
sem vilja hætta lífi sínu á þennan
hátt?“
H BONN - Búist var við í gær
að þýska stjórnin tilnefndi Helmut
Schlesinger sem seðlabanka-
stjóra í stað Karls Ottos Pöhls,
sem hefur sagt af sér embættinu.
Schlesinger er nú aðstoðarseðla-
bankastjóri og aðhyllist stranga
aðhaldsstefnu í peningamálum.
Hann er 66 ára að aldri, fer á
eftirlaun eftir tvö ár og er gert
ráð fyrir að Hans Tietmeyer taki
þá við embættinu, en þangað til
verður hann aðstoðarseðlabanka-
stjóri.
■ SEOUL - Roh Tae-woo, for-
seti Suður-Kóreu, hefur skipað
Chung Won-shik, fyrrum
menntamálaráðherra landsins, í
embætti forsætisráðherra í stað
Ros Jai-bongs, sem sagði af sér
á miðvikudag í kjölfar látlausra
íjöldamótmæla í landinu. Chung
er fjórði forsætisráðherra landsins
á jafn mörgum árum. Hann er
þekktastur fyrir að hafa rekið
hundruð kennara og bannað sam-
tök þeirra.
Aftenposten:
Islendingar hafa sterk-
ari stöðu en Norðmenn
NORÐMENN og íslendingar segjast vera á sama báti en samt eru
þeir, hvorir í sínu lagi, í óða önn að undirbúa tvíhliða viðræður við
framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins. Kom þetta fram í norska
blaðinu Aftenposten í gær og þar segir, að íslendingar njóti meiri
skilnings en Norðmenn innan EFTA-ráðsins og innan EB einnig.
Aftenposten hefur það eftir að mikil eining ríki innan EFTA;
Eldrid Nordbö, viðskiptaráðherra
Noregs, að í undirbúningi séu
tvíhliða viðræður um sjávarútvegs-
málin, annars vegar milli Norð-
manna og EB og hins vegar milli
íslendinga og EB, en það kemur
fram hjá henni, að innan EFTA-
ráðsins og einnig innan EB njóti
íslendingar meiri samúðar en Norð-
menn. Segir hún það að sjálfsögðu
stafa af því, að um 80% af útflutn-
ingi íslendinga er fiskur.
Fréttaritari Aftenpostens segir,
að minnsta kosti á yfirborðinu, og
hann veltir því síðan upp hvernig
fari fyrir þessari samstöðu verði
íslendingar teknir fram yfir Norð-
menn í lokasamningunum um Evr-
ópska efnahagssvæðið. Nordbö við-
skiptaráðherra leggur hins vegar
áherslu á, að stefna norskra stjórn-
valda sé sú sama og áður, að ekki
verði fallist á að tengja saman veiði-
heimildir og fijálsan markaðsað-
gang fyrir sjávarafurðir.
Krystyiiia
Cortes
í íslensku óperunni sunnudaginn
26. maí 1991 kl. 20.
Bach: Krómatísk fantasía og fúga
Mozart: Fantasía í c moll K 475
Sonata í c moll K 457
Debussy: Estampes:
1. Pagodes
2. Soirée dans Grenade
3. Jardins sous la pluie
Chopin: Fantasía í f moll
Miðasala við innganginn
VORLINAN
Embln
STRANDGÖTU 29, HAFNARFIRÐI
f
.7/7/////////
I N T £ R N A T ('o N A L
■ PRAG - Tékkar sem málað
hafa sovéskan skriðdreka í mið-
borg Prag bleikan til að mótmæla
hernámi Sovétmanna í landinu
geta valdið því að samband Tékkó-
slóvaka við Sovétmenn spillist, að
sögn Vaclavs Havels forseta.
Drekinn var settur á stall í borg-
inni á sínum tíma til að minnast
þess er sovéskt herlið frelsaði hana
úr höndum nasista 1945. Havel
bað fólk að taka tillit til Sovét-
manna er teldu minnismerkið tákn
um fómirnar í stríðinu gegn Adolf
Hitler og lagði til að drekinn yrði
fluttur á tæknisafn en annað
minnismerki sett á sama stað.
■ STOKKHÓLMI - Fjórir af
hveijum tíu Svíum eru hlynntir
inngöngu í Evrópubandalagið.
Jafnmargir hafa enn ekki tekið
afstöðu, samkvæmt könnun sem
gerð var fyrir sænska útvarpið.
Samkvæmt niðurstöðunum hafna
14% Svía aðild að EB, en 6% segj-
ast ekki hafa áhuga á málinu.
Fram kom að 60% þeirra 1.200
sem spurðir voru töldu að matvör-
ur mundu lækka í vérði við inn-
gönguna.
RENAULT CLIO
... staðfestir yfirburðir
60 sérfræðingar bílatímarita frá
17 löndum gáfu Renault Clio
hæstu einkunn eftir reynsluakstur.
Clio var kjörinn „Bíll ársins 1991“
með einkunninni 312 stig - heilum
54 stigum meira en sá japanski
bíll hlaut sem komst næst Clio.
BÍLL ARSINS 1991
RENAULT
Bilaumboðið hf
Krókhálsi 1, simi 686633, Reykjavik.