Morgunblaðið - 25.05.1991, Page 26

Morgunblaðið - 25.05.1991, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 Eflum íslenskt: Öflug'ur iðnaður — aukinn hagvöxtur eftirRagnar Birgisson Um þessar mundir stendur yfir stórátak í kynningu á íslenskri neysluvöruframleiðslu. Átak þetta, sem gengur undir nafninu „íslensk- ir vordagar", er gert í samvinnu á milii félags íslenskra iðnrekenda og kaupmannasamtakanna. Kynning- arátak þetta er eðlilegt framhald á „íslenskum dögum“ í Hagkaup og Miklagarði fyrir 2 árum. Þær kynn- ingar þóttu takast mjög vel og juku verulega söluna á íslenskum vörum. Síðastliðin þijú ár hefur hér á landi ríkt mikil stöðnun, hagvöxtur hefur enginn verið á sama tíma og mikill hagvöxtur hefur t.d. verið í Evrópu. Hagvöxtur er mjög mikil- vægur þar sem hann er undirstaða hagsældar og bættra lífskjara þjóð- arinnar. Ein af grunnforsendum fyrir hagvexti er hagkvæm nýting auðlinda. Hagkvæm nýting felur í sér að auðlindin gefur af sér há- marksarð yfir langan tíma. Núver- andi sókn í fiskistofna er þegar talin of mikil, og því er ekki að vænta að sjávarútvegurinn standi undir miklum hagvexti í fram- tíðinni, þó svo að hann verði áfram aðal atvinnuvegurinn okkar. Land- búnaðurinn á við svipuð vandamál að glíma og verður því ekki heldur undirstaðan undir hagvöxt okkar í framtíðinni. Neysla landbúnaðaraf- urða fer hraðminnkandi en samtím- is fer framleiðni vaxandi. þeirri orku sem hagkvæmt er talið að nýta til raforkuframleiðslu. Iðnaðurinn gegnir lykilhlutverki í hagvexti á íslandi þar sem hann framleiðir vörur til útflutnings og vörur sem spara gjaldeyri. Útflutn- ingur og um leið öflun gjaldeyris er mjög mikilvæg undirstaða hag- vaxtar og batnandi lífskjara í landinu. Á síðasta ári aflaði sjávarútveg- urinn um 56% af öllum gjaldeyris- tekjum okkar, en iðnaðurinn sem var í öðru sæti var aðeins með um 15% af heildargjaldeyristekjum okkar. Vægi iðnaðarvöruútflutnings minnkaði hinsvegar á síðasta ári sem hlutfall af heildarútflutningn- um. Útflutningur iðnaðarvara, ann- arra en stóriðju, hefur því miður ekki verið sem skyldi og því ekki staðið undir þeim væntingum er gerðar voru til hans hér áður fyrr. 15,2% árið 1970 í 13,3% árið 1988. Sömu sögu er hins vegar ekki hægt að segja um þróun í mannafla hins opinbera, en hann jókst úr 12,4% árið 1970 í 17,4% árið 1988. Aukin sjálfvirknivæðing eykur framleiðnina í bæði sjávarútvegi og iðnaði og því segir mannaflanotkun í þessum atvinnugreinum ekki alla söguna varðandi mikilvægi þeirra fyrir þjóðarbúskapinn í heild. í þvi sambandi er vert að skoða vergar þáttatekjur þessara tveggja at- vinnuvega, þ.e. þann virðisauka sem verður til hjá þessum atvinnu- vegum. Hlutur iðnaðar í vergum þáttatekjum jókst úr 13,1% árið 1973 í það að vera 13,9% árið 1988. Á sama tíma minnkaði hlutur fiskveiða og fiskvinnslu úr 16% af vergum þáttatekjum árið 1973 í 14,6% árið 1988. Ef þessi þróun heldur áfram er ekki langt í það að framlag iðnaðarins til verðmæta- Ragnar Birgisson „Fyrir iðnaðinn er aðild að evrópska efnahags- svæðinu höfuðnauðsyn. Það mun gefa íslensk- um iðnaði kost á ódýr- ari aðföngum og þjón- ustu til rekstrarins.“ væri að segja um erlendar skuldir okkar. Félag íslenskra iðnrekenda hefur um árabil gert könnun á markaðs- hlutdeild innlendrar framleiðslu í nokkrum greinum iðnaðarins. Þess- ar greinar eru hreinlætisvörufram- leiðsla, kaffibrennsla, málningar- vöruframleiðsla og sælgætisgerð. Hlutdeild innlendrar hreinlætis- vöruframleiðslu fór minnkandi um nokkurra ára skeið, eða úr 67% á árinu 1980 í 49% á árinu 1988. Síðustu tvö árin hefur ástandið hins vegar batnað og var hlutdeildin komin í 55% á fyrri hluta síðasta árs. Vinnuafl í iðnaði og sjávarútvegi og hlutdeild þess í heildarvinnuafli 1970 1980 1988 Fiskveiðar 6.352 9.850 8.532 Fiskvinnsla 5.198 5.606 6.613 Samtals 11.550 15.456 15.145 Iðnaður Starfsemi 12.412 16.053 17.057 hins opinbera 10.126 16.605 22.230 Heildarvinnuafl 81.463 105.944 127.916 Hlutdeild sjávarútv. 14,2% 14,6% 11,8% Hlutdeild iðnaðar 15,2% 15,2% 13,3% Hlutdeild hins opinb. 12,4% 15,7% 17,4% Hagvöxtur hér á landi í náinni framtíð verður ekki tryggður nema að öflugur iðnaður eigi þar hlut að máli. Þær kröfur eru gerðar til iðn- aðar að hann standi að mestu und- ir þeim hagvexti sem er ísiensku þjóðarbúi nauðsynlegur á næstu árum og áratugum. Uppbygging orkufreks iðnaðar virðist t.d. fýsilegur kostur því ein- ungis hafa verið nýtt um 10% af Meðfylgjandi tafla sýnir þróun hlutdeildar iðnaðar í heildarvinnu- aflinu hér á landi í samanburði við fiskveiðar og fískvinnslu. Einnig er sýnd til gamans þróun hlutdeildar starfsfólks hins opinbera í heildar- vinnuaflinu. Þar kemur í ljós að hlutdeild sjávarútvegs hefur minnk- að úr 14,2% árið 1970 í um 11,8% árið 1988. Á sama tíma hefur hlut- fall ársverka í iðnaði lækkað úr sköpunar í þjóðfélaginu verði svipað því sem sjávarútvegurinn leggur okkur til. Þó svo að hinn almenni iðnaður, þ.e. án stóriðju, hafi ekki staðið sig serrTskyldi í út'flutningi er hann þó mjög mikilvægur fyrir þjóðarbúið sem gjaldeyrissparandi framleiðslaYÁn innlendrar fram- leiðslu sem kemur í stað innflutn- ings, væri viðskiptahallinn mun meiri en hann hefur verið og sama Markaðshlutdeild innlendrar kaffibrennslu minnkaði um 30% á tíu ára tímabili, úr 87% á árinu 1980 í 57% á árinu 1989. Innlenda kaffið sótti á sig veðrið á síðasta ári og jók hlutdeild sína um nær 5%, eða í 62%. Markaðshlutdeild málningarvara hefur farið minnkandi undanfarin tíu ár og var hún komin niður í 56% árið 1989. Skólaslit og lokatónleikar Söngskólans í Reykjavík 18. STARFSÁRI Söngskólans í Reykjavík er nú að ljúka. Nemendur komu oft fram á vegum skólans, utan lians og innan, á tónleikum eða við önnur tækifæri, m.a. fjórum sinnum á Menningarviku BÍSN. Kenn- arar skólans sóttu í haust söngkennslunámskeið hjá dr. Oren Brown, prófessor við Julliard-tónlistarskólann í New York, en hann kom hing- að á vegum Söngskólans og hélt söngkennslunámskeið með þátttöku kennara og aðstoð nemenda skólans. Sl. ár stunduðu um 160 nemendur nám við Söngskólann, 110 fulltrúar og 50 nám í undirbúningsdeildum "og á kvöldnámskeiðum. Nú í vor luku 90 nemendur stigsprófum í söng, en alls hafa yfir 300 próf ver- ið tekin yfir veturinn í söng, píanó- leik og kjarnagreinum. 33 kennarar starfa við skólann, þar af 9 í fullu starfí. Skólastjóri frá upphafi hefur verið stofnandi skólans, Garðar Cortes. Prófin í vor voru haldin 4.-11. maí og prófdómari að venju fenginn frá Konunglegu tónlistarháskólun- um í London. Að þessu sinni kom Eileen Field, en hún er einn af reynd- ustu prófdómurum skólanna. Einn nemandi, Ragnheiður Lárusdóttir, þreytti söngkennarapróf að þessu sinni og stóðst það. 7 nemendur stóð- ust 8. stigspróf í söng, þ.e. lokapróf úr almennri deild: Alda Ingibergs- dóttir, Auður Gunnarsdóttir, Ágústar Sigrún Ágústsdóttir, Elín Guðjóns- dóttir, Ellen Freydís Martin, Guðrún Finnbjarnadóttir og Loftur Erlings- son. 8. stigs nemendurnir hafa þegar haldið sína lokatónleika að undan- skilinni Guðrúnu Finnbjarnadóttur, en hún og Ragnheiður Lárusdóttir halda sína lokatónleika þriðjudags- kvöldið 28. maí kl. 20.30 í Tónleika- sal Söngskólans í Reykjavík. Skólaslit verða sunnudaginn 26. maí kl. 15.00 í íslensku óperunni og að þeim loknum eða kl. 16.00 tónleikar þar sem nemendur úr öllum stigum koma fram og gefa þver- skurðsmynd af starfi skólans. Að tónleikunum loknum verður boðið upp á kaffiveitingar i skólahúsinu á Hverfisgötu 45. Ragnheiður Lárusdóttir Inntökupróf fyrir næsta vetur fara fram 29. maí og stendur innritun yfir. (Frcttatilkynning) Markaðshlutdeild innlendrar sæl- gætisgerðar hefur hins vegar verið mjög jöfn mörg undanfarin ár. Á árunum 1980 til 1988 var hlutdeild- in á bilinu 43% til 50%, eða að meðaltali 46% á þessu tíu ára tíma- bili. Islensk iðnfyrirtæki eru mörg hver mjög lítil og vanmáttug þar sem m.a. smæð heimamarkaðarins setur þeim skorður. Til þess að þau geti í senn vaxið og dafnað og stundað kröftuga vöruþróun þurfa þau í ríkari mæli að auka samvinnu sín á milli og einnig að sameinast í stærri og öflugri fyrirtæki. Ein megin forsendan t.d. fyrir árang- ursríkum útflutningi er sú að fyrir- tækin hafi fyrst náð góðri stöðu á innanlandsmarkaði. Margoft hefur verið sýnt fram á það að íslensk fyrirtæki og þá sér- staklega iðnaðarfyrirtæki sýna eng- an veginn nógu góða afkomu. Arð- semi eigin ijár þessara fyrirtækja er langt frá að vera viðunandi og stenst ekki samanburð við sambæri- leg fyrirtæki erlendis. Vanmáttug fyrirtæki bæta ekki við sig vinnu- afli né borga há laun og eru því ekki undirstaða undir nauðsynlegan hagvöxt í framtíðinni. Iðnaðurinn stendur ekki aðeins frammi fyrir því að leggja sitt af mörkum til hagvaxtar. Hann stend- ur líka frammi fyrir því að á sama tíma mun samkeppni heima og heiman vaxa verulega. Iðnaðurinn verður að standast samkeppnina til þess að geta lagt sitt af mörkum til hagvaxtarins. Eina færa leiðin til þess er að íslenskum iðnaði verði að öllu leyti búin sambærileg starfs- skilyrði og erlendum keppinautum, ekki síst innan EB, til þess að hann geti mætt þessari samkeppni. Mikilvægasta skrefið í þessum efnum er að ísland taki fullan þátt í aukinni viðskipta- og efnahags- samvinnu í Evrópu. Fyrir iðnaðinn er aðild að evrópska efnahagssvæð- inu höfuðnauðsyn., Það mun gefa íslenskum iðnaði kost á ódýrari aðföngum og þjónustu til rekstrar- ins. Jafnframt verða stjórnvöld að tryggja iðnaðinum sömu starfsskil- yrði og erlend fyrirtæki búa við. Þetta á einkum við um skattlagn- ingu fyrirtækja en hún er meiri hér en erlendis vegna mikillar skatt- lagningar á framleiðslukostnað fyr- irtækja, sem tekur ekki tillit til af- komu þeirra. Ein helsta forsenda hagvaxtar er stöðugleiki og jafnvægi í efna- hagsmáium. Hið stöðuga gengi undanfarin misseri og það jafnvægi sem fylgt hefur verið í verðlagsmál- um hefur leitt í ljós mikilvægi stöð- ugleika í gengismálum. Liður í að auka tiltrú á að halda megi gengi stöðugu gæti verið tenging krón- unnar við evrópsku mynteininguna ECU. Jafnvægi í ríkisbúskapnum skipt- ir líka mjög miklu máli varðandi efnahagslegan stöðugleika. Hin nýja ríkisstjórn, sem miklar vonir eru bundnar við, verður að hafa það sem forgangsverkefni að stokka málin upp í ríkisbúskapnum. Það verður einungis gert með einkavæð- ingu og kröftugum niðurskurði á útgjöldum hins opinbera. Ríkis- stjórnin-ætti að setja sér það sem markmið á þessu kjörtímabili að stöðva allan vöxt á útgjöldum hins opinbera og jafnframt skera þau niður um 10% að raunvirði á næstu 4 árum. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Opalhf. V/Gullinbrú Stórhöfða 17, sími 674844 Flisasýning ídagfrá kl. 10-16 Á morgun frá kl. 12-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.