Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 27 Leikfélag Akureyrar: * Islenzkur söngleikur frumsýndur STÁLBLÓMIÐ, Steel Magnolias, verður fyrsta leikverkið sem sett verður upp hjá Leikfélagi Akur- eyrar á næsta leikári. Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikstýrir verkinu. Þetta er nýtt verðlaunaverk eftir Bandaríkjamanninn Robert Harl- ing, en það gerist á hárgreiðslu- stofu. Verkið verður frumsýnt í byijun október. Næsta verk, sem frumsýnt verð- ur um jólin, er nýr íslenskur söng- leikur sem Valgeir Skagfjörð leik- ari hjá LA er að skrifa fyrir félag- ið. Söngleikurinn gerist á sjötta áratugnum og koma bæði höfuð- borg og landsbyggð við sögu. Val- geir hefur tilkynnt að hann muni gefa leikfélaginu tónlistina í verk- inu, en hana hefur hann samið á flygil hússins og fengið þar mikinn innblástur. Morgunblaðið/Eyþór Helgi Vorferð íKjarnaskógi Krakkar úr fyrsta bekk Glerárskóla luku fyrsta var boðið upp á svaladrykki og snúða sem þau vetri skólagöngu sinnar í gær, en við það tæki- gerðu góð skil. Á myndinni eru Gunnar Már, færi fóru þau í vorferð í Kjarnaskóg þar sem Elena, Ævar, Stefán, Þórhallur, Kolbrún, Eva þau undu sér vel í leiktækjunum. I nestistímanum og Kristín. Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi: Hagsmunir einstakra stjórnar- manna og UA mega ekki skarast Fjarstæðukennt að stjórnarmaður geti stefnt hagsmunum félagsins í tvísýnu, segir bæjarstjóri HALLDÓR Jónsson bæjarstjóri telur hagsmunum Útgerðarfélags Akur- eyringa og bæjarbúa ekki stefnt í tvísýnu með því að Sverrir Leósson hafi verið kjörinn stjórnarformaður ÚA. Þetta kemur fram í svari bæjarstjóra við fyrirspurn Gísla Braga Hjartarsonar bæjarfulltrúa Alþýðuflokks þar sem hann segir það hafa vakið athygli að Sverrir hafi valist til stjórnarformannssetu hjá ÚA. Hann reki útgerðarfyrir- tæki sem sé oft og tíðum viðskiptaaðili ÚA og hafi auk þess hagsmuna að gæta sem skarast geti við hagsmuni ÚA. „Það er öllum ljóst að á næstu árum fer fram endurskoðun á fisk- veiðistefnu íslendinga, fundin verður leið sem skapar stöðugleika og tryggir afkomu fískveiða og vinnslu. Útgerðarfélag Akureyringa nýtur slíks álits í dag meðal þeirra sem um sjávarútvegsmál fjalla að tillit er tekið til sjónarmiða stjórnenda félagsins. Því er nauðsynlegt að í forsvari í félaginu veljist ekki aðilar sem geta átt að gæta hagsmuna, andstæða hagsmunum ÚA,“ sagði Gísli Bragi. Eyjafjarðarsveit: Sláttur upp úr 10. júní Ytri-Tjörnum. MJOG góð veðrátta hefur verið hér um slóðir í maímánuði og má segja að vorið sé allt að tveimur vikum fyrr á ferðinni en í meðalári. Ríkjandi hafa verið suðlægar áttir en þó hafa komið vænar gróðrarskúrir suma daga og þar sem fyrst var borið á upp úr mán- aðamótunum apríl/maí er nú kom- ið ökkla hátt gras. Flestir bændur hér í sveit hafa nú lokið við að bera á og niðursetn- ing á kartöflum er langt kominn. Ef svo fer fram sem horfír ætti sláttur að geta hafist upp úr 10. júní. í svari Halldórs kom fram að við val á stjórn þurfi að hafa í huga að þar sitji samhentir menn með þekk- ingu á ýmsum sviðum, sem tilbúnir eru að vinna að þróun og framgangi fyrirtækisins, þannig að saman fari hagsmunir starfsmanna, eigenda og fyrirtækisins sjálfs. Nauðsynlegt sé Myndlist- arsýning í Gamla Lundi Sigtryggur Baldvinsson opnar myndlistarsýningu í Gamla Lundi við EiðsvöII í dag, laugar- dag, kl. 14. Á sýningunni eru um 20 verk, olíumálverk, vatnslitamyndir og lágmyndir. Sigtryggur er 25 ára gamall Akureyringur sem stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akur- eyri og í Myndlista- og handíða- skóla íslands. Hann útskrifaðist þaðan úr málaradeild vorið 1990. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 22 um helgar, en frá 16 til 22 á virkum dögum. að forðast hugsanlega hagsmunaá- rekstra við val á stjómarmönnum, en slíkt sé auðvitað háð mati hvers og eins og þar sýnist sitt hveijum. Halldór sagði að svarið við þeirri spumingu Gísla Braga hvort hags- munum ÚA og bæjarbúa væri stefnt í tvísýnu með kosningu Sverris sem stjómarformanns félagsins hlyti að vera nei. Sverrir væri einn fimm stjórnamianna og ábyrgð og skyldur þeirra allra væm miklar, en íjar- stæðukennt væri að ætla að stjómar- formaður einn og sér geti stefnt hagsmunum ÚA og bæjarbúa í tvísýnu. Gísli Bragi Hjartarson sagði á fundi bæjarstjórnar að hagsmunir félagsins og einstakra stjórnarmanna megi undir engum kringumstæðum skarast. ÚA nyti mikils álits og verð- hækkun hlutabréfa endurspeglaði það traust sem til þess væri borið. Það væri því mikils virði að í stjóm félagsins væru menn sem nytu óskor- aðs trausts. Sú spurning hafi vaknað í hugum margra. hvort hagsmunir útgerðarfélagsins og formanns stjómar gætu skarast, því ekki væri víst að hagsmunir stærri útgerðarað- ila sem sinna veiðum og vinnslu og hagsmunir smærri útgerðaraðila fari saman. 4 GÓÐAR Allt stakar sögur zsmafan Ofr Askriftarsími 96-24966 Glerárgötu 28 - 600 Akureyri - Sími 24966 Beint flug REYKJAVÍK - MÝVATN Flogið daglega frá 20. maí. REYKJAVÍK Mýflug hf., Mývatnssveit, sími 96-44107.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.