Morgunblaðið - 25.05.1991, Síða 28

Morgunblaðið - 25.05.1991, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991 MBk»■ ■ A I IC^I Y^IKIC^AP Sölumaður Kennara vantar Kennarar Óskum að ráða sölumann á sviði siglinga- og fiskileitartækja. Æskilegt er að viðkom- andi hafi einhverja þekkingu á sjávarútvegi. Umsóknir, er tilgreini aldur og fyrri störf, sendist í pósthólf 362, 121 Reykjavík, fyrir 1. júní. Öllum umsóknum svarað. Upplýsingar ekki gefnar í síma. FriðrikA. Jónsson hf., Fiskislóð 90, Reykjavík. Frá Heyrnleysingja skólanum Lausar eru til umóknar stöður kennara við Heyrnleysingjáskólann, meðal annars staða myndmenntakennara og talkennara. Einnig auglýsir skólinn eftir kennara til starfa í bóka- safni, hlutastarf. Æskilegt er að umsækjend- ur hafi vald á táknmáli heyrnarlausra. Umsóknir sendist á skrifstofu skólans fyrir 1. júní nk. Upplýsingar hjá skólastjóra eða yfirkennara í síma 16750. Kennara vantar að Grunnskólanum á Breið- dalsvík. Almenn kennsla og íþróttakennsla æskileg. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-56696 og formaður skólanefndar í síma 97-56628. Foreldrar 22ja ára gömul stúlka óskar eftir að vinna með fötluðu eða þroskaheftu barni. Er vön umönnun. Góð meðmæli í boði. Upplýsingar í síma 91 -612627 eftir kl. 18.00. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar í sumarafleysingar í sumar að hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-11915. Kennara vantar að barnaskólanum á Eyrar- bakka sem er grunnskóli með 1.-10. bekk. Viðfangsefni: íþróttakennsla fyrir Stokkseyri og Eyrarbakka, sérkennsla og almenn kennsla. íþróttakennsluna mætti leysa með tveimur hálfum stöðum. Kennt verður í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 98-31117 eða 98-31141. Frá Menntaskólanum við Sund Laus er til umsóknar staða námsráðgjafa (2/3 staða). Einnig er laus til umsóknar stundakennsla í sálfræði (8 stundir á viku) og stjörnufræði (11 stundir á viku). Umsóknarfrestur er til 12. júní nk. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans, þar sem rektor, konrektor og kennslustjóri veita allar nánari upplýsingar í símum 33419 og 37580. AUGL YSINGAR FUNDIR - MANNFÁGNAÐUR j Aðalfundur Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafé- lags íslands fyrir árið 1990 verður haldinn í Hvammi, Holiday Inn við Sigtún, þriðjudaginn 28. maí 1991 og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga til beytingar á reglugerð frá stjórn sjóðsins. 3. gr. reglugerðar sjóðsins orðist svo: Sjóðsfélagar geta orðið allir fullgildir fé- lagar í Tæknifræðingafélagi íslands. Heimilt skal stjórn sjóðsins að veita öðr- um en félagsmönnum Tæknifræðingafé- lags íslands aukaaðild að sjóðnum. Auka- félagar skv. þessari grein njóta sömu rétt- inda og aðalfélagar, en þó hafa aukafélag- ar eigi kjörgengi til stjórnar sjóðsins né atkvæðisrétt á fundum. 4. gr. orðist svo: Aðalfund sjóðsins skal halda árlega og skal hann haldinn um svipað leyti og aðal- fundur Tæknifræðingafélags Islands, en þó eigi síðar en 1. júní ár hvert. Stjórnin. BÚSETI HÚSNÆÐISSAMVINNUFÉLAG Aðalfundur Aðalfundur Búseta hsf., Reykjavík, verður haldinn á Hótel Borg í „Gyllta salnum" föstu- daginn 31. maí nk. og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Búseta hsf. Mosfellsprestakall Aðalfundur Lágafellssóknar verður haldinn í Safnaðarheimilinu, Þverholti 3, Mosfellsbæ, næstkomandi sunnudag 26. maí kl. 16.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Sérstakt fundar- efni: Safnaðarstarf og kirkjusókn. Kaffiveit- ingar. Sóknarnefnd. FERÐIR — FERÐAIÖG \ Fararstjórn um Þýskaland í sumár gefst fjölskyldum og hópum kostur á ódýrri leiðsögn um fegurstu svæði Þýska- lands. M.a. dagsferðir með siglingu á Mósel eða Rín ásamt heimsókn í vínkjallara og fleiri staði. Allar upplýsingar í síma 91-52405. TILKYNNINGAR Félagslegar íbúðir í Garðabæ Könnun - umsóknir Húsnæðisnefnd Garðabæjar hefur ákveðið að framkvæma könnun á þörf fyrir félagslegt íbúðarhúsnæði í Garðabæ. Könnunin er framkvæmd til grundvallar umsóknum nefnd- arinnar um lánsheimildir til Húsnæðisstofn- unar ríkisins. Lánsheimildum mun varið til kaupa eða byggingu leiguíbúða, félagslegra eignaríbúða eða kaupleiguíbúða á árinu 1992. Þeim sem hyggjast sækja um slíkt húsnæði á árinu 1992, er bent á að skrá sig á skrifstofu nefndarinnar, Lyngási 18, Garðabæ, eða á bæjarskrifstofum Garðabæj- ar frá 20. maí til 20. júní nk. Á sömu stöðum og á sama tíma er tekið á móti umsóknum um þær félagslegu íbúðir sem næstar koma til úthlutunar hjá nefnd- inni. Athygli skal vakin á að eldri umsóknir þarf að endurnýja eigi þær að gilda fyrir árið 1991. Upplýsingar er varða ofangreint eru veittar á skrifstofu Húsnæðisnefndar Garðabæjar, Lyngási 18, alla virka daga frá kl. 10.00 til 12.00. Húsnæðisnefnd Garðabæjar. Safnaradagur á morgun Á morgun, sunnudag, verður safnaradagur í Kolaportinu. Auk venjulegs markaðar verður sérstakt pláss ætlað söfnurum allskonar muna. Þar geta safnarar fengið pláss til að sýna, selja, skipta eða kaupa. Og svo auðvit- að til að hitta aðra áhugasama safnara. Safnarar, sem eiga eftir að skrá sig til þátt- töku, eru beðnir að hafa samband við okkur í dag kl. 13.00-16.00 í síma 687063. Kolaportið. KENNSLA Söngskglinn / Reykjavik Skólaslit og lokatónleikar Skólaslit Söngskólans í Reykjavík verða í íslensku óperunni á morgun, sunnudag, kl. 15.00. Lokatónleikar á sama stað kl. 16.00. Inntökupróf fyrir veturinn 1991-1992 fara fram miðvikudaginn 29. maí nk. Upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 13-17 daglega, sími 27366. Skólastjóri. [• ... ATVINNUHÚSNÆÐI Ártúnsholt - til leigu Til leigu iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði. Stærð 660 fm, þar af 222 undir skrifstofu. Laust næstu daga. Upplýsingar í síma 673770 milli kl. 9.00 og 13.00 eða 985-20898 næstu daga. TIL SÖLU Flotbryggja til sölu Til sölu er úr þrotabúi Snælax hf., Grundar- firði flotbryggja 115 metrar á lengd og 2,5 metra breið ásamt fylgihlutum. Til greina kemur að selja bryggjuna í minni einingum. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður. Gísli Kjartansson, hdl. Borgarbraut, Borgarnesi. Sími 93-71700. Faxno. 93-71017. ÓSKAST KEYPT Saumavélar Óskum eftir að kaupa eða fá gefins notaðar saumavélar, „overlock" vélar, gínur og fata- slár. Kvikmyndafélagið Tíu-Tíu hf., sími 611210.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.