Morgunblaðið - 25.05.1991, Síða 32

Morgunblaðið - 25.05.1991, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25, MAÍ 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) ** Þótt dómgreind hrútsins sé með áætum í einkamálum hans er erfiðara fyrir hann að meta stöðu sína í starfi. Hann ætti að fara varlega í að ýta á eftir hlutunum. Naut (20. apríl - 20. maí) Iffö Aukið sjálfstraust léttir naut- inu lífið á öilum vígstöðvum. Það fær hlýjar kveðjur frá vini sem býr í fjariægð. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Tvíburinn lýkur við verkefni sem hann hefur lagt mikla vinnu í og nú verða kaflaskil hjá honum í starfi. Hann nýtur mikillar velgengni í félagslíf- inu um þessar mundir. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þetta er heppilegur tími fyrir krabbann tii að ræða við- skiptamál. Þó að heppnin sé- með honum núna ætti hann ekki að taka óþarfa áhættu. Smáatriðin skipta líka máli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið ætti að hafa gát á til- hneigingu sinni til að slá slöku við í vinnunni. Sambönd sem það myndar núna eiga eftir að koma því vel í framtíðinni. Meyja (23. -ágúst - 22. september) Þó að meyjunni gangi vel á fjármálasviðinu í dag kann dómgreindarskortur að hrjá hana á einhvern hátt. Óvænt staða kemur upp heima hjá henni í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Vogin er taugaóstyrk út af ástamálum sínum núna, en í kvöid kemst hún að raun um að það var ástæðulaust. Hún verður að bera meira traust til samferðarmanna sinna. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) ®)jj0 Gæti sporðdrekinn þess að hirða um smáatriðin gengur allt að óskum hjá honum. Hann má búast við óvæntum aukaútgjöldum. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desembeij Óútreiknanleg framkoma eins af heimiiismönnum bog- mannsins veldur erfiðleikum. Hann á samt ánægjulegan dag, en verður að gæta þess að eyða ekki of miklu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin ætti að varast að flýta sér svo mikið í vinnunni að hún ráði ekki við hraðann. Ánægjuleg þróun verður á heimavettvangi hennar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Vatnsberinn fær góðar fregn- ir. Erfiðleikar vinar hans valda honum áhyggjum. í vinnunni gengur allt eins og í sögu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Piskurinn er fésæll þessa dag- ana, en ætti samt að halda vel utan um pyngjuna. Yfir- drifin viðbrögð hans geta skemmt fyrir honum. Stjörnuspána á aó lesa sem doegradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK A 6IRL UJI-tO SAlP 5WE U)A5 AW 0LP FRIENP 0F Y0UR5 CALLIN6 FROM 0UT 0FTHE BLUE... I pipn't KNOUU LUHERE THATWA5 50 1 MUN6 V?.. Hver var í símanura? Stelpa sem sagði að hún væri gömul Ég vissi ekki hver það var, svo að vinkona þín hringdi öllum að óvör- ég lagði á ... um... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bridsíþróttinni óx hratt fískur um hrygg þegar losnaði um hömlumar í Sovétríkjunum. Ókyrrðin síðustu mánuði hefur þó dregið úr vaxtarhráðanum. Til dæmis varð að fella niður stórmót, sem fyrirhuguð var að halda í Leningrad um páskana, þar eð spilarar frá fjölmörgum lýðveldum hættu við á þátttöku á síðustu stundu. En það er eng- inn vafí á því að í Sovétríkjunum er mikill fjöldi afburðaspilara. Hér er að verki Aleksei Var- folomeev frá Krakov í Úkraníu: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 743 ♦ G92 ♦ K74 ♦ ÁK104 Vestur ♦ - ¥74 ♦ D10632 ♦ D98752 Austur ♦ DG865 ¥1083 ♦ ÁG9 ♦ G3 Suður ♦ ÁK1092 ¥ ÁKD65 ♦ 85 Vestur ♦ 6 Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 hjörtu Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: tígultvistur. Aleksei stakk upp kóng, aust- ur drap á ás og spilaði gosanum. Vestur yfirdrap með drottningu og skipti yfir í lauf. Ásinn upp og spaðatíunni svínað. Þá hjarta á gosa og spaða spilað, gosi og kóngur. ÁK í hjarta fylgdu í kjölfarið og nú leit staðan þann- ig út: Norður ♦ 7 ¥ — ♦ 7 ♦ K104 Vestur Austur ♦ - ♦ D86 ¥ — 1111 ¥ — ♦ 106 ♦ 9 ♦ D98 ♦ G Suður ♦ Á102 ¥ D6 ♦ - ♦ - Sagnhafi þarf fjóra af síðustu fimm slögunum. Áleksei spilaði hjartadrottningu og henti tígli úr blindum. Austur trompaði og spilaði tígulníu — besta vömin. Suður trompaði með spaðatvisti og yfirtrompaði með sjöunni! Laufkóngurinn virkaði síðan sem tromp á austur. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stóra opna mótinu í New York um daginn kom þessi staða upp í skák hins kunna bandaríska stórmeistara Boris Gulko (2.575), sem hafði hvítt og átti leik, og landa hans, alþjóðameist- arans Walter Morris (2.350). 29. Rxf6! - exf6, 30. Hxd6 - Bc4,31. Dxf6+ - Kg8,32. Hxc4! - bxc4, 33. e5 - Hf7, 34. Bd5 (Svarta staðan er nú alveg von- laus, en í stað þess að gefast upp gerir Morris örvæntingarfulla til- raun til að þráskáka.) 34. — Da7, 35. Hxc6 - Df2+, 36. Kh3 - Dfl +, 37. Bg2 - Hxc6,38. Dd8+ og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.