Morgunblaðið - 09.06.1991, Qupperneq 3
MORGÍJNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991
GATA .
MEÐ SAL
Einar Már Guðmundsson rithöfundnr
LANDNEMA-
TILFINNING
í ÞINGHOLTUNUM þekkti MBBjf 1
Einar Már Guðniundsson rit-
iiöfundur öll sund og port, samt
kaus hann að fiytja í Grafar-
voginn því hann vildi komast
upp á hæðina, eins og hann
segir.
Eg hef þá kenningu, að Aust-
urbæingum sé alveg sama
hvar þeir búa,“ segir Einar Már,
sem sjálfur ólst upp í Vogahverfi
þegar það var að byggjast. Hann
hefur síðan búið í nýjum hverfum
og gömlum, hér heima og erlend-
is og segir að hvert hverfi sé öðru
ólíkara. „Mér leið mjög vel í Þing-
holtunum, þekkti þar hvem kött
í sjón, og vissulega hvílir ákveðin
sál yfir miðbænum. Sagan hefur
sest í andrúmsioftið.
Vegna bamafjölda þurfti ég
stærra húsnæði, sem liggur nú
ekki á lausu í gamla miðbænum,
auk þess sem tími er kominn til
að endurnýjji flest húsin og ég
ef til viil ekkí handlagnasti maður
í heimi. Það er líka viss freisting
að rífa sig upp úr gömlu um-
hverfi og takast á við nýtt. Það
er tafl við óvissuna og því fylgir
þessi landnematilfinning.
Ég byggði hér í Húsahverfi í
Grafarvoginum því ég vildi kom-
ast upp á hæðina og hafa víðáttu
í kringum mig, auk þess sem það
er hagkvæmt að vera með börnin
hérna. Útsýnið er stórkostlegt,
borgin blasir við á aðra höndina
og íjöllin og hafið á hina. Og frá
fjöllunum kemur mikill kraftur
sem hleðst upp.“
Götur nýrri hverfanna eru oftar líflegri, enda yngra fólk sem býr
þar. Myndin er tekin í Breiðholti.
Búferlaflutningar
Tafla frá Hagstofu íslands um búferlaflutninga á siðasta ári
Fluttír alls Fluttir innan sveiíar- fclags Fluttir milli sveitarfélaga innan landsvæðis Fluttir milli landsvæða Fluttir mifli landa
Aífluttir umfram Aðfluttir Brottfluttir brottflutta alls: alls:
Aðfluttir Brottfluttir Aðfluttir Brottfluttir Aðfluttir Brottfluttir
Allt landið -681 18.703 19.384 26.037 7.883 7.883 7.654 7.654 3.166 3.847
Höfuðborgarsvæði 516 11.156 10.640 16.921 5.514 5.514 3.524 2.441 2.118 2.685
Reykjavík -106 6.074 6.180 13.095 2.114 2.491 2.414 1.694 1.546 1.995
Önnur sveitarfélög 622 5.082 4.460 3.826 3.400 3.032 1.110 747 572 690
fréttir skrifa er ekki vitað, en það
vill nú svo til að íbúar Breiðholts
eru á við stærsta bæjarfélag, t.d.
eru íbúar Akureyrar töluvert færri,
eða um 14.189, og má því ætla
að fjölbreytileiki mannlífs sé svip-
aður á báðum stöðum. Er af þeim
sökum varla skynsamlegt að setja
alla undjr sama hattinn.
Fasteignaverð
Fasteignasölur eru um 60 til 70
á landinu, og með tilliti til fiutn-
inga landsmanna hlýtur fasteigna-
markaðurinn að vera líflegur.
Rætt var við sölumenn á tíu
fasteignasölum í Reykjavík og voru
þeir spurðir hvaða hverfi væni
dýrust að þeirra mati og hvort ein-
hver væru eftirsóttari en önnur.
Ekki bar þeim alveg saman í þeim
efnum. Sögðu margir að dýrustu
íbúðirnar væru í nýja miðbænum,
Grafarvogi og Ártúnsholti, aðrir
sögðu að hæsta fasteignaverð væri
í Vesturbæ og Fossvogi. Eftirspurn
og hátt fasteignaverð færi þó ekki
alltaf saman og gæti gengið miklu
betur að selja íbúðir í öðrum hverf-
um en hér voru nefnd.
En flestir fasteignasalar voru
sammála um að eftirspurn væri
mest eftir nýjum íbúðum núna og
voru ýmsar skýringar nefndar í
því sambandi. Ekki þyrfti annað
en að aka um gömlu hverfin til
að sjá að tími endurnýjunar væri
upprunninn hjá flestum húsanna.
Oft hefðu þau einnig verið byggð
af vanefnum á sínum tíma og
kostnaður við endurnýjun því oft
óheyrilegur. Hár taxti iðnaðar-
manna væri mörgum þyrnir í aug-
um.
„Þegar Kringlan var byggð
hækkuðu iðnaðarmenn taxta sinn
um þriðjung því næg var vinnan,
en lækkuðu hann ekki aftur þegar
byggingu Kringlunnar var lokið.
Er því öll vinna iðnaðarmanna á
okurverði og lítt fýsilegt fyrir fólk
að gera upp íbúðir ef það verður
að fá aðkeypta vinnu,“ sagði einn
fasteignasalinn.
Aðrir nefndu að miðbærinn hefði
flust austar í borgina, að æ fleiri
sæktu vinnu sína þangað, sem
þýddi að styttra væri í nýju hverf-
in en áður. Einnig stjómaði tískan
stundum búsetu fólks. Fyrir tíu til
tuttugu árum var það afar vinsælt-
meðal ungs fólks að búa í gömlu
húsi, en unga kynslóðin núna velur
jöfnum höndum nýtt og gamalt
húsnæði.
Að sögn fasteignasala er það
einnig mjög áberandi hversu mikið
er um að fólk með uppkomin börn
minnki við sig húsnæði og geri það
fyrr en áður tíðkaðist. Yfirleitt
hefði það fólk lítinn áhuga á að
eyða tíma og peningum í að gera
upp húsnæði og óskaði eftir íbúð
sem væri í góðu standi.
Draumahverfið
Reyndar segja gámngar að það
séu fasteignasalar sem stýri fast-
eignamarkaðinum en ekki fólkið.
Þeir ákveði að eitt hverfi skuli
vera dýrara en annað, jafnvel þótt
það eigi ekkert skylt við hugmynd-
ir fólksins um draumahverfíð.
I samtölum við fólk kemur fram,
að flestir eiga sér draumagötur og
hverfi, eða hafa að minnsta kosti
skoðun á því hvar þeir vilja búa.
Fjölskyldufólk vill gjarnan búa
í hverfi þar sem hættulegar um-
ferðargötur eru hvergi nálægar,
þar sem skólinn er góður og stutt
að fara með yngri börnin í gæslu.
Flestir vilja hafa garð við hús sitt.
Sumir kjósa að búa í sama hverfi
og foreldrar og fjölskylda, aðrir
vilja vera sem lengst frá ættingjum
sínum.
Fólk sem hefur alið upp börn
sín og vill minnka við sig hús-
næði, kýs frekar að fara í nýtt en
gamalt, og vill helst af öllu vera
áfram í sama hverfi eða fara á
fornar slóðir, þ.e. í það hverfí sem
það ólst upp í.
Oft virðast smávægileg atriði
stjórna búsetu fólks, t.d. getur það
skipt máli hjá körlum að börnin
gangi í gamla íþróttafélagið þeirra,
og má líkja afstöðu gamalla KR-
inga í því við trúarbrögð. Konur
hins vegar eru afar ákveðnar hvað
varðar skólana í hverfinu.
Húsnæðið sjálft skiptir einnig
mjög miklu máli og oftast meira
í samtölum við fólk
kemur fram, að flestir
eiga sér draumagötur
ug fiverfi, eða hafa
að miunsta kusti skuð-
un á hví hvar heir
viljabúa.
Það hefur knmið í Ijns
í könnunum hér á landi
að yngri fjölskyldur
sem hurfa á mestu
rými að halda, húa
of tast hrengst.
Jafnvel er til fúlk sem
hefur hina mestu and-
styggð á gömlu hús-
næði ng talar um úbel-
andi mannahet hegar
aðdáendur hins gamla
tala um sál.
máli en gatan þegar upp er staðið.
Gamlar innréttingar fara oft í
taugarnar á konum og karlar verða
brúnaþungir þegar bílskúrinn
vantar.
Mörgum er þó hjartanlega sama
hvort eldhúsinnréttingin er komin
úr tísku eða ekki, aðalatriðið er
að kyrrð og friður ríki í hverfinu.
Iðnaðarhverfi í grennd við heimiii
með tilheyrandi ljótleika eða háv-
aða, svo og hávaði og mengun frá
umferð virðist vera eitur í beinum
flestra. Hávaðinn utan frá er þó
ekki alltaf verstur og höfðu hjón
sem talað var við til að mynda
tvisvar selt íbúð í blokk, og flust
jafnoft á tveimur árum, því hávað-
inn frá hljómflutningstækjum ná-
granna ætlaði þau lifandi að drepa.
Þess má geta að erlendis er
bannað að vera með hávaða í sam-
býli eftir kl. 21.00 á kvöldin, en á
Islandi er oftast miðað við mið-
nætti í húsreglum fjölbýlishúsa.
Hávaði og músík að næturlagi er
víst ekkert einsdæmi á Islandi og
telja margir að íslendingar kunni
ekki að búa í sambýli. Sé það ein
orsök þess að fólk ræðst í að
byggja sér raðhús eða einbýlishús
án þess að hafa auraráð til þess.
Annars má nefna að flestir Reyk-
víkingar búa í fjölbýlishúsi, eða um
42,6%
Áhrif flutninga
Sennilega er það gamla spurn-
ingin um auraráð sem stjórnar því
hvort og hvert menn flytja. Sumir
halda því fram að íslendingar séu
síleitandi að einhverju sem þeir
viti ekki hvað er og af því stafi
þessi ókyrrð í beinunum. Kannski
eru þeir alltaf að leita að götu með
sál, enda rétt að byrja að fóta sig
í húsnæðismálum. Stutt er síðan
þeir kúrðu í þröngum torfbæjum
og vissu varla að öldum saman
höfðu útlendingar búið í glæstum
byggingum.
Einhverjir munu nú ætla að all-
ir þessir flutningar séu óhollir
mönnum, og að sögn Helga Vi-
borgs sálfræðings og forstöðu-
mann sálfræðideildar skóla í Breið-
holtshverfi, mun eitthvað vera til
í því. „Tíðir flutningar hafa oft
slærn áhrif á börn sem eru slök í
námi. Tími kennarans fer þá oft í
að átta sig á hvar nemandi er
staddur í náminu og þjónustan við
bamið verður af þeim sökum lak-
ari. Mörg börn taka því illa að
þurfa að flytja og sýnist mér þau
vera viðkvæmust fyrir því á aldrin-
um 10 til 14 ára. Eftir að þau era
komin í framhaldsskóla virðist það
ekki skipta svo miklu máli, því þá
er vinahópurinn tengdur skólanum
en ekki götunni eða hverfinu.“
Þegar rætt er um götur með
sál, er oftast átt við gamlar og
grónar götur þar sem andi forfeðr-
anna svífur yfir vötnum. Ekki er
þó þar með sagt að mikið líf þurfi
endilega að vera í umræddum göt-
um, enda fylgir sjaldnast líf hinum
framliðnu.
Því verður ekki neitað að götur
nýrri hverfanna eru oftar líflegri,
enda yngra fólk sem býr þar, og
enn mun það tíðkast að krakkarn-
ir í götunni hlaupi inn í eigin hús
og önnur til að sníkja kleinu og
láta snýta sér, rétt eins og í gamla
daga þegar allir þekktu alla.
En lífið er ein hringrás og sú
kynslóð sem elst núna upp í nýju
hverfi á sennilega eftir að fussa
og sveia yfir nýjum og sálarlausum
hverfum framtíðarinnar og tala um
gömlu, góðu götuna heima.