Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991
Ragnar Imsland, eldvarnaeftirlits-
maður á Höfn;
Eldur í olíu-
stöðinni gæti
valdið stórtjóni
RAGNAR Imsland, eldvarnaeftirlitsmaður á Höfn í Horna-
firði, hefur í mörg ár bent á þá miklu eldhættu sem stafar
frá olíutönkum á athafnasvæðum olíufélaganna í Alaugarey
á Höfn. Þar varð eldsvoði í húsgagnaverslun í vikunni, en
bensíntankur sem nýbúið var að fylla á og innihélt um 4.000
lítra af bensíni, er í aðeins 30 metra fjarlægð frá húsinu.
Segir Ragnar að hefði húsið náð að verða alelda og tankur-
inn náð að hitna og uppgufun bensíns að sama skapi aukist,
þá hefði eldur komist í bensínið. Eldur hefði náð að læsa sig
í aðra tanka á svæðinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
„Staðhættir eru þannig þarna
að kæmi upp eldur í olíustöðinni
þá gæti orðið - ekki milljónatjón
- heldur milljarðatjón. Það er til-
tölulega stutt frá olíustöðinni sjó-
leiðis fyrir hafnarmynnið og
þarna eru straumar. Rynni log-
andi olía og bensín fyrir hafnar-
mynnið er náttúrulega ófyrirsjá-
anlegt hvað af því gæti hlotist.
Þessar aðstæður eru fyrir hendi
og ég hef margbent á þetta sem
eldvamaeftirlitsmaður. Það dylst
engum sem skoðar þetta hvemig
aðstæður era,“ sagði Ragnar.
Hann sagði varðandi eldsvoð-
ann í Húsgagnaversluninni JSG
að ekki væri hægt að tala um
annað en heppni i svonatilvikum.
„Það em eitthvað rúmir 30 metr-
ar frá 4.000 lítra bensíngeymi
að húsinu og það var í þessu til-
felli nýbúið að fylla hann. Síðan
tekur hver tankurinn við af öðr-
um. Það liggur ljóst fyrir að þetta
hefði farið allt í loft ef eldur
hefði komist í bensintankinn. Það
sem mestu máli skiptir er að
slökkviliðið frétti af eldsvoðanum
á fyrsta stigi og gekk mjög vel
að ráða niðurlögum eldsins,"
sagði Ragnar.
Hann sagði að þetta væri ekk-
ert einsdæmi með olíustöðvar á
íslandi. Hann telur að slíkar
stöðvar eigi að vera langt frá
byggðu bóli og hver einstakur
tankur eigi að standa í jarðvegs-
þró sem heldur því sem í honum
er ef eldur kemst inn i hann.
Eina dæmið sem hann þekkti til
um réttan frágang á olíutönkum
væri einmitt úti í Alaugarey, þar
sem Vamarliðið kom sinum
tönkum fyrir. Þar væri hver
tankur í jarðvegsþró, en tankarn-
ir standa nokkuð frá öðrum tönk-
um. „Hitt eru svona málamynda-
Igryfjur utan um tankana og
steyptir kantar á klöpp, sem
gagna ekkert þegar þeir hitna
því þá þenst steypan og olían
rennur undir veggina,“ sagði
Ragnar.
Ragnar sagði að umræður
Ragnar Imsland á Höfn í
Hornafirði.
hefðu spunnist um þetta mál
oftar en einu sinni í hreppsnefnd
sem eitt sinn sat, en nefndin
hefði ekki séð sér fært að finna
annað land undir starfsemi olíu-
félaganna. „Við erum landlausir
hér á Höfn. Nú er rétt nýbúið
að kaupa land sem kannski
mætti nota undir þetta. Það var
verið að kaupa einn þriðja hluta
landsvæðisins í kringum ósinn
sem tilheyrir iandinu Horni.
Þama er komið tækifæri til að
flytja tankana lengra frá byggð-
inni og þar er nóg landrými til
að ýta upp jarðvegsþróm," sagði
Ragnar.
Hann benti á að þegar fyrstu
tönkunum var komið fyrir í
Álaugarey var staðurinn enn
eyja. Þá þótti ekki stafa nein
hætta af slíkri starfsemi. í fyrstu
var aðeins um einn tank að ræða
en svo íjölgaði þeim um ieið og
byggðin færðist nær eynni.
Varðandi brunann í húsggna-
versluninni er enn unnið að rann-
sókn á upptökum hans. Margt
bendir til að um íkveikju hafi
verið að ræða.
Stefán Olafsson forstöðumaður
F élagsví sindastofnunar:
Krislján Ragnarsson
fer með rangt mál
„KRISTJÁN Ragnarsson fer með rangt mál þegar hann segir að
Félagsvísindastofnun hafi gert aðra könnun um sjávarútvegsmál
fyrir tveimur mánuðum síðan, þar sem niðurstaðan hafi veri’ð önn-
ur“, segir Stefán Olafsson forstöðumaður Félagsvísindastofnunar
Háskóla Islands um ummæli formanns LÍÚ í Morgunblaðinu í gær.
„Það sem hann á líklega við er
könnun sem birt var í tímaritinu
Sjávarfréttum en Félagsvísinda-
stofnun hafði ekkert með fram-
kvæmd þeirrar könnunar að gera.
Þar var spurt einnar almennrar
spurningar sem var svona: „Ertu
hlynntur eða andvígur núverandi
kvótakerfi þar sem takmörkuðum
heildarafla er skipt milli skipa?“
Þeir sem ekki jánkuðu þeirri spurn-
ingu fengu viðbót sem var svona:
„Hvaða annað kerfi viltu hafa?“
Þessi spurning er gölluð vegna þess
að ekki er ljóst til hvaða þáttar
fyrirkomulags sjávarútvegsins hún
vísar, nema þá helst til þess hvort
menn séu hlynntir eða andvígir því
að takmörkuðum heildarafla sé
skipt milli skipa.
Þetta er því alls ekki spurning
um afstöðu manna til gjaldtöku
íyrir veiðiheimildir. Það er alltaf
betra að hafa spurningarnar
þrengri og skýrari svo svarendum
sé fullkomlega ljóst á hvaða for-
sendum þeir eru að svara.“
Prestastefna haldin að Hólum
PRESTASTEFNAN 1991 verður
haldin að Hólum í Hjaltadal dag-
ana 25.-27. júní og hefst með
messu að Hólum á þriðjudag.
Aðalefni prestastefnunnar að
þessu sinni er „kirkjan í samfélagi
þjóðanna". Fjallað verður um sam-
kirkjulegu breytinguna, um sam-
starf kirkna og einingarviðleitni í
samtímanum. Þá verður rætt starf
alþjóðasamtaka kirkna að mannrétt-
inda-, félags- og umhverfismálum.
Fjallað verður um þátt kirkjunnar í
breytingunum í Austur-Evrópu og
ný viðhorf í menningar- og trúarefn-
um í ljósi aukinnar samvinnu Evr-
ópuþjóða. Einnig verður fjallað um
stöðu kirkjunnar í íslensku samfé-
lagi, sambúð kirkju og þjóða.
Fyrirlesarar á prestastefnunni
verða: Séra Bemharður Guðmunds-
son fræðslustjóri, sem fjallar um
samkirkjulegu hreyfinguna á okkar
öld, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
ræðir efnið „réttlæti, friður og feg-
urð heimsins". Bjöm Bjamason al-
þingismaður flytur erindi um Evrópu
eftir hmn kommúnismans og dr.
Páll Skúlason prófessor, fjallar um
lífsskoðunarvanda samtímans og
kristna kirkju.
Prestastefnan hefst með messu í
Hóladómkirkju þriðjudaginn 26.
júní. Séra Jónas Gíslason vígslubisk-
up predikar og séra Sigurður Guð-
mundsson vígslubiskup og séra
Hjálmar Jónsson prófastur þjóna
fyrir altari. Kirkjukórar Hóla- og
Viðvíkursókna leiða söng, undir
stjórn Pálínu Skúladóttur organista.
Eftir hádegi verður setningarat-
höfn prestastefnunnar. Þar flytur
biskup íslands, herra Ólafur Skúla-
son, yfirlitsræðu sína og kirkjumála-
ráðherra, Þorsteinn Pálsson, ávarpar
prestastefnuna. (Frcttatilkynning)
Sumarlokanir á sjúkrahúsum:
Hluti sjúklinga sem útskrifast af
sjúkrahúsum vistaður í Hveragerði
LOKANIR sjúkrarúma á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík eru
25-30% færri í sumar en í fyrrasumar. Skiptist fækkunin þannig
að á Landspítalanum eru um 32% færri rúm á viku lokuð en í
fyrra, á Landakoti 50% færri en 10% aukning frá því í fyrra á
Borgarspítalanum. Engu að síður er nokkuð um að sjúklingar
sem þarfnast aðhlynningar séu útskrifaðir af sjúkrahúsunum og
færðir til aðstandenda sinna en í sumum tilfellum hafa þeir ekki
aðstæður til að sjá um sjúka. Við þessar aðstæður veitir heimilis-
hjálp Félagsmálastofnunarinnar og heimahjúkrun Heilsuverndar-
stöðvarinnar aðstoð en að sögn Ólafs Ólafssonar, landlæknis,
þarf að ráða fleira fólk til þessara þjónustuaðila.
Um þetta og biðlista eftir að-
stoð mun Ólafur ræða við Sighvat
Björgvinsson, heilbrigðisráðherra,
á fundi í vikunni. Auk þeirra sitja
fundinn stjórn-
armenn, yfir-
læknar og
hjúkrunarfor-
stjórar
sjúkrahúsanna
þriggja. Ákveðið
hefur verið að vista hluta þeirra
sjúklinga sem útskrifast af
sjúkrahúsunum á heilsuhæli Nátt-
úrulækningafélagsins í Hvera-
gerði.
Sjúklingum sem þarfnast að-
hlynningar en eru fluttir af
sjúkrahúsum til aðstandenda
sinna er veitt tvenns konar þjón-
usta. Annars vegar er um að
ræða heimilisþjónustu Félagsmál-
astofnunar sem felur í sér al-
menna heimilishjálp og félagslega
aðstoð en hins vegar heimahjúkr-
un Heiisuverndarstöðvarinnar.
Við heima-
BAKSVIÐ
eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur
hjúkrunina star-
far fagfólk en
að sögn Mörtu
Pálsdóttur, að-
stoðardeildar-
stjóra, hefur
gengið bærilega að ráða starfs-
fólk undanfarin ár. Mestur er, að
hennar sögn, skortur á hjúkruna-
rfræðingum en hún tók fram að
hingað til hefði ekki þurft að
minnka þjónustu við _ sjúklinga
vegna mannfæðar. Á sumrin
eykst álag á heimahjúkrun til
muna vegna sumarleyfa á sjúkra-
húsum en Marta sagðist ekki vita
um tilfelli þar sem fólk væri sent
heim án einhverrar aðstoðar. Hún
sagði að reynt væri að sinna eins
mörgum og tök væri á en for-
gangsröð sjúklinga á biðlistum
væri metin eftir því hve þörf
þeirra fyrir aðstoð væri brýn.
Starfsfólk heimahjúkrunar fer til
160 til 170 sjúklinga á hveijum
degi en auk þess starfar fagfólk
á kvöld- og næturvöktum.
Sigrún Karlsdóttir, forstöðu-
maður heimaþjónustusviðs öld-
runarþjónustudeildar Félagsmála-
stofnunar, sagði að auknu álagi
jrfir sumartímann væri meðal ann-
ars mætt með hliðarúrræðum svo
sem auknum matarsendingum en
hún sagði að í mörgum tilfellum
biði fólk eftir plássi á hjúkrunar-
heimilum og þyrfti á meiri þjón-
ustu að halda en heimahjálpin
væri fær um að veita. Sumt af
þessu fólki fengi einnig heima-
hjúkrun. Lagði Sigrún áherslu á
mikilvægi samvinnu heimilishjálp-
ar og heimahjúkrunar og bætti
við að einnig væri mikið álag á
aðstandendum hins sjúka. Hún
sagði mikilvægt að líta á málið í
heild. Taka þyrfti með í reikning-
inn sumarleyfi á sjúkrahúsum,
sumarleyfi aðstandenda og ekki
síst sumarleyfi starfsfólks heimil-
isþjónustunnar. Á sumrin meðan
álagið væri mest væri sumaraf-
leysingafólk að störfum.
Guðríður Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Félags eldri borg-
ara, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að félagið hefði margítrek-
að lýst yfir óánægju seinni með
samdrátt á sjúkrahúsunum en
ekki virtist vera tekið mark á
þeirri rödd. Þá tók hún fram að
ef senda þyrfti fólk heim af
sjúkrahúsum þyrfti að stórefla
þjónustu í heimahúsum. Heimilis-
hjálpin er að hennar mati slök en
álag á heimahjúkrun allt of mikið.
Hún sagði töluvert um að haft
væri samband við félagið vegna
sjúklinga sem sendir væru til að-
standenda sem ekki væru færir
um að sjá um þá. Bent væri á
Félagsmálastofnun í þessu sam-
bandi en oft fengi fólkið enga
aðstoð.
Sighvatur Björgvinsson, heil-
brigðisráðherra, lagði áherslu á
að samdrátturinn væri vegna
skorts á fagfólki en taldi sennilegt
að hægt væri að fá fólk til starfa
ef launin væru hærri. Hann átti
á föstudag fund með Læknafélagi
íslands, formanni bráðabirgðar-
rekstrarstjórnar heilsuhælisins í
Hveragerði og yfirlækni hælisins
þar sem ákveðið var að hefja inn-
ritun sjúklinga á hælið. Meginá-
hersla verður lögð á að taka við
sjúklingum sem verið er að út-
skrifa af sjúkrahúsunum í Reykja-
vík vegna sumarlokana. Niður-
staðan verður á næstunni kynnt
heimahjúkrun í Reykjavík og
sjúkrahúsunum í Reykjavík. Heil-
brigisráðherra sagði að samdrátt-
ur á sjúkrahúsunum sem hefði
verið mikið vandamál yrði minna
á þessu sumri en um langt árabil.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir,
að flest rúm yrðu lokuð frá miðj-
um júlímánuði fram í miðjan
ágúst. Hann sagðist hafa lagt
áherslu á að dregið væru úr lokun-
um, einkum á hjúkrunardeildum,
og væri raunin 25-30% færri lok-
anir sjúkrarúma en í fyrra. í vik-
unni sagðist hann ásamt stjórnar-
mönnum, yfíriæknum og hjúkrun-
arforstjórum sjúkrahúsanna eiga
fund með heilbrigðisráðherra þar
sem þeir myndu meðal annars
ræða aðstoð við heimahjálp og
heimahjúkrun, og biðlista eftir
aðstoð.
í fréttatilkynningu frá heil-
brigðishópi BSRB er lokunum
sjúkrarúmanna harðlega mót-
mælt. Segir í tilkynningunni að
sparnaður á sjúkrahúsunum komi
fram sem aukinn kostnaður ann-
ars staðar í heilbrigðiskerfinu en
manneklu megi rekja til lélegra
launakjara, erfiðrar vinnuaðstöðu
og miklu vinnuálagi sérstaklega
meðan á sumarlokunum stendur.
Flestar lokanir sjúkrarúma verða
í júlí og ágúst. Þá munu 220 til
330 rúm standa auð.