Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 13
nemendunum síðan skipt milli dag- skóla og öldungadeildar þannig: Sjá töflu Hópur Hópur Hópur 1 2 3 Dagskóli 65 187 201 Öldungad. 48 87 62 Frá dagskóla höfðu lokið námi eða voru enn við nám 44,3% en frá öldungadeild 31,5%. Þrátt fyrir hærri meðaltalseinkunn eru öldung- ar síðri til að leggja á sig háskóla- nám eða annað nám að loknu stúd- entsprófi. Konur útskrifaðar úr dagaskóla voru 28,3% hóps 3, en 62,9% hópsins úr öldungadeild. Samtals eru konur úr báðum deild- um 45,6% hópsins sem er í námi eða hefur lokið námi. Þetta segir að um helmingur stúdenta fer ekki í frekara nám eða hættir því námi án námsgráðu. Stúdentspróf skilar sér ekki á vinnumarkaði Þegar athugað var hvernig stúd- entspróf skilaði sér út á vinnumark- aði kom í ljós að þeir einstaklingar sem aldrei höfðu innritast í nám að loknu stúdentsprófi voru að vinna ýmis störf sem ekki þarf stúd- entspróf til. Þar má nefna sjó- mennsku, afgreiðslustörf, banka- störf og ritarastörf. Aðeins 13% þeirra sem voru á vinnumarkaði áður en þeir hófu nám færðust upp í starfi að loknu stúdentsprófi. Sem dæmi um slíkt er að færast úr af- greiðslustarfi í starfsmannastjórn. Tveir þriðju hlutar þeirra sem ekki innrituðust í frekara nám eða hættu framhaldsnámi fyrir lokapróf í há- skóla stunduðu störf þar sem engr- ar sérmenntunar var krafist. Aðeins 3% þeirra sem verið höfðu í námi en ekki lokið því voru í störfum sem tengdust náminu á einhvern hátt, svo sem að einstaklingar sem stund- að höfðu 2ja eða 3ja ára háskóla- nám voru iðulega leiðbeinendur í því fagi við skóla. í ályktunum þeirra Sölvínu og Bettýar segir svo: „Þessar niðurstöður segja okkur að stúdentsprófið er ekki leið að betri tækifærum á atvinnumarkaði, próf- ið opnar aðeins leið að frekara námi. Þeir einstaklingar sem nýta stúd- entsprófið sem leið til frekara náms eru þeir sem sýnt hafa bestan náms- árangur í menntaskóla." Þær segja, í samtali við Morgun- blaðið, að þar sem stúdentspróf sé ekki starfstengt skili þ'að sér ekki í betri stöðu á vinnumarkaði. Lík- legt er þó að stúdentspróf frá Versl- unarskólanum sé undantekning því það nám er starfstengt. En af- hveiju sækja sífellt fleiri í þetta nám ef menntunin skilar sér ekki á vinnumarkaðinn og þetta fólk gæti nýtt sér þennan tíma í sérhæft starfsnám sem skilaði því betri af- komu. Þær Sölvína og Bettý segja að verið sé að eyðileggja bæði menntakerfið og nemendur með rangri stefnu á þessum vettvangi. Að baki þeirri stefnu sem mörkuð hafí verið liggja engar rannsóknir heldur sé stuðst við hugmyndafræði og kenningar og fá tækifæri að loknu gagnfræðaprófi í starfstengt eða hagnýtt nám, ekki sé hlustað á hvernig menntun vinnumarkaður- inn vill fá. Þetta er ein hlið vanda- málsins. Annar hluti er að margir nemendur séu undir þrýstingi frá foreldrum um að taka stúdentspróf þótt þeir hafi kannski hvorki áhuga né getu til þess. „Við verðum að breyta þessum hugsunarhætti og fara meira eftir óskum vinnumark- aðarins," segja þær. „Vinnumark- aðurinn æpir á starfsmenntað fólk en ekki einhveija sem kunna sittlít- ið í ensku, dönsku eða algebru." Hörð gagnrýni á menntastefnu í ályktunum þeirra Sölvínu og Bettýar er að finna harða gagnrýni á framkvæmdaáætlun mennta- málaráðuneytisins „Til nýrrar ald- ar“ sem gefin var út í ár enda stang- ast margt í henni á við niðurstöður rannsóknar þeirra. í ályktunum þeirra segir m.a. um þetta atriði: MORGUNBIAÐID,SUNNUDAGU'B JÚ„NÍ;1.991 13 „í framkvæmdaáætlun mennta- málaráðuneytisins „Til nýrrar ald- ar“ gefið út 1991, segir að á árinu 1991 skuli lög um skólakerfi endur- skoðuð og þá verði mörkuð stefna um það hvaða skilyrðum þarf að fullnægja til þess að nám teljist á háskólastigi. I þessu felst sú viður- kenning að þrátt fyrir að skóli setji stúdentspróf sem inntökuskilyrði telst hann ekki jafnframt vera á háskólastigi. En haldið er áfram og rætt um að skólar þeir sem eru á mörkum háskólastigs og fram- haldsskóla skilgreini sveigjanleg inntökuskilyrði í mismunandi náms- leiðir. Gott er ef unnt reynist að létta af hinum ýmsu skólum inntök- uskilyrðinu stúdentspróf. Ef slíkt reynist unnt hversvegna að halda til streitu hugsjóninni um fram- haldsskóla fyrir alla. Hvaða próf er þá stúdentsprófið að verða? Þeg- ar ráðuneytið gefur út tilskipun um að framhaldsskólinn skuli vera fyrir alla er skammt í að framhaldsskóla- námið breytist í skyldunám ... Stúd- entsprófið mælir ekki hversu góður starfskraftur einstaklingurinn er, aðeins hversu góður námsmaður hann er ... framhaldsskólar hafa ekki námsskrá sem sniðin er að þörfum vinnumarkaðarins, ef und- an eru skildar verslunarbrautir. Þrátt fyrir að framhaldsskólar eigi að vera fyrir alla er fátt gert í end- urskoðun námsskrár sem getur réttlætt þá - hugsjón. í fram- kvæmdaáætlun menntamálaráðu- neytisins er lagt til að íjölga skuli stuttum starfsmiðuðum námsbraut- um á háskólastigi. Starfsmiðað nám á háskólastigi þýðir aðeins eitt og það er ofmenntun starfsstétta án þess að nám sé tengt starfsárangri eða meiri framleiðslu ... Framkvæmdaáætlunin miðar að því að námsbrautir á framhalds- skólastigi verði mislangar og námið sé bæði bóklegt og starfstengt, far- ið er fram á aukin tengsl skóla' og atvinnulífs. í hvert skipti sem kreppa er í skólamálum hér á landi á lausnarorðið að vera aukin „tengsl við atvinnuiífð". Hvernig þessi tengsl eiga að vera er svo fátt eitt skrifað um ... framkvæmdaáætlun- in segir einnig að nám skuli ekki eingöngu miðast við stundarhags- muni atvinnulífsins. Ef nám á að vera atvinnutengt hlýtur það að taka mið af þörfum vinnumarkaðar- ins hvort heldur er um að ræða skammtímaþörfum eða langtíma. Atvinnumarkaðurinn þarf á færu fólki að halda en því miður fara flestir óvanir út á vinnumarkað ...“ Byrjað á öfugum enda í máli þeirra Sölvínu og Bettýar kemur fram að með framkvæmda- áætlun menntamálaráðuneytisins virðist vera leikinn sami leikurinn og var með grunnskólalögin frá 1974. „Námsskrár framhaldsskól- anna eru ekki fyrir alla en í dag eiga allir nemendur sem lokið hafa 10. bekk rétt á að setjast á skóla- bekk í framhaldsskóla," segja þær. „Því er aftur byijað á öfugum enda og aftur eru nemendur tilraunadýr í óskipulagðri tilraunastarfsemi. Grunnskólalögin frá 1974 voru skipulögð óreiða í skólamálum og nemendur í grunnskólum tilrauna- dýr í tilraun sem þeir fengu aldrei niðurstöðu úr. Á hveiju ári koma nemendur í framhaldsskólana án þess að hafa til þess námsgetu eða nægan undirbúning. Þessum nem- endum líður illa, þeir eru að fást við verkefni sem þeir hafa enga getu til að vinna. Þessir nemendur trúa því að án stúdentsprófs komist þeir ekki áfram í lífinu. Stúdents- próf verður aldrei mælikvarði á manndóm unglings en ár eftir ár á skólabekk án þess að árangur sjáist getur eyðilagt sjálfsvirðingu fólks. Margar spumingar vakna við að skoða niðurstöður þessarar rann- sóknar og enn er langt í land að mögulegt sé að gera sér raunhæfa mynd af árangri skólastarfs en von- andi verður farið hægt í sakirnar að breyta framhaldsskólum og reynsla látin ráða framkvæmd en ekki hugsjónablinda." Bókastefnan í Gautaborg: Verður stofnuð frjáls norræn akademía? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Bókastefna verður á ný í Gautaborg dagana 26.-29. sept- ember. Á bókastefnunni í fyrra voru íslenskar bókmenntir í önd- vegi. Nú fer minna fyrir Islandi, en land og þjóð koma þó við sögu í ýmsum dagskrárliðum. Sérstök dagskrá, Fjórir ungir Islending- ar, verður helguð íslenskum höf- undum og bókmenntaumræðu á íslandi. f fréttatilkynningu frá Bok & Bibliotek, fyrirtækinu sem sér um bókastefnuna, segir að bókastefnan í Gautaborg hafi aukið áhuga manna á íslandi. Bent er á að Is- land verði efst á blaði fyrsta dag- skráratriðis bókastefnunnar sem er fyrirlestur Lars Lönnroths um þá gömlu hugmynd að stofna frjálsa norræna akademíu í Gautaborg. í fornum íslenskum sögum sé Gauta- borg lýst sem mikilvægum fundar- stað konunga Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Háskólinn í Gautaborg á aldaraf- mæli á þessu ári. Hugmyndin um fijálsa akademíu kom upphaflega frá danska skáldinu og lýðháskóla- frömuðinum Grundtvig, en háskóli án prófa og einkunna hefur ekki enn orðið að veruleika. Meðal þeirra Svía sem lögðu hugmyndinni lið var skáldið Viktor Rydberg (1828- 1895) sem var aðdáandi norrænnar goðafræði og orti hinn _ kunna Gróttasöng sem Magnús Ásgeirs- son þýddi. Að sögn Lars Lönnroths gera menn sér enn vonir um fijálsa norræna akademíu í Gautaborg. íslendingarnir fjórir sem kynna verk sín í Gautaborg eru Guðmund- ur Andri Thorsson, Kristín Ómars- dóttir, Sjón og Sveinbjörn I. Bald- vinsson. Orð fyrir þeim hefur Hall- dór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar. Sigurður Pálsson skáld mun ásamt nokkrum núverandi eða fyrr-' verandi formönnum norrænna rit- höfundasambanda ræða um hvern- ig það er að vera rithöfundur á útkjálka Evrópu. Ný Evrópa mun þar koma til tals og áhrif frá ensk- um, frönskum og þýskúm menning- arheimi. Listasafn Gautaborgar, Konst- hallen, mun sýna íslenska list í öll- um sýningarsölum sínum meðan á Sveinbjörn I. Baldvinsson Wolf Biermann bókastefnunni stendur. Á vegum Kjarvalsstaða verður þar sýning á verkum sex ungra hlutbundinna málara og myndhöggvara. íslenskir bókaútgefendur sýna íslenskar bækur og Norræna húsið í Reykjavík miðlar upplýsingum um ísland, en að þessu sinni í sam- starfi við önnur menningarsetur á Norðuriöndum. Væntanlega er hér ekki allt upp talið sem snýr að íslandi á bóka- stefnunni. Mikil áhersla er að vanda á kynn- ingu norrænna bókmennta, en bókastefnan er um leið alþjóðleg og ekki síst evrópsk. Rætt verður um hvort löndin við Eystrasalt eigi eitthvað sameiginlegt og hvort Evr- ópubandalagið muni ganga af nor- rænni menningu dauðri. Vandi Austur-Evrópu er meðal hitamála. Rithöfundar frá Póllandi, Rúm- eníu og Júgóslavíu eru í hópi gesta. Frá Þýskalandi koma Wolf Bier- mann, Sarah Kirch og Stefan Heym. Erica Jong er einna kunnust þeirra bandarísku höfunda sem taka þátt í bókastefnunni. Hún ætlar að sanna að hún er alvarleg- ur rithöfundur en ekki bara met- söluhöfundur „djarfra bóka“, meðal þeirra skáldsagan Hrædd að fljúga. Höfundar koma úr ýmsum áttum: Brasilíu, Mexíkó, Ástralíu og Filippseyjum. Viðleitni bókastefnunnar til þess Erica Jong að skilja ekki útundan rithöfunda frá minni málsvæðum kemur m.a. fram í því að kostur gefst á að hitta katalónska skáldið Pere Gimferrer. Hann talar um viðhorf sín til mód- •ernismans. Eflaust munu margir telja það bókastefnunni til tekna að á henni ríkir töluverð fjölbreytni, bók- menntir í þrengsta skilningi eru ekki einráðar. Það er til dæmis áberandi hve málvísindum, samfé- lagsumræðu og reyfurum er gert hátt undir höfði. Á nýjum degi Bókmenntir Jenna Jensdóttir Valgarður Bragason: Glitkorn, Reykjavík 1991. Mynd: Blinda gellan. Prentun: Stensill hf. Lítið ljóðakver, nafnlaust þar til flett er á fyrstu síðu: Glitkorn. — Nítján vélrituð ljóð. Þegar lesturinn hefst gerist eitthvað og þessi fleygu orð að ekki þurfi að skilja öll ljóð fremur en málverk — heldur skynja anda þess og finna til — leitar sér staðfestingar að lestri loknum. Þetta eru í ýmsu sérstæð ljóð, sum torræð, en sýna öll að skáldið ætlar sér ekki að feta troðnar braut- ir í ljóðlist. Stundum lítil hryðja er felur í sér eggvopn sem ógnar en særir ekki. Skörp viðhorf til þess brogaða lífs er leynist á næstu grösum: /Daníel litli er orðinn stór/farinn að skína eins og sól./Það var komið aftan að honum/líkt og hann væri skotmark tímans,/hann teygði sig eftir næturskugganum/útum opinn gluggann/náði taki á halanum á honum/og þeytti æsku sinni/lengst út í busk^nn./ Stundum felst auðmýkt í sam- stillingu orðanna, spurning þess er veit að hann hefur líka skyldur við að bjarga heiminum: /Spyr þá sál- in/er ekki sakleysi barns/til að tá- rast útaf?/ ... Það er ekki hlaupið að því að finna sannleikann — og hvað er sannleikur? ■ í ljóðinu Febrú'dr fléttast raunsæi og tilgangsleysi saman í sígildum atvikum: /Hann spáði oft í málin/v- ið daufa birtu næturmánans./Tón- listin teygði hann á langinn/og þeg- ar hann svo sofnaði í gluggakist- unni/í morgunsárið/ hafði hann/komist að niðurstöðu,/barna- legri og fullri af þreytu/sem átti eftir að verða að engu/næsta dag./ Góðvild og gáski leynast í ljóðinu Trékonan: /Hún tók í hendur trés- ins/og dansaði við það/og vafinn í krónur þess og greinar/sveif hún um/í stórum faðmi/ . .. Þetta er með lengri ljóðum í kverinu. Að mínu mati er hvert ljóð í þessu litla kveri vel gert og hefur eitthvað til umhugsunar í hógværð sinni. Ég trúi að þetta unga skáld verði ekki mergðinni að bráð, heldur vaxi í því að magna og egna, koma fram einarður í orðum, jafnvel þjást í hreinskilni sinni — en hvika aldrei frá þeirri lífljómun er hér virðist eiga djúpan undirtón, sem kjörinn er til átakaverka. Það snerti mig óþægilega að skáld, sem hefur málið á valdi sínu, skuli ekki sýna því meiri rækt en svo, að þar megi finna: /og hlustum á hvorn annan/. Einnig: /um kald- ann veturinn/. Og negrastelpan er farinn — dáinn. Kápumynd — útlín- ur og mannsandlit — höfundar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.