Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991
17
kafbátar á botni Atlantshafs, þrír
sovéskir og tveir bandarískir og
segir Gussgard líklegt að þeir hafi
allir kjarnaodda innanborðs. Talið
er að Komsomolets hafi verið búinn
tveimur tundurskeytum með
kjarnahleðslum. Hinir kafbátarnir
liggi mun fjær Noregi svo Norð-
menn hafi ekki aðhafst sérstaklega
í þeim málum. „Þegar Komsomolets
sökk, snémm okkur þegar til Sovét-
manna með einfaldar spurningar til
að við gætum betur gert okkur
grein fyrir ástandinu en fengum
lítil svör. í kjölfarið fylgdu fleiri
kafbátaóhöpp og í hvert skipti
spurðum við svipaðra spurninga.
Eftir því sem á leið svöruðu Sovét-
menn æ fyrr og voru sífellt opnari.“
Kjarnahleðslurnar freista
Óttist þið að Sovétmenn hefji
aðgerðir án ykkar samþykkis?
„Við skiljum ekki hvers vegna
þeir leggja svo mikla áherslu á að
lyfta bátinum. Ef þær upplýsingar
sem þeir hafa gefið um geislavirk
efni í kjarnakljúfnum eru réttar,
þá er um lítið magn að ræða. Það
verður ekki hættuleg geislavirkni
frá kafbátnum. Berum við hana
saman við þau geislavirku efni sem
fóru í sjóinn við kjarnorkutilraunir
stórveldanna á sjöunda áratugnum
og í írska hafið frá Sellafield, þá
er hún miklu minni nú. Kjarnorku-
kafbáturinn ljggur á miklu dýpi og
það mun líða langur tími áður en
geislavirk efni leka út og berast upp
í yfirborðslög sjávar og þann fisk
sem þar er. Því hljóta að vera aðrar
ástæður fyrir því að Sovétmenn
vilja lyfta kafbátinum og þá hef ég
mestar áhyggur af kjarnahleðslun-
um. Aðrar þjóðir gætu haft ágirnd
á þeim og mögulega reynt að nálg-
ast þær.“
Kjarnorkuváin á
Norðurslóðum
Gussgard segir norskan almenn-
ing fylgjast mjög grannt með kjarn-
orkuvánni á Norðurslóðum og hefur
norska Kjarnorkueftirlitsstofnunin
kortlagt stöðu mála á þessu svæði.
„Við teljum mestu hættuna vera á
Kólaskaga. Þar er mest samansafn
geislavirkra efna; í vopnum, skipum
og á landi, bæði geislavirkur úr-
gangur, kjarnahleðslur og kjarna-
kljúfar. Á þessu svæði er mest
hætta á hræðilegu kjarnorkuslysi.
í því sambandi get ég nefnt hættu
á hryðjuverkum og spurningar á
borð við hverjir verði við stjórnvöl-
inn eftir 10 ár og hver sé hættan
á borgarastyijöld í Sovétríkjunum;
það er ómögulegt að meta líkur á
slíku. Þá má nefna þær 4.000
kjarnahleðslur sem eru á svæðinu.
Þær eru við yfirborðið og því er
hætta á alvarlegri geislavirkni sem
myndi ná yfir 200 kílómetra svæði
í radíus. Og þá er ég í raun að tala
um að sprengjan springi.
Það veldur mestum áhyggjum í
Noregi er hágeislavirkur úrgangur
(notað eldsneyti) úr ísbrjótum Sov-
étmanna. Lággeislavirkur úrgang-
ur er hættuminni, á löngum tíma
nær mengunin því að vera mælan-
leg en vart mikið meira. Notað elds-
neyti úr ísbijótunum er geymt í
skipum í höfninni í Murmansk og
þegar við komumst að þessu brugð-
umst við hart við, enda teljum við
að um hættulegt magn geislavirkra
efna sé að ræða. Eldsneytið er til-
tölulega hreint úran 235, sem kemst
nærri því að mega nota í kjarnorku-
sprengju. Þarna er því hætta á
keðjuverkun með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Það er mikið magn af
sesíum í þessum skipum, um einn
þriðji af því sem kom frá Tsjerno-
byl. Við álítum þessa geymsluaðferð
því hættulega, skipin eru staðsett
í höfninni og þar getur komið upp
neyðarástand sökum elds eða
árekstrar. Það getur komið af stað
keðjuverkun, sem ekki verður við
ráðið, svipað því sem gerðist í
Tsjernobyl. Það eru um 150 skip í
norðurflota Sovétmanna með að
meðaltali tveimur kjarnakljúfum og
geislavirkni í notuðu eldsneyti úr
þeim er til samans þrisvar sinnum
meiri en í kjarnakljúfnum í Tsjerno-
byl. í heimsókn Sovétmanna í maí
síðastliðnum til Norður-Noregs kom
fram að notað eldsneyti sovéska
norðurflotans er geymt í hverri ein-
ustu sjóherstöð á svæðinu, sem eru
á milli 10 og 20.
Þíða í samskiptum
við Sovétmenn
Gussgard segir að á síðustu árum
hafi samskiptin við sovésk yfirvöld
batnað hvað varði upplýsingar um
kjarnorkubúnað þeirra, ekki síst
„hefbundna" notkun á kjarnorku.
Samkomulag sé milli Norðmanna
og Sovétmanna um gagnkvæma
aðvörunarskyldu ef slys ber að
höndum. í samningnum geti einnig
um upplýsingaskyldu beggja, m.a.
upplýsingar um sovésk kjarnorku-
ver. „Okkur hefur aftur á móti ekki
tekist að semja um rétt á lykilupp-
lýsingum um ísbrjótana og elds-
neyti þeirra og enn er erfitt að fá
ýmsar tæknilegar upplýsingar, t.d.
hvað varðar kjarnorkuknúin skip.
Við skiljum það að vissu marki, en
ekki alveg hvað varðar ísbijótana;
ef til vill eru vélar og kjarnakljúf-
arnir í ísbijótunum samsvarandi
þeim í herskipunum.
Við höfum einnig fylgst með
kjarnorkutilraunum Sovétmanna á
Novaja Zemlja en sagt er að þeir
ætli að færa tilraunir sínar þangað
frá Síberíu. Á fundi sem við áttum
með þeim í apríl, sögðu þeir þetta
rangt, ætlunin væri að hætta til-
raunum í Síberíu en halda þeim
áfram á Novaja Zemlja. Norður-
löndin hafa mótmælt tilraununum
og því hafa Sovétmenn boðið full-
trúum þeirra að skoða tiirauna-
svæðið í haust. Eingöngu er um
neðansjávarsprengingar að ræða, 2
til 5 á ári, og því talin lítil hætta
á geislun.“
Þess má geta að ekki er vitað
hvort ísland sendir fulltrúa en þeir
sem fara verða sérfræðingar frá
geislavarna- og kjarnorkueftirlits-
stofnunum.
Að sögn Gussgard er kjarnorku-
iðnaðurinn á Kólaskaga og stað-
setning 4.000 kjarnavopna þar ógn-
un við þjóðir á norðurslóðum og
tilraunasprengingarnar auka á þá
ógn. „Tvennt þarf til að draga úr
henni; tilraunasprengingunum
verður að hætta og kjarnaoddana
verður að fjarlægja og eyða þeim
t.d. í kjarnorkuverum. Það vakti
mikla athygli þegar Sovétmenn
komu nýlega fram með þá hugmynd
að nota tilraunir með kjarnavopn
til að eyða efnavopnum. Mér finnst
óttalegt til þess að hugsa enda
gæti slíkt verið notað til þess að
réttlæta tilraunir með kjarnavopn á
Norðurslóðum."
„Skóg milli fjalls og fjöru!“
Framlag Biolage og hársnyrtifólks á
íslandi til skógræktar.
Af sölu hverrar flösku rennur andvirði eins
græðlings tii skógræktar.
Systéme Biolage, umboðsaðili þess H. Helgason hársnyrtivörur
og hársnyrtifólk á Islandi hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum til
skógræktar á landinu.
Af hverri flösku sem þú kaupir af Biolage á venjulegu verði rennur
andvirði eins græðlings til Landgræðsluskóga.
Systéme Biolage hársnyrtivörur eru umhverfisvænar og unnar úr
náttúrulegum efnum. í þeim er hvorki sílikon né önnur gerviefní.
Sláðu nú þrjár flugur í einu höggi: notaðu vöru sem er skaðlaus
umhverfinu og ieggðu skógræktinni lið um leið og þú leggur rækt við
eigið hár.
SYSTÉME
48BIOLAGE
FRAMLEITT AF ymatrix INC. OG FÆST AÐEINS HJÁ FAGFÓLKI
H. HELGASON HÁRSNYRTIVÖRUR