Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 15
Verða þeir úr efni sem nefnist „Twaron“ og hefur þá eiginlega að þola gífurlega mikið álag en vera sjálft mjög létt. IHC Gusto Engineering mun loks sjá um verk- fræðihliðina. Ekki hefur verið skýrt opinber- lega frá því nákvæmlega hvernig eigi að ná flakinu upp á yfirborðið en þeir sem standa að NDSOP segja að heppilegast væri að nota gripkló. Samningur við Smit Tak Sovésk yfirvöld skrifuðu undir samning við Smit Tak í júní í fyrra að viðstöddum utanríkisráðherrum Sovétríkjanna og Hollands. Var það hluti af samkomulaginu að gerð yrði heildarúttekt á björgun kafbátsins, jafnt tæknilegu hliðinni sem þeirri fjárhagslegu, og var lokið við það starf í janúar á þessu ári. Talsmaður Smit Tak í Rotter- dam, D.C. Kaakebeen segir í sam- tali við Morgunblaðið að allar áætl- anir hafi verið sendar Sovétmönn- um í febrúar á þessu ári og þá verið við það miðað að hafist yrði handa sumarið 1992. Til þess að það myndi takast hefðu Sovétmenn hins vegar þurft að gefa afdráttar- laus svör fyrir fyrsta apríl. Það hefði ekki verið gert og því var ákveðið að fresta verkefninu fram á árið 1993. Yrði þá ráðist í björg- unina í júlí/ágúst það ár ef Sovét- menn gæfu grænt ljós á áætlanir NDOC. Kaákebeen segir að ekki sé hægt að gefa nánari upplýsingar á þessu stigi málsins, þ.e. meðan enn er verið að bíða eftir sam- þykki Sovétmanna. Hann geti því ekki tjáð sig nánar um hvernig ætlunin sé að framkvæma björgun kafbátsins. Þá hafi áætlaður kostnaður ekki heldur verið gerður opinber. Það er mat sérfræðinga að kostnaður verði á bilinu 12-13 milljarðar íslenskra króna. Samdráttur nær ekki til flotans Umferð sovéskra kafbáta í kringum ísland er veruleg. í Norð- urflota Sovétmanna 38 eldflaugak- afbátar með alls 2636 kjarnaodda og 107 árásarkafbátar. Þar af eru 74 kjarnorkuknúnir. Hinir 33 eru dísilknúnir en geta einnig borið kjarnavopn. Dísilknúnum kafbát- um hefur fækkað verulega á und- anförnum árum enda þykja þeir úreltir vegna þess hve háværir þeir eru og þar með auðvelt að fylgjast með ferðum þeirra. Eru 41% kafbáta Norðurflotans, ann- arra en strategískra eldflaugakaf- bát_a, frá því fyrir 1970. Árásarkafbátum er einkum ætl- að það hlutverk að veija eldflaug- akafbáta á óvissu- og hættutímum. Liggja siglingaleiðir þeirra því oft- ast sunnar og þar með nær íslandi en eldflaugakafbátanna. í síðasta fréttabréfí Öryggis- málanefndar er grein eftir norska öryggismálasérfræðinginn Tomas Ries sem fjallar um þá breyttu hermálastefnu sem tekin hefur verið upp varðandi sovéska Norð- urflotann síðan Míkhaíl Gorbatsjov hófst til valda í Sovétríkjunum. Þrátt fyrir samdrátt á flestum svið- um á það ekki við um sovéska flo- tann. Eru helstu breytingarnar þær að dregið hefur úr flotaæfing- um síðan 1985 og byijað hefur verið á því að taka úr notkun úr- elt skip og kafbáta. Á móti því kemur hinsvegar nýsmíðaáætlun sem hófst áður en Gorbatsjov komst til valda og eykur hernað- arstyrk flotans. Segir í fréttabréfi Öryggismálanefndar að þetta eigi sérstaklega við um Norðurflotann. I grein Ries segir einnig m.a.: „Kjarnorkuknúnir eldflaugakaf- bátar eru einn mikilvægasti hluti sovéska flotans. Það stafar af því að þeir tilheyra strategískum eða langdrægum kjarnavopnaher Sov- étríkjanna og tengjast því beinlínis ■Sovéskir embættismenn seoia kaíbátinn vera „vistfræði- lega tímasprengiu“ og stetna að bví að ná flakinu af hafsbotni ■Norsk stjórnvöld telja undirbóning ekki nægan og að ekki sé vitað bvað eigi að gera við flakið takist að ná bví upp ■Umferð sovéskra kafbáta í kringum ísland er veruleg. í Norðurtlota Sovétmanna 38 eldflaugakafbát- ar með alls 2638 kjamaodda og 107 árásarkafbátar sovéskum öryggishagsmunum. Eldflaugar þessara kafbáta eru meðal þeirra vopna sem koma eiga í veg fyrir að nokkurt ríki geti þvingað Sovétríkin með því að hóta notkun kjarnavopna. Mikil- vægt er að hafa í huga að enn hafa breytingar og niðurskurður undanfarinna ára ekki náð til hins strategíska kjarnavopnahers Sov- étríkjanna. Reyndar er líklegt að hann gegni mikilvægara hlutverki nú en áður og að svo verði áfram vegna vaxandi veikleika Sovétríkj- anna á öðrum sviðum. Strategíski kjarnavopnaherinn er eitt af því fáa, ef ekki það.eina, sem gerir Sovétríkjunum kleift að telja sig meðal stórvelda. í öðru lagi veldur vaxandi veikleiki Sovétríkjanna heima og heiman því að meiri þörf er fyrir strategísk kjarnavopn en áður til að bægja frá hugsanlegum utanaðkomandi þrýstingi." Norðurflotinn hefur haft for- gang hvað varðar ný skip og kaf- báta og mun úrelding því hafa minnst áhrif á hann. Ries spáir því að ef Norðurflotinn þróist áfram eins og undanfarin fjögur ár megi búast við að árásarkafbát- um og skipum fækki lítilega en hernaðargetan aukist þar sem ný og fullkomnari skip komi í staðinn. Ótrúlegt tækiiærí! «. ms 5° s£et* 27.\ún' 4.\^'V 8. \2 yj sse" upP se" 2\ upP sett upP seU Costa cfel Sol Sol hótelkeðjan, stærstl hótelhringur Spánar, býður Veraldarfarþegum einstakt tækifæri til að komast til Spánar í sumar. Þú gistir á einum af afbragðsgóðum gististöðum Sol hringsins og ert öruggur um gott sumarleyfi á einstöku verði. upP se\t Þannig gengur það fyrir sig Þú færð staðfesta tegund gistingar við bókun ferðar, stúdíóíbúð eða íbúð með 1 svefnherbergi. 4 dögum fyrir brottför færðu staðfest nafn gististaðarins. Aðeins er um að ræða valda gististaði frá Sol hótelkeðjunni, Palomas, Principito, Timor eða Palmeras. Vika 2 vikur 3 vikur: 2 í stúdíó 33.700,- 39.600,- 43.400,- 3 í íbúö 31.900,- 39.500,- 51.500,- 4 í íbúö 29.800,- 38.500,- 41.700,- Barnaafsláttur: 1 vika 6.000,- 2—15ára 2 vikur 8.000,- 2—15ára 3vikur 10.000,- 2—15ára Um er að ræða staðgreiðsluverð. Aðeins er um takmarkað sætamagn að ræða í ofangreindar brottfarir. f [ R D fl M l Ð S f D ÐIN tr i jÉSöílJ , '’VV* <u\i ú 11 ■L I1b . ísöf ||hp AUSTURSTRÆTI17. SIMI622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.