Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 20
20 MORC.UNMiAÐlí) SUNNUDACJUR Í2'3. UÖNÍ»í9§í að hún varð forsætisráðherra rifj- aði Cresson upp þegar kommúnist- ar voru með í stjórninni 1981-1984 og sagðist mjög gjarnan hafa unn- ið með þeim. Kommúnistar voru ekki lengi að átta sig á því hvað væri að gerast og voru þeirra fyrstu viðbrögð við forsætisráðherraskiptunum að for- dæma stefnu stjórnar Rocards en lýsa samtímis yfir ánægju sinni með Edith Cresson. Fyrir nokkrum dögum ákvað svo miðstjórn Kommúnistaflokksins að þingmenn Kommúnistaflokksins myndu ekki greiða vantrauststillögu ■ gegn stjórninni atkvæði sitt. Það höfðu þeir hins vegar gert í nóvember í fyrra. Þá snæddu þeir George Marchais, formaður Kommúnista- flokksins, og Pierre Mauroy, sem nú er aðalritari Sósíalistaflokksins, saman hádegisverð í síðustu viku, Sósíalistar hafa ekki viljað gera jafn mikið úr þessum þreifíngum (sem eru þær fyrstu í sjö ár) og kommúnistar og sagði talsmaður forsetans að það væru kommúnist- ar en ekki sósíalistar sem óttuðust afhroð í næstu kosningum. Náin samstarfskona Mitterrands Cresson er mjög flokksholl og einn af dyggustu stuðningmönnum Mitterrands. Þau kynntust fyrst er hún starfaði fyrir hann í kosninga- baráttunni fyrir forsetakosningarn- ar 1965. Bauð Mitterrand sig þá fram gegn sitjandi forseta Charles de Gaulle, hershöfðingja. Síðan hefur hún staðið við hans hlið. Raunar svo þétt að sumir hafa gefið í skyn að hún hafi á tímabili verið eitthvað annað og meira en náin samstarfskona forsetans. Eig- inmaður Cresson segir það vera „smekkleysu“ að gefa slíkt í skyn. Hún sjálf lætur sér hins vegar ekki eftir Steingrím Sigurgeirsson EDITH Cresson, sem tók við embætti forsætisráðherra Frakklands fyrir um mánuði, virðist ætla að taka upp nýjan stíl ef miðað er við forvera hennar í embætti Michel Rocard. Rocard er töluvert til hægri í Sósíalista- flokknum og hann leitaðist við að ná samstöðu við borg- arlegu flokkana í mörgum málum. Cresson er aftur á móti frekar úr vinstri armi flokksins og eftir að hún varð forsætisráðherra hefur Sósíalistaflokkurinn hallað sér að Kommúnistaflokknum á ný. Þar sem ríkisstjórn- in er að öðru leyti en hvað embætti forsætisráðherra viðkemur nánast óbreytt verður samt varla um rnikla stefnubreytingu að ræða á næstunni heldur fyrst og fremst breytingu á yfirbragði stjórnarinnar. stæðan er næstu þingkosningar. Franskir kjósend- ur voru almennt orðnir þreyttir á ríkisstjórninni og með því að gera Cresson að forsætisráðherra, en hún er ekki þekkt fyrir málamiðlan- ir og fáguð vinnubrögð, vonast Francois Mitterrand, Frakklands- forseti, til þess að geta skerpt and- stæðurnar í stjórnmálunum og jafnvel vakið upp áhuga kjósenda á ný. Hefur forsetinn notað orðið „raflost" á kjósendur í þessu sam- bandi. Einungis það að nýi forsæt- isráðherrann er kona, sú fyrsta í sögu landsins, er í sjálfu sér nóg til að vekja gífurlega athygli og hefur af mörgum verið gagnrýnt sem auglýsingabrella. Það er þó ekkert nýtt að Mitterr- and veiti konum æðri embætti í ríkari mæli en hefð er fyrir í Frakk- landi en þess má geta að þær fengu ekki kosningarétt þar í landi fyrr en árið 1944. Þær eru þó ekki hóp- ur sem hægt er að líta fram hjá enda eru 53% franskra kjósenda kvenmenn. Meðal kvenna sem hafa náð langt í stjórnartíð Mitterrands má nefna Martine Aubry, atvinnu- málaráðherra, Frédérique Bredin, íþróttamálaráðherra, Anne Lauv- ergnon, einn af nánustu samstarfs- mönnum forsetans í forsetahöllinni Elysée, og Elisabeth Guigou, Evr- ópumálaráðherra. Lítill áhugi á nýrri „sambúð“ Undanfarið hefur fátt bent til þess að Sósíalistaflokkurinn væri líklegur til að ná meirihluta í næstu þingkosningum sem eiga að fara fram árið 1993. Þetta er þeim mik- ið áhyggjuefni, ekki síst Francois Mitterrand en kjörtímabil hans sem forseta rennur ekki út fyrr en 1995. Hefur hann lítinn áhuga á að eyða síðustu árum sínum sem forseti með borgaralega ríkisstjórn við völd líkt og hann þurfti að búa við síðustu ár fyrsta kjörtímabils síns, það tímabil sem kennt er við cohabitation eða sambúð. Eftir valdatöku Mitterrands árið 1981 skipaði hann í fyrstu sem forsætisráðherra harðlínusósíalist- ann Pierre Mauroy. Nokkrum árum síðar, eftir að vinstristefna stjóm- arinnar hafði beðið efnahagslegt skipbrot, varð Mauroy að víkja og við embættinu tók ungur tækni- krati að nafni Laurent Fabius. Hann er nú forseti franska þings- ins, Árin 1986-1988 var eins og áður sagði hægristjórn við völd undir forsæti Jaeques Chiracs, borgar- stjóra Parísar, en eftir að Mitterr- and var kjörinn árið 1988 til að gegna embætti Frakklandsforseta sjö ár í viðbót boðaði hann til þing- kosninga sem Sósíalistaflokkurinn vann naumlega sigur í. Eftir þingkosningarnar árið 1988 var helsta stefnumið Mitter- rands svokölluð opnun gegn miðju eða ouverture. Var þessi stefna tekin upp af illri nauðsyn. Þó að stjórn Chiracs hafi ekki haldið velli í kosningunum voru sósíalistar ekki með nægilegt fylgi til að geta myndað stjórn alveg upp á eigin spýtur. Reynslan af samstarfinu við kommúnista í ríkisstjórn Mauroys gaf ekki ástæðu til að meta þann kost sem æskilegan á ný og því til viðbótar var fylgi Kommúnistaflokksins, sem eitt sinn var stórveldi í frönskum stjórn- málaheimi, orðið óverulegt. Ákvað Mitterrand því að svipast um til hægri við miðju. Fólst „opnunin“ aðallega í því að nokkrir þingmenn miðjuflokka voru gerðir að ráðherr- um. Þetta gerði stjórnina ekki eins háða stuðningi Kommúnistaflokks- ins og ella hefði verið. Sem forsæt- isráðherra var skipaður Michel Rocard sem fyrr á árum var lengst til vinstri í Sósíalistaflokknum og gamall keppinautur Mitterrands um hver ætti að vera forsetaefni flokksins. Skipan hans í embættið átti því rætur sínar að rekja til pólitískrar nauðsynjar fremur en hlýleika þeirra á milli. Rocard hefur færst mjög til hægri síðasta áratuginn og gátu sumir miðjumenn því vel hugsað sér að vinna undir hans stjórn. Það var forsetanum hins vegar ekkert sérstakt ánægjuefni að í skoðanakönnun eftir skoðana- könnun voru vinsældir forsætisráð- herrans sambærilegar ef ekki meiri en vinsældir forsetans. Ríkisstjóm Cressons hefur nú snúið blaðinu algerlega við síðasta mánuðinn hvað stjórnunarstíl varð- ar með fullu samþykki forsetans. Stefnan virðist vera að skerpa lín- urnar á milli vinstri og hægri á ný fyrir næstu kosningar. Þegar í fyrsta viðtalinu sem hún veitti eftir Mitlerrand og Cresson koma saman út af fundi árið 1968

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.