Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 44
varða i i L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Eiturefni og kopar í sjófugli MIKIÐ magn af eiturefnum og kopar hefur greinst í íslenskum æðarfuglum. Er talið að eitrið sé komið í fuglinn úr kröbbum og skeldýrum. Eiturefnin fundust í fjórum æðarfuglum, sem komu í fyrra frá Bolungarvík, en talið var að þeir væru að drepast úr olíumengun. Hafa þeir verið rannsakaðir hjá eit- urefnadeild Rannsóknastofu í lyfja- fræði í samvinnu við Náttúrufræði- stofnun. Að sögn Þorkels Jóhannessonar prófessors er um mjög mikið magn af eiturefnum að ræða. í sumum tilfellum er það mun meira en mælst hefur í æðarfugli í Dan- mörku. Frekari eiturefnarannsóknir á íslenskum fuglum eru fyrirhugað- ar. Sjá bls. 2. Námstími lengist og einkunnum hrakar I NÝRRI rannsókn á framhalds- námi stúdenta kemur m.a. fram að náiustlminn sem tekur nem- endur að ná stúdentsprófi hefur lengst um allt að ári og einkunn- um hrakar. Stúdentsprófið virð- ist lítils virði á atvinnumarkaði. Aðeins 13% þeirra sem luku stúd- entsprófi, en luku ekki öðru námi, gátu notað prófið sér til framdráttar í atvinnulífinu. Rannsókn þessi náði til 890 nem- enda sem útskrifuðust með stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð á árunum 1975 til 1986. Niðurstöður hennar gefa vísbend- ingar um aðra mennta- og fram- haldsskóla því í könnun 1989 var MH talinn í hópi þeirra mennta- skóla sem skila hvað bestum nem- endum í Háskólann. Rannsóknin hefur staðið yfir sl. þtjú ár en hana unnu dr. Sölvína Konráðs sálfræðingur og Bettý Nik- ulásdóttir námsráðgjafi í MH. í nið- urstöðum sínum segja þær m.a. að meðalnámstíminn í dagskóla á fyrr- greindu tímabili hafi lengst úr 4 árum 1975 í 4,7 ár 1986 og í öld- ungadeild hefur þessi tími lengst úr 4,2 árum og í 5,6 ár. Um helm- ''•ingur þeirra sem tóku stúdentspróf á þessu tímabili fóru ekki áfram í framhaldsnám eða hættu því námi áður en námsgráðu var náð. í ljós kom að konur sem stunda nám við öldungadeild sýna að jafn- aði bestan námsárangur. Karlar í dagskóla sýna hinsvegar lakastan námsárangur en eru þó líklegri en konur til að ljúka framhaldsnámi. Sjá nánar á bls. 12-13. Björgunarmenn að störfum við sprunguna sem fólkið féll ofan í á Snæfellsjökli í gærmorgun. Morgunblaðið/Júlíus Bjargað úr sprungii á Snæfellsjökli um slysið klukkan sex á laugar- dagsmorgun. Þar sem þyrla Land- helgisgæslunnar var biluð var ósk- að eftir þyrlu frá Varnarliðinu á Keflavlkurflugvelli. Hún lenti í nið- urstreymi við lendinguna á jöklin- um og varð að nauðlenda með þeim afleiðingum að spaðar hennar og hífingarútbúnaður skemmdust, og var hún ónothæf eftir. Björgunarsveitarmenn frá Ól- afsvík og Hellissandi fóru upp á iökuiinn á véisleðum og tókst þeim að ná fólkinu upp úr sprungunni. Læknir frá Ólafsvík var í för með með björgunarsveitarmönnum og fór hann með þeim ofan í sprung- una að sækja fólkið. Hann ásamt lækni sem var í þyrlunni sem nauð- lenti bjó síðan um hina slösuðu í þyrlunni uns önnur þyrla frá Varn- arliðinu kom á vettvang og flutti hjónin til Reykjavíkur. Þyrlan lenti við Borgarspítalann um ellefuleyt- ið í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum læknis á Slysadeild Borgarspítalans eru hjónin bæði talsvert slösuð, en voru ekki talin I lífshættu. HJÓNUM frá Helissandi var bjargað úr alldjúpri sprungu á Snæfellsjökli í gærmorgun. Þau voru flutt á Borgarspítalann. Við björgunarstörfin lenti þyrla frá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli í niðurstreymi á jöklin- um og lenti mjög harkalega. Nokkrar skemmdir urðu á þyrl- unni. Fólkið sem lenti í slysinu var á ferð á jöklinum með félögum í Lionsklúbbnum á Hellissandi auk félaga úr Lionsklúbbi í Reykjavík. Þau voru saman á snjósleða og fór sleðinn með þeim ofan í sprung- una. Fallið var um 20 metrar. Lögreglunni í Ólafsvík var tilkynnt Vélsleðinn hífður upp úr 20 metra djúpri jökulsprungunni. Morgunblaðið/Ámi Sæborg Glettingur, Meitillinn og Hraðfrystihús Stokkseyrar: Viljayfirlýsing undirrituð um sanioiniiign fyrirtækjanna FULLTRÚAR stjórna Glettings, Meitilsins og Hraðfrystihúss Stokks- eyrar hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að vinna að sameiningu þessara fyrirtækja þriggja í eitt almenningshlutafélag. Sameinaða fyrirtækið yrði í hópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins með yfir 10 þúsund tonna þorskígildakvóta. Áður hafa staðið yfir viðræður Meitilsins og Glettings um samein- ingu en þær báru ekki árangur. Þessi fyrirtæki eru bæði í Þorláks- höfn. Að sögn Guðmundar Malm- quist forstjóra Byggðastofnunar var málið tekið upp aftur, eftir að Hrað- frystihús Stokkseyrar náði nauða- samningum fyrir skömmu, og fiski- skipið Jóhann Gíslason ÁR, sem er í eigu Glettings, var leigt til Kanada. Á föstudag var svo skrifað undir viljayfirlýsingu um að vinna að sam- eingingu fyrirtækjanna. Undir yfir- lýsinguna skrifuðu Marteinn Frið- riksson stjórnarformaður Meitilsins, Jón Sigurðarson stjórnarformaður Glettings og Guðmundur Malmquist en hann er stjórnarformaður Hluta- fjársjóðs Byggastofnunar, sem á meirihluta í Hraðfrystihúsi Stokks- eyrar. „Ég vildi sjá þarna stórt og öflugt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki. Sameiginlega ætti það um 10 þús- und tonna kvóta, og það mætti sam- nýta reksturinn mun betur með því að selja skip án kvóta og færa kvót- ann á milli. Þetta verður skoðað um leið,“ sagði Guðmundur Malmquist. Undirbúningurinn á sameiningunni á að taka tvær vikur. Rúmir 20 kíló- metrar eru á milli Stokkseyrar og Þorlákshafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.