Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 32
32
MpRGUNBLAÐIg ATVIIM ISiA/RAÐ/SIVIÁ ^Msioa
AGUR 2B. JUNí, 1091
JVVV' INiillAUGi YSINGAR
Útflutningsfyrirtæks
í miðbæ Reykjavíkur óskar að ráða
bókara
til starfa nú þegar. Um er að ræða ca. hálfs
dags starf, fyrir hádegi. í boði eru góð laun
og vinnuaðstaða með góðu fólki.
Umsóknum skal skila til undirritaðs, sem
veitir nánari upplýsingar um starfið.
Bókhaldsþjónustan
Kristján G. Þorvaldz,
Grensásvegi 11, 108 Reykjavík.
Bankastörf
Innlánsstofnun í Reykjavík óskar eftir dugleg-
um og samviskusömum starfsmanni.
Æskilegur aldur 25-45 ára.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknum, þar sem tilgreindur er aldur,
menntun og fyrri störf, svo og meðmælend-
ur, óskast skilað á auglýsingadeild Mbl. í
síðasta lagi 3. júlí nk., merktar: „S - 2030“.
Tannlæknastofa
Aðstoð óskast á tannlæknastofu í miðbæ
Kópavogs. Um er að ræða starf fyrir há-
degi. Góð framkoma og stundvísi áskilin.
Umsóknir merktar: „A - 13164“ sendist aug-
lýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn 28. júní.
Rafiðnaðarmaður
Kísiliðjan hf. óskar að ráða rafvirkja til starfa
sem fyrst. Húsnæði á staðnum.
Upplýsingar veitir Ólafur Sverrisson í síma
96-44190 milli kl. 8.00 og 16.00 og síma
96-44124 á kvöldin.
Tækjamaður
Gamalgróið og virt framleiðslufyrirtæki óskar
eftir að ráða tækjamann í þjónustu- og við-
haldsdeild fyrirtækisins. Leitað er að hand-
lögnum manni, sem er bæði í senn þjón-
ustulipur og röggsamur.
Áhugasamir skili inn umsókn til auglýsinga-
deildar Morgunblaðsins merkta: „Handlag-
inn - 7891“ fyrir 3. júlí nk.
Sveitarstjóri
Starf sveitarstjóra á Raufarhöfn er laust til
umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi
einhverja þekkingu á málefnum sveitarfélaga
og fjármálastjórnun.
Umsóknarfrestur er til 30. júní nk.
Upplýsingar gefur Sigurbjörg Jónsdóttir í
síma 96-51200 eftir hádegi og 96-51277 á
kvöldin.
Afgreiðslustörf
HAGKAUP óskar eftir að ráða starfsmenn til
afgreiðslustarfa i verslun fyrirtækisins í Kjör-
garði, Laugavegi 59. Um er að ræða stórf í
fata- og matvörudeild og á kassa.
Heilsdagsstörf.
Nánari upplýsingar um störfin veitir verslunar-
stjóri á staðnum (ekki í síma).
HA6KAUP
ÞJÓDLEIKHÖSIÐ
Framkvæmdastjóri
Þjóðleikhúsið óskar að ráða framkvæmda-
stjóra til starfa sem fyrst. Æskilegt er að við-
komandi hafi viðskiptafræði- eða hliðstæða
menntun og reynslu af rekstrarmálum.
Umsóknir sendist skrifstofu Þjóðleikhússins
fyrir 1. júlí nk.
Þjóðleikhússtjóri.
Bókhald
Endurskoðunarskrifstofa óskar að ráða
starfskraft til bókhaldsstarfa. Starfið felst í
merkingu fylgiskjala, skráningu á tölvu o.fl.
Starfsreynsla æsklileg. Hlutastarf kemur vel
til greina. Vinnutími er mjög sveigjanlegur.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „E -
13167“ fyrir 26. júní. 1
Kennarar
Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði
auglýsir
stöðu raungreinakennara, stærðfræði, eðlis-
og efnafræði í 8.-10. bekk og framhalds-
deild.
Kennsla í öðrum greinum, svo sem verslun-
ar- og viðskiptagreinum, kemur einnig til
greina.
Upplýsingar gefur Oskar Þór Sigurbjörnsson,
skólastjóri, skólasími 96-62134, heimasími
96-62357. Húsnæðisfyrirgreiðsla.
Skólastjóri - skólanefnd.
Saumakonur
Viljum ráða saumakonu (eina eða tvær) frá
15. ágúst eða 1. sept.
Frjáls vinnutími, góð vinnuaðstaða.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „A - 3450“ fyrir 5. júlí.
„Au pair“ - París
Frönsk-íslensk fjölskylda, búsett í París, vill
ráða reglusama stúlku, ekki yngri en 20 ára,
til að gæta þriggja ungra barna. Dvöl eitt
ár frá 10. júlí. Má ekki reykja.
Upplýsingar í síma 98-74618 á kvöldin milli
kl. 20.00 og 22.00.
Kennarar
Við Grunnskólann á Hofsósi eru lausar kenn-
arastöður. M.a. kennslugreina: íþróttir og
almenn kennsla.
Gott, leigufrítt húsnæði í boði.
Upplýsingar veitir Snæbjörn Reynisson,
skólastjóri, í síma 95-37346 eða 95-37309.
j. RIKISSPITALAR
Skóladagheimiiéð
Litlahlíð
Deildarfóstra óskast að skóladagheimilinu
Litluhlíð frá 15. ágúst. Á heimilinu eru 14
börn á aldrinum 6-9 ára.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Þorvalds-
dóttir forstöðumaður í síma 601591.
Fóstrur
- þroskaþjálfar
Á Höfn í Hornafirði er einn leikskóli. Þangað
bráðvantar fóstrur til starfa. Húsnæði ásamt
flutningsstyrk í boði.
Einnig vantar þroskaþjálfa eða fóstru í sér-
stuðning.
Upplýsingar gefur forstöðumaður leikskól-
ans í síma 97-81315 og heima í síma
97-81084.
IÐNSKÓLINN I IIAFNARFIRDI
REYKJAVlKURVEGI 74
OG FLATAIIRAUN1
SÍMAR: 51490 OG 53190
Rafeindafræðingur -
bókasafnsfræðingur
Óskum að ráða tæknimann á rafeindasviði
til kennslu í verklegri rafeindavirkjun.
Ennfremur vantar að skólanum bókasafns-
fræðing eða mann með kunnáttu í bóka-
safnsfræðum.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Upplýsingar
eru veittar alla virka daga frá kl. 9.00 til 12.00.
Skólastjóri
Laus er til umsóknar skólastjóra- og kennara-
staða við Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyð-
arfjarðar.
Kennslugreinar: Píanó, blokkflauta, gítar og
fiðla.
Upplýsingar í símum: 97-61160, 41334 og
41200.
Umsóknarfrestur er til 10. júlí.
Hvernig væri að slá til
og koma til Reyðarfjarðar. Þar vantar okkur
kennara við 130 nemenda gunnskóla.
Æskilegar kennslugreinar: Tónmennt, mynd-
mennt, handmennt, enska og yngri barna-
kennsla.
Húsnæðisfríðindi og flutningsstyrkur.
Upplýsingar veita skólastjóri í síma
97-41344, yfirkennari í síma 97-41141 og
formaður skólanefndar í síma 97-41353 eða
97-41302.
Kennarar
Grunnskólann á Drangsnesi vantar 1-2
kennara næsta vetur. Lítill og rólegur skóli
í þægilegu samfélagi.
Því ekki að athuga málið og ræða við skóla-
stjóra í síma 91-670321 eða formann skóla-
nefndar í síma 95-13215.
Skólanefnd.
Rafeindavirkð
Óskum að ráða í fullt starf rafeindavirkja eða
mann vanan viðgerðum á tækjabúnaði. Æski-
legt að viðkomandi hafi þekkingu á hljóðkerfi.
Upplýsingar veitir Trausti eða Pálmar.
HOTEL l^LAND
Arnólhf., Hótel ísland,
Ármúla 9, sími 687111.