Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991 21 Frábær frímerkja- söfn á NORDIU 91 rrímerki Jón Adalsteinn Jónsson Þá er komið að geta um þau íslenzk söfn, sem erlendir safnar- ar hafa dregið saman og menn eiga kost á að sjá á NORDIU 91. I þeim eru margir mjög fágætir hlutir og póstsögulegir dýrgripir, sem sjást ekki á hveijum degi. Eitt safn er í Heiðursdeild NORDIU 91 og mun vera eitt hið bezta, ef ekki hið albezta, í eigu einstaklings nú á dögum. Þetta safn á Bandaríkjamaður, Gene Scott að nafni. í safni Scotts er svo margt fágætt frímerkjaefni, að menn verða sjálfir að koma og skoða það. Fáorð lýsing segir næsta lítið. í safninu eru t. d. fimm skildingabréf, þ. e. bréf eða ums- lög með skildingafrímerkjum á. Flest slík bréf eru nú í íslenzkum skjalasöfnum, svo sem sýningar- gestir geta séð í safni því, sem sjá má í Opinberu boðsdeildinni og sýnir allt hið bezta úr innlend- um skjalasöfnum. í safni Scotts eru ónotuð skildingafrímerki og gæði þeirra alveg frábær. Scott á t.d. heilar arkir af skildinga- merkjum og margt annað efni frá tímum elztu frímerkja okkar. Þá á Scott langstærsta rannsóknar- safn af í GILDI-útgáfunni frá 1902-03. Ekkert íslenzkt safn i einkaeign hefur fengið eins há verðlaun. Það fékk stórt guil og heiðursverðlaun á HAFNIU 87 og eins stórt gull á LONDON 1990. í Hefðbundnu deildinni, lands- flokki, eru fjögur íslenzk söfn, sem sjálfsagt er að skoða. Danski læknirinn Ebbe Eldrup sýnir hér hluta af safni sínu, sem hann nefnir íslenzk frímerki. Klassísku útgáfurnar og forfrímerkjatím- inn. Hér má sjá forfrímerkjabréf með enskum og dönskum stimpl- um og eins bréf frá tíma dönsku póststjórnarinnar 1870 - 72. Þá eru m.a. tillögur og prófprent af fyrstu íslenzku frímerkjunum og þau síðan fullprentuð bæði stök og í arkarhlutum. Sama gegnir um þessi merki yfirprentuð og eins útgáfu Kristjáns IX. Þá eru í safni þessu mörg umslög og aðrar póstsendingar með íslenzk- um og erlendum stimplum. Eldr- Skildingabréf úr safni Gene Scotts. up hefur safnað þessu efni á til- tölulega fáum árum. Þetta safn hlaut gullverðlaun á NORDIU 90 í Lundi. - Þá er safn Finnans Lars Trygg, sem hann nefnir ís- land - sérsafn. - í því eru marg- ir áhugaverðir hlutir, sem og í öðrum Islandssöfnum, enda hefur það fengið gullverðlaun. - Svíinn Stig Österberg, sýnir safn sitt af Tveimur kóngum. Er það sérsafn af þessari útgáfu, sem í eru af- brigði og svo mismunandi stimpl- ar. Þá eru í safninu bréf og bréf- spjöld, sem sýna póstnotkun þess- ara frímerkja. Þetta safn hefur áður sézt hér á sýningu, en svo er langt um liðið, að það hefur vafalítið tekið breytingum síðan. - Torben Jensen frá Danmörku sýnir í þessari deild sérsafn sitt af merkjum með mynd Kristjáns X. Er hér sem í öðrum sérsöfnum tillögur og prófprent merkjanna; enn fremur plötugallar og ýmis afbrigði, sem fram hafa komið. Að sjálfsögðu sýnir Torben svo notkun þessara frímerkja á bréf- um. í safninu eru margir sjald- gæfir hiutir. Þetta safn hefur hlotið stórt silfur á sýningu er- lendis. I póstsögulegri deild eru tvö söfn um hernaðarpóst á Islandi í seinni heimsstytjöldinni. Annað þessara safna á góðkunningi margra ísl. safnara, George Sic- kels. Sýnir hann þar margs konar bréf og stimpla frá póststöðvum Bandaríkjahers á íslandi. - Sama má segja um hitt safnið, sem er í eigu sænsks safnara, sem heitir Leif Niisson. í Flugpóstdeild sýnir Banda- ríkjamaður, Lester Winick, safn sitt frá upphafi flugferða á ís- landi. Er þetta mjög gott safn með mörgum fágætum og óvenju- legum umslögum frá flugferðum bæði innanlands og landa í milli. í svonefndum Norrænum flokki er örugglega margt for- vitnilegt að skoða. Hér eru t. d. mjög góð söfn danskra frímerkja frá 1851-1905. Sama verður og sagt um söfn frá öðrum Norður- löndum. - í Alþjóðlegum flokki verður einnig margt áhugavert efni til sýnis, bæði frá mörgum löndum í Evrópu og svo frá fjar- lægari stöðum eins og Suður- Ameríku og Asíu. Á NORDIU 91 verða skemmti- leg mótífsöfn. Hér skulu örfá nefnd. Fyrst verður fyrir sérstætt og skemmtilegt safn, sem nefnist Víkingarnir. Er þar rakin saga víkinganna með frímerkjum og stimplum á umslögum, sem tengj- ast þessu efni. Safn þetta á Gunn- ar Dahlvig, sem nú er formaður Landssambands sænskra frímerkjasafnara. Áður hefur safnið verið á sýningu hér á landi. - Annar Svíi á þarna safn um sama efni. - Þá eru söfn, sem sýna sögu skipanna, sögu fisk- veiða, sögu Ijósmyndatækninnar, sögu reiðhjólsins, sögu Rauða krossins, svo að fátt eitt sé nefnt. Nú er mál að linni, enda verða menn að koma og sjá og gefa sér tíma - og hann góðan - til þess að kynna sér allt hið margbreyti- lega efni, sem til sýnis verður. Tekið skal fram, að aðgangur að NORDIU 91 er ókeypis, en vönd- uð sýningarskrá, sem er í tveimur hlutum, verður þar til sölu. Málræktarsjóður stofnaður Stjórn Málræktasjóðs, frá vinstri: Gunnlaugur Ingólfsson, Kristján Árnason, Baldur Jónsson, Kári Kaaber og Sigrún Helgadóttir. bregða og svarar fyrir sig fullum hálsi: „Það hefur engin kona nokk- urn tímann orðið neitt án þess að strax hafi komið upp raddir um að hún hafi sofið hjá hinum og þess- um“. Þegar Mitterrand og fleiri héldu stofnfund Sósíalistaflokksins í borginni Epernay árið 1971 var Cresson mætt á staðinn. Á lands- fundi flokksins 1975 var hún gerð að talsmanni flokksforystunnar í æskulýðsmálum. Hún bauð sig fram í þingkosningum 1978 en náði ekki kjöri. Það gerði hún aftur á móti í kosningunum til Evrópu- þingsins árið 1979. Eftir sigur Mit- terrands í forsetakosningunum og Sósíalistaflokksins í þingkosning- unum árið 1981 var hún svo skipuð landbúnaðarráðherra. Því embætti gegndi Cresson til ársins 1983. Þá varð hún utanríkis- viðskiptaráðherra (1983-1986) og síðan ráðherra Evrópumála (1988- 1990). Það fer tvennum sögum af reynslunni af ráðherrastörfum Cressons og flestir fyrrum samráð- herrar hennar bera henni ekkert allt of vel söguna. Óvinsæl hjá bændum og Japönum Það má vissulega færa rök fyrir því að störf hennar sem utanríkis- viðskiptaráðherra hafi frekar þjón- að hagsmunum fyrirsagnasmiða á frönskum fjölmiðlum en iðnaði landsins. Og sem landbúnaðarráð- herra var hennar helsti árangur að æsa alla bændur landsins (sem til að byija með voru ekkert allt of hrifnir af að láta konu stjórna sér) upp á móti sér. Sió oft í brýnu milli „rauðhærða Parísarkvendis- ins“ og frönsku bændasamtakanna FNSEA. Þáverandi formaður bændasamtakanna, Guillaume, varð síðar landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Jacques Chiracs. Þegar fjölmiðlar spurðu hann álits á nýja forsætisráðherranum svaraði hann: „Henni tókst að fá allan heiminn upp á móti sér á átta mánuðum og verða kveikjan að fjölmennustu mótmælum sem franskir bændur hafa nokkurn tímann skipulagt. Henni tókst það með fjandsamlegri afstöðu sinni og lítilsvirðingu í garð viðmælenda. Það mætti halda að hjá henni hafi árásargirni leyst skynsemina af hólrni." Cresson hefur með störfum sín- um ekki bara skapað sér óvild fran- skra bænda og fyrrum meðráð- herra. Það olli miklu írafári í Japan er ljóst var hver yrði hinn nýi for- sætisráðherra Frakklands enda hefur Cresson löngum verið ómyrk í máli um afstöðu sína í garð Jap- ana. Hún segir þá ekki fylgja sett- um reglum í viðskiptalífinu og legg- ur ríka áherslu á samstöðu Evrópu- ríkja gegn þeirri hættu sem hún telur stafa af þeim. Japan sé ríki sem hafi það að markmiði að leggja heiminn undir sig. Hefur Cresson m.a. líkt bókinni „Japan sem getur sagt nei“ eftir Sony-yfirmanninn Shintaro Ishikara við rit Adolfs Hitlers „Mein Kampf“. í ljósi þessa var eitt neyðariegasta augnablik ævi Cressons eflaust er Renault- embættisbifreið hennar fór ekki í gang er hún eitt sinn hugðist leggja af stað heim úr móttöku í japanska sendiráðinu í París. Þó að opinberlega hafi Japanir brugðist kurteisislega við emb- ættistöku hennar leynir sér ekki að Cresson var ekki þeirra drauma- kandídat sem forsætisráðherra Frakklands. Kallaði japanska ut- anríkisráðuneytið meira að segja franska sendiherrann til sín og bað hann um að biðja Cresson um að draga úr gagnrýni sinni í garð Jap- ana. í dagblaðinu Asahi Shimbun birtist skopteikning fyrir skömmu þar sem franski forsætisráðherrann situr við borð sem á er mergð tómra flaskna, veifandi glasi og öskrandi fúkyrði um Japani. Annar maður beygir sig að Mitterrand, sem einn- ig situr við borðið, og spyr: „Er þessi fyllibytta virkilega forsætis- ráðherrann?" Ein af ástæðunum fyrir því að Cresson sagði af sér sem Evrópu- málaráðherra í fyrra og hóf þess í stað störf sem stjórnandi hjá Sc- hneider-samsteypunni var að hún taldi iðnaðarráðherrann, Fauroux, ekki standa sig nógu vel „við- skiptastríðinu" við Japan. „Ég fer frekar en að tala fyrir daufum eyr- um. Frakkland rekur ekki við- skiptastríðið eins og það ætti að gera til að styrkja iðnað okkar,“ sagði hún er hún sagði af sér 2. október sl. Það gustar óneitanlega um Cresson og ætlun Mitterrands er að hún blási nýju lífi í stjórn sósíal- ista. Til þess að hún fari samt ekki offari hafa völd efnahagsmálaráð- herrans Pierre Bérégovoy verið stóraukin. Hafa fáir ráðherrar í sögu Frakklands verið jafn valdam- iklir og hann er nú. Hefur verið sagt að við stjórn Frakklands næstu árin eigi Mitterrand að sjá um hið mikilfenglega, Cresson um skítverkin og Bérégovoy viðskiptahliðina. Mitterrand hefur líka einn mögu- leika enn til að reyna að tryggja sigur sósíalista í næstu kosningum. Fyrir kosningarnar 1986 breytti hann kosningalögum þannig að ríkjandi kerfi sem byggði á meiri- hlutakosningu var afnumið og tek- in upp hlutfallskosning í staðinn. Þetta gerði það hins vegar að verk- um að flokkur hægri öfgamannsins Jean-Marie Le Pen komst inn á þing þrátt fyrir mjög lítið fylgi. Þetta veikti stöðu borgaralegu flokkanna og dró úr skörpum skil- um á milli fylkinga á þinginu. Nú er jafnvel talið hugsanlegt að for- setinn breyti kerfinu enn einu sinni þannig að Kommúnistaflokkurinn og flokkur Græningja myndu styrkja stöðu sína á franska þinginu. ÍSLENSK malnefnd stofnaði Málræktarsjóð fyrir nokkru. Markmið sjóðsins er að beita sér fyrir og styðja hvers konar starf- semi til eflingar íslenskri tungu og varðveislu hennar. Eru allir unnendur íslenskrar tungu og áhugamenn um íslenska málrækt hvattir til að leggja í sjóðinn og gerast stofnendur. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Málræktarsjóðnum að honum verður einkum beitt til styrktar þörfum málræktarverkefnum sem eiga sér litla von um stuðning úr öðrum áttum. Meðal verkefna sjóðs- ins verður að styrkja nýyrða- og íðorðastarf í landinu, útgáfu orða- bóka og kennslubóka o. fl. Höfuðstóll Málræktarsjóðsins á að verða 100 milljónir króna. Á stofndegi hafa verið lagðar fram tæpar 5,4 milljónir króna. Sænska aRademían reið á vaðið með gjöf til íslenskrar málnefndar í tilefni 25 ára afmæli nefndarinnar sumar- ið 1989. Stjórn sjóðsins mun beita sér fyrir því að safna til hans allt að 50 milljónum króna frá öðrum en ríkinu en menntamálaráðherra mun beita sér fyrir því að íslenska rfkið leggi fram samsvarandi upp- hæð af sinni hálfu. Einstaklingar, samtök, fyrirtæki eða stofnanir, sem leggja. Málræktarsjóðnum til fjármuni í einhverri mynd fyrir árs- lok 1992, teljast til stofnenda. í stjórn Málræktarsjóðsins eiga sæti: Baldur Jónsson prófessor, for- stöðumaður íslenskrar málstöðvar, sem er formaður sjóðsstjórnar, Kristján Árnason prófessor, for- maður Islenskrar málnefndar, og Sigrún Helgadóttir tölfræðingur, formaður íðorðanefndar málnefnd- arinnar. Varamaður er Gunnlaugur Ingólfsson orðabókarritstjóri, vara- formaður íslenskrar málnefndar, en framkvæmdarstjóri Málræktarsjóðs er Kári Kaaber. Söfnun til Málræktarsjóðs er þegar hafin. Tekið er við framlögum á skrifstofu Islenskrar málstöðvar, Aragötu 9, 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.