Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991 IMI i&Hinm fiiS&i'A'fi'"!'- Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Gorbatsjov snýr við blaðinu Vonir um, að umbótaöfl nái undirtökunum á ný í Sov- étríkjunum hafa vaxið síðustu vikur og mánuði. Hörð gagn- sókn einræðisafla innan Komm- únistaflokks Sovétríkjanna, Rauða hersins og KGB undanf- arna mánuði og misseri gegn þeirri stefnu til aukins fijáls- ræðis í þjóðfélagsháttum í Sov- étríkjunum, sem gætt hefur síðustu ár virðist hafa runnið út í sandinn. Tilraunir sömu afla til þess að koma Boris Jeltsín á kné fóru út um þúfur með sigri hans í forsetakosning- unum í Rússlandi. Það er erfítt og nánast ómögulegt að skilja, hvað er að gerast í valdakerfi Sovétríkj- anna. Við blasir að þetta víðfeðma ríki er að liðast í sund- ur. Jeltsín sagði í ræðu í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum dögum, að útilokað væri að koma í veg fyrir, að eitthvert lýðveldanna yfirgefi sovézka ríkjasamband- ið. Eystrasaltsríkin hafa ekki hvikað frá kröfum sínum um fullt sjálfstæði. Efnahagskerfi Sovétríkjanna er augljóslega að hrynja til grunna. Gorbatsjov, sem óumdeilan- lega greiddi fyrir því á fyrstu valdaárum sínum að þróun til aukins fijálsræðis fengi byr undir báða vængi, virtist um skeið ekki tilbúinn til að stíga skrefið til fulls og raunar hafa tilhneigingu til þess að snúa til baka. Hann tók upp aukið sam- starf við einræðisöflin innan sovézka valdakerfisins og tók að mati forystumanna Eystra- saltsríkjanna fullan þátt í ákvörðunum um að beita ofbeldi gegn þessum ríkjum, sem m.a. leiddi til alvarlegra átaka og dauðsfalla. Nú hefur þessi sami maður snúizt af hörku gegn einræðis- öflunum og að því er virðist kúgað þau til hlýðni í bili a.m.k. Forystumenn stórþjóðanna þurfa oft að stunda sérkennileg- an línudans bæði til þess að halda völdum og ná markmiðum sínum. Vel má vera að skýra megi stefnubreytingar Gorb- atsjovs fram og til baka með því, að hann þurfi að halla sér að þessum hagsmunaöflum í dag og öðrum á morgun. En skýringin getur líka verið allt önnur, sem sé sú, að forseti Sovétríkjanna hafi frá upphafi miðað stefnu sína í innanlands- málum við það að fá fjárhags- legan stuðning frá Vesturlönd- um til þess að bjarga Sovétríkj- unum frá efnahagslegu hruni. Alla vega er ljóst, að Gorb- atsjov hefur undanfarna mánuði lagt mikla áherzlu á að fá boð um að sitja fund leiðtoga helztu iðnríkja heims. Jafnframt hafa aðstoðarmenn hans unnið kapp- samlega að því að afla stuðn- ings í Bandaríkjunum við nýja efnahagsstefnu í Sovétríkjun- um, sem m.a. byggi á veruleg- um fjárstuðningi frá Vestur- löndum. Ljóst er, að í þessum umræðum er rætt um að tengja slíkan fjárstuðning við stjórn- arfarslegar umbætur í landinu og jafnvel, að sá stuðningur verði veittur í réttu hlutfalli við framkvæmd þeirra umbóta. Það er ekki ólíklegt, að þetta sé skýringin á því, að Gorb- atsjov hefur nú snúið við blaðinu á ný, tekið upp aukið samstarf við umbótaöfl innan Sovétríkj- anna og sett einræðisöflin út í kuldann. Að gjörbreyta þjóðfé- lagskerfi í einu fjölmennasta ríki heims er svo hrikalegt verk- efni, að líkurnar á því, að það mistakist eru margfalt meiri en líkurnar á því, að það takist. Hér þarf ekki aðeins að breyta kerfi heldur hugsunarhætti. Á Vesturlöndum vega menn og meta, hvort skynsamlegt sé og æskilegt að koma Sovétríkj- unum til aðstoðar. í hvert skipti, sem ofbeldi er beitt gagnvart fólki af sovézkum stjórnvöldum minnkar stuðningur við slíka aðstoð á Vesturlöndum. Á hitt er að líta, að Sovétríkin í upp- lausn og efnahagslegu öng- þveiti geta skapað hættuástand fyrir Vesturlönd. Hernaðarleg átök innan Sovétríkjanna geta breiðzt út til Vesturlanda og allsheijar öngþveiti getur leitt til óstöðvandi flóttamanna- straums úr austri til vesturs, sem getur auðveldlega orðið óviðráðanlegur og lendir fyrst á fyrrum leppríkjum Sovétmanna, sem nú standa í harðri baráttu við að koma fótunum undir sig eftir áratuga áþján kommún- ismans. Af þessum sökum m.a. hníga sköðanir manna á Vesturlönd- um frekar að því að veita Sov- étríkjunum stuðning til þess að takast á við risavaxinn vanda- mál, sem við blasa. Sennilega er það rétt niðurstaða. En eftir atburði síðustu missera innan Sovétríkjanna er ástæðulaust að gera sér of miklar vonir, jafn- vel þótt Gorbatsjov ráðist þessa stundina harkalega gegn ein- ræðisöflunum. 1 prrr við I .þurfum ekki annað en fylgjast með nýjum fjölmiðlum sem spretta upp eins- og gorkúlur til að sannfærast um and- leg verðmæti eiga undir högg að sækja. Alþjóðlegar tízkubylgjur sem krefjast þess allt og allir séu eins setja helzt mark sitt á þessa fjölmiðla og slá striki yfir þá við- leitni náttúrunnar að sérhver ein- staklingur sé áhugavert, einstætt tilfelli. Helzt eiga allir að hafa það sama fyrir stafni, hugsa um það sama, hlusta á sömu plöturnar, horfa á sömu myndböndin og lesa helzt sömu bókina. Hin einstöku tilfelli eru illa séð. Lífið á helzt að vera eitt allsheijar prófkjör sem leitar með æðisgengnu írafári inní goðsagnir einshyggjunnar. En sr. Matthías leggur áherzlu á sérleik- ann sem hann nefnir svo: sérleik hefir sérhver sál, þó enginn skilji, segir hann í Guð, minn Guð, ég hrópa. Náttúran segir okkur líka einstök tilfelli beri því vitni að innan lögmála hennar ríki meira frelsi en efnishyggjupostularnir héldu fram. Það er í þessa frelsishyggju sem fjölbreytnin sækir afl sitt og ódrep- andi styrk. Og hún hlýtur að vera aðalsmerki þess eftirsótta samfé- lags sem okkur dreymir um og gæti kannski einhvern tíma orðið að veru- leika. Slíkt þjóðfélag hlýtur þó að lúta ákveðnum lögum einsog náttúran sjálf. Slíkt þjóðfélag hlýtur að vera til; einhvers staðar bak við fjöllin. Við erum á réttri leið meðan við trúum því, þráttfyrir allt. IfTO MAÐURINN ER EKKI lt)C3«alltof vel hannaður og það er missmíð á ferð hans inní áfangann mikla, dauðann. Maður- inn er sjálfum sér ofviða. Og sjaldn- ast hann komi heilskinnaður úr þessu ferðalagi. Við erum fædd í fjötrum þeirrar vitneskju að okkur er markaður óumflýjanlegur far- vegur um heldur kaldranalegt hijóstur. Maðurinn ræður ekki við það sem á hann er lagt, þráttfyrir listræna hæfileika og viðamikla þekkingu. Ferðinni er auk þess heit- ið í áfangastað sem náttúran hefur valið okkur einsog öðrum dýrum án þess þó við höfum neinn sér- stakan áhuga á þessum leiðarenda. Við megum raunar ekki til dauðans hugsa. Þessi endastöð alls jarðlífs er okkur sízt af öllu neitt takmark og helzt vildum við losna við óvissu dauðans. Þannig er maðurinn ekki fæddur fijáls. Hann er fangi eigin takmark- ana, fjötraður óumflýjanlegum lög- málum náttúrunnar. Samt er sú trú manninum inngróin frá alda öðli dauðinn geti leyst fjötrana. Hann hafi lyklavöldin að einhveiju óskil- greinanlegu frelsi sem er okkur eftirsóknarvert. En það er þá oftar- en ekki frelsi óttans og óvissunnar. Samt er þetta frelsi líknandi von andspænis því sem ekki verður und- an komizt og sízt af öllu eftirsókn- arvert markmið, eins illa og við erum í stakk búin til að deyja. En þó erum við kannski öllu ver undir það búin að lifa. Við, þessi hálfskapaða skepna, þessi grimmd í guðlegum eldi. Þrátt fyrir allt þetta hefur R.L. Stevenson sagt í The Amateur Emigrant sem fjallar um ferðalag hans frá Skotlandi vestur um haf náttúran sé góður leiðsögumaður gegnum lífið og Voltaire segir í Orðabók heimspekinnar það sé adáunarvert hvað öllu sé vel fyrir komið á jörðinni og hugvitið að baki sköpunarinnar óviðjafnanlegt. En maðurinn Iifír í fjölbreytilegri veröld en skordýrið. Engir tveir menn eru eins, en skordýrin virðast öll eins og þau eru öll sífelldlega að bisa við það sama. Lævirkinn hefur sungið sömu fimm nótumar í þúsundir ára, segir Willa Cather í 0, Pioneers. Maðurinn á fleiri tóna, hann leikur á fleiri strengi þótt hann sé einatt harla líkur býflugum eða maurum. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall Skoðanakönnun sú, sem Fé- lagsvísindastofnun Há- skólans hefur gert fyrir Morgunblaðið um afstöðu fólks til ýmissa þátta fisk- veiðistefnunnar hefur að vonum vakið þjóðarat- hygli. Niðurstöður hennar eru svo afgerandi, að ekki verður fram hjá þeim horft við þá endurskoðun núver- andi laga um fiskveiðistjórnun, sem á að vera lokið eftir eitt og hálft ár. Tilraunir til þess að varpa rýrð á vinnu- brögð Félagsvísindastofnunar eru dæmdar til þess að mistakast. Hér er um mjög vandaða könnun að ræða, sem hefur verið undirbúin mjög rækilega og framkvæmd á þann veg, að niðurstöður hennar verða ekki dregnar í efa á þeim forsendum. Úrtakið var 1.500 manns á aldrinum 18 til 75 ára og fengust svör frá 1.040 manns eða tæplega 70% svarhlutfall. Það er mat Félagsvísindastofnunar, að fullnægjandi samræmi sé á milli skiptingar úrtaksins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu. Sú niðurstaða, að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar eða rúmlega 95% þeiira, sem afstöðu tóku, sé hlynntur því, að fiskimiðin teljist sameign þjóðarinnar, kemur tæpast nokkrum á óvart. Víðtæk samstaða hefur verið milli allra stjórnmála- flokka og hagsmunaaðila um núgildandi lagaákvæði um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum og mátti fyrirfram ætla, að niðurstöður skoðanakönnunarinnar endur- spegluðu þá almennu samstöðu, sem og varð. Hins vegar hafa svör við spurningu um það, hvort veita eigi útgerðarmönnum veiðiheimildir án endurgjalds eða hvort þeir eigi að greiða eitthvert gjald í sameig- inlegan sjóð fyrir veiðiheimildirnar áreið- anlega komið mörgum á óvart. En þar varð niðurstaðan sú, að 66,8% þeirra, sem afstöðu tóku eru fylgjandi gjaldi en 25,7% eru andvígir gjaldi. Um þennan lykilþátt fiskveiðistefnunnar hafa geisað harðar deilur, árum, misserum og mánuðum sam- an. Skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið um þetta efni á fýrri stigum hafa sýnt allt aðra niðurstöðu og stjórnmála- flokkar hafa verið tregir til að kveða upp úr um afstöðu sína til málsins, ef Alþýðu- flokkurinn er undanskilinn. Talsmenn hagsmunasamtaka útgerðarinnar hafa barizt hart gegn öllum hugmyndum um endurgjald fyrir veiðiréttinn og talið slíkar hugmyndir jafngilda nýrri skattheimtu á útgerðina eða jafnvel á Iandsbyggðina. Ef marka má fyrri kannanir um þetta efni verður að telja, að umræður undan- farna mánuði hafi smátt og smátt opnað augu fólks fyrir því um hvers konar stór- mál hér er að ræða og að aukin þekking og skilningur á kjarna þessa máls, sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra, orðaði einstaklega vel í kosningabaráttunni, þeg- ar hann ræddi nauðsyn þess að gera laga- ákvæði um sameign þjóðarinnar á fískimið- unum virkari, hafi orðið til þess að beina skoðunum kjósenda í þennan farveg. Það er afar fróðlegt að skoða sundur- greiningu Félagsvísindastofnunar á svör- um við þessari spurningu, eftir kyni, aldri, búsetu, stétt, atvinnugrein og flokkum. Þar kemur glögglega fram, að það er ein- ungis meðal sjómanna og þeirra, sem vinna við sjávarútveg almennt, sem meiri stuðn- ingur er við endurgjaldslausar veiðiheim- ildir. Þó má litlu muna, þegar svarendur eru sundurgreindir eftir atvinnugreinum en í sjávarútvegi vilja 44,7% veiðiheimildir án endurgjalds, en 43,5% veiðiheimildir gegn gjaldi. Hins vegar er munurinn meiri meðal sjómanna, en þar vilja 55,8% endur- gjaldslausar heimildir en 32,6% vilja að útgerðarmenn greiði gjald. I öllum stjórnmálaflokkum er yfirgnæf- andi stuðningur við gjaldtöku, mestur í Alþýðuflokki en minnstur í Framsóknar- flokki, þar sem 62,2% vilja gjaldtöku. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknar- flokksins og fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, hefur verið harðasti talsmaður nú- verandi kvótakerfis en Alþýðuflokkurinn REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 22. júní sá stjórnmálaflokka, sem hefur gengið fram fyrir skjöldu og gert gjaldtöku að stefnumáli sínu. Hins vegar er það um- hugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem ekki var tilbúinn til þess á landsfundi í febrúar að taka skýra afstöðu til máls- ins, að 64,7% fylgismanna flokksins eru fylgjandi gjaldtöku. Ymsir aðrir þættir í þessari könnun veita mikilsverðar upplýsingar um afstöðu fólks. Þannig er t.d. athyglisvert að sjá hve mikill stuðningur er við byggðakvóta, þ.e. að einstökum byggðarlögum verði tryggð lágmarkshlutdeild í veiðiheimildum. Þá er ljóst, að fólk vill ekki binda veiðiheim- ildirnar til langs tíma og yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem svöruðu eða 86,9% eru andvígir því, að útgerðarmenn og eig- endur fiskiskipa geti hagnast á sölu veiði- kvóta, sem þeim hefur verið úthlutað án endurgjalds. Þá fer ekki á milli mála, að fólk hefur áhyggjur af því, að fiskvinnslan fái ekki nægilegt hráefni til vinnslu. Loks kemur hugur þjó'ðarinnar til sjómanna vel fram í þeim mikla stuðningi, sem bersýni- lega er við sérstakan sjómannafrádrátt til skatts. í Skoðanakönnun er að sjálfsögðu ein- ungis könnun á viðhorfi þeirra, sem spurð- ir eru. Hins vegar er komin það mikil reynsla á skoðanakannanir hér, að ljóst er, að niðurstöður þeirra gefa mjög stérka og skýra vísbendingu um afstöðu fólks til manna, flokka og málefna. Þess vegna komast stjórnmálaflokkar og hagsmuna- samtök ekki hjá því að horfast í augu við þessar niðurstöður og taka tillit til þeirra. Hér er óumdeilanlega um stærsta fram- tíðarmál þessarar þjóðar að ræða. Niður- stöður þessarar könnunar sýna, svo ekki verður um deilt, að þjóðin er ekki reiðubú- in til að afhenda fámennum hópi útgerðar- manna fiskimiðin til eignar, eins og nú er að gerast. Ef hagsmunasamtök útgerðarinnar halda áfram að beija hausnum við steininn og beita þrýstingi á stjórnvöld, alþingis- menn og stjórnmálaflokka til þess að koma í veg fyrir eðlilega niðurstöðu í þeirri end- urskoðun, sem senn á að hefjast á núgild- andi lögum um fiskveiðistjórnun, er ekki um annað að ræða en leggja þetta stór- mál fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Væntanlega dregur enginn í efa rétt þjóð- arinnar sjálfrar til þess að taka ákvörðun um þetta mál - eða hvað? Viðbrögð hagsmuna- samtaka FYRSTU VIÐ- brögð Kristjáns Ragnarssonar, formanns Lands- sambands ísl. út- vegsmanna, lofa hins vegar ekki góðu og benda til þess, að hann muni beijast með öllum hugsan- legum ráðum gegn því, að útgerðin greiði eitthvert endurgjald fyrir réttinn til þess að nýta þá takmörkuðu auðlind, sem fiskimiðin við ísland eru orðin. í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær, föstudag, hafði formaður LÍU efnislega uppi eftirfarandi athugasemdir við niður- stöður könnunar Félagsvísindastofnunar: í fyrsta lagi eru spumingarnar neikvæðar og mpta svörin, sagði Kristján Ragnars- son. í öðru lagi eru þær í anda ritstjóra Morgunblaðsins, sem hafa haldið uppi miklu áróðursstríði með neikvæðri umfjöll- un og kynt undir hugmyndir fólks um auð í annars garði. í þriðja lagi hefur Morgun- blaðið að mati Kristjáns Ragnarssonar rekið áróður gegn sjávarútveginum og ekki séð eða viljað sjá þau markmið, sem atvinnugreinin hefur sett sér. í fjórða lagi þekkist það hvergi í heiminum, að útgerð: ir borgi fyrir rétt til þess að veiða fisk. í fimmta lagi er íslenzk útgerð að keppa við ríkisstyrktar útgerðir í öðrum löndum. í sjötta lagi er Evrópubandalagið að kaupa upp veiðiheimildir fyrir milljarða og af- henda fiskimönnum sínum endurgjalds- laust. í sjöunda lagi vilja íslenzkir útgerð- armenn bæta þessa starfsemi með því að færa veiðiheimildir á milli skipa með já- kvæðu viðhorfi. Ástæða er til að ijalla nokkuð um þessi fyrstu viðbrögð Kristjáns Ragnarssonar, sem hann endurtekur að mestu leyti í sam- tali við Morgunblaðið í dag, laugardag. Um þá röksemd formanns LIÚ, að spurn- ingar Félagsvísindastofnunar séu nei- kvæðar og móti svörin er það að segja, að þessar spumingar eru birtar orðréttar í Morgunblaðinu í gær, föstudag. Hver og einn lesandi getur kynnt sér þær og lagt eigið mat á það, hvort spurningarnar era neikvæðar og orðaðar á þann veg, að þær móti svör þátttakenda í þessari könnun. Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félags- vísindastofnunar segir um þessa ásökun Kristjáns Ragnarssonar í samtali við Morg- unblaðið í dag, laugardag: „Það er alvana- legt, að hagsmunaaðilar ráðist að sendi- boðum, sem færa þeim ill tíðindi. Við könn- umst mæta vel við það, þegar sömu menn- irnir kunna sér vart læti, þegar niðurstöð- ur kannana henta þeim vel, en finna þeim hins vegar allt til foráttu, þegar á hinn veginn fer. Þá er gjarnan reynt að gera könnunaraðila og vinnubrögð þeirra tor- tryggileg og þeir vændir um hlutdrægni. Spurningarnar í þessari könnun voru samdar af starfsfólki Félagsvísindastofn- unar með það markmið í huga að fá fram sjónarmið almennings til nokkurra helztu atriðanna í þeirri umræðu, sem verið hefur um sjávarútvegsmál í þjóðfélaginu að und- anförnu. Spumingarnar eru allmargar og reynt að hafa sérhveija þeirra þannig, að enginn færi í grafgötur um, hvert við- fangsefni var hveiju sinni. Þannig ^ar reynt að tryggja, að spurningarnar væru skýrar og svarendum fullljóst, hveiju þeir væru að svara. Meginstyrkleiki þessarar könnunar felst í því, að spurt er mjög ítar- lega um sjávarútvegsmál en ekki á al- mennum eða tvíræðum nótum. Niðurstöð- umar eru því vel til þess fallnar að sýna innlegg almennings í umræðuna um sjáv- arútvegsmál. Það er auðvitað hægt að búa til spurningar, sem eru leiðandi og vill- andi, en þegar könnunaraðilar birta þær orðrétt, þá leynir sér aldrei, ef um slikt er að ræða.“ Önnur röksemd formanns LÍÚ er sú, að Morgunblaðið hafi haldið uppi áróðurs- stríði í þessu máli með neikvæðri umfjöllun og kynnt undir hugmyndir fólks um auð í annars garði. Þetta er auðvitað alrangt. Morgunblaðið hefur ekki haldið uppi áróð- ursstríði en hins vegar hefur blaðið lagt rika áherzlu á það undanfarna mánuði og misseri að upplýsa fólk um hvað fiskveiði- málin snúast. Morgunblaðið hefur verið opinn vettvangur fyrir almenn skoðana- skipti um þetta stórmál og í blaðinu hafa birzt greinar, viðtöl og annað efni úr öllum áttum um fiskveiðistefnuna, þar sem hin- um ýmsu sjónarmiðum hefur verið gert jafnhátt undir höfði. Blaðið sjálft hefur mótað grundvallarstefnu í málinu af sinni hálfu í ritstjórnargreinum, þ.e. forystu- greinum og Reykjavíkurbréfi, þar sem ekki hefur verið gengið lengra en svo að hvetja til þess að einhvers konar endur- gjald komi fyrir réttinn til þess að nýta fiskimiðin. Morgunblaðið hefur hins vegar ekki tekið undir hugmyndir um uppboð á veiðileyfum eða að auðlindaskattur verði tekinn upp. Þá hefur Morgunblaðið lagt áherzlu á, að endurgjald fyrir veiðiréttinn eigi ekki að ganga til þess að standa und- ir hallarekstri ríkissjóðs og verða þannig enn ein skattlagning hins opinbera. Sá sem þolir ekki slíkar opinberar umræður um stærsta mál íslenzku þjóðarinnar nú um stundar og telur, að í þeim felist „áróð- ursstríð“ og „neikvæð umfjöllun“, sem kyndi undir hugmyndir fólks um „auð í annars garði“, þolir einfaldlega engar at- hugasemdir við eigin skoðanir. Sú staðhæfing Kristjáns Ragnarssonar, að Morgunblaðið hafi rekið áróður gegn sjávarútveginum sem atvinnugrein og að blaðið sjái ekki eða vilji ekki sjá markmið atvinnugreinarinnar með kvótakerfinu er líklega sú ósanngjarnasta í garð blaðsins, sem hann hefur sett fram. Sannleikurinn er auðvitað sá, að Morgunblaðið hefur áratugum saman lagt rnikla áherzlu á umfíöllun um málefni sjávarútvegsins, eins og eðlilegt er, þar sem líf fólksins í þessu landi snýst um fisk. í langflestum tilfellum hafá leiðir blaðsins og þessarar atvinnu- greinar legið saman, þegar um mestu hagsmunamál sjávarútvegsins hefur verið að ræða. Það er t.d. augljóst, þegar mál- flutningur talsmanna sjávarátvegsins og Morgunblaðsins um afstöðuna til viðræðna Evrópubandalagsins og EFTA er skoðað- ur, að þessir aðilar, sjávarútvegurinn og Morgunblaðið hafa átt mikla samleið í því mikilvæga máli. Þá hafa skoðanir Morgun- blaðsins og talsmanna sjávarútvegsins um nauðsyn fækkunar fiskiskipa og fækkunar fiskvinnslustöðva til þess að auka hagræð- ingu í atvinnugreininni farið mjög saman um langt árabil. Sjávarútvegurinn hefur því átt hauk í horni, þar sem Morgunblað- ið er. Nýr þáttur í útgáfustarfsemi Morg- unblaðsins, sem hófst sl. haust með viku- legri útgáfu á sérblaði um sjávarútveg, Úr verinu, mun áreiðanlega eiga mikinn þátt í að efla skilning þess hluta þjóðarinn- ar, sem starfar ekki lengur í beinum tengslum við sjávarútveginn - og það er býsna stór hópur nú orðið - á þýðingu þessarar atvinnugreinar fyrir þjóðarbú- skap okkar. Ásakanir á hendur blaðinu um áróður gegn þessari höfuðatvinnugrein landsmanna eru því fáránlegar og fjar- stæðukenndar. Kristján Ragnarsson segir, að það þekk- ist hvergi í heiminum, að útgerðir borgi fyrir leyfi til að veiða fisk. í þessum efnum er á það að líta að varla er til sú þjóð í heiminum, sem býr við sömu aðstæður og við, annars vegar að afkoma þjóðarinnar byggist nánast algerlega á sjávarútvegi og hins vegar, að þessi auðlind er skyndi- lega orðinn takmarkaðri en hún hefur áður verið talinn vera, þótt að vísu séu nú að heflast fróðleg skoðanaskipti um rannsóknir á fiskistofnum og gildi þeirra. Við búum því við sérstöðu að þessu leyti og sú röksemd hefur í sjálfu sér enga þýðingu, áð slík gjaldtaka tíðkist hvergi. En að öðru leyti er rétt að upplýsa Krist- ján Ragnarsson um, að umræður af þessu tagi eru að heijast í Bandaríkjunum á svipuðum nótum og hér og fram hafa komið í því heimsþekkta dagblaði The New York Times, ákaflega svipuð sjónarmið og Morgunblaðið hefur haldið fram hér, þótt ekki séu allir á eitt sáttir þar vestra frek- ar en hér. Þá beitir Kristján Ragnarsson þeim rök- semdum gegn gjaldtöku af sjávarútvegin- um, að útgerðin hér keppi við ríkisstyrkta útgerð á fískmörkuðunum og að Evrópu- bandalagið kaupi upp veiðiheimildir hvar sem því verður við komið og afhendi út- gerðarmönnum endurgjaldslaust. Hér er einfaldlega engu saman að jafna. Fiskveið- ar eru minni háttar atvinnugrein í flestum þeim löndum, sem um er að ræða, þegar litið er á þær, sem þátt í þjóðarbúskap þessara landa. Þótt ríkisstjórnir þessara landa telji sér nauðsynlegt að halda sjávar- útvegi uppi af pólitískum ástæðum með styrkjum getur það ekki á nokkurn hátt snert þessar umræður hér eða komið þeim við á einn eða annan veg. Ef staðan væri sú, að við gætum ekki selt okkar fisk af þessum ástæðum væri tilefni til þess að ræða þetta á öðram forsendum en svo er ekki. Eftirspurn eftir fiski er svo mikil, að við getum ekki annað henni. Hins veg- ar hljótum við að leggja áherzlu á það í alþjóðlegu samstarfi m.a. á vettvangi Evr- ópuríkjanna að tryggja jafnstöðu atvinnu- greina að þessu leyti, en það getur ekki orðið röksemd gegn gjaldtöku hér við þær sérstöku aðstæður, sem ríkja í okkar þjóð- félagi. Um fískveiðistefnu Evrópubanda- lagsins sjálfs og veiðiheimildakaup þess er það eitt að segja, að EB er langt á eftir okkur í fiskveiðimálum og fiskvernd- unarmálum og líklegra að bandalagið eigi eftir að fylgja í fótspor okkar á næstu árum en hitt að við fylgjum þeim. Væntan- lega er Kristján Ragnarsson sammála Morgunblaðinu um þetta. Um síðustu röksemd formanns LÍÚ, sem vitnað var til hér að framan, að útgerðar- menn vilji stuðla að umbótum í atvinnu- greininni er það að segja, að Morgunblað- ið dregur alls ekki í efa þann góða vilja manna í sjávarútvegi. Margt hefur verið gert á undanförnum árum og margt á eftir að gerast í þeim efnum. Um höfuð- markmiðin í því þ.e. aukna hagræðingu með fækkun fiskiskipa og fækkun fisk- verkúnarstöðva era Morgunblaðið og hags- munasamtök í sjávarátvegi sammála. En spurningin um gjaldtöku fyrir veiðiréttinn snýst um annað. Hún snýst um það grund- vallaratriði, að ekki er hægt að afhenda fámennum hópi manna höfuð auðlind íslenzku þjóðarinnar, sem hún lögum sam- kvæmt á, fyrir ekki neitt. Um leið og út- gerðarmenn verða tilbúnir til þess að ræða þetta mál á skynsamlegum grandvelli og fallast á þessi grundvallarsjónarmið munu þeir mæta skilningi, þegar að því kemur að útfæra þá meginstefnu í smáatriðum. í SAMTALI VIÐ Morgunblaðið í dag, laugardag, drepur Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Vestfjarðakjördæmi á lykilatriði í því, hvers vegna umræður og skoðanir fólks hafa fallið í þann farveg, sem skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar sýnir. Þar á Morgunblaðið nefnilega ekki stærstan hlut að máli, heldur útgerðarmennirnir sjálfir! Guðjón A. Kristjánsson segir: „ ... en ég hef orðið var við það í umræð- unni, að skoðanir hafa verið að mótast á þennan veg, bæði meðal landverkafólks og sjómanna. Ef útgerðarmenn átta sig ekki á því, að þeir geta ekki selt kvótann eingöngu til frádráttar og hagsbóta fyrir sig sjálfa, þá byggir enginn eins mikið upp umræðu um auðlindaskatt og einmitt þeir sjálfir ... Þeir hafa gert það með því að vera með þessi viðskipti sín í milli, sem til dæmis hafa verið algjörlega andstæð skoðunum sjómanna, sem hafa hafnað því, að menn geti selt kvóta fram og til baka, þó þeir hafi ekki hafnað því að menn gætu skipt á jöfnu hvað varðar teg- undir ... Öll þessi umræða hefur vakið upp spurningar um það, hvers vegna í ósköpun- um útgerðaraðilar eigi að geta verzlað með fisk og notað hann til frádráttar í öllum skattaliðum en hann komi hins veg- ar hvergi til tekna nema einungis fyrir þá sjálfa til hagræðingar. Þess vegna segi ég, að engir hafi staðið jafn mikið í því og útgerðarmenn að móta umræðuna um auðlindaskatt og styrkja hana á allan hátt.“ Annar forystumaður Sjálfstæðismanna í sjávarátvegi, Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva, gerir sér líka glögga grein fyrir öðram þætti, sem áreiðanlega hefur opnað augu fólks fyrir því, sem er að gerast varðandi fiskim- iðin, en hann segir í samtali við Morgun- blaðið í dag, laugardag: „ ... ég held til dæmis, að allar umræðurnar í fyrra um trillubátakvótana og allt það hafi haft ótrú- lega mikil áhrif.“ Þetta er laukrétt hjá Arnari Sigurmundssyni. Þegar menn fóra að hagnast um milljónir á sölu á trillum vegna kvótans fór almenningur að gera sér grein fyrir því hvað var að gerast í sjávarútveginum. Einari Oddi Kristjánssyni, formanni Vinnuveitendasambands Islands og út- gerðarmanni á Flateyri er tamt að tala um grín og ragl í þessum efnum , eins og glögglega kemur fram í umsögn hans í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Fyrir nokkrum misseram hélt Einar Oddur Kristjánsson ræðu í Bandaríkjunum, þar sem haiin fjallaði um málefni sjávarátvegs- ins á íslandi og lýsti m.a. stuðningi við greiðslur af hálfu útgerðarinnar. Til þess- arar ræðu er hægt að vitna, ef nauðsyn krefur en þá var hvorki um að ræða “grín“ eða „ragl“ í huga formanns VSÍ. Niðurstöður skoðanakönnunar Fé- lagsvísindastofnunar hafa orðið til þess að skýra afstöðu þjóðarinnar til þessa stór- máls mjög. Það er óhjákvæmilegt fyrir ríkisstjórnina og stjórnarflokkana að taka mið af þessum niðurstöðum í þeirri endur- skoðun fiskveiðistefnunnar, sem fyrir dyr- um stendur. Þáttur út- gerðar- manna sjálfra „En spurningin um gjaldtöku fyr- ir veiðiréttinn snýst um annað. Hún snýst um það grundvallaratr- iði, að ekki er hægt að afhenda fámennum hópi manna höfuð auð- lind íslenzku þjóð- arinnar, sem hún lögum samkvæmt á, fyrir ekki neitt. Um leið og út- gerðarmenn verða tilbúnir til þess að ræða þetta mál á skyn- samlegum grund- velli og fallast á þessi grundvallar- sjónarmið munu þeir mæta skiln- ingi, þegar að því kemur að útfæra þá meginstefnu í smáatriðum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.