Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 8
8 MORGUNÍ&ÁÐÍt) DAGBÓK SUNNÚÓÁCÍt’tí 2ÖJ'JÍÖNl 1991 * 1T\ \ /^ersunnudagur23.júní, 174.dagurársins J-'AVj 1991. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 3.40 og síðdegisflóð kl. 16.14. Fjara kl. 9.52 og kl. 22.34. Árdegis- flóð í Reykjavík kl. 3.40 og síðdegisflóð kl. 16.14. Sólarupp- rás í Rvík kl. 2.55 og sólarlag kl. 24.05. Sólin er í hádegisstað íRvíkkl. 13.30ogtungliðerísuðrikl.22.57 (Almanak Háskóla íslands.) Sæll er sá sem gefur gaum að bágstöddum, á mæðudeginum bjargar Drottinn honum. (Sálm, 41,2.) ÁRNAÐ HEILLA HJÓNA- BAND. Brúð- hjónin Þórunn Þorkelsdóttir og Erik Páls- son voru gefin saman í Bú- staðakirkju. Þau búa í Hólmgarði 23, Rvík. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson gaf þau saman. (Ljósmyndar- inn J. Long). HJÓNA- BAND. Séra Pálmi Matt- híasson gaf saman í Bú- staðakirkju brúðhjónin Karen Björns- dóttur og Óskar Jóhann Björnsson. Heimili þeirra er í Marklandi 10, Rvík. (Mynd, Hafn- arfirði.) FRÉTTIR/MANNAMÓT Svínareglugerð Stefngríms J. SSgfússonan Óviðkomandi aðbúnaði á ritstjóm DV I Umrædd reglugcrð tekur að- eins til dýrategundarinnar Svína (Sus scrofa) og er ekki á nokkum hátt ætlað að hafa áhrif á aðbúnað og starfsumhvcrfi þeirra sem skrifa Dagblaðið-Vísi. Grfu kJD — Ykkur er óhætt að subbast áfrara. Reglugerðin nær bara til hreinræktaðra (sus scrofa). Stöllurnar Irena Lilja Krisljánsdóttir, Sigríður Rós Þór- isdóttir og Lilja Rut Kristófersdóttir héldu fyrir nokkru hlutaveltu til ágóða fyrir „Alheimsátakið Sól úr sorta“. Þær söfnuðu 1.585 krónum, en fjársöfnunin er á vegum Rauða kross Islands. i FRÉTTIR VIÐEY. Gönguferð á austur- eyna kl. 15.15 í dag. Lagt af stað af hlaði Viðeyjarstofu. FERÐAKOSTNAÐUR. í tilk. í Lögbirtingi frá „Ferða- kostnaðarnefnd" segir miðað við 1. júní skuli dagpeningar ríkisstarfsmanna á terðalög- um hér innanlands, miðað við gistingu og fæði í einn sólar- hring vera kr. 6.760. Gisting- in ein kr. 3.460. Dagpeningar vegna fæðis hvern heilan dag, í minnst 10 tíma ferðalagi, kr. 3.300 og fæði í hálfan dag, minnst 6 klst. ferðalagi, kr. 1.650. AKSTURSGJALD. Ferða- kostnaðamefnd birtir líka taxtaakstursgjald í aksturs- samningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana. Almennt gjald fyrstu 10.000 km er kr. 27.80 pr. km. Frá 10.000 km—20.000 km kr. 24,90 pr. km. Þá eru greiddar kr. 32,05 pr. km undir liðnum sérstakt gjald, fyrstu 10.000 km og kr. 28,65 pr. km frá 10.000— 20.000 km og kr. 25,30 pr. km umfram 20.000 km mark- ið. í þriðja flokki, sem heitir torfærugjald eru greiddar kr. 40 fyrstu 10.000 km og kr. 35.80 frá 10.000-20.000 km og kr. 31,60 pr. km sem ekið er umfram 20.000 km. Akst- ursgjaldið tók gildi 1. júní, segir í tilkynningunni. GERÐUBERG: Mánudags- morgun kl. 9: Fótaaðgerða- tími og hárgreiðsla. Leikfimi kl. 11. Að lokinni hádegis- hressingu opna spilasalur og handavinnustofa. Fram fer ferðakynning og að loknum kaffitíma verður dansað. VESTMANNAEYJAR. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið tilk. í Lögbirtingablað- inu að séra Kjartani Erni Sigurbjörnssyni, hafi verið veitt lausn frá embætti sókn- arprests í Vestmannaeyjapre- stakalli, að eigin ósk, frá 1. september nk. að telja. EINKARÉTT á skipsnafninu Tjaldur hefur siglingamála- stjóri veitt fyrirtækinu Kjart- an Guðmundsson hf. á Rifi, segir í Lögbirtingi. NORÐURBRÚN 1. Á morg- un, mánudag, er baðtími kl. 8.30-12. Smíði 9.30-17. Þá er fótaaðgerðatími eftir há- degi og kl. 13.30 verður farið suður í Hafnarfjörð { heim- sókn á Listahátíð Hafnfirð- inga. ÁRNESKIRKJ A í Húna- vatnsprófastsdæmi: Sóknar- nefndin hefur samþykkt að láta fara fram lagfæringar á kirkjugarðinum, segir í tilk. frá sóknarnefndinni í Lögbirt- ingablaðinu. Eru þeir sem telja sig geta gefið uppl. varð- andi ómerkta legstaði m.m. beðnir að gera Gunnsteini Gíslasyni í Norðurfirði við- vart. Hann er sóknarnefndar- formaður. HÚSMÆÐRAFÉL. Reykjavíkur fer í sumarferð- ina laugardaginn 29. júní. Þær Sigríður s. 14617, Berg- rós s. 39828 og Þuríður s. 681742 gefa nánari uppl. og skrá þátttakendur. DEILDARSTJÓRI: í Lög- birtingi er tilkynnt að Sólveig Guðmundsdóttir lögfræð- ingur hafi verið skipuð deild- arstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Tók sú skipan gildi í maímán- uði. KENN ARAHÁSKÓLINN: Menntamálaráðuneytið tilk. í Lögbirtingi að dr. Jónasi Pálssyni hafi verið veitt lausn frá lektorsstöðu við skólann, að eigin ósk, frá 1. ágúst að telja. Og að Þóra Kristins- dóttir hafí verið skipuð dós- ent við háskólann í uppeldis- greinum. Tekur hún til starfa 1. ágúst nk. og lætur þá jafn- framt af kennarastörfum við Æfíngaskóla kennaraháskól- ans. FÉL. eldri borgara: í dag er opið hús í Goðheimum við Sigtún kl. 14. Fijáls spila- mennska. Dansað verður kl. 20. Mánudag verður opið í Risinu kl. 13-17, brids og frjáls spilamennska. Næst- komandi þriðjudag verður farin gróðursetningarferð að Ölfusvatni kl. 10. LYFJAMÁLADEILD. í tilk. frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu í Lögbirt- ingi segir að Einari Magnús- syni lyfjafræðingi, hafí verið veitt embætti deildarstjóra lyfjamáladeildar ráðuneytis- ins og tók hann við embættinu í maí sl. HVASSALEITI 56-58, fé- lags- og þjónustumiðstöð: Mánudagsmorgun kl. 9.30 verður farin sundferð. Brids- kennsla og fijáls spila- mennska kl. 13, fótaaðgerða- tími kl. 14 og kaffítími kl. 15. Þjónustumiðstöðin verður opin í allt sumar. KIRKJUSTARF FELLA- ÖG HÓLA- KIRKJA: Fyrirbænir í kirkj- unni mánudag kl. 18. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í gær var Hekla -væntanleg af ströndinni. Togarinn Ásgeir fer til veiða í dag og af veið- um koma til löndunar Jón Baldvinsson og Freri. Að utan er væntanlegur í dag Grundarfoss og á morgun er togarinn Snorri Sturluson væntanlegur inn til löndunar. Að utan kemur Laxfoss. H AFN ARFJ ARÐ ARHÖFN: í fyrradag kom inn til löndun- ar togarinn Hilmir og olíu- skipið Lena lauk löndun og fór út aftur. I dag er Haukur væntanlegur að utan. ÁHEIT OG GJAFIR ÁHEIT á Strandarkirkju, afhent Morgunblaðinu: N.N. 10.000, M.J. 6.000, K.I. 5.000, Guðmundur, Ingibjörg 3.000, N.N. 3.000, Bergþóra Gísladóttir 3.000, Jórunn Óskarsdóttir 2.500, N.N. 2.500, S.V.K: 2.000, Þóra Sveinbjarnar 2.000, R.B. 2.000, N.N. 2.000, A.Ó. 2.000, Eldri kona 2.000, M.G. 1.500, V.í. 1.500, Bagga 1.000, Bergþóra Gísladóttir 1.000, Einar Sturluson 1.000, N.N. 1.000, Ónefnd 1.000, G.Þ. 1.000, Álfrún Magnúsd. 1.000, B.G. 1.000, S.B. 1.000, Guðrún Johnson 600, H.J.A. 500, Á.Á. 500, Guðjón Vic- torsson 500, S.Ó. 500, Þ.Á. 500, N.N. 500, N.N. 500, Eyjólfur Þórðarson 500, Hörður 500, R.S. 500, N.N. 300, Ásta Lúthersd. 200, Þ.A. 100, Ónefndur 100, J.Þ. 100, S.S. 26, Ingvar Ágúst 100$. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Samkvæmt bæjarmann- talinu sem fram fór á sl. hausti voru íbúar Reykjavíkur 38.917, konur 20.724 og karlar 18.193. Manntalsskrif- stofan sagði Morgun- blaðinu að haustið 1939 hafi íbúatalan verið alls 38.219, fjölgun bæjarbúa því 698 og er það minni fjölgun í bænum en und- anfarin ár. Árið 1938 fór íbúatalan yfir 36.100. Á síðastl. hausti voru 19 götur í bænum með yfir 500 ibúa. Þá áttu heima við Laugaveginn 2.189 manns, við Hverfisgöt- una 1.502, við Hring- braut 1.495 og Njálsgötu 1.438. Ein gata taldi einn íbúa: Vallarstræti. LÁRÉTT: — 1 fjörmikill, 5 vínglas, 8 sól, 9 vaxin, 11 starfíð, 14 myrkur, 15 geta neytt, 16 grefur, 17 illmælgi, 19 beitu, 21 trassi, 22 koma nær, 25 skyldmenni, 26 vein- ar, 27 spil. LÓÐRÉTT: — 2 krot, 3 espi, 4 þekktar, 5 slungin, 6 skán, 7 dráttardýrs, 9 vark- ára, 10 mergð, 12 fæðingar- hríðir, 13 örlagagyðjuna, 18 æsingur, 20 leit, 21 tveir eins, 23 kusk, 24 ending. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 fátæk, 5 ágeng, 8 karga, 9 sleif, 11 ætl- un, 14 lít, 15 efsta, 16 uggur, 17 Róm, 19 munn, 21 hali, 22 nálægar, 25 rói, 26 aka, 27 ill. LÓÐRETT: - 2 áll, 3 æki, 4 kaflar, 5 ágætum, 6 gat, 7 níu, 9 skelmir, 19 eisunni, 12 lagnari, 13 nrifíll, 18 ótæk, 20 ná, 21 ha, 23 la, 24 GA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.