Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 37
rvm GIQ/ OHOI' 37 Yfirlýsing Framkvæmdasjóðs íslands um fyrirgreiðslu við Álafoss hf.; Fjárstuðningur sjóðsins 1.700 millj. á núvirði FRAMKVÆMDASJÓÐUR íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu og yfirlit yfir ráðstöfun fjár úr sjóðnum til Álafoss hf. vegna ágreinings við fyrrverandi stjórnendur fyrirtækisins um opinbera fyrirgreiðslu við fyrirtækið. Yfirlýsing Framkvæmdasjóðs fer hér á eftir: „Vegna frétta í flölmiðlum að und- anförnu um _ fyrirgreiðslu Fram- kvæmdasjóðs íslands við Álafoss hf. gætir misskilnings um framlög sjóðs- ins til fyrirtækisins. Þannig hefur komið fram í yfirlýsingu frá stjórn Álafoss hf. að framlag FÍ hafi num- ið 756 millj. kr. en ekki 1.806 millj. kr. eins og fram kom í frétt frá for- sætisráðuneytinu. Fjárhæðin sem til- greind er í yfirlýsingu stjórnar fé- lagsins skiptist þannig að stofnfram- lag sjóðsins til fyrirtækisins hafi numið 539 millj. kr. og innborgað hlutafé samtals 217 millj. kr. Jafnframt kemur fram í yfirlýsing- unni að frá þessari fjárhæð beri að draga veð að fjárhæð 322 millj. kr. auk þess sem ábyrgðir sjóðsins gagn- vart Álafossi hafi lækkað um 299 miljj. kr. frá stofnun félagsins. í yfirlýsingu stjórnar Álafoss hf. er mótmælt því yfirliti um fyrirgre- iðslur FÍ sem fram kom í fréttatil- kynningu forsætisráðuneytisins frá 18. júní sl. í þeirri fréttatilkynningu var sagt að fyrirgreiðsla sjóðsins við Álafoss hf. á undanförnum árum og þá ekki síst í tengslum við stofnun fyrirtæk- isins 1987 í formi lána, ábyrgða og eignakaupa hafði numið 1.807 millj. kr. Það skal tekið fram að sú fjárhæð er framreiknuð miðað við gengi Bandaríkjadals. Ástæðan fyrir þessum greiðslum var sú, að upphaflegt framlag sjóðsins til nýja félagsins í formi fasteigna, véla og annarra eigna, reyndist ekki nægjaniegt til að tryggja þá eiginij- árstöðu sem stefnt var að, þannig má segja að framlög þessi hafí verið hugsuð til að létta undir með nýja félaginu. 3. Á árinu 1988 var ákveðið að auka hlutaféð í nýja Álafossi og keypti FÍ hlutafé fyrir 110 m.kr. Enn var keypt hlutafé á árinu 1989 fyrir 122 .m.kr. Á sama ári voru keypt hlutabréf í ísl.markaði af SÍS til þess að auðvelda þeim kaup á hluta- bréfum í Álafossi_ til samræmis við hlutabréfakaup FÍ. 4. Á árinu 1990 var félaginu lán- að 5,7 millj. USD sem jafngilda 362 m.kr. tryggt með 1. veðrétti í verk- smiðjuhúsi félagsins í Mosfellsbæ. Þetta lán fór eingöngu til þess að greiða upp skuldir við Iðnþróunar- sjóð, Iðnlánasjóð og Byggðastofnun. Þessa láns er að engu getið í yfirlýs- ingu stjórnar Álafoss hf. þótt þar sé húseignin tilgreind sem sérstakur frádráttarliður. Þá er heldur ekki getið um í þeirri frétt að FÍ gekkst í ábyrgð fyrir félagið gagnvart Landsbanka Islands á árinu 1990 fyrir 94 m.kr. Með þeirri ábyrgð féllu úr gildi eldri ábyrgðir sem hvíldu á sjóðnum, en það breytir því ekki, að ábyrgð sjóðsins gagnvart bankanum er 94 m.kr. og er það í samræmi við fréttatilkynningu forsætisráðuneyt- isins. 5. Samandregið er fyrirgreiðsla sjóðsins sem hér hefur verið rakin að nafnvirði 1.254 m.kr. sem er upp- fært m.v. lánskjaravísitölu í júní 1991 1.700 m.kr. Mismunurinn á þeirri tölu og þeim 1.806 m.kr. sem fram komu í fréttatilkynningu for- sætisráðuneytisins stafar af því að sú tala var uppfærð m.v. gengi bandaríkjadals. Ástæðan fyrir þeirri viðmiðun er sú að FÍ tók erlend lán í USD til að fjármagna þessa fyrir- greiðslu. Þess skal getið að á móti þessum framlögum er eignfært í bókum sjóðsins 348 m.kr. auk þess sem lán FÍ til Álafoss að fjárhæð 362 millj. kr. er tryggt með 1. veð- rétti í verksmiðjuhúsi í Mosfellsbæ. 6. Þessi framlög eru verulega hærri en stjórn Álafoss nefnir í yfir- lýsingu sinni og virðist helst mega skýra mismuninn á þann veg að hún telji allan þann stuðning sem FÍ veitti félaginu vegna samrunans tii að styrkja eiginfjárstöðu nýja félags- ins sér óviðkomandi. Jafnframt sleppir hún að geta um lán að fjár- hæð 362 m.kr. og 94 m.kr. ábyrgð sem sjóðurinn gekkst í fyrir félagið á síðasta_ ári. Þessi framsetning stjórnar Álafoss hf. breytir ekki þeirri staðreynd að FÍ hefur greitt út vegna félagsins á undanförnum árum, fjárhæðir sem nema 1.700 millj. kr. m.v. lánskjaravísitölu í júní sbr. meðfylgjandi yfirlit," segir í fréttatilkynningu Framkvæmda- sjóðs. Grindavík: Þjóðhátíð í Grindavík. HÁTÍÐAHöLDIN 17. júní fóru fram í besta veðri sem menn muna í Grindavík. Margt var til skemmtunar og fór hið besta fram. Hátíðahöldin voru með hefð- bundnu sniði með skrúðgöngu, fallhlífarstökki og útihátíð við Gmnnskólann. Þar ríkti kaffihúsa- stemmning því borð og stólar voru fluttir út undir bert loft og fólk gat setið og drukkið kaffí og borð- að vöfflur sem knattspyrnudeild UMFG seldi til styrktar starfsemi sinni. Við skólann var síðan vönduð sól og blíðu dagskrá og meðal annars sýndir þjóðdansar af hópi unglinga sem kom saman og æfði fyrir þjóð- hátíðardaginn og var bæði sungið og dansað. Hin árlega hæfileika- keppni var á sínum stað og um kvöldið var dansað undir hljóðfæ- raslætti hljómsveitarinnar Undir tunglinu sem er frá Grindavík. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi slíkt veður verið á þjóðhátíð í Grindavík. Muna menn vart aðra eins blíðu og hefur ríkt að undanförnu og óska víst flestir að góða veðrið haldist sem lengst. FÓ Kvennalistinn: Yfirlit Framkvæmdasjóðs fslands um ráðstöfun fjár úr sjóðnum vegna Álafoss hf. Uppfært m.v. lánskj.- Nafnv. vísit. í júní ’91 (3.093 st.) í m. kr. í mil(j. kr. 1986 Keyptar eignir við Vesturgötu/Tryggvagötu til að létta undir með gamla Álafossi 35 75 30.9.’87 Til að styrkja stöðu gamla Álafoss voru eignir við Álafossveg keyptar 105 183 “ Láni breytt í hlutafé 127 221 U Keypt hlutafé 45 78 1.1.—15.7/88 Gr. vegna neikvæðrar stöðu gamla Álafoss 262 407 2.5/89 Gr. vegna viðskiptakrafna 58 74 apríl’91 Gr. vegna viðskiptakrafna 20 20 Sala híutabréfa í gamla Álafossi (26) (35) 626 948 20.2/88 Aukið hlutafé í nýja Álafossi 70 111 9.11/89 Aukið hlutafé í nýja Álafossi 90 122 1.7/89 Keypt hlutabréf í Isl.markaði SÍS 52 63 1990 Lán til Álafoss 5,7 m. USD 322 362 Ábyrgðir gagnvart Landsbanka íslands 94 94 628 752 1.254 1.700 Aðgerðum ríkisstjóm- arinnar mótmælt í tilefni af þessum fréttum hafa bókhaldsgögn FÍ verið skoðuð og tölur um aðstoð sjóðsins við Álafoss hf. hafa verið framreiknaðar miðað við lánskjaravísitölu til að fá raun- hæfan samanburð við tölur í frétt stjórnar Álafoss hf. Þessi skoðun leiðir eftirfarandi í ljós: 1. Árið fyrir stofnun nýja Álafoss hf. (1986) voru keyptar eignir við Vesturgötu 2 að íjárhæð 75 millj. kr. Tilgangur þessa var að létta und- ir með gamla Álafossi fyrir fyrirhug- aða sameiningu þess félags við Iðn- aðardeild Sambandsins. 2. Ákveðið var við sameiningu að við stofnun nýja Álafoss hf. yrði framlag FÍ að jafnvirði 350 millj. kr. (549 m.kr. á núvirði). í ljós kom þegar á því ári að nauðsynlegt yrði að leggja til félagsins verulega meira fjármagn. Af þeim sökum keypti FÍ eignir við Álafossveg fyrir 183 millj. kr. Láni að fjárhæð 221 m.kr. var breytt í hlutafé og keypt hlutabréf af Álafossi að fjárhæð 78 millj. kr. Ári síðar kemur í ljós að þrátt fyrir framangreind framlög, varð vegna neikvæðrar stöðu gamla Álafoss að leggja nýja félaginu til greiðslu að fjárhæð 407 m.kr. Á árinu 1989 greiddi FÍ til félagsins 58 millj. kr. vegna tapaðra viðskiptakrafna. { aprfl 1991 .voru aftur greiddar 20 millj. kr. til félagsins. í árslok 1988 voru hlutabréf í gamla Áiafossi seld fyrir 35 m.kr. Kaupandi var Vífilfel! hf. Þessi fjárframlög úr FÍ að frá- dreginni hlutafjársölunni nema sam- tals 948 millj. kr. í peningagreiðslum. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Kvennalistans: „Þingflokkur Kvennalistans mótmælir þeim aðgerðum sem ríkisstjómin hefur nú gripið til og bitna á sjúklingum og námsmönn- um. Enn einu sinni gerist það að ráðstafanir ríkisvaldsins koma verr við konur en karla. Skerðing námslána kemur af fullum þunga niður á þeim sem lægri hafa tekj- Aðstoðarmaður forsætisráðherra um stjórn Álafoss: Gera lítið úr mikilli fyrir- greiðslu opinberra sjóða Tillaga stjórnar var að færa niður hlut Framkvæmdasjóðs en hlutur SÍS stæði óbreyttur HREINN Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, er ósammála fyrr- verandi stjórn Álafoss hf. um upphæð þeirra fjárframlaga sem fyrirtæk- ið hefur notið af hálfu hins opinbera en hann var formaður starfshóps þriggja ráðuneyta sem fór í saumana á stöðu fyrirtækisins. Þá hefur Framkvæmdasjóður sent frá sér fréttatilkynningu þar sem yfirlýsingum stjórnar Álafoss um fyrirgreiðslu sjóðsins er mótmælt. „I yfirlýsingu stjórnar Álafoss er verulega hallað réttu máli og meðal annars sleppt að tilgi-eina fjárhæðir sem Framkvæmdasjóður hefur lagt til félagsins og má þar nefna 362 milljóna króna lán auk 94 milljóna króna ábyrgð- ar sem sjóðurinn gekkst í fyrir félagið á síðasta ári. Stjórnin virðist einnig hafa að engu þá verulegu fjármuni sem lagðir voru til félagsins í formi peningagreiðslna við sameininguna 1987,“ segir Hreinn. Hreinn sagði að sér virtist það viðhorf koma fram hjá stjóm Álafoss „að gera lítið úr þeirri gríðarlegu fyrirgreiðslu sem opinberir sjóðir hafa veitt Álafossi hf. á undanförn- um árum,“ eins og hann orðaði það. „Þetta sama viðhorf lýsir sér í því, að í tillögum stjórnar félagsins til ríkisstjórnarinnar, um að forða félaginu frá gjaldþroti, var við það miðað að hlutur Framkvæmdasjóðs í félaginu ætti að minnka úr 60% niður í 53-54% en 40% hlutur Sam- bandsins átti að vera óbreyttur,“ sagði hann. Hreinn benti á að sundurliðun Framkvæmdasjóðs á aðstoð við fyrir- tækið sé í fullu samræmi við þær tölur sem komið hafi frá forsætis- ráðuneytinu. Framkvæmdasjóður fái út 1.700 millj. heildarupphæð sem sé uppfærð miðað við lánskjaravísi- tölu fram í júní en ráðuneytið 1.807 millj. sem sé miðuð við gengi banda- ríkjadals, enda hafi fyrirgreiðslan verið fíármögnuð með erlendum doll- aralánum. Auk þess sé tekið tillit til vaxta á tímabilinu í þeirri fjárhæð sem forsætisráðuneytið hefur sett fram. „Sé þetta tvennt virt er hér um nákvæmlega sömu fjármuni að ræða,“ sagði Hreinn. í yfirliti Framkvæmdasjóðs er því haldið fram að önnur fjárhagsaðstoð hins opinbera til Álafoss hf. hafí numið 505 millj. en forsætisráðu- neytið telur að sú fjárhæð nemi 600 millj. Sagði Hreinn að Framkvæmda- sjóður virtist ekki taka kaup ríkis- sjóðs á Hekluhúsinu á Akureyri með í dæmið en á núvirði sé kaupverðið án vaxta 70,9 millj. Séu önnur fram- lög uppfærð til núvirðis er um eftirf- arandi fjárstuðning að ræða: Víkjandi lán til Hildu - Álafoss fyrir- tækisins í Bandaríkjunum á síðasta ári 49,5 millj. án vaxta, víkjandi lán 1989 vegna markaðsaðgerða í Evr- ópu 33 millj., víkjandi fíán vegna endurskipulagningar á síðasta ári 62,4 millj., eftirgjöf á húsaleigu vegna Hekluhússins 24,9 millj., framlag vegna ullarþvottastöðvar 5,2 millj., framlag Hlutafjársjóðs 104 millj. og framlag Atvinnuti-ygginga- sjóðs 249 millj. Samtals nema þessar fjárhæðir 599,7 miltji urnar í námsleyfum, en það eru að jafnaði konur. Með þessum aðgerðum eykst misrétti og hætt er við að þeir sem lægst hafa laun- in muni hrekjast frá námi. Það er ámælisvert að hvorki skuli hafa verið haft samráð við námsmenn um niðurskurð í námslánakerfinu né hlustað á tillögur þeirra, sem fela í sér verulegan sparnað. Það er ekki síður alvarlegt að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að ■ ná niður kostnaði við lyfjadreif- ingu munu bitna hart á barnafólki og öldruðum umfram aðra. Notk- un sýklalyfja vegna algengra kvilla barna, s.s eyrnabólgu, mun tæplega minnka þrátt fyrir þessa hækkun og því verður um veruleg fjárútlát að ræða fyrir margar smábarnaflölskyldur. Þá eru kjör aldraðra hér á landi ekki með þeim hætti að þeir geti borið neinar hækkanir á lyfjum. Námslánakerfíð og fyrirkomu- lag lyfjadreifíngar sem og aðrir þættir velferðarkerfisins eiga allt- af að vera í endurskoðun til að tryggja að þau þjóni almannahag ■■ og séu rekin með sem hagkvæ- mustum hætti. Slík endurskoðun á þó ekki að bitna á þeim sem síst skyldi og verða til að auka misrétti í samfélaginu. Ríkisvaldið hefur með aðgerðum sínum enn einu sinni valið leiðir sem geta orðið til að hlaða upp nýjum vanda sem framtíðin þarf að glíma við. Þetta eru ekki skynsamleg vinnu- brögð. Nær hefði verið að fara mannúðlegri leið og ná settum markmiðum í sátt við námsmenn, launafólk og sjúklinga.“ o INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.