Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 14
114
M0RGUNBLAÐ1Ð SC;NNUI)AGURi23. JUNI '1991
Verður flaki kjarnorkukafbátsins Komsomolets bjargað
eftir Steingrím Sigurgeirsson
OFT HEFUR verið á það bent að ef fiskur úr Norður-Atlantshafi væri mengaður af geislavirkni gætu áhrifin
orðið geigvænleg fyrir íslenskt efnahagslíf. Jafnvel þó að sú væri ekki raunin myndi einungis sjálft umtalið, ótt-
inn við geislavirkan fisk, líklega vera nóg til að flestir hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir keyptu fisk af þess-
um slóðum. Geir Hallgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, vakti fyrstur athygli á því á alþjóðavettvangi hvaða
áhrif kjarnorkuslys gæti haft fyrir fiskveiðiþjóð eins og íslendinga í ræðu við setningu Stokkhólmsráðstefnunnar
árið 1984. Hafa síðan fleiri íslenskir stjórnmálamenn orðið til að vekja athygli á þessari hættu. Þann 7. apríl
1989 sökk sovéski kjarnorkukafbáturinn Komsomolets eða „Ungliðinn“, sem er árásarkafbátur af Mike-gerð, í
Barentshafi nokkur hundruð kílómetrum fyrir utan strendur Norður-Noregs. Liggur flak hans þar enn á tæplega
tveggja kílómetra dýpi. Þetta var þriðja slysið af þessu tagi á sex ára tímabili. I evrópskum fjölmiðlum er farið
að ræða um hættuna á „neðansjávar-Tsjernobyl“ vegna Komsomolets og sovéskir embættismenn segja kafbátinn
vera „vistfræðilega tímasprengju.“ Sovétmenn stefna að því að bjarga flaki kafbátsins af hafsbotni en norsk
stjórnvöld hafa mótmælt þeim fyrirætlunum þar sem þau telja undirbúning ekki nægan. Þá sé ekki heldur vitað
hvað eigi að gera við flakið takist að ná því upp.
enn eru ekki á einu máli um hvort sé hættulegra.
Að láta flakið liggja áfram á hafsbotni eða að
reyna að bjarga því. Sovéski vísindamaðurinn
ígor Spasskíj, sem veitir kafbátahönnunardeild
sovéska flotans forstöðu, segir varasamt að fresta
björguninni vegna hættu á að öryggisskjöldurinn
sem er um kjarnakljúf bátsins gefi sig. Það beri
því að reyna að ná bátnum upp sem fyrst.
Aldrei björgun á meira dýpi en 200 m
Slíkt er hægara sagt en gert. Fram að þessu
hefur aldrei verið framkvæmd björgun af þessari
stærðargráðu á meira dýpi en 200 metrum. Flak
Komsomolets sem vegur 6.000 tonn er talið vera
á 1600-1700 metra dýpi. Árið 1975 reyndu Banda-
ríkjamenn að ná upp sovéskum kafbáti sem sokk-
ið hafði á Kyrrahafi en sú tilraun fór út um þúf-
ur. Klofnaði kafbáturinn er verið var að draga
hann upp.
Sérstakt fyrirtæki, Netherlands Deepsea Op-
erations Consortium (NDOC), var stofnað í júní
í fyrra í kringum það verkefni að reyna að bjarga
sovéska kafbátnum. Það er til að mestu í eigu
tveggja hollenskra stórfyrirtækja, annarsvegar
Smit Tak í Rotterdam, sem er stærsta fyrirtæki
heims á sviði björgunar, og hins vegar fyrirtækis-
ins Heerema sem hefur aðsetur í Leiden, en það
sérhæfir sig í framkvæmdum á úthöfum. Mun
Heerema leggja til sérstakt kranaskip til að ná
flakinu upp.
Smit Tak er líklega eina fyrirtækið í heimi sem
hefur burði til að ráðast í verkefni af þessu tagi.
Sá það meðal annars um að bjarga flaki bresku
feijunnar Herald of Free Enterprise sem sökk
fyrir utan Zeebrugge í Belgíu fyrir nokkrum árum.
Ýmis önnur fyrirtæki standa að NDSOP. Fyrir-
tækin Akzo og Verto munu framleiða kapla þá
sem notaðar verða til að toga upp Komsomolets.
A síðasta ári gerðu sovésk
stjórnvöld samning við holl-
enskt fyrirtæki um að ná
flakinu upp.
Hollendingarnir gera ráð
fyrir því að hefjast handa
árið 1993.
Norðmenn hafa hinsvegar
mótmælt þessum áformum
og telja hættuminna að láta
Komsomolets liggja um
kyrrt, þar sem kafbaturinn
hafi laskast þegar hann
lenti á sjávarbotni auk þess
sem tæring hafi veikt byrði
hans enn frekar.
|Kjarnakljúfur|