Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991 TONLIST Miklu efni stolið af U2 Skoda Favorite 136L '91, rauður, 5 dyra, óekinn, V. 490 þús. Honda Civic GL Sport '90 (’91), silfurgrár, 16 ventla, ek. aöeins 1 þ. km., rafm. í rúð- um, o.fl. V. 980 þus. Toyota Landcruiser diesel turbo (langur) '88, grór (tvilitur), upphækkaöur, m/spili, ek. 91 þ. km. Góður jeppi. V. 2.9 millj. VW Golf 1.6 GL '90, blár, 5 dyra, sjálfsk., ek. 21 þ. km., aflstýri, central læs., 2 dekkjag., o.fl. V. 1.090 þús. Bílamarkaburinn v/Reykjanesbraut Smiðjuveg 46e, Kóp. Sími: 671800 Subaru 1800 4x4 afm.utg. 88, uiasana, u g., ek. 73 þ. km. Splittuð drif o.fl. V. 995 þús. GIVIC Safari SLE '86, „8 farþega", blár, sjálfskv ek. 88 þ. km., rafm. í öllu, sportfelg- ur, o.fl. V. 1290 þús. Nissan King Cap 4x4 '90, drappl., beinsk., ek. 21 þ. km. V. 1390 þús. (virðisaukabíll). lab 900i ’87, gullsans, sjalfsk., ek. 71 þ. i. Gott eintak. V. 890 þús. m sm Honda Civic GL „Sedan" '88, rauður, S g., ek. 55 þ. km., 2 dekkjag., o.fl. V. 790 þús. VEIÐISKAPUR Á réttum stað á réttu sekúndubroti Laurene og Christian. OFRELSI Ætla að giftast í svartholinu Christian Brando, sonur leikar- ans góðkunna Marlon Brando, sem situr í steininum eftir að hafa skotið ástmann hálfsystur sinnar til bana sem frægt var, ætlar að ganga að eiga sína heitteiskuðu á næstunni. Stúlkan heitir Laurene Landon og hafa þau verið saman í fimm ár. Brando yngri, sem er 32 ára, er að afplána 10 ára dóm fyr- ir manndráp, en hann vonast til þess að sleppa eftir 3 til 4 ár til reynslu ef hann hagar sér sóma- samlega í svartholinu. Marlon Brando er sagður ánægður með ráðahaginn og hann sjái ekki sólina fyrir Laurene vegna tryggðar þeirrar sem hún sýnir Christian á erfiðum tímum í lífi hans. Athöfnin verður innan fangelsismúranna í næsta mánuði og síðan fá hjóna- komin afnot af „Ástarkofanum" í nokkra sóiahringa, en kofi sá er ætlaður föngum sem gifta sig með- an á afplánun stendur. Brando hélt því lengi fram að víg ástmanns systur hans hafi verið slys, þeir hafí tekist á og skot hlaup- ið úr byssunni. Undir lokin viður- kenndi Brando að hann hafi tapað glórunni eitt augnablik og skotið þá manninn af stuttu færi. Því slapp hann við dóm fyrir morð af yfir- lögðu ráði, en þá hefði hann trúlega fengið lífstíðardóm. Stangaveiðimenn eru óumdeiian- lega í sviðsljósinu þessa dag- anna, því hver laxveiðiáin af annarri hefur verið að opna síðustu daga og vikur. Ekki verður annað sagt en að vertíðin fari illa af stað og veldur því fyrst og fremst úrkomuleysi og þar með minnkandi vatn í ám, snjó- leysi til íjalla og kuldar í ofanálag fyrir norðan. Stangaveiðimennirnir eru venjulega á öndverðum meiði við aðra landsmenn þegar nefna skal draumaveðrið. Hinir svokölluðu „aðrir landsmenn“ eru hæst ánægð- ir þessa daganna, en stangaveiði- menn flestir að sama skapi lítt hrifn- ir, sérstaklega þeir sem eiga sín veiðileyfi rétt á meðan að „ótíðin“ stendur. En hveijar skyldu horfurnar vera? Morgunblaðið hitti að máli Ásgeir Heiðar, yfírleiðsögumann við Laxá í Kjós, en hann er einn reynd- asti leiðsögumaður veiðimanna hér á landi og þrautreyndur veiðimaður þótt ungur sé að árum. Meðal ann- ars þekkir hann metveiðiána Laxá í Kjós út og inn. Þetta er búið að vera lygilegt og þetta er í fyrsta skipti sem ég hef getað leiðbeint viðskiptavinunum á vaðstígvélunum. Samt er alltaf að skríða fískur inn og það kemur mik- ið af físki upp í ósinn þegar hásjáv- að er. Af því má ráða að það gæti orðið mikill hvellur ef við fáum góða rigningargusu. Ég dáist að þessum fiskum sem eru að troða sér upp ána, því sums staðar rétt rennur yfir þá . Vegna þessara skilyrða stoppa þeir ekki á hefðbundnum stöðum og eiginlega hverfa ofan í hvítfyssandi pytti þar sem erfítt er að koma flugu að, en auðvelt er að fæla þá til fjandans með því að renna maðki. Veiðin gengur því ekki sem skyldi, en horfur eru góðar ef a’ veðurlag breytist,“ sagði Ásgeir Heiðar. Ásgeir sagði enn fremur, að sum- ir veiðimanna væru latir að standa við þegar svona gengi og því hefði hann fengið tækifæri til að skjótast út í á sjálfur. Er Morgunblaðið bvar að hafði hann nýlokið við að landa 13 punda hrygnu úr Skástreng, sem er í svokölluðum Höklum. Hann sagði það mikla nákvæmnisvinnu að ná laxi í stöðunni, þannig hefði hann komið auga á lax í „dauðafæri“ í svokölluðum Strengjum' lyrir skömmu, en freistast til að tendra sígarettu áður en hann renndi. Það varð til þess að fiskurinn var á bak or burt er sígarettan var hálfnuð. „Maður þarf að vera á réttum stað á réttu sekúndubroti, annars gengur tækifærið manni úr greipum. Þetta atvik mætti vel skoðast sem góðan áróðurspunkt með því að hætta reykingum. Ég hugsa að ég hafí það þó þannig að ég renni framvegis fyrst og reyki síðar,“ sagði Ásgeir Heiðar. Morgunblaðið/gg Ásgeir Heiðar með 13 punda nýrunninn lax sem hann veiddi í Hökl- unum í Laxá í Kjós á fimmtudaginn. Félagarnir í hljómsveitinni U2 eru bæði leiðir og reiðir þessa daganna og það ekki að ástæðu- lausu. Þeir urðu fyrir því í fyrra haust er þeir unnu að tvöfaldri hljómplötu í Hansa-upptökuverun- um í Berlín, að einhver óprúttinn náungi stal miklu magni af upptök- um sveitarinnar, bæði full- og hálf- kláruðu efni. Síðan fréttist ekkert af þessu og vinirnir reyndu að hrista áfallið af sér. Nú er hins vegar komin út svokölluð „Bootleg“- hljómplata með U2, tvöföld og þar er samankomið efnið sem stolið var í Berlín forðum. „Bootleg“ nafnið er gefið skífum sem gefnar eru út í óleyfi. Algeng- ast er að hljómleikar séu teknir upp án vitundar hljómsveitanna og upp- tökurnar síðan gefnar út. Slík neð- anjarðarframleiðsla selst oft grimmt, en viðkomandi tónlistar- menn sjá aldrei grænan eyri af þeirri innkomu. Fregnir herma að U2-skífan sem um ræðir seljist grimmt og félagarnir í sveitinni nái vart upp í nef sér fyrir reiði. „Þetta er eins og að láta lesa opinberlega upp úr dagbókum sínum,“ segir Bono, söngvari U2. Ókynjahlut- verksmótað bam! eftir Steingrím Olafsson Þá er kvennadagurinn að baki og líflð hefur aftur færst í eðli- legt horf, á flestum heimilum að minnsta kosti. En ekki hjá mér og minni fjölskyldu. Konan mín ákvað nefnilega að þegar að miðvikudagur- inn 19. júní, kvennadagurinn, rynni upp, skyldu siðustu stólpar að- skilnaðarstefn- unnar á heimilinu vera horfnir á braut og gleymdir með öllu. Frá og með þeim degi skyldi dóttir okkar alast upp á heimili þar sem engin greinarmun- ur væri gerður á karlkyni og kven- kyni. Ekki skyldi otað dúkkum að henni frekar en bílum, ekki kjólum frekar en buxum og ekki bleikum lit frekar en bláum. Já, hún skyldi alast upp við hlutlausar aðstæður, sem yrðu þess valdandi að hún færi fordómalaus og ókynjahlutverks- mótuð, (þetta hlýtur að vera ný- yrði), út í þjóðfélagið. Ég maldaði i móinn. „Er ekki nóg með að ég vaski upp, sjái um stelpuna. þrífi íbúðina, versli inn og vakni um helgar til jafns við þig. standi ávallt uþp til varnar konum þegar karlrembu ber á góma og reyni alltaf að hafa jafn- rétti á heimilinu?" En neiónei. Það er ekki nema 90% árangur og allt eða ekkert varð nú að mottói minnar. Svo hófst þetta allt saman. Hún skrapp einn föstudaginn á Laugaveginn og kom heim klyfjuð af pokum. í þeim voru drengjaföt í tonnatali og yfirhöfuð öll fataplögg sem hún fann í bláum lit. Svo voru í pokunum bíiar, tindátar, aksjon- kallar, He-man dót, kappaksturs- brautir og allar Frank og Jóa bæk- urnar, svo ekki sé talað um haug af Bob Moran bókum. Þessu var nú sturtað á stofugólfið, svo dúkkur og blómálfar hurfu með öllu. Þetta var alit gott og blessað, svo langt sem það náði. Dóttir okkar var hin ánægðasta, en það sama var ekki hægt að segja um konuna mína. Strax á laugardagsmorgun var hún horfln í bæinn. Sagðist koma aftur einhvern timann seinni partinn, sem hún og gerði, klyíjuð af pokum. Að þessu sinni öllu stærri og fyrir- ferðarmeiri. „Herragarðurinn, Herrahúsið, Hanz og Herrafata- verslun Guðsteins Eyjóifssonar" stóð á sumum, en „Eva, 17, Cosmó, Tangó og alls kyns -ó“ á hinum. Úr þeim var sturtað á stofugólfið og þar lágu alls kyns karl- og kvenföt. Þetta var hið besta mál... eða hvað? Hún ýtti kvenfötunum að mér og tók karlmannsfötin sjálf. „Farðu i þetta!" skipaði hún. Ég hló! Tiu mínútum siðar stóð ég og horfði á sjálfan mig í speglinum. „Mér flnnst ljósgráa draktin fara betur við svðrtu skóna," kallaði ég á konuna þar sem hún var inni í stofu með pípu og Moggann, að glápa á gamla upptöku af ensku knattspyrnunni. En það var ekki bara það. Ég virk- aði líka grennri í gráu draktinni en svarta plíseraða pilsinu. Ég ákvað að halda heimilisfriðinn og láta mér þetta lynda um stundarsakir. En konan mín er ein af þeim sem ekki kann að stoppa. Tengdapabbi kom í heimsókn um kvöldið, bara svona til að heilsa upp á litla uppáhalds- afabarnið, enda tveir dagar síðan tengdó höfðu passað síðast. Konan min hleypti honum ekki inn. „Hann er of kynjahlutverksmótaður," sagði hún. Eftir eins og hálfs tíma samn- ingaviðræður í gegnum dyrasímann samþykkti hann að fara i rauðan, síðan kvöldkjól, sem svona vel á minnst fór honum mjög vel. Pabbi var erfiðari viðfangs. Hánn fékk ekki að passa stelpuna fyrr en hann var komin í bláa sanseraða blússu með túberað hárið. Ég sagði stopp daginn fyrir kvennadaginn. Þá mætti hún nefnilega upp í vinnu og ætlaði að dressa yfirmann minn upp i mínípils og silkitopp. Ég setti fótinn niður. Raunar svo fast, að ég vaknaði hálfur inni í fataskáp konunnar minnar. Æ, ég er svo fegin að þetta var bara draumur, ég er nefnilega ekki með vöxt i þessa stuttu sumartísku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.