Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNIÍDAGUR.23. JÚNÍ 1991
KVIKMYNDIR
Vélmennið með „græj-
urnar“ úti á kinn
Austurríska vöðvatröllið Arnold
Schwarzenegger hefur fyrir
nokkru lokið við gerð kvikmyndar
sinnar „Terminator 2 - Judgement
day“ sem sumir telja vera þá dýr-
ustu sem gerð hefur verið í Holly-
wood fyrr og síðar. Alls konar tölur
eru á kreiki, en allar óstaðfestar,
því framleiðendurnir kæra sig ekki
um að raunveruleg upphæðin kom-
ist í hámæli.
Schwarzenegger þykir vera í ess-
inu sínu í myndinni þar sem hann
leikur eins og í fyrri „Terminator"-
myndinni, morðinnstillt vélmenni.
Hann leikur ekki aðeins aðalhlut-
verkið, heldur leikstýrði hann einn-
ig. Margt var að sjálfsögðu gert í
auglýsingar- og kynningarskini,
m.a. var vaxbrúðan sem á mynd-
inni sést búin til, en það er ef til
vill erfitt að sjá hvað þarna er á
ferðinni. Þegar grannt er skoðað
kemur í ljós að þarna er líkan af
Schwarzenegger sjálfum í einu
gervinu sem hann kemur fram í í
kvikmyndinni, er búið er að skjóta
vélmennið sundur og saman og
demba á það heilu bílunum og hús-
veggjunum. En ekkert fær stöðvað
það þótt „græjurnar" séu komnar
út á kinn.
Schwarzenegger hampar hér
vaxmyndinni góðu og er greini-
lega ánægður með útkomuna.
Kristina Rannveig stillir sér upp hjá nokkrum bombum sem hún
hefur nýlokið við að hlaða um borð í B-52 sprengjuflugvél.
^IÐSMOÐIRIN
Ekki boðin til veislu
' af því hún var kona
JILSANDER SÓLARVÖRUR
TJöfðar til
X X fólks í öllum
starfsgreinum!
Vann hún við hlið bandarískra og
saudi-arabískra flugmanna og
tæknimanna. „Ég var eina konan
sem fékk að hlaða sprengjum í
B-52 sprengjuflugvélarnar," segir
Kristina.
Vinnudagur Kristinu var langur,
12 til 16 stundir, sjö daga vikunnar
í fyrstu og síðan sex daga. Vaktin
stóð alltaf alla nóttina og hluta
dagsins. Kristina og félagi hennar
handtóku eina nóttina tvo meinta
spellvirkja sem vori^ að snuðra í
kring um flugvélarnar. Þeir félag-
arnir lifðu aðeins eina dögun eftir
það, þá næstu, því þá voru þeir
hálshöggnir af aftökusveit Saudi-
Araba. Já, harkan var mikil.
Kristina er nú komin til síns
heima í Albuquerque í Nýju Mexíkó
skartandi medalíum fyrir vasklega
framgöngu.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Frá fyrstu tískusýningunni í
Húsinu á sléttunni.
fæst með því móti og mun koma
ýmsum á óvart. Uppi er síðan hring-
ioft þar sem fólk getur efnt til árs-
hátíða, afmæla, brúðkaupa og fleiri
slíkra uppákoma," sagði Ólafur.
Myndir sem hér birtast benda til
enn meiri fjölbreytni í starfsemi
Hússins á sléttunni, en framvegis
verða tískusýningar eða aðrar
uppákomur á miðvikudagskvöldum.
Módel á vegum Unnar Arngríms-
dóttur sýndu föt í vikunni og var
það í fyrsta sinn sem efnt var til
slíkrar uppákomu. „Þetta er hugsað
fyrir hótelgesti á staðnum, heima-
menn, fólk af höfuðborgarsvæðinu
sem skellir sér í náðuga kvöldöku-
ferð og yfirleitt allra sem vilja líta
inn,“ sagði Ólafur Reynisson að
lokum.
Iljós hefur komið, að íslendingar
áttu þó nokkra fulltrúa í fjöl-
þjóðaliðinu sem sent var til höfuðs
hetjum Saddams Hussein íraksfor-
seta er hann hugðist innlima Kuwa-
it í ríki sitt með vopnavaldi á dögun-
um. Frá sumum íslendiiigunum
hefur verið sagt, en flestir voru
Vestur-íslendingar. Enn spyrst þó
til fleiri, t.d. var bandarískur her-
maður þarna á ferð sem heitir
Kristína Rannveig Diener. í bréfa-
skriftum við Morgunblaðið segir
Kristina, að í lok stríðsins hafí
saudi- arabíski prinsinn haldið
gífurlega veislu fyrir þá bandaríska
hermenn sem tiltækir voru, en hún
hafi ekki verið boðin. „Það var
vegna þess að ég er kona, ljóshærð
og bláeyg,“ segir Kristina.
Hlutverk Kristinu var að gæta
ásamt fleirum flugvallar í Jeddah.
Fjöldi fólks mætti í tilefni uppákomunnar.
VEITINGAR
„Húsið á sléttunni“
í Hveragerði
OÓlafur Reynisson heitir veit-
ingamaður nokkur sem hefur
opnað nýjan veitingastað austur í
Ilveragerði. Nafn staðarins hljómar
kunnuglega, eða „Húsið á slétt-
unni“. Húsið er sexhyrnt og stendur
eitt sér nokkuð frá Tívolíinu. Það
sem fram fer innan dyra á ekkert
skylt við það „Hús á sléttunni" sem
landsmenn kynntust í frægum
framhaidsþáttum með góðmenninu
Michael Landon í aðalhlutverkinu.
Þessi orð þýða þó ekki að innan-
dyra fari eitthvað óhreint fram,
öðru nær. Hið nýja hús á sléttunni
er „eiginlega þrír staðir" eins og
Ólafur sagði í samtali við Morgun-
blaðið í vikunni.
„í fyrsta lagi eru á neðri hæðinni
skyndiréttir eins og pítsur, kökur
og fleira. Niðri er einnig umfangs-
meiri veitingastaður með matseðli,
en aðal þess staðar verða hvera-
steikurnar okkar, sem við steikjum
úti á hverahituðum plötum. Það er
nokkuð athyglisvert bragðið sem