Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991 Ottó J. Gunnlaugs- son — Kveðjuorð Fæddur 24. júní 1922 Dáinn 20. maí 1991 Fornvinur minn og æskufélagi, Ottó Jóhannes Gunnlaugsson, var jarðsettur frá Fossvogskirkju 27. maí sl. Hann var fæddur í Dalhús- um í Skeggjastaðahreppi, N-Múla- sýslu, sonur hjónanna Oktavíu Jó- hannesdóttur og Gunnlaugs Á. Jónssonar, þá bónda þar og hrepp- stjóra. Ég ætla ekki að lýsa hér ævi- ferli Ottós, það hafa aðrir gert, svo ekki verður um bætt. Uppistaðan í þessum fátæklegu línum eru bern- skuminningar. Tryggð þessa æsku- vinar í gegnum öldurót áranna var mikil og gefandi. Mér koma í hug þessar hugðnæmu ljóðlínur eins skáldsins okkar: „Það tekur tryggð- inni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt.“ Það mun hafa verið á vordögum 1929, sem kynni okkar Ottós hóf- ust. Þá flutti ég með foreldrum mínum og systkinum að Höfn í Bakkafirði. Mér, sveitastráknum, leist í byijun ekki meira en svo á þessa veraldarvönu drengi þarna í þorpinu. Mig minnir að þeir væru nú eitthvað að spila með mig sak- leysingjann. En þetta lagaðist nú fljótlega og innan tíðar var ég orð- inn hlutgengur meðal minna jafn- aldra. í þeim hópi var Ottó Jóhann- es, þá alltaf kallaður Hanni. Eins og gengur, vorum við nú ekki alltaf í handraða, stráklingarnir. Fjörul- all, ásamt tilheyrandi náttúrurann- sóknum og gijótkasti, tóku mikinn tíma. Að okkar mati voru þeir full- orðnu oft óskiljanlega smámuna- samir. Mismunandi sjónarmið ollu stundum árekstrum, eins og gjarn- an skeður. Þá þótti jafnan styrkur að Ottó í hópnum, hann var sonur verslunarstjórans og mikillar ættar í mínum augum. Mæður okkar munu hafa verið misjafnlega ánægðar með mætingu í mat og heimkomu að kvöldi. Oft var líka dagsverkið strangt og litlir menn gengu lúnir til hvílu. Færeyingar stunduðu sjóróðra á trillum frá Höfn yfir sumarið á þessum árum. Á þeim frændum okkar höfðum við strákarnir eins konar matarást. Þeir seildust oft ofan í kistur sínar eftir kexi og gáfu okkur. Þótti það mesta lost- æti, geymdist enda vel í vasa. Þeg- ar ég lít til baka, finnst mér landinn ekki alltaf hafa rækt frændsemi sem skyldi við þessa hæglátu heið- ursmenn. Haustið 1930 flutti fjölskylda mín búferlum til Akureyrar. Tæpum tveim árum síðar kom fjölskylda Ottós einnig til bæjarins. Þá var faðirinn, Gunnlaugur, orðinn sjúkur og lést vorið eftir. Á tímum kreppu og atvinnuleysis stóð ekkjan ein uppi með fimm börn. Með fádæma dugnaði, studd af eldri börnunum, tókst henni að vinna bug á erfiðleik- unum. — Það kom af sjálfu sér, að við Ottó endurnýjuðum gömul kynni. Hér gekk nágranni okkar, Stefán Júlíusson, til liðs við okkur og varð æsku- og ævifélagi. Mörg vorkvöldin undum við okkur í fót- bolta eða slagbolta á Bæringstún- inu, með liði úr nágrenninu. Stund- um gengu ungar stúlkur úr næstu húsum í leikinn með okkur, og fannst okkur eðlilega mikið til um það. Bernsku- og unglingsárin á Akureyri liðu fljótt við leik, nám og störf. Ásamt móður og systkinum flutti Ottó til Reykjavíkur 1942. Mörg ár vorum við í stöðugu bréfasam- bandi, en ferðir milli fjarlægra staða þá meira mál en í dag og efnin minni. Eftir styijaldarlok og fram til ársins 1959, er ég fluttist til Reykjavíkur, átti ég margar ferðir til borgarinnar, ýmist einn eða með ættingjum. Alltaf var sjálfgefið að fara til Ottós á Lynghagann og við- tökurnar ætíð jafn hlýlegar hjá móður hans og systkinunum. — Eitt atvik er mér minnisstætt frá þessum tíma, sem raunar lýsir Ottó vel. Þannig var, að við fórum sam- an nokkrir kunningjar á dansleik. Þá skeði það, meðan ég var að dansa, að maður nokkur við nálægt borð hafði tekið stólinn minn til sinna þarfa, þrátt fyrir andmæli. Er mér sagt hver valdur sé að hvarf- inu, en læt kyrrt liggja, enda eng- inn kjarkmaður. Kemur nú Ottó aðvífandi og eru sögð tíðindin. Bregður hann við hart, kveður eng- an skulu ræna okkur stólum, stikar brúnaþungur til mannsins og grípur í stólbakið. Ekki veit ég orðaskipti þeirra, en maðurinn stendur sein- lega á fætur og er sýnilega brugð- ið. Lætur nú lausan stólinn. Mun honum ekki hafa þótt Ottó árenni- legur, enda hár og herðabreiður og karlmenni að burðum. Eftir að ég settist að í Reykjavík og stofnaði eigið heimili komum við af og til á Lynghagann. Ekki var konu minni eða börnum þar síður tekið en mér. Heimilisfólkið var gestrisið og barngott á þeim bæ. Við Ottó blésum í gamlar glæður og áttum saman marga góða stund. Árið 1968 flutti ég svo með fjöl- skylduna til Akureyrar. Þá vorum við Ottó bréflatir orðnir og sam- skiptin stopulli en áður, en vináttan æ hin sama. Ottó var svipmikill, rösklegur í fasi og vakti hvarvetna' athygli. Hann var maður útivistar og hollra lífshátta. Hann kvæntist ekki, en segja má að hann hafi verið giftur listagyðjunni. Myndlist og tónlist var hans hálfa líf, einkum dáði hann stórsöngvara, lífs og liðna. Sjálfur var hann góður tenór og listmálari, stundaði um tíma myndlistarnám á Englandi. Nokkrar málverkasýn- ingar hélt hann við góðan orðstír. Myndefnið var'oft skip og sjór, þar mun hafa gætt áhrifa frá æskuár- unum fyrir austan. — Ottó hafði næmt skopskyn og oft bráð- skemmtilegur í samræðum. Hann var atorkumaður að hveiju sem hann gekk, heiðarlegur, traustur og hlýr. Ég og mitt fólk þökkum góðum dreng samfýlgdina og vottum að- standendum samúð. Jesús sagði: „Ég lifi, og þér munuð lifa.“ Það er dýrlegur boð- skapur. Við hittumst hinum megin. í Guðs friði. Barði Benediktsson Ingólfur Guðmunds son, Sauðárkróki Fæddur 19. apríl 1929 Dáinn 16. júní 1991 Hann Olli er dáinn. Að kveldi 16. júní barst mér þessi harmafregn suður yfir heiðar. Ekki hvaflaði að mér þegar ég kvaddi Oall á verk- stæðinu hans fyrir nokkrum dögum að það yrði hinsta kveðjan. Hress að vanda kallaði hann á mig og óskaði mér góðrar ferðar og vonað- ist til að sjá mig sem oftast í sum- ar. Fundir okkar verða ekki fleiri en næst þegar ég kem á Bifreiða- verkstæðið Áka mun ég fínna fyrir nærværu hans. Það var gaman að koma til Oila á skrifstofuna að semja um greiðsl- ur á reikningunum. Olli hafði skoð- anir á hlutunum, hvort sem þeir voru andlegir eða veraldlegir, póli- tískir eða ópólitískir, og það voru oft skemmtilegar umræður sem fram fóru okkar á milli. Hann fylgd- ist vel með og var ekki að liggja á því ef honum líkaði eitthvað illa. T.d. var hann ekki ánægður yfír því að enginn okkar bræðranna ætlaði að starfa við hlið föður okk- ar en gat samt vel sætt sig við störf okkar á öðrum slóðum. Olli sagðist geta farið áhyggjulaus frá verk- stæði sínu, Áka, þar sem það væri í góðum göndum Jóhanns sonar síns og fjölskyldu sinnar. Það er mín vissa að þar fór Olli með rétt mál. Með fráfalli Olla er höggvið skarð í hópinn við Hólaveginn. Fyrir rúm- um 30 árum hófu Olli og Fjóla Þorleifsdótir búskap í götunni ásamt fleiri ungum hjónum og með- al þeirra voru foreldrar mínir. Með þessum fjölskyldum tókust kærleik- ar og æ síðan hefur ákveðið tryggð- arsamband haldist. Hin síðari ár styrktist samband okkar Olla og fyrir mér kom í ljós maður gæddur miklum náungakærleika. Mér er minnisstætt þegar ég kom nýlega norður á Krók eftir vetursetu syðra, að fyrsti maðurinn til að heilsa mér og bjóða mig velkominn var Olli, drengurinn úr dalnum eins og hann gjarna kynnti sig. Olli ólst upp í Laxárdal á Skaga í landi Þorbjargarstaða, þar sem sonur hans Þorleifur býr, höfðu Fjóla og hann komið sér upp huggu- legum sumarbústað, Bakkakoti. Það veit ég að Bakkakot var þeim griðastaður, staður sem þau lögðu mikla rækt við að byggja upp og fegra. Handverk Olla í Bakkakoti sýnir að þar fór mikill hagleiksmað- ur. Olli o g Fjóla eignuðust 3 syni sem allir eru uppkomnir. Þeir eru Þor- leifur, Guðmundur Orn og Jóhann Helgi. Fjólu og ijölskyldunni af Hólavegi 21 sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur frá okkur við Hólaveg 22. Minningin lifír um góðan dreng, drenginn úr dalnum. F.h. fjölskyldunnar á Hólavegi 22, Björn Jóhann Olli er horfínn, er ekki hér. Við sjáum hann ekki á Hólaveginum, ekki á Bakkakotinu, og á verkstæð- inu er stóliinn hans auður. Hann sem við gátum leitað til þegar við áttum erfitt, hann sem alltaf átti til öxl að gráta við, uppörvun, gleði og lífskraft. Það voru auðvitað ekki alltaf jólin að þekkja hann Olla, stundum var hann okkur erfíður og þolinmæði okkar á þraut. En svo miklu oftar stóð hann við hlið okk- ar tilbúinn að veita aðstoð. Hann hafði svo mikla hlýju að gefa, svo mikla lífsgleði, kraft og áhuga sem hann var reiðubúinn að veita, í búskapnum á Þorbjargarstöðum, í endurbyggingunni á læknishúsinu, á verkstæðinu og bygginguna á Dalatúninu. Við eigum allar sér- stakar minningar um hann eitthvað sem hann gerði sérstaklega fyrir okkur. Þegar hann var sendur er- inda fyrir syni sína og kom með eitthvað óvænt „handa stelpunum". Þegar hann gerði tilraun til að aka út á Bakkakot með ís í brauðformi fyrir ófríska tengdadóttur sína sem langaði í ís. Þegar hann færði ann- arri reiðstígvél til að hún kæmist með honum á hestamannamótið. Öll skiptin sem hann sagði okkur að við ættum hann alltaf að hvern- ig sem þessir synir hans væru og var hann næstum búin að telja okk- ur trú um að við hefðum bara gifst þeim til að eignast hann fyrir tengdapabba. Við minnumst áhuga Gunnlaug Jóhanns- dóttir - Minning hans og hlýju gangvart barnabörn- unum, hvernig hann var tilbúinn að legga sig allan fram til að styðja þau, aðstoða við að líta eftir þeim, fara með þau út að keyra og vekja athygli þeirra á þeim fjölmörgu hlutum í umhverfínu sem hann hafði áhuga á. Þau sem komin voru á unglingsárin fundu í honum jafn- aldra og félaga. Þau litlu fundu afa sem sýndi þeim brennuna á gaml- árskvöld, hátíðahöldin á 17. júní, lömbin á vorin, bátana í höfninni og margt fleira. Það var honum mikið kappsmál að halda Qölskyldunni saman, skipuleggja reiðtúra, ökuferðir og aðrar sameiginlegar „uppákomur" fjölskyldunnar. Áhuginn og kraft- urinn var svo mikill að honum tókst að skipuleggja reiðtúr þar sem hann kom okkur öllum á hestbak í átta tíma samfleytt og sumir höfðu aldr- ei sest á hest áður. Hann hafði okkur líka af stað í stuttan kvöld- rúnt á sunnudegi sem ekki endaði fyrr en í Hvítárnesi undir morgun. Núna þegar við syrgjum hann og söknum hans þá finnum við að þrátt fyrir það sem við höfum misst þá er hann búinn að gefa okkur svo margt sem ekki verður frá okkur tekið. Hann skilur ekki eftir sig tóm, við eigum eftir tilfinningu um hlýju og nærveru þegar við hugsum um hann, við eigum eftir gleðina við allar skemmtilegu minningarn- ar. I sorginni getum við brosað þegar við rifjum upp minningarnar. Hann er ekki horfinn þótt við sjáum hann ekki. Hann verður hjá okkur á meðan við munum og finnum til. Sísi, Brynja og Hrönn Fædd 8. júlí 1912 Dáin 18. maí 1991 Um hvítasunnuhelgina varð móðu- ramma okkar, Gunnlaug Jóhanns- dóttir, eða Gullý amma eins og við kölluðum hana alltaf, bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík. Útför henn- ar hefur þegar farið fram í kyrrþey, en þannig hafði amma óskað eftir að málum yrði hagað þegar að því kæmi. Á stundu sem þessari horfum við gjarnan til baka og rifjum upp endur- minningar fyrri tíma. Gullý amma á stóran hlut í æskuminningum okkar systkinanna, því hún var tíður gestur á heimili okkar. Hún var okkur góð amma, Hún var amma sem sagði okkur sögur í æsku, gaukaði að okk- ur sælgætismola þegar enginn sá til, safnaði með okkur frímerkjum og þegar við misstum áhugann á því, hélt hún áfram að safna þeim fyrir okkur. Amma var mikill fagur- keri. Hún hafði gaman af fallegum fötum, myndlist og sérstaka ánægju hafði hún á ljóðum og skáldskap. Hún var óþreytandi við það að fara með Ijóð fyrir okkur, aðallega eftir þekkt Ijóðskáld en einnig eftir hana sjálfa. Hún hafði nefnilega gaman af að fást við að yrkja ljóð fyrir sjálfa sig. Eitt er okkur sérstaklega minnis- stætt, en það voru pakkarnir frá ömmu þegar við vorum fjarri heimil- inu. Hvoit sem við vorum sumar- langt í sveitinni eða áralangt erlend- is, þá var hún ekki í rónni nema að senda okkur pakka og í honum kenndi ýmissa grasa. Þegar eitthvert okkar dvaldist erlendis við nám eða störf í styttri eða lengri tíma sá amma til þess að reglulega komu pakkar með dagblöðum, harðfiski og rauðum ópal. Þá var nú veisla í kot- inu. Pakkarnir vöktu alls staðar mikla athygli fyrir einkum tvennt, en það var annars vegar fádæma mikið úrval frímerkja sem endurspe- glaði áhuga hennar á frímerkjum og hins vegar lyktin af harðfisknum. Póstberamir voru fljótir að koma af sér pökkunum frá henni ömmu. Gullý amma giftist afa okkar heitnum, Ásbirni Olafssyni stórkaup- manni, og eignaðist með honum tvær dætur, þær Ólafíu og Unni Grétu. Amma og afi slitu síðan samvistir eftir nokkurra ára hjópaband. Barna- börn ömmu eru sex. Ólafía, sem allt- af er kölluð Lollý, á okkur systkinin Ásbjörn, Ástu Friðriku, Guðmund Karl, Gunnlaug Rafn og Ólaf Björn. Barnabarnabörnin eru fjögur, þar af eitt fósturbarn. Unnur Gréta, sem alltaf var kölluð Lamba, átti einn son, Ólaf eða Tjolla. Lamba lést fyr- ir nokkrum árum langt fyrir aldur fram, skömmu eftir að Tjolli sonur hennar lenti í alvarlegu slysi. Afleið- ingar þess settu mark sitt á líf hans og allrar fjölskyldunnar. Þessi áföll voru ömmu ákaflega erfið og ekki tóku þau síður á mömmu okkar. Amma átti við slæman sjúkdóm að etja allt sitt líf, en hún þjáðist af astma. Hún lá oft langdvölum á sjúkrahúsum hér á landi sem erlend- is. Þessi sjúkdómur og álag hans hafði eðlilega mikil áhrif á líf hennar og okkar íjölskyldunnar. Það var þó einkum einn bakhjarl sem amma gat ávallt reitt sig á og hafði ómælda þolinmæði við að sinna henni hvernig sem ástatt var, en það var mamma okkar. Hún var ömmu sú besta dótt- ir sem nokkur getur hugsað sér. Amma var Tjolla frænda ákaflega góð og skipaði hún stóran sess í hans hugarheimi og lífí eftir slysið. Það er því Tjolla erfitt að kveðja elsku ömmu sína hinstu kveðju. Én hann veit eins og við hin að nú eru allar þrautir ömmu á enda og nú líður henni vel. Við minnumst hennar með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Guð blessi minningu Gullý ömmu. Dótturbörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.