Morgunblaðið - 23.06.1991, Page 12

Morgunblaðið - 23.06.1991, Page 12
::Í2_________________ __________MORGITNBLADIÐ SUNNUDAGUR 23: JUNÍ 1991_ Ný rannsókn á framhaldsnámi stúdenta: Bettý Nikuiásdóttir ogSölvína Konráðs: „Á hverju ári koma nemendur í framhaldsskólana án þess að hafa til þess námsgetu eða nægan undirbúning.“ STÚDENTSPRÓFIÐ NÆR EINSKIS VIRÐI Á ATVINNUMARKAÐ eftir Jriðrik Indriðason í NÝRRI rannsókn á framhalds- námi stúdenta kemur m.a. fram að stúdentspróf er nú nær einsk- is virði á atvinnumarkaði. Enn er otúdentsprófið ætlað sem und- irbúningur að háskólanámi. Enn- fremur leiddi rannsókn í Ijós að nemendur eru æ lengur að ljúka þessu námi og hefur meðalnáms- tíminn lengst úr 4 árum 1975 í 4,7 ár 1986 í dagskóla. í öldunga- deild hefur þessi tími lengst úr 4,2 árum í 5,6 ár. Rannsóknin sem hér um ræðir náði til 890 stúdenta frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árin 1975-1986. Niðurstöður hennar má alhæfa að mörgu leyti að öðrum mennta- eða framhaldsskólum því sam- kvæmt könnun sem gerð var 1989 mun MH í hópi þeirra skóla sem skila hvað bestum nemend- um í Háskóla íslands. etta mun í fyrsta skipti sem rannsókn af þessu tagi er framkvæmd hér- lendis en að henni stóðu dr. Sölvína Konráðs sál- fræðingur og Bettý Nikulásdóttir námsráðgjafi í MH. Stóð rannsókn- in yfir í um þrjú ár og var mark- mið hennar að svara þremur megin- spumingum: í fyrsta lagi er munur á námsárangri nemenda á milli ára og er einhver ákveðinn hópur nem- enda sem sker sig úr hvað varðar góðan námsárangur? í öðru lagi hvaða þættir eru ákvarðandi um að stúdent fari í framhaldsnám og ljúki því? Og í þriðja lagi stuðlar stúdentspróf að betri atvinnumögu- leikum? Við rannsóknina var gerður sam- anburður á námsárangri 890 nem- enda sem útskrifuðust með stúd- entspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á ámnum 1975 til 1986. Til þessara námsmanna var síðan sendur spurningalisti til að afla uppjýsinga um nám að loknu stúd- entsprófi og félagsstöðu. Alls bár- ust svör frá 650. Konur standa sig betur en karlar í niðurstöðum rannsóknar sinnar segja Sölvína og Bettý m.a. að kon- ur sem stunda nám við öldunga- deild sýni að jafnaði bestan náms- árangur. Karlar í dagskóla sýna hinsvegar lakastan námsárangur en em þó líklegri en konur sem útskrifast úr dagskóla til að ljúka framhaldsnámi. Námsárangur er breytilegur milli ára og vandséð að einhver regla gildi þar um en þó má sjá ákveðna breytingu frá árinu 1975 til 1986 í þá átt að náms- árangur fari versnandi (sjá töflu). Nemendur á eðlisfræðibraut skila sér best í framhaldsnám og sýna einnig bestan námsárangur af ein- staka námsbrautum. Á þeirri braut eru 73% nemenda karlar og sýnir það að þótt karlar sem útskrifast úr dagskóla séu að jafnaði með slak- astan námsárangur er þessi hópur karla í dagskóla með bestan náms- árangur. Hér verður að taka tillit til þess að eðlisfræðibraut er þriðja fámennasta námsbrautin, fámenn- ari era tónlistarbraut og fornmála- braut. Náttúmfræðibraut er fjöl- mennust í dagskóla og félagsfræði- braut er fjölmennust í öldungadeild. Þær Sölvína og Bettý segja að athyglisvert sé að mikil fylgni er á milii stöðu foreldra og námsárang- urs annarsvegar og stöðu maka og viðdvalar í námi hinsvegar. Hvað stöðu foreldra og maka varðar var notast við svokallaða Hollingshead- flokkun þar sem staða foreldra og maka er flokkuð eftir menntun og starfstitlum. Efst á stuðlinum em sérfræðingar, þá langskólamennt- un, iðnmenntun, starfsmenntun og ófaglært. Því ofar sem for- eldri/maki var á þessum kvarða því betur gekk námið hjá stúdentinum. Fjöldi barna og aldur spá ekki fyrir um viðdvöl í námi né heldur hjúskaparstaða. Námsgengi að loknu stúdentsprófi Þegar námsgengi að loknu stúd- entsprófí var kannað var þeim 650 sem svöruðu spiirningalistanum skipt í þijá hópa. í fyrsta hópnum voru þeir sem ekki höfðu hafið nám að loknu stúdentsprófi, 113 talsins. í öðrum hópi þeir sem höfðu hafíð nám en hætt án námsgráðu, 274 talsins og í þriðja hópnum þeir sem höfðu lokið námi að loknu stúdents- prófi með námsgráðu eða voru enn í námi, 263 talsins. Innbyrðis var Hér til hliðar sést hversu langan tíma nemendur voru að meðaltali í skólanum fram að stúdentsprófi. Að neðan er sýnt meðaltal einkunna útskrifaðra nemenda 1975-1986 reiknað í hlutfalli af heildareiningum til stúdentsprófs, Sern sjá má er nokkur munur á nemendum úr dagskóladeíld og öldungadeild, en þær eíga það þó sameiginlegt -j að ágætiseinkunnum hefur fækkað og meðalmennskan rutt ® sér rúms. iÍHl Dagskóladeild Námstími l |áldunBafleiM Öldungadeild 75 76 77 78 78 '80 '81 ‘82 88 '84 ‘85 '86 Dagskóladeild

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.