Morgunblaðið - 11.07.1991, Side 16

Morgunblaðið - 11.07.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 ASKO1 Samtök gegn þvottavelar , ö ° # # ogerðum sammngi Bæbi framhlaítnar og topphlabnar á sérstöku kynningarverbi: ASK0 10003 framhl. ASKO11003 framhl. ASK0 12003 framhl. ASKO 20003 framhl. ASKO13002 topphl. ASK0 16003 topphl. KR. 71.500 (67.920 stgr.) KR. 79.900 (75.900 stgr.) KR. 86.900 (82.550 stgr.) KR. 105.200 (99.940 stgr.) KR. 62.900 (59.750 stgr.) KR. 78.900 (74.950 stgr.) minix ^HÁTÚN^^ÍMK91^442^^ eftir Björn Bjarnason Töluverð hætta er á því, að umræður um þátttöku okkar ís- lendinga í evrópska efnahagssvæð- inu þróist á gamalkunnan veg. Við erum þegar farin að sjá til þess hóps manna, sem þykist betur í stakk búinn en aðrir til að segja afdráttarlaust fyrir um það, að ís- lenska þjóðin glati sjálfstæði sínu, menningu og tungu með frekara samstarfi við aðrar þjóðir, einkum Evrópuþjóðirnar. Þeir sem þannig tala hafa þann sið að gera sem minnst úr málefnalegum rökum viðmælenda sinna og láta eins og þau hnígi öll að því að þurrka ís- lensku þjóðina út úr samfélagi þjóðanna. Hræðsluáróður af þessu tagi er alls ekki nýr í íslenskum stjórn- málaumræðum. Kommúnistar héldu honum á loft um árabil í umræðum um vamir þjóðarinnar. Á fyrstu árum vamarsamstarfsins PHIUPS Whirlpool í f It í £ i tf á T ■ ' 5 PMÍÚW | ^irlpool !«> ÞURRKARI Á EINSTÖKU VERÐI v cnu i\n. di.tvv.1 00830/ ÉnrKR.STGR. • Rafknúin tímastilling, allt að 120 mínútur • 2 hitastig 1000/2000 Wött • Tekur4,5 kg. af þvotti • Hægri eða vinstri opnun á hurð • Mál: HxBxD 85x59,6x53 Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 ■ LsapuuKQuno við Bandaríkjamenn, en í ára eru 40 ár liðin frá því að varnarsamn- ingurinn var gerður, var mikið rætt um hættuleg áhrif hans á menningu þjóðarinnar. Var' því spáð að hún hyrfi vegna banda- rískra áhrifa. Fyrir áratug var háð lokasennan um það, hvort kjarn- orkuvopn væru í Keflavíkurstöð- inni. Ándstæðingar varnarliðsins héldu því fram, að Bandaríkjamenn hundsuðu stefnu íslenskra stjórn- valda, sem heimilar ekki kjarn- orkuvopn hér nema með leyfi ríkis- stjórnarinnar. Á þessum áram var mikill hræðsluáróður vegna kjarn- orkuvopnanna og hafði hann víða áhrif og vora stofnuð fleiri innlend samtök en áður til að beijast fyrir friði og gegn kjamorkuvopnum. Þegar upp er staðið 10 áram síðar blasir sú þverstæða við, að meðal- dræg kjarnorkuvopn hefðu ekki verið upprætt í Evrópu, ef þessi svonefndu friðarsamtök hefðu haft sitt fram. Jafnframt er fyllsta ástæða til að velta því fyrir sér, hvort hinar stórkostlegu breyting- ar hefðu orðið í Mið- og Austur- Evrópu, ef Moskvuvaldið hefði sigrað í áróðursstríðinu út af kjam- orkueldflaugunum í Evrópu. Deilurnar um stefnuna í örygg- is- og vamarmálum báru þess glögg merki í upphafi, að hávær- ustu andstæðingar aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu og gerð vamarsamningsins við Bandaríkin vora einlægir kommúnistar. Hér sem annars staðar töldu kommún- istar að þeir kæmu ár sinni best fyrir borð með því að hamra á varðstöðu sinni um íslenskt þjóð- emi og þannig gætu þeir einnig best hulið þá staðreynd, að þeir voru í raun ekki annað en hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem stefndi að heimsyfirráðum. f§ Dictaphone A Pitney Bowes Compony • Gæðatæki til hljóðupptöku, afspilunar og afritunar • Fagleg hönnun • Vandaðar upptökur • Umboft á íslandi: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavik Simar 624631 / 624699 0 Þessi þáttur stjórnmálasögu tuttugustu aldarinnar á eftir að skýrast betur hér á landi eins og annars staðar á næstu áram, þeg- ar flett verður ofan af heimsvalda- stefnu kommúnista og hún skoðuð í nýju ljósi eftir hran alræðiskerfis kommúnista í Evrópu og Sovétríkj- unum. Hvers vegna er þetta rifjað upp, þegar litið er á umræðurnar nú um þátttöku í evrópska efnahags- svæðinu? Ekki era kommúnistar lengur í forystu eða á bakvið tjöld- in meðal þeirra sem segja, að markvisst sé stefnt að því að kippa fótunum undan sjálfstæði íslend- inga? Ekki stendur valið nú á milli þess að taka upp samstarf við vest- ræn lýðræðisríki eða skipa sér í fylkingu sósíalísku ríkjanna? Ekki er heldur spurning um það, hvort íslendingar eigi samleið með hlut- lausum ríkjum í Evrópu? Vilja þau ekki öll komast í Evrópubandalag- ið? Framsóknarmönnum bregður Hinn 3. júlí síðastliðinn voru stofnuð Samtök gegn samningi um evrópskt efnahagssvæði. Þar era framsóknarmenn einkum í for- svari. Sýnast þeir nú vera að átta sig á því, að skýrasta stefnumörk- unin um þátttöku Islands í evr- ópsku samstarfi fyrir kosningarnar var hvorki í stefnuskrá Alþýðu- flokksins né Sjálfstæðisflokksins. Hana var að fínna í störfum og stefnu ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar. Ríkisstjórnin ákvað að íslendingar skyldu hefja þáttttöku í viðræðunum um evr- ópskt efnahagssvæði og stjórnaði þeim viðræðum á meðan samið var um fjórfrelsið svonefnda og lagður grannur að stofnunum, sem eiga að sjá um að framkvæma samning- inn um svæðið, en það var gert á sameiginlegum ráðherrafundi að- ildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubanda- lagsins (EB) 19. desember 1990. Fyrir kosningamar 20. apríl sl. var oftar en einu sinni á það bent í ræðu og riti, að stefnumörkun ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar væri fyrsta, annað og jafnvel þriðja skref íslands inn í Evrópubandalagið, ef ákvörðun yrði tekin um aðild að því. Fram- sóknarmenn höfnuðu þessari skoð- un þá og Steingrímur sagðist hafa fengið áfall við að lesa stefnuskrá Alþýðuflokksins, sem útilokaði ekki aðild að EB. Víldi Steingrímur þess vegna að þingkosningarnar Björn Bjarnason „Nú má lesa greinar í blöðum eftir framsókn- armenn sem tala eins og þeim hafi ekki orðið það Ijóst fyrr en eftir að Framsóknarflokkur- inn fór úr ríkisstjórn við hvað forsætisráð- herra þeirra var að bjástra í Evrópumálun- um á meðan hann var í sljórninni. Stofnaþeir þá samtök gegn stefnu Steingríms í Evrópu- málunum.“ yrðu einskonar þjóðaratkvæða- greiðsla um aðild að EB. Eftir kosningar létu framsóknarmenn í veðri vaka að yfirlýsingar Stein- gríms um þjóðaratkvæðagreiðsl- una hefðu verið þeim dýrkeypt mistök. Nú má lesa greinar í blöð- um eftir framsóknarmenn sem tala eins og þeim hafi ekki orðið það ljóst fyrr en eftir að Framsóknar- flokkurinn fór úr ríkisstjórn við hvað forsætisráðherra þeirra var að bjástra í Evrópumálunum á meðan hann var í stjórninni. Stofna þeir þá samtök gegn stefnu Stein- gríms í Evrópumálunum. Málefnalegar umræður? Fyrir utan yfirlýsta framsóknar- menn og Jakob Jakobsson fiski- fræðing fluttu þau Árni Berg- mann, ritstjóri Þjóðviljans, sem hefur verið ötull talsmaður sov- éskra sjónarmiða um árabil, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þing- maður Kvennalistans, ræður á stofnfundi samtakanna gegn evr- ópska efnahagssvæðinu. Ræða Ingibjargar Sólrúnar er kveikjan að því, að minnt er á umræðunar um varnarmálin hér í BEIIM LÍIMA BAIMKA OG SPARISJODA UM LAIMO ALLT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.