Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 4
eei i r i : r-ir-/«r .1 . , i.’.nvsno'ani/i MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLl 1991 i 4 Stjórn Síldarverksmiðja ríkis ins samþykkir tilsjónarmenn STJÓRN Síldarverksmiðja ríkis- ins samþykkti á fundi í gærmorg- un að verða við þeim skilmálum sem ríkisstjórnin setti um veit- ingu ríkisábyrgðar vegna 300 milljóna króna lántðku verk- smiðjanna, að settir verði þrír tilsjónarmenn með fjármála- sfjórn fyrirtækisins. Jón Reynir Magnússon forstjóri Síldarverk- smiðja ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að rekstur TVEIR ungir menn rændu rúm- lega 12.000 krónum í peningum úr Myndbandaleigu Steinars i Borgarkringlunni á sunnudag. Höfðu þeir í hótunum við af- greiðslumann og komust undan með feng sinn. Mennimir eru ófundnir að sögn lögreglu. Samkvæmt lýsingu af- greiðslumannsins er annar þeirra fyrirtækisins væri í lágmarki og ekki væru horfur á að hann stöðvaðist á næstunni. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var háð tveimur skilyrðum, að sögn Jóns Reynis, annars vegar um til- sjónarmennina, hins vegar að Landsbankinn skuldbreytti skamm- tímaskuldum fyrirtækisins og tryggði rekstur þess til áramóta, en ákveðið hefur verið að breyta Ijóshærður, með meðalsítt hár, 170-180 sentimetrar á hæð, klædd- ur gallabuxum, hvítri hettupeysu og strigaskóm. Hinn er dökkhærður og greiðir hárið aftur. Hann er u.þ.b. 190 sentimetrar á hæð og var klæddur í gallabuxur, síðan rauðan jakka og kúrekastígvél. Mennimir em líklega 18-20 ára gamlir. rekstrarformi Síldarverksmiðja rík- isins í haust, þannig að fyrirtækið verði hlutafélag. Jón Reynir kvaðst búast við að nú komist skriður á að leysa úr rekstrarvanda fyrirtækisins. Hann sagði að ekki væri búið að ganga frá skuldbreytingunum, en fundir hefðu þegar verið haldnir um þau mál. „Stjórn verksmiðjanna hefur orðið við þessum skilyrðum sem koma henni við, það er að segja með þessa tilsjónarmenn. En, ég veit ekki um Landsbankann ennþá, hvort hann hefur samþykkt þetta sem þarna var um fjallað gagnvart honum,“ sagði hann. Hann sagði að rekstur Síldar- verksmiðja ríkisins væri í lágmarki um þessar mundir, enda margir starfsmanna í sumarleyfí. „Þetta skrimtir nú ennþá, þannig að við erum að vona að ekki verði stopp á einu eða neinu. Ég er að vona að það verði farið að gera eitthvað í málinu hið fyrsta,“ sagði Jón Reynir Magnússon. Rændu tólf þúsund kr. I/EÐURHORFUR í DAG, 16. JÚLÍ YFIRLIT: Yfir norðausturströnd landsins er smálægð sem hreyfist lítið og önnur álíka skammt suðvestur af Hornafirði á austurleið. Lítið eitt kólnar í veðri. SPÁ: Fremur hæg norðlæg átt um norðanvert landið en vestlæg eða breytileg átt um landið sunnanvert, víða hafgola. Norðanlands verður skýjað og má búast við þokulofti eða súld en í öðrum lands- hlutum verður öllu bjartara veður. Sunnanlands má búast við síðdegisskúrum. Hiti verður víðast á bilinu 8-12 stig um norðan- vert landið en allt að 18 stiga hiti sunnanlands um hádaginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A MIÐVIKUDAQ OG FIMMTUDAG: Fremur hæg norölæg eða breytileg átt. Skýjað á Norður- og Norðausturlandi og sums staðar dálítil súld en yfirleitt bjart veður sunnanlands og vestan, þó líklega skúrir á stöku stað. Hiti 6-10 stig við norðurströndina en allt að 16 stiga hiti að deginum sunnanlands. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyrl 12 aiskýjað Reykjavík 13 léttskýjað Bergen 16 skýjað Helsinki 21 hálfskýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Narssarssuaq 10 léttskýjað Nuuk 6 skýjað Osló 21 skýjað Stokkhólmur 19 skýjað Þórshöfn 13 skúr Algarve 30 heiðskirt Amsterdam 15 rigning Barcelona 27 léttskýjað Berlín 20 skýjað Chicago 18 heiðskírt Feneyjar vantar Frankfurt 21 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 19 skýjað London 19 skýjað Los Angeles 19 mistur Lúxemborg vantar Madríd 33 heiðskirt Malaga 28 helðskirt Mallorca 29 léttskýjað Montreal 19 léttskýjað NewYork 23 heiðskírt Orlando 26 léttskýfað París 18 súld Madeira 23 léttskýjað Róm vantar Vín 23 skýjað Washington 24 heiðskírt Winnipeg 20 alskýjað Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ekki er allt sem sýnist Þessi kona er sat afslöppuð og naut veðurblíðunar í Reykjavík í síðast- liðinni viku reyndist við nánari athugun ekki vera af holdi og blóði heldur er hún sköpunarverk Margrétar Hjálmarsdóttur. Þessum skemmtilega skúlptúr eftir Margréti var stillt upp fyrir framan listmuna- verslunina Klausturhóla við Laugaveg á góðviðrisdegi í vikunni sem leið. Alþjóðleg matvælasýning í New York: íslenska vatnið hlaut gullverðlaun íslenskt bergvatn, dótturfyrir- tæki Sólar h.f., hlaut gúllverð- laun á alþjóðlegri matvælasýn- ingu í Bandaríkjunum sem lauk um helgina fyrir bestu vöruna á sýningunni, íslenska vatnið. Vat- nið var valið „The outstanding product of the show.“ sem nefnist „Fancy er haldin reglulega í Sýningin, food show“ New York. Nokkur hundruð vöru tegundir eru á sýningunni og hljóta tólf þeirra silfurverðlaun fyrir að komast í úrslit en aðeins ein gull- verðlaun eru veitt fyrir bestu vör- una. Að sögn Davíðs Sceving Thor- steinsson, stjómarforrhanns ís- lensks bergvatns vom verðlaunin veitt fyrir gæði vörunnar en fyrst og fremst fyrir hönnun umbúðanna. Vatnið frá fyrirtækinu er selt út í plastdósum svipuðum þeim sem seldar eru hér heima en dósirnar eru þær einu sinnar tegundar í heiminum. Verðlaunin sem vatnið fékk eru mjög eftirsótt og hefur fyrirspurn- um frá Bandaríkj- unum ekki linnt síðustu daga, að sögn Davíðs. „Við fengum auglýs- ingu út á þetta sem við höfum lít- ið við að gera því við höfum ekki undan að fram- leiða en þetta er heiður fyrir okkur og landið og vekur athygli á íslensk- um vörum al- mennt," sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið. „Það kostaði blóð, svita, tár og langan tíma að hanna þessar um- búðir og við erum þakklát fyrir að það skilaði árangri. Það verður aldr- ei brýnt of oft fyrir mönnum sem hyggjast flytja út að vanda til vö- runnar sem mest þeir mega,“ sagði Davíð að lokum. Vatnið frá ís- lensku berg- vatni sem hlaut verð- laun á sýning- unni í New York. Tilboð á ferðum leiffu- bíla til og frá Keflavík SAMVINNA hefur tekist milli leigubílstjóra á Reykjavíkur- svæðinu og Aðalstöðinni í Kefla- vík um að bjóða upp á sérstök verðtilboð á akstri milli höf- uðborgarsvæðisins og Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar. I fréttatilkynningu frá Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra kemur fram að boðið er upp á tvær stærð- ir af bílum. Minni bílarnir taka allt að fjórum farþegum en þeir stærri fimm til sjö farþega. Verð fyrir akstur með minni bílunum er 3,500 krónur en 4,200 krónur með þeim stærri. Tilboðið gildir til 30. sept- ember og um framhald þess ræðst af undirtektum farþega. Hnupluðu timbri í búið TVEIR ungir piltar, tólf og fjór- tán ára, hafa orðið uppvísir að þvi að gera sér bækistöð í skúr í Árbæjarhverfi og sanka þar að sér dálítilli búslóð með hnupli frá fyrirtækjum í nágrenninu. Lögreglan fann þetta bú piltanna er verið var að rannsaka stuld á timbri frá Gúmmívinnustofunni. Timbrið fannst niðursagað í skúr strákanna og virðist sem þeir hafi ætlað það til smíða. Þar fannst einn- ig ýmislegt annað þýfí, til dæmis verkfæri, sem þeir höfðu sankað að sér. í skúmum fundust svefnpokar drengjanna og virðast þeir því hafa ætlað sér að hafast þarna við um lengri eða skemmri tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.