Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1991 31 Agnar E. Halldórs son - Kveðjuorð Fæddur 20. september 1925 Dáinn 9. júlí 1991 Kveðjustundin er komin. Vinur minn Agnar Halldórsson er dáinn og minningarnar koma fram í hug- ann hver af annarri. Fyrstu kynni okkar voru á gang- inum heima í Hafnarstræti 18 þar sem móðir mín rak matsölu. Hann kom þar ásamt föður sínum og bað um fæði eins og svo margir aðrir. Fasið, göngulagið og „kaskeitið" frá þessum fyrsta fundi man ég enn. Bróðir hans, Sverrir, sem dó langt um aldur fram, hafði borðað hjá mömmu í mörg ár og heyrði ég hans oft minnst, með mikilli hlýju. Agnar, eða Aggi eins og við kölluðum hann, varð fljótlega einn af okkar bestu vinum og sá vinskap- ur styrktist með hveiju árinu sem leið. Það var eiginlega alltaf líf og fjör í kringum hann. Hann hafði skoðanir á flestu og ýmislegt til málanna að leggja. Stundum brýndi Aggi raustina en þá fylgdi með kí- mið bros, enda var ávailt stutt í gamansemi og gott skap. Á okkar mannmarga heimili gætti hann þess vel að ekert væri sagt sem ekki átti við svo barnið heyrði, en barnið það var ég, og í hans augum var ég barn allt fram á fullorðinsár. Eftir að móðir mín flutti í Stangar- holt 34 borðaði hann þar fyrstu árin. Síðar byggðu þau systkinin Agnar og Lilja fallegt hús við Njörv- asund og héldu þar saman heimili. Þar bjó einnig faðir þeirra meðan hann íifði. Tryggð Agga við heimili mitt og fjölskyldu var mikil. Hann kom oft í heimsókn í Stangarholtið og var þá iðuiega tekið í spil. Við litum á Agga sem einn af Ijölskyld- unni og börnin mín hændust fljótt að honum. Árlega var farið saman í sumarbústaðinn okkar í Dölunum og vildi enginn missa af þeim sam- verustundum sem ósjaldan voru rif- jaðar upp í skammdeginu, enda ein- att ánægjulegar minningar. Agnar var fæddur í Stykkishólmi 20. september 1925 og ólst þar. upp til tvítugs. Hann missti móður sína 1941, og hélt faðir hans heimili með börnun sínum í nokkur ár eft- ir það. Hann vann þau verkamanna- störf sem til féllu. Ég minnist þess að hann vann við útkeyrslu hjá 0. Johnsen og Kaaber, en lengst af og allt þar til hann veiktist vann hann hjá Sementsverksmiðju ríkis- ins við afgreiðslu á sementi. Baráttunni við illvígan sjúkdóm er lokið. Fallinn er frá einstaklega góður maður sem kom fólki oft í gott skap og vildi öllum vel. Systr- um Agnars og ættingjum sendum við vinir hans í Stangarholtinu og á Skjólbrautinni innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Edda Magnúsdóttir í fáeinum fátæklegum orðum langar mig að kveðja hann Aggó frænda sem eftir stutta en snarpa baráttu við erfiðan sjúkdóm lést í Landakotsspítala 9. þ.m. Það er einkennilegt hvað dauðinn kemur manni á óvart, einnig þegar maður veit að hans er von á hverri stundu. Þegar hann kemur, er það samt svo að maður trúir vart að hann hafi komið og máske er það þess vegna zsl!U!&PL.E5Cj?55 TREFJAGIPSPLÖTUR Á VEGGI, LOFT OG GÓLF KANTSKURÐUR SEM EGG ÖRUGGT NIAGLHALD A BRUNAFLOKKUR VIÐURKENNT AF ELDVARNA- EFTIRLITI RÍKISINS HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.ÞORGRfMSSON&CO ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 sem manni verður orða vant þegar maður vill minnast hins látna. Þar sem ég veit að það var andstætt eðli Aggós að um hann yrði skrifuð einhver lofrulla, ætla ég að stikla á stóru og það verður langt á miili hleina. Fullu nafni hét hann Agnar Ey- land og var sonur þeirra öðlings- hjóna Elínar Björnsdóttur og Hall- dórs Bjarna Jónssonar á Mel í Stykkishólmi. Og þar átti hann heima til ársins 1945 er hann flutti suður til Reykjavíkur með föður sínum og systur, en móðir hans lést árið 1941. Þegar suður kom hóf hann að vinna alla almenna verkamannavinnu, en árið 1959 hóf hann störf hjá Sementsverksmiðju ríkisins og vann þar þar til yfir lauk. Ekki veit ég annað en að Agnar hafí verið trúr sínu starfi enda maðurinn með afbrigðum samvisk- usamur og aldrei gat ég fundið annað en honum þætti vænt um starf sitt, vinnustað og vinnufélaga, enda var Aggó vinafastur maður. Agnar var með afbrigðum dagf- arsprúður og lundgóður maður og laus við að láta sér um munn fara stóryrði eða yfirlýsingar og aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum manni. Enda hafði hann það sem svo margan skortir, einlægt og gott hjarta. Hann var dulur og bar ekki sorg sína eða gleði fram fyrir hvern mann. Einnig var hann kvört- unarlaus maður sem sá ekki tilgang í því. að vera ávallt að agnúast yfir orðnum hlut. Ein mesta unun hans voru þau heimilisdýr sem hann hafði stundum hjá sér og þar sá maður fölskvalausa vináttu milli dýrs og manns og dýrin fundu fljótt að hann var hrekklaus og laus við alla illgirni og löðuðust því að honum og þar eignuðust þau vin sem lét sér annt um veiferð þeirra. En þannig kom Aggó einnig fram við mannskepnuna og þess vegna trúir maður vart .að þessi góði maður sé horfínn til annars heims og að með brottför hans verði þessi heimur fátækari af góðmennum. Kærum vini og frænda þökkum við hjónin allar góðar og bjartar minningar sem hann skilur eftir í hugum okkar. Guð varðveiti hann. Halldór og Lilja Þriðjud.aginn 9. júlí sl. lést vinnu- félagi okkar, Agnar Halldórsson, eftir að hafa barist við erfið veik- indi síðustu misseri. Fyrir hartnær 30 nárum hóf Agnar störf hjá af- greiðslu Sementsverksmiðju ríkis- ins hér í Reykjavík og starfaði þar óslitið síðan sem lyftarastjóri. Agnar var sérstök persóna sem setti sterkan svip á vinnustaðinn. Hann rækti starf sitt af trúmennsku og mikilli samviskusmei og hver afgreiðslunóta, sem um hendur hans fór, var meðhöndluð sem ómetanlegt skjal. Óhætt er að segja að starfið hafi átt hug hans allan enda er okkur ekki kunnugt um að hann hafi átt mörg áhugamál þess utan. Stundum fannst manni raunar að Agnari þætti sumarfrí algjör óþarfi, mestu máli skipti að vinna. En þótt Agnar tæki starf sitt mjög hátíðlega var ávallt stutt í gamansemi hjá honum og hann naut þess að glettast við okkur vinnufélagana. Glaðværð hans gerði það að verkum að oft sögðu menn sem svo að það yrði dauft yfir vinnustaðnum ef Agnars nyti ekki við. Og víst er að matartímarn- ir verða dauflegri og hljóðlátari nú þegar Agnar er allur. Með þessum fátæklegu orðum viljum við vinnufélagarnir minnast Agnars Halldórssonar og þakka góð kynni á löngum starfsferli. Ættingj- um hans sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. f.h. starfsmanna Sementsverksmiðju ríkisins, Sævarhöfða Sigurbjörn Magnússon FELAGSLIF E3 ÚTIVIST 'ÓHMNI I • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVAKI14601 Helgarferðir 26.-28. júlí • Básará Goðalandi Gönguferðir um Goöaland og Pórsmörk. Upppantað í skála, laus sæti ef gist er í tjaldi. Farar- stjóri: Ingibjörg Ásgeirsdóttir. • Fimmvörðuháls - Básar Hin vinsæla gönguleið milli Skóga og Bása. Gist í Básum. Gengiö upp frá Skógum, með- fram Skógaá. • Eynhyrningsflatir- Álftavatn Róleg bakpokaferð. Gangan hefst við hinn sérkennilega Ein- hyrning, vestan Markarfljóts og verður gengið meðfram hinum stórfenglegu Markarfljótsgljúfr- um. Göngunni lýkur við Álfta- vatn. Fararstjórar: Þráinn V. Þór- isson og Sigurður Einarsson. • Sumardvöl í Básum Básar eru tilvalinn staður til þess að eyða sumarleyfinu á og fara í könnunarleiðangra um nágrenn- ið. Skálaverðir veita upplýsingar um gönguleiöir um Goðaland og Þórsmörk. Einkar hagstætt verð ef dvalið er milli ferða: Sunnu- dagur til föstudags aðeins kr. 5500 fyrir félagsmenn i skála, 6.100 fyrir utanfélagsmenn. Aðr- ir möguleikar eru: Sunnudagur til miðvikudags og miðvikudagur til föstudags. Eyðifirðir Austfjarða Undirbúningsfundur verður á skrifstofu Útivistar, miðvikud. 17. júlí kl. 18.00. Sjáumst! Útivist. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Miðvikudagskvöld 17. júlíkl. 20 Tóurnar- Sóleyjarkriki Ný og skemmtileg kvöldganga í Stapahrauni. Gönguferðvið allra hæfi á sérstöku tilboðsverði kr. 600,- frítt f. börn 15 ára og yngri. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Hægt að taka rútuna á leiðinni, t.d. á Kópavogshálsi ogv. kirkju- garðinn. í Hafnarf. Kynnist hollri útiveru og góðum félagsskap i gönguferðum með Ferðafélag- inu. Allir velkomnir. Miðvikudagsferðir og sumardvöl í Þórsmörk Munið miðvikudagsferðirnar í Þórsmörk. Dagsferðir og til sum- ardvalar. Næst ferð í fyrramálið 17. júlí kl. 08. Verð kr. 2.300 í dagsferðirnar. Kynnið ykkur til- boösverð á sumardvöl. Tilvalið að dvelja í góðu yfirlæti í Skag- fjörösskála, Langadal, t.d. frá miðvikudegi til föstudags eða sunnudags. Pantíð tímanlega. Ferðafélag Islands. t KRISTJÁN ÞORSTEINSSON frá Syðri-Brekkum, Klettahrauni 2, Hafnarfirði, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum sýndan hlýhug. Aðstandendur. Lokað Vegna jarðarfarar AGNARS EYLAND HALLDÓRSSONAR verður öll starfsemi Sementsverksmiðju ríkisins, Sævarhöfða 31, lok- uð í dag, þriðjudaginn 16. júlí, frá kl. 14.00. Sementsverksmiðja ríkisins. Lokað Fyrirtæki okkar verður lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar GUNNARS ÁSGEIRSSONAR. Hurðaborg - Crawford hurðir, Skútuvogi10c. Lokað í dag, þriðjudaginn 16. júlí, vegna jarðarfarar ÁSDISAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4, Reykjavík. Lokað verður í dag, þriðjudaginn 16. júlí, frá kl. 14.00, vegna jarðarfarar GUNNARS ÁSGEIRSSONAR, stórkaupmanns. Gunnar Ásgeirsson hf., Suðurlandsbraut 16. Lokað Vegna jarðarfarar GUNNARS ÁSGEIRSSONAR, stórkaupmanns, verður lokað í dag. Völusteinn, Faxafeni 14, Augasteinn, Faxafeni 14. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar frá kl. 13-15 í dag vegna jarðarfarar ÁSDÍSAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Ásbyrgi, Fasteignamiðlun Sverrir Kristjánsson, Húseignirog skip íbúð, Kjörbýli, Séreign. Grcinll s HELLUHRAUNI 14 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 652707 OPIÐ Á LAUCARDÖGUM FRÁ KL. 10-3 Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.