Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1991
Islensk listakona sýnir í
húsakynnum Evrópuráðsins
NINU Gautadóttur listakonu, sem búsett er í París, hefur verið boðið
að sýna verk sín í stóru anddyri húss Evrópuráðsins í Strassbourg.
Hús Evrópuráðsins er ákaflega
fjölsótt, bæði af þeim sem þangað
eiga erindi vegna starfa sinna og
þingsetu hjá Evrópuráðinu og af
almennum ferðamönnum. Það var
fyrir tilstuðlan Alberts Guðmunds-
sonar, sendiherra í París, að Nína
fékk boð um að sýna í anddyri húss-
ins. Að sögn Alberts standa þar jafn-
an yfir sýningar evrópskra iista-
manna og þykir það alinokkur heið-
ur að fá að sýna verk sín á þessum
stað. Albert segist hafa fylgst með
sýningum Nínu í París og viðbrögð-
um við þeim, og talið að verk henn-
ar ættu erindi á þennan fjölsótta
stað. Sýning Nínu mun standa yfir
dagana 3. til 14. febrúar á næsta
ári. Að sögn Alberts er það mjög
góður tími, því að þá standa yfir
fundir bæði í Evrópuþinginu og Evr-
ópuráðinu, auk þess sem Evrópu-
þingmenn frá Brussel munu funda
þar á sama tíma.
Nína verður i ágústmánuði með
sýningu á ísafirði. Hún segir að svo
stutt sé síðan sýningin í Strassbourg
var ákveðin, að hún hafí enn ekki
afráðið hvernig hún byggi upp sýn-
inguna þar.
Bílasala - atvinna
Til sölu helmingur í góðri bílasölu. Æskilegt að
viðkomandi geti starfað þar einnig. Verð aðeins
kr. 1,5 millj. á góðum kjörum. Góð aðstaða. Lítill
tilkostnaður. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
mmiTT^TTTimw
SU DURVE R I
SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
011 RH 01 076 LARUS Þl VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI
C I I vv'hl v/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu ný komin á fasteignamarkaðinn m.a. eigna:
Á góðu verði - frábær kjör
4ra herb. íb. 107 fm ofarlega í lyftuhúsi við Ljósheima. Sérinng. af
gangsvölum, sérþvottahús. Sameign mjög góð. Útborgun kr. 1,3
millj. Verð kr. 6,3 millj. Eftirstöðvar kr. 5 millj, má greiða í húsbréfum.
Laus fljótl.
Fyrir smið eða laghenta
I gamla góða Austurb'ænum 3ja herb. efri hæð í reisulegu steinhúsi.
Geymsluris fylgir. Þríbýli þarfn. nokkurrar endurn. Laus strax. Verð
aðeins kr. 5 millj.
Skammt frá „fjölbraut" í Breiðholti
Endaraðhús ein hæð rúml. 150 fm með nýjum sólskála. Góður bílsk.
Ræktuð lóð. Eignaskipti mögul.
5 herb. íb. á 3. hæð í þriggja hæða blokk á útsýnisstað. 4 svefn-
herb., sérþvottaaðstaða. Ágæt sameign. Eignaskipti mögul.
Bústaðavegur - Fossvogur - nágrenni
5-6 herb. íb. eða raðhús óskast til kaups. Má þarfnast endurbóta.
Skipti möguleg á 3ja herb. glæsil. sér neðri hæð
Ásvallagata - Sólvallagata - nágrenni
Góð 3ja herb. íb. óskast til kaups. Ennfremur rúmg. sérhæð eða rað-
hús.
• • •
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Margskonar eignaskipti.
Almenna fasteignasalan sf.
var stof nuð 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASTEIGNASAL AN
LAUg!m/ÉgM8,SÍMAR2ÍÍ5Ö^2Í37Ö
Kolbeinn Bjarnason
_________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Einleikstónleikar Kolbeins
Bjamasonar voru þeir fjórðu í
röðinni af sumartónleikunum i
Skálholti um síðustu helgi.
Tónleikarnir hófust á tveimur
„æfingum" eftir kóreska tón-
skáldið Isang Yun. Sú fyrri er
fyrir sópranflautu en seinni fyrir
bassaflautu. Æfingarnar byggj-
ast á löngum tónum í hækkandi
og lækkandi tónskipan, sem
brotnir eru upp í mislangar „kad-
ensur“. Ekki geta þessar tón-
smíðar talist frumlegar, þó þær
séu ágætlega gerðar.
Annað verkið á tónleikunum
var Lethe, fyrir bassaflautu og
er það eftir Atla Heimi Sveins-
son. í kennslubók þeirri um goð-
afræði Grikkja og Rómverja eftir
Stoll, sem Steingrímur Thor-
steinsson þýddi og gaf út árið
1871 er fjallað um Hades, undir-
heima dauðra. Eftir að sálir
hinna dauðu hafa farið fram hjá
hinum þríhöfða og hvasstennta
hundi, Kerberosi og Karon hefur
ferjað þær yfír „Akkemsiska
vatnið", er komið á stórt engi,
vaxið gull-rótum og þar er þeim
gefið að drekka af „Óminnisefl-
inni“ Leþe. Verk Atla er byggt
á samstillingu þagna og langra
tóna og djúpir tónar bassaflaut-
unnar túlka vel myrkvandi
gleymskuna, er smám saman
sígur á sem kyrrandi höfgi eilífð-
arinnar.
Canto dei Alba, morgunsöng-
ur, eftir Mario Lavista, er eins
konar tónlíking á ljósbrigðum
morgunroðans, fínlegt og fallega
unnið verk. Tónleikunum lauk
með Sori, eftir Isang Yun. Sori
á að merkja kvæðasöng kóreskra
kvæðamanna og er túlkun á
þeirri hefð. Það bar margt fyrir
eyru í þessu verki, bæði í tón-
ferli og tónmótun.
Leikur Kolbeins er gæddur
sérstökum galdri, þar sem saman
fer sterk tilfinning fyrir tónblæ-
brigðum flautunnar og tónmáli
verkanna, svo að unun er á að
hlýða. Mér er til efs að margir
flautuleikarar kunni þá list jafn-
vel og Kolbeinn, að gæða nútí-
malegt tónmál verkanna tilfinn-
ingum, sem í gi'unninn nálgast
að vera rómantískar, þannig að
Kolbeinn Bjarnason
verkin verða ekki aðeins tækni-
legur leikur, heldur og tilfinn-
ingaþrunginn skáldskapur.
Karólína Eiríksdóttir
Þriðju sumartónleikarnir í Skál-
holtskirkju um síðustu helgi vöru
haldnir með ve;'kum eftir Karólínu
Eiríksdóttur. Á efnisskránni voru
þijú einleiksverk, Hringhenda,
fyrir klarinett, Hvaðan kemur log-
nið fyrir gítar, nýtt verk fyrir
sembal, sem nefnist Vorvísa, og
eitt kammerverk, er nefnist Sum-
ir dagar, samið fyrir sópran,
flautu, klarinett, seiló, gítar og
sembal við kvæði eftir Þorstein
frá Hamri.
Einar Jóhannesson hóf tónleik-
ana með Hringhendu, fjögurra
þátta verki, og var flutningur
hans frábærlega vel útfærður.
Hann er hreinn snillingur í að
leika með margvísleg blæbrigði
hljóðfærisins og í Hringhendu lék
hann sér t.d. með það sem mætti
kalla klofna tóna, er byggjast á
nákvæmu samspili í blæstri og
fingratækni.
Annað verkið, Hvaðan kemur
lognið, fyrir gítar, var frumflutt
í fyrra af Einari Kristjáni Einars-
syni, sem einnig flutti verkið að
þessu sinni og var margt fallega
gert hjá Einari, sem er vaxandi
gítarleikari.
Voivísa, fyrir sembal, er nýtt
verk eftir Karóiínu og lék Helga
Ingólfsdóttir það á mjög sannfær-
andi máta. Tónmál Karólínu er
mjög gangsætt og tónhugmynd-
irnar fá að standa einar án þess
að vera klæddar í einhvers konar
útsetningar. í Vorvísu mátti heyra
hvernig Karólína byggir tónferlið
á endurtekningum einstakra tón-
bila, sem oft voru í tónalli skipan
og teflir á móti þeim undirleiks-
stefjum og undir það síðasta
hljómklösum og einföldum þrí-
hljómum. Verkið er hið áheyrileg-
asta og þó það heiti Vorvísa,
mátti heyra til dimmra vorhret-
anna, sem menn verða oft að fella
saman við þann fögnuð, sem
tengdur er vaknandi lífi vorsins.
Síðasta verkið var lagaflokkur-
inn Sumir dagar við sex kvæði
eftir Þorstein frá Hamri. Karólína
er í þessum lögum nokkuð spar-
söm í samleik hljóðfæranna við
sönginn, svo að við liggur að verk-
ið í heild sé nánast einraddað.
Þarna er að nokkru vikið frá þeirri
venju að undirleikurinn sé eins
konar rammi utan um sönginn og
þó vel geti farið á því, er hætta
á að sú undirstrikun á stemmn-
ingu, sem undirleikur getur verið,
glatist að nokkru og að því leyti
til skilji sönginn einan eftir með
alla túlkun.
Flytjendur voru, að viðbættum
þeim sem áður er getið, Signý
Sæmundsdóttir, Kolbeinn Bjarna-
son og Sigurður Halldórsson.
Signý söng Iögin mjög vel og sýndi
að hún er feikna örugg í flutningi
nútímatónlistar, bæði hvað snertir
tónmótun og tónstöðu.
KOMDU OG PRÓFAÐU HANN
THUÍsOÍtftg
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK Sl'MI 91-670000 og 674300