Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 Minning: Gunnar Asgeirsson stórkaupmaður Fæddur 7. júní 1917 Dáinn 8. júlí 1991 í dag er til moldar borinn Gunn- ar Ásgeirsson stórkaupmaður. Gunnar var fæddur 7. júní 1917, sonur Ásgeirs Guðnasonar kaup- manns og útgerðarmanns á Flat- eyri og Jensínu Eiríksdóttur. Með Gunnari er genginn einn helsti frumkvöðulj í bílgreininni. Gunnar Ásgeirsson var formaður Félags bifreiðainnflytjenda frá því það var stofnað 1954 og til 1970 að það sameinaðist Sambandi bif- reiðaverkstæða á íslandi með stofn- un Bílgreinasambandsins. Hann gegndi formennsku í Bílgreinasam- bandinu frá upphafi og til ársins 1975 og var heiðursfélagi þess. Gunnar var ötull baráttumaður og málefni bílgreinarinnar voru honum jafnan hugleikin og segja má að Félag bifreiðainnflytjenda og síðar Bílgreinasambandið hafi í raun verið Gunnar Ásgeirsson á þeim árum sem hann var formaður. Óll fyrstu starfsár Félags bifreiða- innflytjenda hafði Gunnar umsjón með öliu starfi samtakanna. Aðal- fundurnir voru í hans umsjá og þegar fyrstu norrænu fundirnir voru haldnir þá var undirbúningur- inn í höndum Gunnars og Valgerðar konu hans. Baráttumálin voru mörg á þess- um árum og sérstaklega ber að minnast Gunnars fyrir baráttu hans fyrir frelsi í verslun og viðskiptum og nýjungum á öllum sviðum. Hann fylgdist vel með í alþjóðlegu starfi í bílgreininni og var mikill áhuga- maður um norrænt samstarf á því sviði og aðild íslands að alþjóða- samstarfi bílgreinarinnar í IOMTR. Hann sótti fundi þess víða um heim, mest á eigin vegum og safnaði að sér fróðleik og upplýsingum sem að gagni komu fyrir menn í bílgrein- inni. Gunnar Ásgeirsson fylgdist vel með nýjungum og veitti nýjum straumum í bílgreinina á íslandi, m.a. með samstarfi við nágranna- löndin okkar sem varð til ómetan- legs gagns, ekki síst varðandi menntun og fræðslumál. Hann hafði forystu um að Bílgreinasam- bandið keypti útgáfurétt .að bók Guðlaugs Jónssonar, Bifreiðir á ís- landi, sem kom út í tveim bindum fyrir tæpum 10 árum og er ómetan- leg heimild um sögu bifreiða á ís- landi fram_yfir 1930. Gunnar Ásgeirsson var ötull hug- sjónamaður, sem markaði djúp spor í framfaraátt á sinni samtíð, spor sem urðu til heilla þeim sem standa að bílgreinunum á íslandi. Hann spurði aldrei hvort verkefnið tæki langan tíma eða hvort það væri erfítt. Hann gekk að hveiju verki af eldmóði hugsjónamannsins, þeim eldmóði sem hrífur aðra með sér og virkjar þá til sameiginlegra átaka. Þá gilti einu hvort um var að ræða leik eða starf, því honum var einkar lagið að gera starfið að leik og leikinn blandinn alvöru. Það er stolt þessara samtaka að hafa átt Gunnar Ásgeirsson að forystu- manni, ekki síst þgar reyndi á sam- vinnu við fulltrúa annarra þjóða, hvort sem það var á heimavelli eða á erlendri grund. Þar kom líka ber- lega í Ijós hið fomkveðna að „sækj- ast sér um líkir“, því Valgerður Stefánsdóttir eiginkona Gunnars var enginn eftirbátur manns síns í gestrisni og allri framgöngu, enda var sérstök menningarleg reisn yfir þeim hjónum hvar sem þau komu á mannfundi. „Miklu veldur sá er upphafínu veldur,“ stendur einhvers staðar, og allir þeir sem starfa að bílgrein- um á íslandi standa í mikilli þakkar- skuld við Gunnar Ásgeirsson fyrir frumkvæði hans að skipulögðum samtökum þessarar mikilvægu at- vinnugreinar. JACOB'S E4 EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 685300 Um leið og stjórn Bílgreinasam- bandsins þakkar Gunnari Ásgeirs- syni óeigingjarnt og heilladrjúgt starf í þágu samtakanna, eru eigin- konu hans, Valgerði Stefánsdóttur, og öðrum ástvinum færðar dýpstu samúðarkveðjur. Stjórn Bílgreinasambandsins Kveðja frá Lionsklúbbnum Ægi Á fyrsta fundi mínum í Lions- klúbbnum Ægi í Reykjavík fyrir fimmtán árum bar mál á góma sem leysa þurfti fljótt. Þáverandi formað- ur sagði eitthvað á þá leið, að skipa þyrfti fímm manna nefnd til að af- greiða málið. Þá greip einn klúbbfé- laganna fram í og sagði: „Við þurfum enga nefnd, ég skal afgreiða þetta“. Ég þekkti þennan mann ekki, en sessunautur minn sagði mér að þetta væri Gunnar Ásgeirsson. Gunnar var maður sem lét hendur standa fram úr ermum. Hann var í hópi þeirra sem stofnuðu Lionsklúbb- inn Ægi fyrir 34 árum. Þegar klúb- burinn leitaði sér verkefnis, sem hann gæti sinnt um ókomna framtíð, varð heimili þroskaheftra að Sólheimum í Grímsnesi fyrir valinu. Sesselja Sig- mundsdóttir veitti því forstöðu, og þó hún hefði í fjölda ára helgað þroskaheftum alla krafta sína, þá var heldur fátæklegt um að litast er klúbbfélagar komu fyrst að Sólheim- um. Þar skorti ótrúlega margt sem önnur heimili í bæ eða borg gátu ekki verið án. Með tíð og tíma unnu klúbbfélag- amir að skipulögðu uppbyggingar- starfi að Sólheimum, þar sem tæki í þvottahús og eldhús voru keypt, hús voru byggð, holræsakerfi lagt, símakerfi endumýjað, brunavarnir færðar í fullkomið horf og svona mætti lengi telja. Þar veitti Gunnar Ásgeirsson forystu hveiju því verk- efni sem að höndum bar, smáu sem stóru. Tölu verður ekki komið á ferð- ir hans að Sólheimum með klúbbfé- lögunum, en ferðir þær sem hann fór einn eru ennþá fleiri. Færi eitthvað úrskeiðis var ekki hringt í iðnaðar- menn eða sérfræðinga, Sesselja hringdi í Gunnar og hann var kominn á svipstundu. Uppbyggingin að Sólheimum var kostnaðarsöm_ og að sjálfsögðu var það Gunnar Ásgeirsson sem lét sér detta í hug og framfylgdi hugmynd til tekjuöflunar, sem klúbburinn hef- ur notfært sér á ári hveiju í rúm 30 ár, Kútmagakvöldin svonefndu. Ýmsar fleiri hugmyndir til fláröflun- ar má rekja til Gunnars og var hann ætíð fyrstur til staðar, hvort heldur þurfti að selja sælgætispakka á Lækjartorgi fyrir jólin eða skrúfa auglýsingaskilti á þak leigubíla í kjöl- far hægri umferðar. Þegar Gunnar Ásgeirsson varð útbreiðslustjóri Lionshreyfingarinnar á íslandi beitti hann sér fyrir stofnun ijölda Lionsklúbba víða um land. Vini hans í Lionshreyfíngunni má finna í hveijum landsfjórðungi. Hann varð yfirmaður Lionsumdæmis þess er tekur yfir Reykjavík, Reykjanes, Suður- og Austurland árið 1976 og vann þar mikið starf og gotL Fyrir það hlaut hann m.a. viðurkennngu Alþjóðasamtaka Lions. Starfsár Lionbsklúbba hefst 1. júlí ár hvert, og er ég tók við for- mennsku í klúbbn'um fyrir fáeinum dögum, var mér lögð sú þungbæra skylda á herðar að hringja í alla klúbbfélagana og tilkynna þeim andl- át klúbbfélaga okkar og vinar, Gunn- ars Ásgeirssonar. Gunnars verður sárt saknað. Það kemur enginn í hans stað. Gunnar átti sér sinn fasta stól við fundarborðið. Þetta ár sem ég er formaður í Ægi mun enginn setjast med calcium Vilamin- og mineralpræparat MED BIO-SELEN UMB. SIMI: 76610 AHRIFA- RÍKT C- VÍTAMÍN ESTER £-vitamin í þann stól. Ég er ekki í minnsta vafa um, að andi Gunnars Ásgeirs- sonar mun vaka yfir öllu okkar starfí um ókomin ár. Eiginkonu Gunnars, Valgerði Stefánsdóttur vottum við samúð okk- ar svo og öllum öðrum aðstandendum hans. F.H. Lionsklúbbsins Ægis Björn Gunnarsson Kveðja frá Sólheimum í Grímsnesi „Nú er heimilisvinurinn okkar dáinn“. Þessi orð voru sögð við mig aust- ur á Sólheimum í Grímsnesi^ daginn sem andlátsfregn Gunnars Ásgeirs- sonar var borin heimilisfólkinu þar. Orðið heimilisvinur hefur sér- staka merkingu á Sólheimum. Það er heiðursnafnbót, sem aðeins einn maður hefur verið sæmdur, Gunnar Ásgeirsson, stórkaupmaður og fé- lagi í Lionsklúbbnum Ægi, heiðurs- borgaratitill Sólheima. Á fögrum vordegi fyrir rúmu ári kom fjölmenni saman á Sólheimum til þess að samfagna Gunnari og Sólheimum, þegar fyrsti heimilis- vinur Sólheima var útnefndur á 60. afmælisári heimilisins. í yfir 30 ár var Gunnar fremstur í flokki röskra félaga í Lionsklúbbn- um Ægi í mannúðar- og mannrækt- arstarfi á Sólheimum í Grímsnesi. Framlag og-framkvæmdir Ægis- manna á Sólheimum er stærsta verkefni sem þjónustuklúbbur á ís- landi hefur unnið. Frá því Ægis- menn tóku þar til starfa 1957 hefur hver stórframkvæmdin rekið aðra. Gjafír og framkvæmdir skipta tug- um milljóna króna í tækjum, áhöld- um, efni og heilum húsum. Gunnar Ásgeirsson var foi-maður Ægis 1961, þegar þeir tóku að sér byggingaframkvæmdir á Sólheim- um. Þá hófust miklir framkvæmda- tímar. Byggð visteining fyrir 12 pilta, aðstaða fyrir starfsfólk, verk- stæði og geymsla. Stærsta verkið var bygging við Sólheimahúsið, borðstofa fyrir.eitt hundrað manns og eldhús, ásamt búri og kæli- geymslum. Meðan á framkvæmdum stóð heimsótti Gunnar Sólheima oft vikulega til að fylgjast með og gefa góð ráð. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt af verkum Ægismanna. Strax í upphafí hófst mikið og náið sam- starf við Sesselju Sigmundsdóttur, sem stofnaði Sólheima og stjórnaði til dauðadags 8. nóvember 1974. Gunnar og félagar hrifust af dugn- aði og áræði þessarar merku konu. Sesselja var á leið út úr þrenging- um eftir langvarandi málaferli og fjársvelti þegar þessir vinir og vemdarenglar birtust á Sólheimum, eins og hún nefndi þá Ægismenn. Þeir sýndu baráttukonunni virðingu og þann heiður sem henni bar, með uppbyggingarstarfi sínu og ekki síður náinni vináttu við heimilisfólk- ið. Svo náin urðu vináttuböndin að einstöku heimijismenn kölluðu þá pabba eða afa. I raun fannst heimil- isfólki að það ætti nána aðstandend- ur þar sem Ægismenn eru og svo er enn í dag. Gunnar Ásgeirsson gaf mikið á Sólheimum og varð að launum ríkur af vináttu. Herforingi Ægismanna naut sín þó best uppi á sviði á litlu jólunum með gítarinn. Þar var sungið, dansað og farið í leiki og oft erfitt að sjá hvor skemmti sér betur heimilisfólkið eða gestirnir. Litlu jólin þegar Ægismenn mæta með „landsliðið" á Sólheima er skemmtun sem beðið er eftir allt árið. Vorferðir til skógræktar eru ekki síður gleðigjafi á staðnum. Það starf eins og flest annað sem Ægis- menn standa að hefur borið ríkuleg- an ávöxt. I vor tók til starfa skóg- ræktarstöð á Sólheimum með stuðningi Ægismanna. „Það er kappsmál klúbbsins að gera hveija krónu sem aflast að mörgum krón- um í aðstoð", sagði Gunnar í erindi sem hann flutti. um starf Lions- manna á Sólheimum 1984. Undirrituðum er það minnistætt, er hann gekk á fund Gunnars og tilkynnti honum ákvörðun fulltrúa- ráðs heimilisins að útnefna hann heimilisvin Sólheima. Gunnar greip fram í uppskrúfað þakkarávarp, snöggur upp á lagið, „nei, þetta er misskilningur, mitt er að þakka. Starfið á Sólheimum gefur lífinu tilgang“. A Sólheimum er heimilisyinar og góðs drengs sárt saknað. Heimilis- fólkið leggur í dag við kistu hans krans hnýttan Sólheimablómum — vinarkveðju frá Sólheimum. Starfsfólk, stjórn og heimilisfólk Sólheima þakkar af alhug mikið og farsælt starf. Við biðjum góðan Guð að hugga og styrkja frú Valgerði, börn þeirra og aðra ástvini. Minningin um Gunnar Ásgeirs- son lifir á Sólheimum um ókomin ár. Pétur Sveinbjarnarson, formaður stjórnar Sól- heima í Grímsnesi. Góður vinur minn, Gunnar Ás- geirsson, er kvaddur með söknuði, vinur sem gerði sér far um að bera birtu og gleði inn í líf samferða- manna sinna. Brottför slíks vinar skilur eftir tómarúm sem erfitt er að fylla. Á kveðjustund er mönnum gjamt að líta yfir farinn veg og rilja upp lítil atvik og Ijúfar minningar. Þá kemur oft í ljós að einmitt í sökn- uðinum er fólgin gleði yfír því að hafa átt þess kost að verða samferða mætum manni og eiga hann að vini. Gunnar Ásgeirsson var fæddur að Flateyri við Önundaríjörð 7. júní 1917. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Jensína Eiríksdóttir og Ásgeir Guðnason útgerðarmaður og kaup- maður þar. Gunnar ólst þar upp ásamt stórum systkinahópi, en þau voru 9 systkinin, við ýmis algeng störf. Þegar fullorðinsárin nálguðust fór Gunnar til Reykjavíkur og hóf nám í Verslunarskóla íslands. það mun hafa verið á þessum skólaárum sem við Gunnar kynntumst og kunn- ingsskapurinn varð að vináttu sem aldrei bar skugga á. Lá leiðin oft í Garðastrætið eða Starhagann og fjöl- skyldur okkar bundust nánum vin- áttuböndum. Gunnar var gáfaður, fljóthuga og framkvæmdasamur maður. Honum tókst á skömmum tíma að byggja upp stórt fyrirtæki, en þrátt fyrir það að fyrirtækið tæki mest af hans tíma þá starfaði hann mikið að fé- lagsmálum. Hann var félagi í Odd- fellowreglunni og það mun hafa ver- ið árið 1957 að hann ásamt fleirum stofnaði Lionsklúbbinn Ægi. Var það annar þjónustuklúbburinn sem stofn- aður var í Reykjavík. Fljótlega var farið styrkja barnaheimilið á Sól- heimum í Grímsnesi. Þetta barna- heimili stofnaði Sesselja Sigmunds- dóttir og dvöldust þar aðallega van- gefin böm. Sesselja hafði lagt aleigu sína í þetta heimili og dugði það varla til. Sesselja sagði mér einu sinni að sennilega hefði hún gefist upp ef ekki hefði komið til stuðningurÆgis- félaga við heimilið. Sá stuðningur var verulegur gegnum árin. Því segi ég frá þessu að Gunnar Ásgeirsson átti stóran þátt í þessari hjálp með útsjónarsemi og dugnaði. Hann var ávallt fyrstur manna á vettvang ef eitthvað þurfti að gera fyrir Sól- heima. Svona var Gunnar. Hann naut þess að vinna fyrir þetta fólk, enda voru vistmenn allir orðir kunn- ingjar hans og vinir. Hann kom oft til Sólheima. Þetta lýsir manninum Gunnari Ásgeirssyni mjög vel. Hann var ætíð boðinn og búinn til að leiðbeina og hjálpa öðrum, og ef hann gat gert náunganum greiða þá var það sjálfsagt. Gunnar var músíkalskur og hafði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.