Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991
11
Æðarungamir
horfnir í grútinn
eftir Elísabetu
Jökulsdóttur
Loftið ómaði af lífi og söng. Nú
ríkir þar dauði og djöfull.“
Það kom í ljós á miðvikudaginn
að eitthvað hræðilegt hafði gerst
norður á Ströndum. Sjórinn var litað-
ur gulum, hvítum og bláleitum flekkj-
um, sem óðar fylltu allar íjörur, víkur
og firði, frá Furufirði og til Kolla-
fjarðar.
Á þessum slóðum er mikið æðar-
varp, í Reykjafirði, á Dröngum, í
Ófeigsfirði, Trékyllisvík, Kaldrana-
nesi og Eyjum. Fuglalíf er ijölskrúð-
ugt, Strandirnar eru stijálbyggðar
og þjóðgarður að hluta og fuglinn
hefur lifað þar að mestu óáreittur.
Það tekur langan tíma að koma
upp æðarvarpi. Það er viðkvæmur
búskapur og þarf útsjónarsemi, þol-
inmæði og manngæsku til að hlúa
að æðarvarpi.
Fuglinn er gæfur og vitur. Þeir
sem þekkja æðarvarp fá blik í aug-
un, þykir vænt um fuglinn, þeir eru
að styðja hringrás lífsins, koma ung-
um á legg, skapa skilyrði fyrir koll-
urnar, sem kunna best við sig marg-
ar saman og eru bæði skrautgjarnar
og nýjungagjarnar, finnst fínt að
hafa marglita fána í varpinu og
skrítna varpkassa.
Það þarf ár til að vinna traust
þeirra, svo þær setjist að á ákveðnum
stað og komi til að verpa ár eftir ár.
Æðarfuglinn hefur hljómþýð og
lokkandi hljóð og tístið í æðarungun-
um logar af kátínu og titringi. Ef
þú ferð út í Gróttu um nótt, sérðu
hvar þeir hópast saman og syngja
dýrðaróð til sakleysisins.
En þessa dagana eru allar fjörur
norður á Ströndum morandi af dauð-
um æðarkollum og ungunum þeirra.
Sagt er að þrjátíu þúsund ungar
hafí drepist, bara á Dröngum. Og
mörg hundruð kollur. Þessir fuglar
deyja kvalafullum dauðdaga. Það er
ekki bara æðarfuglinn sem berst um
í þessari dularfullu lýsis-olíu-grútar-
drullu, heldur er allur fugl í hættu.
Bændur á Ströndum benda á, hversu
alvarleg mengunin er, þegar svart-
bakurínn, sjálfur æðarkollubaninn,
sem bæði er vitur fugl og sterkur,
hann er að drepast rétt einsog aðrir
fuglar.
En hvað svo.
Á miðvikudag fyllast fjörur af
grút einsog hendi sé veifað. Hvað
hefur gerst síðan? Hótelstýran á
Djúpavogi segir í íjóðviljanum á
laugardag: „Okkur virðist að yfirvöld
fyrir sunnan hafí mestan áhuga á
að vita hvaðan þessi ófögnuður kem-
ur, en það sem við viljum er að eitt-
hvað sé gert til að hreinsa fjörurnar
hér.“ Kona í Árnesi tekur undir í
útvarpinu sama dag og lýsir yfir
furðu sinni með gang mála. Hún
segist halda að mengunin sé heldur
að aukast.
Þá er einnig talað við Magnús
Jóhannsson, siglingamálastjóra.
Hann segir að búið sé að taka sýni
og skrifa skýrslu. Magnús segir það
hlutverk Siglingamálastofnunar að
taka sýni og hreinsa fjörurnar.
(Notabene: Hreinsa fjörur en ekki
fugla.) En segir svo grútinn í rénun
og á litlu svæði. Þegar hann er spurð-
ur af því hvort eigi að kynna þessa
skýrslu erlendis, finnst honum það
sjálfsagt mál, þetta sé alvarlegt
mengunaróphapp. (Óhapp er betra
orð en slys og etv. I^ngar hann á
alþjóðaráðstefnu.) Afhveiju er ekki
sent fólk með fötur og skóflur til að
moka upp grútnum og eftilvill til að
bjarga einum og einum fugli.
Á Dröngum tókst að bjarga sex
æðarungum og þegar ég talaði við
Arngrím Kristinsson á Seljanesi,
hafði hann bjargað þremur ungum.
Arngrímur sagði að öll hjálp væri
vel þegin. Hann sagði að varpið hefði
tekist mjög vel í vor, 8-10 ungar
hefðu fylgt hverri kollu. „Fyrir
nokkrum dögum ómaði allt af fugl-
atísti", sagði Amgrímur. „Nú ríkir
dauðaþögn og ekki hægt að lýsa
hvað maður er harmi sleginn."
Það hefur ekkert heyrst frá ný-
orðnum umhverfisfmálaráðherra,
Eiði Guðnasyni. Hann virðist ekki
einu sinni hafa áhuga á því, að vita
hvernig mengunarslys lítur út, ef ske
kynni að þau yrðu á vegi hans þenn-
an tíma, sem hann hefur hugsað sér
að sitja í stólnum.
Hann er enn ekki farinn norður.
Kannski er það spursmál um
jeppa. Það var viðtal við Eið í Morg-
unblaðinu fyrir stuttu, þar var hann
myndaður í grænu grasi og gaf
margar góðviljaðar yfirlýsingar.
Það má einnig benda á að Magnús
Jóhannsson, siglingamálastjóri, er
aðstoðarmaður umhverfísmálaráð-
herra. Afhveiju vill Magnús, sem
minnst úr þessum óförum gera. Ef
það er hlutverk Siglingamálastofn-
unar að hreinsa ijörur, afhveiju er
enginn mættur á svæðið.
Hveijum kemur þetta við?
Hvað með Náttúruverndarráð,
Grænfriðunga og fleiri sem gefa sig
Elísabet Jökulsdóttir
„Nú eru atburðir að
gerast sem verður að
koma í veg- fyrir í fram-
tíðinni. Við verðum að
horfast heiðarlega í
augu við það sem hefur
gerst og reyna að læra
af þessu mengunar-
slysi. En það sem skipt-
ir máli núna er að
hreinsa fjörurnar."
út fyrir að vilja hlaupa umhverfis-
vænar brekkur. Afhverj'u eru þessir
menn ekki farnir noður á Strandir
að moka grút? Þeir eru kannski að
skrifa skýrslur, gera videómyndbönd,
læra hvalamál eða skipuleggja næsta
fund.
Það er talið að útlent skip hafi
losað sig við ófögnuðinn í hafíð.
Menn sem til þekkja halda því fram
að Grænlandsmið og miðin við Island
séu ruslakista fyrir erlend og íslensk
skip, fyrir allan EB-flotann, þeir sigla
noður í ysta haf og losa sig við alls
kyns óþverra.
Það getur þess vegna verið geisla-
virkur úrgangur.
Maður sem hefur búið fyrir norð-
an, sagði að bændur á Ströndum
hefðu vitað þetta lengi. Það er ekk-
ert eftirlit á miðum okkar. Engin
landhelgisgæsla, ekkert. Eina skigið
á þessu svæði er Vædderen og ís-
lendingar með eitt skip úti og það
liggur undir Grænuhlíðinni.
Á meðan rekur olíutunnur,
ruslagáma, plastpoka, brúsa, neta-
dræsur stórhættulegar fuglum, þeir
festast í þeim hundruðum saman,
skipsskrúfur, hlustunardufl og
sprengjur. Orðatiltækið „lengi tekur
sjórinn við“, á ekki lengur við. Páll
Hjartarson, deildarstjóri hjá Sigl-
ingamálastofnun, sagði að nú þyrfti
að krefjast þess að erlend skip til-
kynni sig þegar þau koma inn í land-
helgi okkar. Þór Jakobsson, hafís-
fræðingur, sagði að rusl væri bæði
losað og geymt á hafísnum, þess
vegna kæmi líka til greina að hafís-
inn hefði rekið grútinn á undan sér.
Við státum okkur af bestu fískimið-
um í heimi og hreinasta sjónum.
Nú eru atburðir að gerast sem
verður að koma í veg fyrir í fram-
tíðinni. Við verðum að horfast heiðar-
lega í augu við það sem hefur gerst
og reyna að læra af þessu mengunar-
slysi. En það sem skiptir máli núna
er að hreinsa fjörumar.
í Flóastríðinu var sýnt hvemig
fuglar drápust þúsundum saman í
olíumengun á hafínu. Fólk gat svalað
hneykslun sinni og gælt við hugsan-
legan sökudólg. Núna er það sama
að gerast í okkar eigin umhverfi og
það er. ekki hægt að sitja aðgerða-
laus.
Þeir fáu bændur sem búa enn
norður á Ströndum lifa í sátt og
samlyndi við náttúmna, þeir bera
virðingu fyrir henni og búa yfir þekk-
ingu sem aðrir hafa ekki.
Þeir eru indíánar íslands, og nú
vofir hætta yfir lífsviðurværi þeirra,
og ekki bara það, það brennur í
þeirra hjörtum, þegar náttúran og
fuglinn er leikin á þennan hátt.
Þeir finna til með náttúmnni.
Það er ekki hægt að láta þá beij-
ast eina.
Höfundur er rithöfundur.
LAUGARDALSVOLLUR
WIÐVIKUO
■17. JUU
KL. 2°,0°
Forsala
Laugardalsvelli
og f
sportvöruversluninni
SPÖRTU
16. og 17. júlí
Miðaverð: Stúka kr. 1.000,-
Stæði kr. 600,-
Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Athugið! Aðgönguskírteini gilda ekki.
Boðsmiðar afgreiddir á skrifstofu KSÍ
þriðjudag frá kl. 12.00-18.00
MÆTUM Á VÖLLINN OG HVETJUM OKKAR MENN
FLUGLEIDIR
#r
FJÁRFESÍINGARFÉIACIÐ
Hafnarstræti 7 101 Reykjavik