Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1991 23 Tónlist í listasafni Sigurjóns Hildígunnur Halldórsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Á þriðjudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar 16. júlí kl. 20.30 leika þær Hildigunnur Halldórsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir tónlist fyrir fiðlu og pianó. Á efnisskrá er sónata í A-dúr KV 526 eftir W.A. Míozart, Duo Concertant eftir Igor Stra- vinskij ogtvö lög eftir Henri Wien- iawsky. Hildigunnur Halldórsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- uni í Reykjavík árið 1987 en kennar- ar hennar voru Mark Reedman og Guðný Guðmundsdóttir. Hildigunnur hefur síðan stundað nám við East- man School of Music í Rochester, Bandaríkjunum, þar sem hún lauk BM-prófi vorið 1990 og hún stundar nú framhaldsnám í fiðluleik við sama skóla með söng sem aukagrein. Aðal- kennarar hennar ei-u Catherine Tait, Jean Barr, félagar úr Cleveland kvartettinum, Abraham Loft og John Graham. Hildigunnur hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit æskunnar hér á landi og með unglingahljóm- sveitum á Nprðurlöndum. Hún var um tíma í íslensku hjómsveitinni, hefur leikið í Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit íslands. Frá því Hildigunnur hóf nám í Bandaríkjunum hefur hún leikið í Eastman Philmarmonia og farið með hljómsveitinni um Bandaríkin og til Þýskalands. Hildigunnur var meðal flytjenda á Listahátíð í Garðabæ í júní sl. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 og stundaði framhaldsnám við Guildhall School of Music í London. Hún er löngu landsþekkt sem einleik- ari og j samleik, bæði á tónleikum víða um land og í útvarpi og sjón- varpi. Hún hefur starfað með ís- lensku hljómsveitinni frá stofnun hennar, leikið með Sinfóníuhljóm- sveit íslands, haldið tónleika erlendis og leikið inn á hljómplötur. Hún kennir nú við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þúsund manna varalið frá Bandaríkjunum væntanlegt til landsins Flutningur Turandot í Verona: Söng Kristjáns afar vel tekið Verona. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. NÝ UPPFÆRSLA óperunnar Turandot eftir Puccini var frumflutt í Verona á Ítalíu á sunnudagskvöld. Kristján Jóhannsson söng aðalkarl- hlutverkið, Kalaf prins. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Krist- ján að þetta hefði í raun verið stórsigur fyrir sig, allt hefði gengið eins og best varð á kosið, en sýningin stöðvaðist eftir að Kristján söng aðalaríu óperunnar og fleiri þúsund manns hrópuðu „bravó, bravó!“. Öperan var flutt undir b'erum himni í 2.000 ára gömlu hringleika- húsi, Arena di Verona, að viðstöddum um 15.000 manns. Söng Kristjáns var gríðarlega vel tekið og er óhætt að segja að hann hafi verið sá söngv- aranna sem bestar viðtökur hlaut. Hlutverk Turandot var sungið af bandarísku söngkonunni Grace Bumbry sem fyrir löngu er orðin víðkunn fyrir söng sinn, ekki síst fyrir hlutverk Turandot. Nokkrir íslendingar voru í hópi áhorfenda, þ.á.m. Fanney Oddgeirs- dóttir, móðir Kristjáns. Kristján Jóhannsson Höggmyndagarður í Hafnar- firði vígður á Víðistaðatúni LISTAHÁTÍÐ í Hafnarfirði lauk s.l. laugardag með formlegri vígslu Höggmyndagarðs Hafnar- fjarðar á Víðistaðatúni. í garðinum hefur verið komið fyr- ir höggmyndum sem smíðaðar voru í alþjóðlegu vinnustofunni í Straumi í maí og júní. Listamennirnir, þar af níu útlendingar, gáfu verkin og er áætlað að verðmæti þeirra sé á bilinu 200-250 milljónir króna. Höggmyndagarðurinn er fyrsti garð- ur sinnar tegundar hér á landi. Fyrir eru þrír höggmyndagarðar en þeir eru allir í tengslum við söfn þeirra jafnmörgu listamanna sem í hlut eiga. Garðurinn á Víðistaðatúni verð- ur frábrugðinn hinum að því leyti að þar verða til sýnis nútímalistaverk eftir marga listamenn. SJÖTTA reglulega varnaræfing Atlantshafsbandalagsins á íslandi verður haldin 30. júlí til 7. ágúst næstkomandi. Um eitt þúsund liðsmenn úr varaliði Bandaríkjahers munu taka þátt í æfingunni þar sem æfð verður framkvæmd liðsflutninga og vamir hernaðar- lega mikilvægra staða, einkum með stjórnstöðvaræfingum. Æfing- ar þessar, sem ganga undir nafninu Norðurvíkingur, hafa verið haldnar annað hvert ár siðan 1981. Meðal þátttakenda eru liðs- menn og varaliðsmenn úr landher, flugher og flota Bandaríkjanna, auk landgönguliða, og strandgæslumanna. Æfingin er haldin á vegum yfirstjórnar Atlantshafsflota Bandaríkjanna en með sljórn hennar fer yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Thomas F. Hall flotaforingi. Einnig kemur til landsins vegna æfinganna Edney flotaforingi, yfirmaður Atlantshafshersljórna Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkjamennirnir sem fluttir verða hingað vegna æfinganna eru úr varaliði því sem ætlað er að verja ísland á hættu- og ófrið- artímum, og er að jafnaði staðsett í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. Það er skipað mönnum sem ein- ungis gegna herskyldu einn mánuð á ári. Alls komu hingað um 1.000 varaliðsmenn, sem er 17% þeirra landhermanna sem áætlað er að verði hér á ófriðartímum og 10% alls herafla hérlendis á ófriðartím- um. Sá hluti varnaráætlunarinnar sem lýtur að vömum alls landsins verður m.a. æfður með flutningi hópa varaliðsmannanna með þyrl- um til allra landsfjórðunga, þ.e. til ratsjárstöðvanna á Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi svo og á æfingasvæði þyrluflug- björgunarsveitar varnarliðsins í uppsveitum Árnessýslu, þar sem Umsvif Sovétmanna á Kólaskaga: 2 Vi stundar flug héðan til stærstu herstöðvar heims TALIÐ er að hvergi sé jafnmik- inn hernaðarstyrk að finna og í herstöðvum Sovétmanna á Kóla- skaga, sem er stærsta herstöð í veröldinni. Frá íslandi er þangað um 2Vi klukkustundar flug eða um þriggja daga sigling. Á Kólaskaga eru, samkvæmt upplýsingum varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, staðsett um 70% kjarnorkueldflaugaflota Sov- étríkjanna og þar eru 7 stórar flota- stöðvar fyrir kafbáta. Þar eru einn- ig 9 stórar landherstöðvar og 22 stærri flugvellir með sprengjuheld- um flugvélaskýlum, 2 stórar stöðv- ar fyrir kjarnorkukafbáta og 2 flug- vellir fyrir sprengjuvélar sem borið geta kjarnorkusprengjur og 2 eftir- lits- og aðvörunarstöðvar. Á Kólaskaga er skotsvæði og stjórnunarkerfi fyrir skammdrægar kjarnorkueldflaugar. Þar var ný flotastöð fyrir kjarnorkukafbáta tekin í notkun 50 km frá norsku landamærunum um áramótin 1987-1988. Samtals eru 917 orr- ustuflugvélar, 90 kafbátaleitarflug- vélar, 110 þyrlur og flutningavélar staðsettar á eða við Kólaskaga og 6 ratsjárflugvélar. Þá er talið að uppbyggingu og endurnýjun hernaðarstyrks á Kóla- skaga sé haldið áfram meðal ann- ars á þann hátt að hluti þess her- afla sem draga átti úr Ungveqa- landi samkvæmt CFE-samningnum og laut landher eða flugher, hafi verið færður á Kólaskaga og felldur undir stjórn flotans, sem var undan- skilinn CFE-samningnum. Talið er að áformað sé að flug- móðurskipið Kutsnetsoff verði flutt af Svartahafi til Kólaskaga. Ekkí rætt um heræfing- ar í utanríkismálanefnd - segir starfsmaður varnarmálaskrifstofu AÐ SÖGN Arnórs Siguijónssonar hjá varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins hefur ekki tíðkast að fjalla um framkvæmd reglubund- inna heræfinga hér á landi í utanríkismálanefnd. Hann segir að Norð- urvíkingur 91, séu reglubundnar æfingar, sem haldnar hafi verið annað hvert ár frá 1981 og taki færri hermenn þátt í þeim nú en 1987 en jafnmargir og 1989. Hann sagði að ekki væri í raun um breytingar á, æfingunum að ræða en kalla mætti það áherslu- breytingu að æfa aðra nú aðra hluti í varnaráætlun en það eitt sem lúti að Keflavíkurstöðinni. Hann sagði að þótt framkvæmd æfinganna 1989 hefði ekki verið kynnt utanríkismálanefnd fyrir- fram hefði nefndarmönnum verið afhent skýrsla um þær að þeim loknum, þar sem fyrirspurnum var svarað. „Þessar æfingar eru reglu- bundið og venjubundið verkefni og það alfarið á vegum utanríkisráð- herra, með hvaða hætti þær eru kynntar alþingi," sagði Arnór Sig- uijónsson. Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Gunnarsson, sem sæti átti í listahátíðarnefnd, undirritar gjafabréf erlendu listamannanna. Við hlið hans standa þau Sverrir Ólafsson myndlistarmaður og Sonja Renard, frá Frakklandi, en hún afhenti gjafabréfin fyrir hönd erlendu listamannanna. Óiafur Ragnar Grímsson segir heræfingarnar ámælisverðar: Óskar eftir fundi í utanríkis- málanefnd um ákvörðunina Telur ákveðna stefnumótun felast í að æf- ingar takmarkist ekki við Keflavíkursvæðið ÓLAFUR Ragnar Grímsson alþingismaður og nefndarmaður í utanrík- ismálanefnd Alþingis hefur ritað utanríkisráðherra bréf þar sem hann segir ámælisvert að leyfa svo umfangsmiklar heræfingar Banda- ríkjanna á íslandi á sama tíma og afvopnun og samdráttur einkenni þróun mála í okkar heimshluta. Sérstaklega er mótmælt því að ut- anríkisráðherra hafi ekki tekið málið til umfjöllunar á vettangi ut- anríkismálanefndar „þótt samkvæmt lögum landsins eigi ríkissljórnin að hafa samráð við utanrikismálanefnd", segir í bréfi þingmannsins. Þá segir að óskað hafi verið eftir því við formann utanríkismálanefnd- ar að nefndin verði þegar kölluð til fundar um þessa ákvörðun. Ólafur Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið að í þingskapar- lögum væru skýr ákvæði um það að utanríkismálanefnd skuli vera stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun í utanríkismálum og hann teldi felast ákveðna stefnu- mótun í því að heræfingar væru nú útvíkkaðar þannig að þær væru nú leyfðar í öllum landshlutum en ekki takmarkaðar við Keflavíkur- flugvallarsvæðið. Hann kvaðst þó ekki vilja nota orðið lögbrot í þessu sambandi en ítrekaði að það væri skýrt að hafa ætti samráð við ut- anríkismálanefnd í tilvikum sem þessum. Hann sagðist telja forsendur breyttar frá 1989 þegar þessar æfingar voru síðast haldnar með sama mannafla, en aðeins á Keflavíkursvæðinu. Ólafur Ragnar sagði að þá hefði verið degið úr umfangi æfinganna að frumkvæði ríkisstjórnarinnar, sem hann sat í. „Forsendur eru gjörbreyttar að því leyti að það hernaðarbandalag sem NATO var stofnað til að veijast er ekki lengur til, það hefur verið formlega lagt niður með mikilli við- höfn og það hefur breyst á þeim tíma að forseti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að kalda stríðinu sé lokið. Hann er nú að velta fyrir sér, ekki hvernig hann eigi að her- væðast gegn Sovétríkjunum, heldur hvað hann eigi að láta þau fá marg- ar milljónir dollara í fjárhagsað- stoð,“ ^agði Ólafur Ragnar. í bréf- inu segir að varnaráætlun sú sem farið verði eftir í væntanlegri her- æfingu sé frá þeim tíma þegar Varsjárbandalagið stóð grátt fyrir járnum og spurt hvort utanríkis- ráðuneytið ætli að leyfa heræfingar sem byggist á heimi fortíðarinnar. „Hér á Islandi virðist eiga að halda áfram eins og ógnunin hafi aukist. Sitji utanríkisráðuneytið með einhveijar upplýsingar um það, ber að koma þeim á framfæri við utanríkismálanefnd og það er þess vegna alrangt sem segir í tilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins að haft hafi verið samband við stjórnvöld sem hlut eiga að máli,“ sagði Ólaf- - ur Ragnar Grímsson. Hann sagði að i samtali sínu við formann ut- anríkismálanefndar í tilefni af þessu hefðu komið fram hugmyndir um að halda fund í nefndinni um eða eftir næstu helgi. haldin verður björgunaræfing. Einnig verður m.a. reist og starfrækt sérstakt færanlegt sjúkrahús á Keflavíkurflugvelli og viðgerð flugbrauta verður æfð. Þá verður björgunaræfíng á sjó og hópslysaæfing, auk reglubundinna æfinga flugsveita og fjarskiptaæf- ing_a. Á upplýsingafundi hjá varnar- máladeild utanríkisráðuneytisins kom fram að heræfingarnar séu hér litlar að umfangi í samanburði við aðrar æfíngar á vegum Atl- antshafsbandalagsins. Venjulega sé þar um að ræða flutning á 5 - 25 þúsund manna herafla, og verði 23 æfíngar af þeirri stærð- argráðu í ár, þar af 11 í Dan- mörku og Noregi, en hingað komi 1 þúsund manns vegna æfing- anna, sem sé sami fjöldi og 1989 og heldur færri en 1987. Vegna lítils umfangs æfínganna séu þær ekki tilkynningaskyldar sam- kvæmt Stokkhólmssamkomulagi RÖSE-ríkjanna. Með varaliðinu koma til landsins 120 - 130 herlögreglumenn sem kynnt verður starfsemi lögregl- unnar í Reykjavík en komi til ófrið- ar mun herlögreglumönnum, að sögn talsmanna varnarmálaskrif- stofu, eingöngu ætlað að greiða fyrir birgðaflutningum frá Reykjavíkurhöfn og til varnar- svæðisins. Reykjavíkurhöfn mun hafa mikla þýðingu fyrir birgða- flutninga vegna varna á ófrið- artímum. Stærstur hluti, rúmlega 600 varaliðsmenn, verða við stjórn- stöðvaræfingar þar sem æfðar eru þær ráðstafanir sem gera þyrfti við raunverulegar aðstæður, svo sem framkvæmd varnaráætlunar og undirbúningur fyrir móttöku liðsauka. CH-47 Chinook þyrla, eins og sú sem notuð verður við æfingarnar og hreinsun Straumnesfjalls. Hreinsun Straumnesfjalls: Risaþyrlum púslað saman í Keflavík í DAG koma til landsins í tengslum við æfinguna „Norðurvíkingur" tvær Chinook CH-47 risaþyrlur. Þyrlurnar eru fluttar til landsins í pörtum og verða þær næstu daga settar saman á Keflavíkurflugvelli. Ónnur þyrlan fær það hlutverk frá 22. - 26. júlí að annast flutninga mannafla og tækjakosts upp á Straumnesfjall frá ísafjarðarflugvelli, en eins og Morgunblaðið hefur greint frá verða þá afmáð ummerki um gamla bandaríska ratsjárstöð sem starfrækt var á fjallinu til ársins 1960 og var afhent íslenskum sljórnvöldum á árinu 1962. Einnig munu þyrlurnar flylja það drasl ofan af fjallinu sem ekki verður unnt að urða. Varnarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins hefur yfirumsjón með hreinsuninni í samvinnu við landeig- endur, umhverfísráðuneyti og nátt- úruvemdarráð. Risaþyrlan er fengin til verksins þar sem ekki er unnt með öðru móti að flytja nauðsynlegan búnað upp á fjallið án þess að valda um- hverfísspjöllum með jarðraski. Meðal 1 annars verða gröfur og ýtur fluttar upp á fjallið í þyrlunni, sem ber um 8 tonn. Björgunarsveitir á ísafirði, Hnífsdal, Súðavík og Bolungarvík, munu starfa við hreinsunina, alls 40-50 manns, gegn greiðslu, sem áætlað er að nemi frá 1-1,5 millj- óna króna, samkvæmt upplýsingum varnarmálaskrifstofu. Auk risaþyrlanna verða fluttar hingað vegna æfínganna 76 bifreið- ar og 3 þyrlur af gerðinni UH-1 Iroquois. JMtargtsn&lfifrfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson,. Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Oleyst vandamál Palestínumanna A ð Flóastríðinu loknu virtust flestir þeirrar skoðunar að eitt mál umfram annað yrði að leysa, Palestínumálið. Stríðið hafði að sönnu ekki snúist beinlínis um þetta en ýmsir þættir þess tengdust því og þræðir lágu víða um völl. Tíu dögum eftir að Saddam Hussein réðst inn í Kúveit og hernam landið hélt íraksforseti ræðu þar sem hann kvaðst mundu hverfa á brott frá Kúveit jafnskjótt og ísraelar færu af Vesturbakkanum og frá Gaza og Sýrlendingar hyrfu frá Líbanon. Eftir þessa yfírlýsingu varð mikill stuðningur við Saddam Hussein meðal Palestínumanna og hann vakti blendnar tilfinningar hjá mörgum. Það skyldi þó haft hugfast Palestínumenn (hér er ekki átt við PLO) studdu ekki innrásina heldur litu þeir svo á að með þessu væri máli þeirra loksins gaumur gefinn og væntanlega hafa margir Pal- estínumenn trúað að einlægni lægi á bak við orðin. Nú verður einnig að líta á þetta í samhengi við söguna. Palestínu- menn hafa verið undirokuð þjóð í eigin landi síðan ísraelsríki var stofnað. Þeir höfðu búið á þessu svæði svo skipti öldum og áttu þar sínar rætur. Þó svo að Theodore Herzl sem fyrstur boðaði síonism- ann — sem felur í sér mjög einfald- an boðskap, það er að gyðingar skuli gera sér heimili í Palestínu — legði áherslu á að þeir fengju að stofna ríki í Palestínu, hefur sjálf- sagt hvorki honum né öðrum dottið í hug í alvöru að gyðingar gætu orðið herraþjóð í landi þar sem önn- ur þjóð, Palestínumenn, var fyrir. Gyðingar í Palestínu um það leyti sem Herzl kynnti síonismann í Bas- el 1897 voru teljandi á fingrum sér og sýndu ekki tilburði til að gera tilkall til landsins. Þegar gyðingaofsóknir hófust enn á ný í Sovétríkjunum upp úr aldamótunum fóru gyðingar að flytjast í auknum mæli til Palestínu, og þeir komu víðar að einkum frá Bandaríkjunum og nokkrum Austur-Evrópuríkjum, aðallega Pól- landi. Palestínumönnum sem voru fyrir í landinu er varla láandi þó þeir litu með tortryggni á þetta aðkomufólk. Ári áður en fyrri heimsstyijöldinni lauk gaf utanrík- isráðherra Breta, Balfour lávarður, út sérstakt plagg og innihald þess varð afdrifaríkt: þar segir að breska stjórnin líti á það með velþóknun að gyðingar eignist framtíðarheimili í Palestínu en tryggð verði í hvívetna réttindi íbúa sem fyrireru í landinu. Eftir að síðari heimsstyijöldinni lauk og sex milljónum gyðinga hafði verið útrýmt í helför nasista var vestrænum ríkjum ljóst að fínna yrði lausn á vanda gyðinga og boð- ið var upp á að tvö ríki yrðu í land- inu, gyðingaríki og Palestínumann- aríki. Þegar hér var komið sögu mátti ekki á milli sjá hvort risti dýpra reiði og beiskja Palestínu- manna vegna þess þeim þótti frek- lega á rétt sinn gengið eða skelfíng gyðinga vegna helfararinnar. Pa- lestínumenn höfnuðu að landinu yrði skipt og eftir að Ísraelsríki varð til réðust herir nokkurra ara- baríkja á það og síðan hefur verið stöðugur ófriður á svæðinu og magnast stöðugt og þarf ekki að fjölyrða um það. Eftir því sem árin hafa liðið hefur sambúð gyðinga og araba versnað enn. Með hernámi Vesturbakkans og Gaza og innlimun Golan-hæða búa um tvær milljónir Palestínu- manna undir hernámi gyðinga. Hernámi sem hefur í vaxandi mæli einkennst af ósveigjanleika og hörku. Palestínumenn hafa verið undirmálsmenn og njóta ekki þeirra mannréttinda sem sjálfsögð þykja. Þróunin hefur orðið sú að ísraelar hafa beint öllum sínum tvö þúsund ára sársauka að Palestínumönnum og öðrum arabískum nágrönnum. Ekki er horft til þess að gyðingar sem bjuggu í arabalöndum fyrir stofnun Israelsríkis höfðu notið þar forréttinda og fæstir þeirra hugðust flytja til ísraels. Það var naumast fyrr en upp úr 1950 er farið var að hitna í kolunum og sýnt var að gyðingar í ísrael lékju arabíska íbúa innan ísraels grátt. Gyðingar í Evr- ópu höfðu ekki hug á Israel fyrr en þeim var ekki lengur vært og því má álykta að þörf gyðinga fyrir að snúa til Síons hafí verið misjafnlega rík. Langþreyttir og örvæntingarfullir hófu Palestínumenn uppreisn sína á herteknu svæðunum fyrir hartnær fjórum árum. Framkoma ísraelsku hermannanna hefur vakið hryggð margra vina ísraels. Harðræði sem þeir hafa sýnt palestínskum börnum og konum sæmir ekki siðaðri þjóð og kallar fram hatur. Arabískir nágrannar Palestínu- manna hafa ekki sýnt þeim þá sam- stöðu sem mætti teljast sjálfsögð. Palestínumenn hafa staðið einir í baráttunni og þó æ fleiri hafi gert sér grein fyrir misréttinu sem þeir hafa sætt hefur lítil alvara verið í að fínna sómasamlega lausn sem allir gætu sætt sig við. Afstöðu- breyting er þó að verða og Jórdanía hefur til dæmis mikilvægu hlutverki að gegna. Ný stjórn þar mun vænt- anlega huga að því af meiri alvöru en gert hefur verið. Eins og fram kom í upphafi virt- ist samstaða um það eftir Flóastríð- ið. James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna var sendur marg- sinnis til Miðausturlanda að vinna að þessu máli. ísraelar hafa því miður ekki sýnt vilja til samstarfs og segjast aðeins semja upp á sín býti. Þó er ekki gott að sjá hver þau býti eru þar sem þeir hafa hafnað samþykktum Sameinuðu þjóðanna númer 242 og 338 sem þeir kröfð- ust árum saman að Palestínumenn féllust á. Það hafa þeir nú gert en þá setur ísrael fram ný skilyrði. Framkoma þeirra við Palestínu- menn — með þeim skelfílegu afleið- ingum sem við blasa — er fyrir neð- an virðingu þeirra. ísraelar ættu að skilja öðrum betur að með því að viðurkenna rétt Palestínumanna til lands er ekki verið að hafna ísrael heldur er með því viðurkenndur réttur nið- urlægðrar landlausrar þjóðar til að eignast föðurland á ný. HERÆFINGIN „NQRÐURVIKINGUR“ 1991 HALDIN HER 30. JULI - 2. AGUST:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.