Morgunblaðið - 16.07.1991, Síða 26

Morgunblaðið - 16.07.1991, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 16. JÚLÍ 1991 n Bygginga- framkvæmd- ir hafnar í göngugötu FRAMKVÆMDIR eru á ný hafn- ar við verslunarhús hlutafélags- ins Lindar við Hafnarstræti á Akureyri. Áætlað er að verslun geti hafist þar fyrri hluta næsta Byggingafélagið Lind hf. á Akur- eyri hóf að byggja verslunarhús við göngugötuna á Akureyri í ársbyijun 1989, á lóðinni milli Amaro og Vöruhúss KEA, þar sem síðast stóð Bókabúðin Huld. Framkvæmdum var hætt í árslok 1989 og lóðin hefur síðan verið girt með tréverki. Nú á dögunum lifnaði yfir starfi þar og framkvæmdir hófust á ný. Þar eru 20-30 manns að störfum, byggingakrani sveiflast til og frá og vegfarendur horfa fram á að nú verði fyllt upp í þessa eyðu í húsa- röðinni við götuna. Að Byggingafélaginu Lind hf. standa 8 fyrirtæki á Akureyri og einn aðstandenda er Þorsteinn Thorlacius, bóksali í Eddu. Hann sagði að félagið hefði nú fengið byggingalán að upphæð 40 milljón- ir króna og því væri nú loks unnt að halda starfinu áfram. Á árinu 1989 hefði verið unnið fyrir framlög eigenda sjálfra, en þær fram- kvæmdir væru nú metnar á 57 milljónir króna. I þeim áfanga sem nú væri hafinn yrðu reistar þrjár hæðir hússins, tvær verslunarhæðir og ein sem ætluð væri fyrir skrif- stofur. Ætlunin hefði verið að hefja starfið í apríl, en ákvarðanir hefðu tafist þar til í júní og því ekki ver- ið unnt að bytja fyrr en nú. Áætlað væri að húsnæðið yrði tilbúið til afhendingar í bytjun næsta árs og verslun ætti að geta hafist þar snemma sumars. Þorsteinn sagði að fyrirhugað væri að í þessu húsi gætu orðið margar versianir, jafnvel 15-20 talsins, en það væri þó sveigjanlegt eftir óskum væntanlegra kaupenda. Lögð yrði áhersla á að þarna yrðu sem fjölbreyttastar verslanir og ef til vill kaffistofa eða kökuhús og í heild mundi þessi verslunarbygging auka mjög á líf og þjónustu í mið- bænum. Margir hefðu spurst fyrir um húsnæði þarna og brátt yrði því ráðstafað. Garðurinn við Hafnarstræti 3, Gömlu símstöðina. Lóð RARIK við Óseyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson Suðurbyggð fegursta gatan Garðyrkjufélag Akureyrar og Umhverfisdeild Akureyrarbæj- ar veita á ári hverju viðurkenn- ingar fyrir snyrtilegar og fagrar lóðir við hús og fyrir- tæki. Dómnefnd hefur nú skoð- að garða og lóðir og ákveðið hverjir hljóta skuli viðurkenn- ingu þetta árið. Viðurkenning- arnar voru afhentar í Eyrar- landsstofu í Lystigarðinum á laugardaginn var, en garðarnir voru síðan til sýnis á sunnudag. Þrír garðar við íbúðarhús hlutu viðurkenningu: Garður við Bakkahlíð 41, hjá Ragnari B. Ragnarssyni og Vaiborgu Davíðs- dóttur, en þar er sérstaklega bent á samspil gróðurs og timburs í bröttum garði, garður við Greni- lund 5, hjá Kristni Eyjólfssyni og Valgerði Hrólfsdóttur, sem er ný- legur, lítill garður með miklu úr- vali fágætra plantna, og garður við Hafnarstræti 3, hjá Birni H. Sveinssyni, Kolbrúnu Jónasdóttur, Hjalta Bogasyni og Bergþóru Gísladóttur, en það er gamall, end- urgerður garður með ótrúlegu safni plantna innan um gömul tré. | flokki fyrirtækja hlaut RARIK á Óseyri 9 viðurkenningu fyrir vel skipulagða og snyrtilega lóð og umhverfi en titilinn fegursta gata á Akureyri þetta árið hlaut Suður- byggð. Þar þykja garðar ailir ein- staklega jafn vel hirtir og mynda góða heiid. Birgir Marinósson, starfsmannastjóri Álafoss, Akureyri: Stefnan virðist einfaldlega að keyra starfsemina niður á núllið Starfsmenn Álafoss eru komnir í sumarleyfi, en fátt virðist blasa við fyrirtækinu annað en að það verði lagt niður smám saman á þeim tíma sem Landsbankinn hefur með rekstur þess að gera. Full óvissa er um þaö hvað eða hvort eitthvað tekur við hjá því fólki sem hefur starfað hjá fyrirtækinu. Nauðsynlegt að eitthvað verði orðið ljóst í því efni þegar fólk kemur úr sumarleyfinu, segir Birgir Marinósson starfsmannastjóri hjá Álafossi á Akureyri. Birgir Marinósson sagði að Óiafur augljóst að menn eru hræddir. Við Ólafsson og Jón Sigurðsson hefðu komið á fund Álafossmanna á Akur- eyri í morgun og ekki haft neitt fram að færa sem ekki hefði áður verið komið fram. Stefnan virtist vera ein- faldlega sú að keyra starfsemina niður á núllið eftir því sem hráefni entist, haldið yrði áfram að loknum sumarleyfum í mismunandi marga mánuði eftir því hvað yrði að gera á hveijun stað. „Fólkið fór í sumar- fríið í fullkominni óvissu. Það er að hringja hingað og spyija og það er vitum þó nú að fólkið er ráðið í mismunandi langan tíma fram undir áramót, en lokadagur fyrirtækisins undir umsjá Landsbankans eru ára- mótin.“ Um það hvað kynni síðar að vera framundan sagði Birgir að allt væri á hugmyndastigi. Menn horfðu til þess með einhvern vonarglampa í augum að einhverjir aðilar fengjust til að halda starfinu gangandi þótt með öðru fyrirkomulagi yrði. „Ég held að það sé vonlaust að reikna með því að þetta verði rekið áfram sem ein heild. Hagkvæmast er trúlega að þetta verði þtjár að- skildar einingar. í fyrsta lagi mætti hugsa sér að bændut' og Hveragerð- isbær myndu með aðstoð ríkisins reka ullarþvottastöðina, bandfram- leiðslan yrði í Mosfellsbæ og bærinn og einstaklingar stæðu að þeim rekstri en hér á Akureyri yrði fyrir atbeina bæjarfélagsins, stofnana og einstaklinga stofnað fyrirtæki til að annast pijóna- og saumaskap og vefdeildin gæti verið inni í þeim pakka. Eitt er þó víst að það verður eitt- hvað að vera orðið ljóst í því hver framtíðin verður þegar fólkið hér kemur úr sumarleyfi. Ef ekki hljóta menn að reyna í auknum mæli að finna sér eitthvað annað að gera, og hér er ekki í margar áttir að venda. Ef ekki vill betra til sé ég ekki fram á annað en fólk neyðist til að flytja í burtu. Ég var að taka það saman hérna að rúmlega helm- ingur starfsfólksins hér er með 10 ára starfsferil eða meira. Meira en 50 manns eiga að baki um eða yfir 20 ára starf.“ Afar góð kartöfluspretta Nýjar kartöflur væntanlegar á mark- að um eða fyrir mánaðamót júlí-ágúst AFAR góðar horfur eru á óvenjuinikilli kartöflusprettu í Eyjafirði. Þeir Eiríkur bóndi Sveinsson á Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi og Valdimar Sigurgeirsson hjá Öngli hf. á Staðarjióli í Eyjafjarðar- sveit sögðust búast við að fyrstu nýju kartöflurnar kæmu á markað núna undir lok júlímánaðar. Vætan núna um helgina hefði verið afar kærkomin eftir nær tveggja mánaða þurrka og ekki væri ann- að sýnt en að uppskeran yrði hvort tveggja afar góð og mjög mik- il, jafnvel of mikil, að því er Valdimar taldi. Sveinberg Laxdal á Túnsbergi á Svalbarðsströnd sagðist varla búast við að taka upp fyrr en eftir fjórar vikur eða svo. Ekki væri annað hægt að segja en vel liti út með uppskeru. Á síðasta ári var sagt frá því í fréttum að upp hefði komið hring- rot í eyfirskum kartöflum. Svein- berg sagði að flestir sem orðið.hefðu fyrir því að hjá þeim greindist hringrot hefðu brugðið á það ráð að fá útsæði hjá öðrum þar sem þessi sjúkdómur hefði ekki greinst. Hins vegar hefði fengist hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins svo- lítið af fullkomlega ósýktu útsæði. Það tæki hins vegar að minnsta kosti tvö ár að fjölga því svo að bændum væri unnt að fá það til almennrar ræktunar. Eiríkur á Sílastöðum taldi að auðvelt ætti að vera að halda hring- rotinu niðri rpeð gætni og hreiniæti og því að hyggja vel að vali á út- sæði. Hann sagðist hafa verið svo heppinn að eiga til tiltölulega hrein- an stofn af útsæði og það hefði komið sér til mikillar bjargar. Þeir Sveinberg gátu þess báðir að annar kvilli hefði verið áberandi í fyrra, blöðrukláði sem sæist best á dopp- um eða hrúðri á kartöflunum. Áð vísu væri þetta aðallega útlitsgalli, en af þeim sökum að sumu leyti lakari en hringrotið. Eiríkur sagði líkur á því að menn slyppu við þetta á þessu sumri, svo virtist sem rekja á þessum tíma sprettunnar kæmi í veg fyrir kláðann. Bændur töldu að nóg væri enn til af góðum kartöfium frá síðasta ári og mundu duga vel fram yfir þá tíð að nýjar kæmu á markað. Hins vegar gæti valdið vanda ef uppskera yrði eins geysimikil og út liti fyrir. Miklar kartöflur og lágt verð gæfi rýrar tekjur. Sveinberg sagði að valinkunnur kartöflubóndi í héraðinu hefði sagt að góðu árin væru verst. Þannig fylgdu mikilli uppskeru meiri vinna en rýrari tekj- ur. Eiríkur sagðist hafa orðið var við þá gleðilegU breytingu að kartöflu- neysla væri að aukast, einkum hjá yngra fólki. „Kartöflur eru afar góðui' matui' og mér finnst nauð- synlegt að koma á framfæri ein- faldri uppskrift að úi-valsmat. Að taka kartöflur, hreinsa þær og þvo afar vel, velta þeim upp úr salti og baka þær í ofni án þess að setja neitt utan um þær. Það er sælgæti." Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Seiðaflutningar á trússhesti á Garðsárdal. Ragnar Ingólfsson teymir hestinn. Laxaseiðum sleppt í Þverá á Garðsárdal Ytri-Tjörnum. BÆNDUR sem land eiga að Þverá á Garðsárdal gerðu nýlega út leiðangur þangað upp eftir og slepptu 1.200 sumaröldum laxaseiðum í ána. Þau Einar Benediktsson í Hjarð- arhaga, Emilía Baldursdóttir á Syðra-Hóli og Ari Hilmarsson á Þverá lögðu upp frá Höskuldsstöð- um á tveimur jeppum með laxaseið- in innanborðs. Hægt er að aka um það bil hálfa leiðina upp að eyðibýl- inu Helgárseli. Þaðan fengu þau Ragnar Ingólfsson, Hóli á Staðar- byggð, til að flytja seiðapokana á trússhesti það sem eftir var leiðar- innar. Gekk sá flutningur ljómandi vel og áfallalaust og voru seiðin sprelllifandi þegar þau komu á áfangastað, sem var á móts við eyðibýlið Þröm. Seiðunum var sleppt einu í einu í ána skammt frá Helgárseli. Að sögn Einars Benediktssonar er þetta tilraun, en hann og Jó- hannes Kristjánsson á Akureyri gerðu nýlega ýmsar athuganir á ánni. Kom fram hjá Jóhannesi að þetta er heitasta þveráin í Eyja- firði. Verður hún 11 gráðu heit um mánaðamótin júlí-ágúst. - Benjamín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.