Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1991 Asdís Þórðar- dóttir — Minning Fædd 2. janúar 1948 Dáin 7. júlí 1991 Það hvíldi friðsæld og fegurð yfir Ásdísi þegar ég kom til að kveðja hana. Uti var heitasti dagur surharsins og ég husaði að sjálf hefði hún valið daginn til að kveðja þennan heim. Uppstreymið frá heitri jörðinni myndi greiða sál hennar leiðina til æðri tilveru. Sagt er að erfiðleikarnir séu til að sigrast á þeim. En með þeim er okkur líka ætlað að þroskast og vaxa að visku, sigra okkur sjálf. Og þótt mér fyndist stundum að Ásdís hlyti að eiga allt sem hægt var að óska sér; gáfur og góð efni, glæsilegt heimili, traustan eigin- mann og mannvænleg börn, vissi ég að hún hafði ekki farið varhluta af hverfulleika lífsins. Hún var því fær um að miðla mér af visku sinni og reynslu þegar ég átti við mót- læti að stríða og leitaði á náðir vina minna, Ásdísar og Jóns. Ég fann skjól í þeirri visku, trausti og æðru- leysi sem frá þeim stafaði. Æðruleysið brást henni heldur ekki þegar hún þurfti sjálf á að halda. Þriggja ára barátta við skæð- an sjúkdóm náði aldrei að buga hana þótt vissulega kæmu tímar biturleika og uppgjörs. Og mitt í sínu erfiða stríði bar hún ævinlega umhyggju fyrir öðrum. Litlum dótt- ursyni mínum færði hún vatn úr hinum helgu lindum í Lourdes í von um að það mætti hjálpa honum að vinna bug á meðfæddum hjarta- galla. Nú lítur út fyrir að krafta- verkið sé að gerast og í hamingju sinni minnist unga fjölskyldan As- dísar með þakklæti og trega. Umhyggja hennar fyrir eigin- manni og bömum var þó ætíð í fyrirrúmi. Metnað sinn lagði hún í að heimilishagir röskuðust sem minnst, dóttirin fékk sína ferming- arhátíð og eldri sonurinn sína stúd- entsveislú í vor með þeim glæsibrag sem Ásdísi var eiginlegur þótt sjálf væri hún aðframkomin. Kæri Jón, líklega skilst okkur seint hvers vegna sumum er ætlað skemmra líf en öðrum. Lífið er viss- ulega dýrmætt en góðar minningar eru líka fjársjóður og kannski náðuð þið meiru á stuttum tíma en öðrum auðnast á langri ævi. Dodda mín, óþreytandi hlúðir þú að dóttur þinni og eflaust gerði jurt- aseyðið þitt henni gott þótt ekki megnaði það fremur en annað að hrekja meinið á brott. Huggum okkur við að hennar hljóti að bíða göfugt hlutverk úr því að allt kom fyrir ekki. Elsku Sigga, Gummi og Arnar, móðir ykkar veitti ykkur gott vega- nesti út í lífið og ég veit að þið minnist hennar með ást og virð- ingu. En munið að þótt sælt sé að sigra heiminn er mest um vert að sigra sjálfan sig. Það gerði hún mamma ykkar. Megi elsku Ásdís okkar hvíla sátt og sál hennar líta stolt yfir fortíð og framtíð. Blessuð sé hennar dýrmæta minning. Eygló Kveðja frá Kvenfélagi Garðabæjar Kær kvenfélagskona, Ásdís Þórðardóttir lést þann 7. júlí sl. Í 3 ár höfum við fylgst með þessari glæsilegu og dugmiklu konu beijast við þann sjúkdóm, sem lagt hefur hana að velli, aðeins 43 ára að aldri. Bjartsýni á lífið einkenndi alla hennar baráttu, og umhyggja fyrir fjölskyldunni var efst í huga henn- ar. Það var árið 1980 sem Ásdís gekk í Kvenfélag Garðabæjar. Fljótlega kom í ljós að þama var komin til liðs við okkur kona sem átti eftir að verða mjög virk í starfi félagsins. Henni voru falin mörg trúnaðarstörf. Ásdis sat í varastjórn og síðan í aðalstjórn sem ritari og varaformaður. Einnig átti hún sæti í ritnefnd afmælisrits Kvenfélags Garðabæjar sem gefið var út í til- efni 30 ára afmælis félagsins. Öll þau störf sem henni voru falin vann hún með miklum ágætum. Munum við lengi minnast starfa hennar í félaginu. Sú mynd af Ásdísi, sem við geymum í huga okkar er frá 17. júní 1990, er hún kom fram sem fjallkona við hátíðahöld okkar Garð- bæinga. Þá var hún orðin hélsjúk, en hún gerði þetta eins og annað sem henni var falið með miklum glæsibrag. Ánægjulegt var að fýlgj- ast með ijölskyldu hennar þennan dag. Nú að leiðarlokum viljum við þakka Ásdísi fyrir samfylgdina, og vottum Jóni og börnum þeirra Arn- ari, Guðmundi og Siggu Dís svo og öðrum aðstandendum samúð okkar. Við munum alltaf minnast henn- ar með birtu og yl. F.h. Kvenfélags Garðabæjar, Sigurveig Sæmundsdóttir, formaður. Forsaga þess að við áttum því láni að fagna að kynnast Ásdísi Þórðardóttur og bindast henni og fjölskyldu hennar vináttuböndum er á þann veg að nokkrir skólafélag- ar frá Menntaskólanum á Akureyri tóku að koma saman nokkrum sinn- umá ári að loknu námi til að tre- ysta vináttuna og ylja sér við gaml- ar minningar frá skólaárunum fyrir norðan. Smátt og smátt, er árin liðu og fleiri og fleiri úr hópnum festu ráð sitt, stækkaði þessi hópur og þróaðist upp í það að verða nokk- urs konar „hjónaklúbbur". Jón Guð- mundsson, eftirlifandi eiginmaður Ásdísar, var í „klúbbnum“ og því bættist Ásdís sjálfkrafa í hópinn fljótlega eftir að þau fóru að draga sig saman. Þó langt sé um liðið hafa tengslin aldrei rofnað og „hjónaklúbburinn" kemur enn sam- an reglulega, síðustu árin þó aðeins vor og haust. Ásdís féll strax vel inn i hópinn, lét þar mjög að sér kveða og vann brátt hug okkar allra með glaðværð sinni, fijálsu fasi og hlýju viðmóti. Nú hefur stórt skarð verið höggv- ið í vinahópinn og víst er um það að samverustundirnar verða ekki samar og áður. Ásdís okkar var heldur engin hversdagsmanneskja. Hvar sem hún kom vakti hún at- hygli fyrir glæsileik og hressilegt og alúðlegt viðmót. Gæfan hafði líka verið henni hliðholl. í vöggug- jöf hafði henni hlotnast flest það sem prýða má eina konu, góðar gáfur, fegurð, glaðværa lund, skap- festu og kjark. Ásdís átti líka miklu láni að fagna í einkalífi sínu. Fjöl- skyldan var ákaflega samhent og í baráttu sinni við vágestinn mikla, krabbameinið, átti Ásdís stuðning eiginmanns og barna sinna vísan. Það var ávallt einstaklega ánægjulegt að sækja þau hjón heim á hið fallega heimili þeirra í Hegra- nesi 24. Þar er allt með fágætum glæsibrag sem ber vott um fágaðan smekk og vandfýsi í vali húsbúnað- ar og skrautmuna og mun Ásdís ekki síst hafa átt þátt í því hve vel tókst til, þótt hjónin hafi vissulega verið samhent í þessu efni sem öðr- um. Ásdís og Jón voru ákaflega fé- lagslynd og vinmörg og bæði hafa þau starfað ötullega að ýmsum fé- lagsmálum. Fólk hreinlega dróst að þeim eins og flugur að ljósi. Af þessum sökum hefur alla tíð verið mjög gestkvæmt á heimili þeirra og öllum var þar tekið af þeim rausnarskap og þeirri alúð sem ein- kenndi þau hjón bæði. Atorku Ásdísar vár viðbrugðið. Meðfram allþungu heimili vann hún lengstum við hlið manni sínum í fyrirtæki þeirra, Fasteignamarkað- inum, og bjartsýni hennar og kapp- semi lýsir sér best í því að jafnvel eftir að hún fór að kenna sjúkdóms- ins lagði hún út í erfitt nám til að afla sér tilskilinna réttinda til að stunda sölu fasteigna. Og skemmst er frá því að segja að náminu lauk hún með miklum glaésibrag. Til marks um óbilandi kjark hennar og ósérhlífni má geta þess að á síðastliðnu vori, þegar stutt var til endalokanna og mjög var af henni dregið, stóð hún fyrir ferm- ingarveislu Sigríðar dóttur sinnar og Arnars sonar síns og fársjúk var hún viðstödd brautskráningu Arn- ars frá Fjölbrautaskóianum í Garðabæ. Hún var staðráðin í því að standa við hlið bama sinna á þessum tímamótum í lífi þeirra og sýna þeim, þótt þrotin væri að kröftum, þá ræktarsemi sem henni var í blóð borin. Hetjulegri baráttu hennar við sjúkdóminn verður vart með orðum lýst. Hún þráði lífið og það skyldi barist fyrir lífinu og öllu sem það hafði veitt henni. Aldrei mælti hún æðruorð og í eðlislægri bjartsýni sinni fannst henni aldrei annað koma til greina en að fara með sig- ur af hólmi. En rétt eins og í hetju- sögum fombókmennta okkar verð- ur hetjan að lúta örlögum sínum en þegar að þeirri stund kemur er það gert með reisn. Hetja hefur fallið í valinn. Vissu- lega er sárt að sjá á bak svo glæsi- legri konu í blóma lífsins. En eftir stendur fögur minning og aðdáun þeirra sem kynntust henni. Ættingjum og ástvinum Ásdísar sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Við minnumst hennar með aðdáun og þökk. Það eru forréttindi að fá að kynnast slíkri konu. „Hjónaklúbburinn". Falleg, hlýtt viðmót, glæsileg framkoma og einstakur persónu- leiki er það sem kemur í hugann þegar ég hugsa um Ásdísi Þórðar- dóttur sem nú er kvödd langt fyrir aldur fram. Við, sem áttum eftir að ljúka svo mörgu af því sem við höfðum lagt 72utancL Heílsuvörur nútímafólks drög að í haust. Hún átti sæti með mér í félagsmálaráði Garðabæjar og saman höfðum við gert áætlanir um velferð sveitafélagsins. Hún sem miðlaði mér af reynslu sinni og þekkingu en þetta var annað kjörtímabilið hennar í félagsmála- ráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Við sitjum eftir hnípin og hnugg- in en stærstur er þó harmur Jóns, barnanna og aðstandenda allra. Hún sem ’ávallt hafði fjölskylduna í fyrirrúmi, hugsaði svo vel um vel- ferð þeirra allra og greiddi götur allra sem til hennar leituðu. Þegar litið er um öxl koma í hugann minningarbrot, ég minnist ánægjuríkra daga erlendis, sam- verustunda allt frá stofnun Lions- klúbbsins Eikar bæði í leik og i starfí en þar var hún ávallt úrræða- góð, traust og alltaf reiðubúin að taka þátt. Ég minnist glæsilegrar konu, Fjallkona í Garðabæ 17. júní 1990, hún varð enn fegurri klædd í skautbúning ímynd landsins fagra sem við búum í. Það sem Ásdís tók sér fyrir hend- ur var farsællega leyst. Hún var jákvæð, ákveðin og umfram allt góður félagi og vinur. Ég minnist samstarfsins í félags- málaráði hve gott var að eiga hana að við úrlausn mála. Hún bar vel- ferð skjólstæðinga okkar allra fyrir brjósti og vildi sjá sveitarfélagið okkar blómstra og dafna. Fyrir allt þetta og margt fleira er þakkað. Ástvinum öllum votta ég dýpstu samúð. Guð leiði Ásdísi á nýjum vegum. Laufey Jóhannsdóttir íslensk tunga er öðrum þjóðtung- um fegurri. Kjarnyrt, lýsandi og hljómfögur. Ógleymanlega hafa frægðarsög- ur forferðranna verið ritaðar á feg- ursta máli. Orðauðgi tungunnar þegar lýst er mannkostum, glæsi- leika og hetjudáðum virðist ótæm- andi. Samt er það svo, að þegar ég sest við skriftir sem ætlað er að heiðra minningu Ásdísar Þórðar- dóttur skortir mig orð. Þau orð sem lýsa baráttuþreki og öll þau orð sem lýsa sigurvilja, en það er bara ekki nóg. Aftur og aftur staldra ég við orð eins og æðruleysi. Af æðruleysi tók hún fréttinni um meinið fyrir þrem- ur árum og af æðruleysi háði hún baráttuna fram á síðustu klukku- stund. Þau hjónin voru bæði í erfiðu námi til að öðlast réttindi til fast- eignasölu þegar veikindin gerðu vart við sig. Að hætta við hálfnað verk féll ekki að skaplyndi eða líf- sviðhorfi Ásdísar og fýrir einu ári hlaut hún löggildingu sem fast- eigna- og skipasali eftir að hún hafði með óbilandi keppnisskap að veganesti tekið næsthæsta próf sem tekið hefur verið í þeirri grein. Enginn gat séð það á glæsilegri Fjallkonu Garðabæjar á þjóðhátíð- ardaginn fyrir aðeins rúmu ári að þar færi kona sem svo skömmu síð- ar yrði að láta undan fyrir sjúkdómi sem hún bar. Til þess var tekið hvað Fjallkonan hefði verið falleg og sköruleg það árið. Af ~ sama krafti og hlýrri um- hyggju hélt hún áfram að búa fjöl- skyldunnni hið glæsilega heimili, aðstoða Jón við að bæta skrifstofu- aðstöðuna og sinna börnunum þremur. Þess var aldrei vart — þótt við auðvitað vissum — að hún hlaut að eiga sínar erfiðu stundir, að hún hlaut að vera þreytt. Minn kæri vinur Jón, Arnar, Guðmundur og Sigríður. Ég veit að fátækleg orð mega sín lítils í ykkar stóru sorg og ég veit að ykk- ar bíða erfiðar stundir sárs söknuð- ar. Þið verðið að mæta slíkum stundum með þeim eina hætti sem minningu góðrar konu sæmir: af sama æðruleysi og hún mætti örlög- um sínum. Leó E. Löve Að kvöldi 7. júlí sl. bárust okkur þær sorglegu fregnir að Ásdís Þórð- ardóttir væri látin. Þegar hugsað er til Ásdísar er margra fallegra hluta að minnast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.