Morgunblaðið - 16.07.1991, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.07.1991, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 35 Hróar Björnsson frá Brún — Minning Fæddur 14. október 1920 Dáinn 25. júní 1991 Hróar Björnsson frá Brún í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, síðast kennari við Öskjuhlíðarskóla í Reykjavík, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Kópavogi að kvöldi dags nú um Jónsmessuleytið. Hróar var sonur Björns, f. 1889 d. 1956, bónda á Brún í Reykjadal Sigtryggsonar bónda á Hallbjarnar- stöðum í sömu sveit Helgasonar bónda á sama stað Jónssonar bónda í Máskoti Jónssonar, og konu hans Elínar, f. 1880 d. 1953, Tómasdótt- ur bónda í Stafni í Reykjadal Sig- urðssonar bónda sama stað Sig- urðssonar. Af sex systkinum var Hróar hinn fjórði í röðinni. Þijú systkinanna, Ingvar, Helga og Svavar, dóu barn- laus. A lífi eru enn elsti bróðirinn, Teitur, ög hinn yngsti, Gestur, og eiga bájlir afkomendur. Hróar ólst upp í föðurgarði. Snemma varð hann vel að manni, ágætur íþróttamaður og hagur til smíða. Áhugamál hans var fremur að finna á þessum sviðum en á hefubundnu búskaparsviði. Hann skorti ekki námsgáfur. í héraðs- skólanum að Laugum í Reykjadal var hann við nám veturna 1936-39. Síðan kenndi hann við sama skóla 1941-44. Til marks um dirfsku hans og fimi á þessum tíma er það, að eitt sinn fann hann upp á því að standa á höndum uppi á skorsteini skólans, ofar þaki, en þetta er fjög- urra hæða bygging. Þessari sögu tryðu sennilega fæstir, hefði ekki' atvikið verið fest á mynd. Árið 1945 tók Hróar íþróttakenn- arapróf að Laugavatni og næsta ár var hann íþróttakennari á vegum Hérðassambands Suður-Þingey- inga. Því næst var hann fram til 1950 að mestu leyti heima á Brún við búskap með foreldrum sínum og yngri bræðrum. Vegna nokkurra meinsemda í fótum mun Hróar fljótlega hafa séð að sér myndi ekki henta til lengdar að vera íþróttakennari. Hann fór því í Kennaraskólann í Reykjavík 1950 og lauk handavinnukennara- prófi þaðan 1953, Næsta vetur var hann við nám í Handíða- og mynd- listarskólanum og lauk þar prófi 1954. Hinn eiginlegi og samfelldi kenn- araferill Hróars hófst haustið 1954, er hann gerðist kennari við handa- vinnudeild Kennaraskólans. Strax næsta ár, 1955, þegar Samvinnu- skólinn var fluttur frá Reykjavík að Bifröst í Borgarfirði, réðist hann að þeim skóla og hafði þar umsjón með útivist og tómstundastörfum nemenda. í þessari stöðu vann Hró- ar athyglisvert brautryðjendastarf, en aðrir sáu síðan um framhaldið. Árið 1960 flutti Hróar sig aftur um set og nú norður í fæðingar- sveit sína, Reykjadalinn, þar sem hann kenndi á ný við héraðsskólann á Laugum næstu sextán ár smíðar og teikningu. Skammt frá skólanum byggði hann yfir sig og fjölskyldu sína prýðilegt einbýlishús sem heit- ir Tröð. Árið 1976 flutti fjölskyldan til Kópavogs og settist að í einbýlis- húsi við Selbrekku 24. Húsið var ekki fullbyggt, en Hróar gekk frá því næsta vetur. Haustið 1977 gerð- ist hann síðan kennari við Öskju- hlíðarskóla í Reykjavík og gegndi því starfi til loka skólaárs nú í vor. Hann naut þess jafnan að kenna og hlakkaði til kennslunnar, enda var hann ætíð mikils metinn af nemendum. I Öskjuhlíðarskóla var til þess tekið, live gott lag liann hafði á þeim. Hróar Björnsson var verktaki, verkstjóri eða yfirsmiður við bygg- ingar víða um Norður-, Vestur- og Suðurland sumrin 1947-66 og 1972-80. Mest fékkst hann við að byggja skóla og félagsheimili. Á árunum 1977-80 var hann verk- stjóri við byggingu laxastiga í Laxá við Laxárvirkjun á mörkum Aðal- dals og Laxárdals. Árin 1966-73 stundaði hann á sumrin jarðskorpu- mælingar viða um land ásamt frænda sínum Eysteini Tryggvasyni j arðskj álftafræðingi. Frá árinu 1981 fékkst Hróar einkum við það á sumrin að skipu- leggja og laga garða og lóðir við hús á höfuborgarsvæðinu. Hann var einkar eftirsóttur tii þessara starfa. Að öllu því, sem Hróar tók að sér að gera, vann hann ætíð af útsjónarsemi, hagsýni og ýtrasta kappi, jafnvel svo að öðrum þótti nóg um. Sjálfum féll honum yfir- leitt aldrei verk úr hendi. Vel hélst honum á aðstoðarmönnum í sumar- vinnunni, því suma hafði hann í fjölda ára, jafnvel áratugi. Þegar Hróar var við byggingar- vinnu í Biskupstungum í Árnessýslu sumarið 1953 kynntist hann Ingi- björgu Sigurðardóttur, glæsilegri tvítugri stúlku þaðan úr sveitinni. Þau voru trúlofuð er hann kom norður að jarðarför móður sinnar um haustið. Ingibjörg er fædd 7. janúar 1.933, dóttir Sigurðar bónda í Úthlíð Jónssoanr bónda að Ferstiklu Ein- arssonar og konu hans Jónínu Þor- bjargar Gísladóttur bónda í Úthlíð Guðmundssonar. Ingibjörg hafði alist upp í stórum systkinahópi. Þau Hróar voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík hinn 16. maí 1954. Sambúð Hróars og Ingibjargar var ástrík og farsæl til hinsta dæg- urs. Börn þeirra eru fjögur: Elín f. 1955, geðhjúkrunarfræðingur í Basel í Sviss, Sigurður f. 1956, cand. mag. í íslensku og bókmennt- um, nú leikhússtjóri við Borgarleik- húsið í Reykjavík, Björn f. 1962, jarðfræðingur, og loks Þorbjörg f. 1969, háskólanemi. Barnabörn eru fjögur. Hróar Björnsson var að eðlisfari hjartahlýr maður og mjög hjálp- samur og mátti í engu vamm sitt vita. Hann var ákaflega reglusam- ur, enda bindindismaður bæði á áfengi og tóbak. Venjulega var hann léttur í máli, gamansamur og skemmtilegur. Hann hafði mjög mikla ánægju af ferðalögum, eink- um innanlands, og þekkti með ein- dæmum vel landið, örnefni þess og sérkenni. Þá var garðrækt honum mikið hjartans mál, enda er garður þeirra hjóna til stakrar fyrirmynd- ar. Framar öðru var honum þó sér- staklega annt um að börnin sín hlytu góða menntun. Hann vildi sannarlega vinna að ræktun lýðs og lands. Hróar hafði átt við nokkra van- heislu að stríða hin síðari ár, m.a. var hjartað ekki í góðu lagi. Hann vissi að hveiju fór og hafði gefið fyrirmæli um að útför sín skyldi gerð í kyrrþey. Hinn 3. júlí fór bál- för hans fram eftir að gamall nem- andi hans, sr. Sigurður H. Guð- mundsson hafði flutt stutta líkræðu. Blessuð sé minning Hróars Björnssonar. Ingibjörgu og börnun- um eru hér með sendar innilegar samúðarkveðjur. Björn Teitsson t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SVALA SIGRÍÐUR AUÐBJÖRNSDÓTTIR, Grenigrund 2, Akranesi, lést í Brompton sjúkrahúsinu í London 5. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Snorri Olafsson, Nikólína Th. Snorradóttir, Smári Kristjánsson, Sigurvin Ó. Snorrason, Anna Marý Snorradóttir, Jón Freyr Snorrason, Þorbjörg Snorradóttir og barnabörn. Kristrún Kristinsdóttir, Sigmundur Jóhannesson, Svava Huld Þórðardóttir, t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÁSDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR, Hegranesi 24, Garðabæ, sem andaðist í Landspítalanum 7. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 16. júlí, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. V Jón Guðmundsson, Arnar Þór Jónsson, Guðmundur Theodór Jónsson, Sigríður Ásdis Jónsdóttir. Útför móður langömmu, + okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og GRÓU ÞORLEIFSDÓTTUR, Skjólbraut 1A, Kópavogi (áður Óðinsgötu 16B), fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. júlí kl. 13.30. Kristín Þ. Gunnsteinsdóttir, Sigurður Gunnsteinsson, Adólf Sigurgeirsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÁSGEIRSSON stórkaupmaður, Efstaleiti 14, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 16. júlí, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlegast bent á að láta Sólheima í Grímsnesi njóta þess. Símar 331 29 og 98-64430. Valgerður Stefánsdóttir, Stefán Gunnarsson, Þórhildur Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Árni Gunnarsson, Agla Marta Marteinsdóttir, Guðlaug Konráðsdóttir, Magnús Jónsson, Stefán Ólafsson, Elín Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Hverfisgötu 39, Hafnarfirði, fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 17. júlí kl. 15.00. Björn O. Þorleifsson, Þorleifur Björnsson, Ragna B. Björnsdóttir, Garðar Halldórsson, Guðrún Björnsdóttir, Guðmundur R. Gunnarsson, Guðbjörg Björrsdóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, Sturlaugur Björnsson, Elín Björnsdóttir, Björn Gretar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkærir foreldrar mínir, tengdaforeldrar, amma, afi, langamma og langafi, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR °9 SIGURÐUR OTTÓSSON, Baldursgötu 19, Reykjavík, sem létust þriðjudaginn 9. júlí, verða jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 17. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast þeirra, er bent á Krabbameinsfélagið og Hjartavernd. Margrét S. Sigurðardóttir, Sigurður Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Atli S. Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Marta Sigurðardóttir, og aðrir vandamenn. Jón H. Gíslason, Fanney Pétursdóttir, Magnús Ólafsson, Gréta Guðmundsdóttir, Sara Sigurðardóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, VALGERÐAR JÓNSDÓTTUR. Ragnhiidur Guðmundsdóttir.Guðlaugur Sæmundsson, Reynir Guðlaugsson, Gerður Guðlaugsdóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug og veittu okkur stuðning við andl^t og útför eigin- manns míns og fósturföður, JÓNS HAFLIÐA MAGNÚSSONAR bónda, Fornusöndum, Vestur-Eyjafjallahreppi. Guðrún Ingólfsdóttir, Ingvar Sigurjónsson. + Innitegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, bróður, sonarsonar og vinar, ÞÓRS GUÐMUNDSSONAR, Fagrabergi 44, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur H. Eyjólfsson, Sigurrós F. Elíasdóttir, Bryndis F. Guðmundsdóttir, Eyjólfur Júlfusson, Stefán Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.