Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 7
^DISvtf rrjrj; ævintýralasd MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1991 Sala ÁTVR fyrri hluta ársins: Minni áfengissala en meiri vindlingasala MINNA seldist af áfengi á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra, samkvæmt sölutölum ATVR. Samdrátturinn nemur 4,36% í magni en 0,41% í alkóhóllítrum talið, sem þýðir hlutfallslega meiri sölu sterkra drykkja. Bjórsala dróst saman um 7,84%. Nokkuð dró einnig úr sölu á vindlum og reyktóbaki en meira selst af munn- og neftóbaki og vindlingum en áður. Alls seldust 4.071.240 lítrar af áfengi fyrstu sex mánuði ársins en 4.257.039 lítrar á sama tíma í fyrra. Mælt í hreinu alkóhóli seldust nú 463.924 lítrar en 465.844 lítrar í fyrra. 7,84% samdráttur hefur orðið á bjórsölu. Nú seldust 2.881.535 lítrar af bjór en á samanburðartíma- bilinu seldust 3.126.585 lítrar af bjór. Miðað við að íslendingar séu 260 þúsund og þijár bjórflöskur séu í lítranum hafa því selst á fyrri helmingi þessa árs 33,25 bjórflösk- ur á hvern íslending. Sala léttra vína hefur aukist. Rauðvínssala jókst um 6,3%, Hafís fjarlægist HAFÍSINN sem hefur verið fyrir utan Vestfirði undanfarið virðist hafa fjarlægst landið, að sögn Þórs Jakobssonar, deildarstjóra hafísdeildar Veðurstofu Islands. Stöku jakar eru þó enn inni á sumum fjörðum. Þoka á svæðinu hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að rannsaka hafísinn fyrir utan Vest- firði nákvæmlega. Þór Jakobsson telur þó að hafísinn sé á förum því að undanfarna daga hafa verið hag- stæðar vindáttir og hitastig sem geri það að verkum að ísinn bráðn- ar og dreifist. Þór sagði einnig að skip hafi siglt þarna um án þess að tiikynna hafís. Geysir var fljótur til GEYSIR í Haukadal gaus síðdeg- is á laugardag eftir að sápa hafði verið sett í hann. Að sögn Sigurð- ar Þráinssonar hjá Náttúru- verndarráði var hann heldur fljótur á sér og liðu ekki nema þrjár til fjórar mínútur frá því sápan var komin í hverinn þar til hann fór að gjósa. „Gosið fór ágætlega fram en hann var heldur fljótur á sér,“ sagði Sigurður. „Hann fór fljótlegæ að þeyta úr sér eftir að sápan var komin í og náði því ekki topp gosi. Best er þegar líður nokkur stund frá því sápan er komin í þar til gos hefst, þá nær vatnssúlan hátt. Ætli hún hafi ekki farið í um 40 metra um helgina." Náttúruverndarráð hefur ákveðið að gefa þeim sem áhuga hafa kost á að kaupa fjögur gos í Geysi í sumar og kostar hvert gos 120 þús. krónur. hvítvínssala um 9,81% og af rósavíni seldist 26,93% meira en í fyrra. Sala á vodka jókst um 4,79% og sala á viskíi um 3,77%. Vindlingasala jókst um 0,76% frá fyrri hluta síðasta árs, vindlasala minnkaði um 0,77%. Reyktóbaks- sala dróst saman um 9,12% en sala nef- og munntóbaks jókst um 6,78%. Morgunblaðið/Albert Kemp Sumarvegurí snjóruðningi Fyrirhugað er að leggja 7,3 kíló- metra langan veg á Hellisheiði frá Héraði til Vopnafjarðar. Heiðin er ein mesta snjóakista sem til er austanlands en myndin var tek- in þann 1. júlí s.l. og var þá snjór- uðningurinn um þriggja metra hár. Að sögn Einars Þorvarðar- sonar umdæmisverkfræðings hjá Vegagerð ríkisins er vegurinn hugsaður sem sumarvegur þar sem núverandi veguryfir Hellis- heiði er mjög slæmur og varla fær öðrum enjeppabifreiðum. Búist er við því að nýi vegurinn verði fær lengur en sá sem fyrir er, eða frá maí og fram í október. Umferðar- ljósi stolið GÖTUVITA var stolið af göngu- ljósunum á Lönguhlíð við Eskitorg í siðustu viku. Hausinn með körl- unum tveimur, grænum og rauð- um, var skrúfaður af staurnum og klippt á rafmagnskapal. Straumurinn í umferðarljósum er 220 volt og það er því varasöm iðja að fikta við búnaðinn. Rafmagn á ljósunum sló út við þjófnaðinn þann- ig að þau urðu óvirk. Að sögn starfsmanna Reykjavík- urborgar urðu engin vitni að þjófnað- inum. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir áður að götuvitum sé stolið í borginni, síðast í marz síðastl- iðnum. Hljómsveit INGIMARS EYDAL RADDBANDIÐ SÖNGVARAKEPPNIN BJOSSI BOLLA DANSMEISTARAR TIMBURMENN KRISTJÁN ÓLAFSSON PÁLMI MATTHÍASSON ELDFJÖRUG, FLUGELDASÝNING FRÍTT FYRIR BÖRNIN UNGLlNGAVlLJÓMSVEITIR 21 NÝTT VATNSSALERNI i ÖKULEIKNI J BUSARNIR íi TRÚÐAR fj MINIGOLF l£ GÖNGUFERÐIR ^V^KVÖLDVÖKUR ÆVINTÝRALAND SORORICIDE RATLEIKUR O.M.FL. JÖNGVARAKE ekkt gteyma þvt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.