Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1991 Fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims: U mbótaáætlun Gorb- atsjovs sætir gagnrýni London. Reuter, The Daily Telegraph. ÁÆTLUN Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, um umbætur í sovéskum efnahagsmálum, sem hann hefur mótað fyrir leiðtoga- fund sjö helstu iðnríkja heims hefur hlotið misjafnar viðtökur. Eru Bandaríkjamenn, Bretar og Japanir þeirrar skoðunar að áætlunin sé óljós og gangi að því er virðist of skammt. ítalir, Þjóðverjar, Kanadamenn og Frakkar eru hins vegar mun jákvæðari í garð áætl- unar Gorbatsjovs. Gorbatsjov sendi leiðtogum ríkjanna sjö tillögur sínar á 23 bls. í síðustu viku. Bréfið hefur ekki verið birt opinberlega en glefsur úr því eru þó kunnar. Gert er ráð fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja, verðlagning verður gefin fijáls og frjálst flæði vinnuafls og ijármagns heimilað. Sovétleiðtoginn hvetur Vesturlönd til að létta skuldabyrði Sovétríkjanna og þar er gert ráð fyrir miklum erlendum fjárfesting- um í olíu- og gasframleiðslu og í matvæla- og hátækniiðnaði. Jafn- framt er farið fram á aðstoð vest- rænna ríkja við að breyta sovéskum hergagnaverksmiðjum í þá veru að þar verði framleiddar neytendavör- ur. Sovétmenn segja að 80% sov- éskra hergagnaverksmiðja verði breytt að meira eða minna leyti. Ennfremur fer Gorbatsjov fram á að Vesturlönd greiði fyrir innflutn- ingi neysluvöru til Sovétríkjanna á meðan vöruverð er leiðrétt, þ.e. dregið úr niðurgreiðslum. Hinu breytta verðmyndunarkerfi tengist svo sú fyrirætlan að gera rúbluna gjaldgenga á alþjóðamarkaði. Upphaflega var talið að sú áætl- un sem kynnt yrði leiðtogum iðn- ríkjanna sjö í London yrði runnin undan rifjum sovéska hagfræðings- ins, Grígoríjs Javlínskíjs, og starfs- bræðra hans við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Sovéskir heimild- armenn breska dagblaðsins The Daily Telegraph segja hins vegar að Javlínskíj sé ósáttur við hug- myndir Gorbatsjovs og hafi m.a. þess vegna hætt við að vera í sov- ésku sendinefndinni sem kemur til Lundúna í dag. Vítalíj ígnatenkó, talsmaður Gorbatsjovs, sagði á blaðamanna- fundi að sovéska sendinefndin væri mjög undrandi á blaðafregnum þess efnis að efnahagsáætlunin gengi ekki nægilega langt í áttina að markaðshagkerfi. „Ég hef það á tilfinningunni að starfssystkin mín á vestrænum fjölmiðlupi hafi ekki séð áætlunina," sagði ígnatenkó. Aðstoðarutanríkisráðherra Sov- étríkjanna-, Vladímír Sjerbakov, sagði á sama blaðamannafundi að sér virtist sem þeir háttsettu emb- ættismenn sem væru að undirbúa fundinn skildu ekki sovésk málefni. Gróðurhúsaáhrifin: Afstaða Bandaríkja stjórnar gagnrýnd Washington. Reuter. Þjóðhátíðardagur Frakka, Bastilludagurinn, var í fyrradag, 14. júlí, og var að venju mest um að vera í París. Var myndin tekin á flugelda- sýningu, sem efnt var til um kvöldið, og það er sjálfur Eiffelturninn, sem ber við himin í forgrunninum. # Reuter Bastilludagur MICHAEL Heseltine, umhverfisráðherra Bretlands, hefur sent bréf til Johns Sununus, skrifstofustjóra Hvíta hússins í Washington, þar sem hann gagnrýnir afstöðu Bandaríkjastjórnar til aðgerða vegna hugsanlegra hitabreytinga í heiminum af völdum koltvísýringsmeng- unar í andrúmsloftinu. Líkur á að START-samn ingur verði samþykktur Lundúnum. Reuter. Bandaríska dagblaðið Washingt- on Post skýrði frá því á sunnudag að embættismenn breska umhve^f- isráðuneytisins hefðu staðfest frétt í Lundúnablaðinu Times um að Heseltine hefði viðhaft „óvenju hörð orð“ í bréfi sínu. Washington Post segir að bréfíð bendi til verulegrar stefnubreyting- ar af hálfu bresku stjómarinnar hvað varðar aðgerðir til að stemma stigu við mengun sem kynni að hafa hitabreytingar í heiminum í för með sér. Búist er við að breska stjórnin hverfi frá þeirri reglu stjómar Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra, að styðja afstöðu Bandaríkjastjórnar í þessu máli á alþjóðlegum ráðstefnum. Ræða, sem John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, hélt á mánudag í síðustu viku, rennir einnig stoðum undir slíkar vangaveltur. Þar hvatti Major Bandaríkjastjórn til að fara að dæmi Breta og takmarka meng- un af völdum koltvísýrings, sem gæti valdið gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu og hækkandi hita á jörð- inni. Major benti jafnframt á að 23% mengunarinnar koma frá Banda- ríkjunum. LÍKLEGT er að George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti leggi blessun sína yfir samning um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna (START) á fundi þeirra í Lundúnum á morgun. Ef svo fer stendur ekkert í vegi fyrir því að þeir geti efnt til leiðtogafundar í Moskvu um næstu mánaðamót. Bandarískir embættismenn í Lundúnum kváðust fastlega búast við að samkomulag næðist um samn- mgmn þannig að leiðtogamir gætu undirritað hann í Moskvu um mán- aðamótin. „Miðvikudagurinn verður sögulegur dagur,“ sagði einn emb- ættismannanna. Bush sagði við Giulio Andreotti, forsætisráðherra Ítalíu, í gær að hann væri vongóður um að samningaviðræðunum myndi senn ljúka. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Alexander Bess- mertnykh, starfsbróðir hans frá Sov- étríkjunum, áttu í löngum viðræðum um samninginn í Washington um helgina. Þeim tókst að leysa öll deilu- málin nema ágreining um hversu þunga kjarnaodda setja megi í eld- flaug án þess að hún verði skilgreind sem ný tegund. Bandarískum og so- véskum vopnasérfræðingum í Genf var falið að freista þess að jafna þennan ágreining áður en Bush og Gorbatsjov hittast að máli á morgun. Samningaviðræður Bandaríkja- manna og Sovétmanna um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna hafa staðið í tíu ár. Gert er ráð fyrir að vopnunum verði fækkað um 30%. Ný stjórn Jórdaníu: Palestínumaður forsætisráð- herra í fyrsta skipti í áratugi FYRIR nokkru var ný ríkisstjórn sett á laggirnar í Jórdaníu undir forystu Taher Masri sem áður gegndi starfi utanríkisráðherra. Við þessa nýju stjórn er einkum tvennt athyglisvert: Masri er fyrsti Palestínumaðurinn sem fer með embætti forsætisráðherra í Jórdaníu í tuttugu ár og í öðru lagi eru þeir Múslimabræður utan stjómar en höfðu víðtæk áhrif í síðustu ríkisstjórn og raunar svo mikil að ýmsir höfðu áhyggjur af. Múslímabræður sögðu það skil- yrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn að allar hugmyndir um viðræður við Israela yrðu lagðar á hilluna. A það vildi Masri ekki fallast og þótti mörgum það sýna að hann er ákveðinn og einarður þrátt fyrir hæglátt fas. Fréttaskýrendum í Jórdaníu bar saman um það eftir að Masri hafði myndað ríkisstjórnina að augljós- lega mundi hún leggja mikið kapp á að fínna leið til að semja við ísra- elsku ríkisstjórnina um málefni Palestínumanna á hernumdu svæðunum og mætti því kalla hana sátta- eða samningastjórn. A hinn bóginn væri Iíklegt að meiri áhersla yrði lögð á utanríkismál nú og færi það meðal annars sam- an við þá kreppu sem Jórdanir hafa verið í vegna afstöðu þeirra í Flóastríðinu en mikill stuðningur var við íraka. Kólnuðu því sam- skiptin við Vesturlönd en allir aðil- ar hafa sýnt vilja til að bæta þau. Masri er þekktur á alþjóðavett- vangi vegna starfa sem utanríkis- ráðherra og nýtur álits og virðing- ar. Hann mun því eiga auðveldara með það en ýmsir aðrir að ná sam- komulagi sem gæti orðið Jórdaníu til vegsauka og eytt tortryggni frá ýmsum arabaríkjum og Vestur- löndum. Jórdanir hafa nú á síðustu árum stefnt mjög eindregið til lýðræðis og umbætur í þá átt verið eftirtekt- arverðar. Masri fær það verkefni að halda þessu starfí áfram. Án efa auðveldar það honum Ieikinn að Múslímabræður eru ekki í stjóminni. í fyrri ríkisstjórn börð- ust þeir gegn ýmsum hugmyndum sem flestum þótti horfa til aukins frjálsræðis og breytinga og báru Morgunblaðið/JK Taher Masri forsætisráðherra. fram ýmsar íhaldslegar tillögur m.a. um umgengnishætti kynja og' mæltust þær hugmyndir afleitlega fyrir enda íbúar Jórdaníu frjáls- lyndari öðrum aröbum. Það má kannski að hluta til rekja til þess að Palestínumenn sem eru 40% íbúa eru gríðarlega margir giftir útlendingum sem hafa flutt með sér andblæ hefða sinna landa og fengið óáreittir að halda siðum og venjum í heiðri. Taher Masri er fæddur í Nablus sem nú telst vera á Vesturbakkan- um, hemámssvæði Israela, árið 1942. Hann er talinn hófsamur og fijálslyndur og raunsær, ekki síst í afstöðu til deilna araba og ísra- ela og hefur sagt að sveigjanleiki og góðvilji verði að ráða ferðinni og beina aröbum og Israelum á nýjar brautir í samskiptum og hvorir tveggja skyldu freista þess að losa sig við gamlar grillur og fordóma. Taher Masri er grannur maður og hávaxinn, gjörvulegur og vel eygður. Hann er þægilegur og óformlegur í viðmóti, þykir hrein- skilinn maður og hefur skarpa kímnigáfu. Hann er menntaður í Bandaríkjunum og lauk prófí í við- skipta- og markaðsfræðum. Hann fór til starfa í utanríkisþjónustu Jórdaníu að námi loknu. Hann hefur mjög náin tengsl við PLO — Frelsissamtök Palestínu og Fatah sem hefur mikinn stuðning Pal- estínumanna í Jórdaníu. Hann var kjörinn á þing 1989 í fyrstu al- mennu þingkosningum í landinu í tvo áratugi. Menn hafa sagt að Masri sé besti tengiliðurinn milli Jórdaníu og PLO. Náinn sam- starfsmaður hans orðar það svo að hann þekki beggja takmörk og viti alltaf hversu langt megi ganga. Masri hefur gegnt starfí ut- anríkisráðherra samanlagt í fimm ár í þremur ríkisstjórnum. Áður en hann varð ráðherra hafði hann verið sendiherra Jórdaníu í ýmsum löndum, Bretlandi, Frakklandi og Spáni. Masri er elstur tíu systkina. Fjölskylda hans var vel metin og í góðum efnum. Föðurbróðir hans og nafni var skotinn til bana í Nablus í febrúar 1986 nokkru eft- ir að ísraelsk stjórnvöld skipuðu hann borgarstjóra í bænum. Þó svo öllum beri saman um að ríkisstjóm Masri muni sinna sér- staklega utanríkismálum og vinna að því að ná samningum um fram- tíðarskipan hernumdu svæðanna verða efnahagsmá! ofarlega á vinnulistanum því Jórdanir skulda átta milljónir dollara erlendis og þar er atvinnuleysi vaxandi vanda- mál. Masri hefur tvívegis átt samt- öl við Morgunblaðið, hið síðara nú í apríl sl. þegar hann gegndi enn starfi utanríkisráðherra. Þá ræddi hann meðal annars efnahagsvanda Jórdaníu og sagði brýnt að bæta lífskjör þegnanna. Texti: Jóhanna Kristjónsdóltir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.