Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 33
33 __________________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 Þuríður Guðjóns- dóttír - Minning Fædd 19. mars 1908 Dáin 2. júlí 1991 Tengdamóðir mín, Þuríður Guð- jónsdóttir, er látin, 83 ára að aldri. Góð kona er kvödd með virðingu og þökk. Hún var fædd 19. mars 1908, að Auðsholti í Biskupstungum, dóttir hjónanna Kristjönu Jóns- dóttur frá Grímsfjósum á Stokks- eyri og Guðjóns Jónssonar frá Syðra-Seli í Hrunamannahreppi, er þar bjuggu. Þuríður átti sjö systkini, þau voru Siguijón, Sigþrúður og Hjálmar sem voru eldri og Bene- dikt, Jón, Olgeir og Sesselja,yngri. Nú er aðeins Sesselja, sú yngsta, á lífi. Ólust þau systkini upp við ástríki og alúð, þó efni væru aldr- ei mikil. Minnisstætt var þeim hvað móðirin gat gert öll skyldu- störf að leik, með lagni og vin- semd. Elsti drengurinn, Siguijón, varð eftir á Syðra-Seli hjá afa sín- um þegar ungu hjónin fluttu að Auðsholti. Að' þeirra tíma hætti var spurningin um atlæti oft sú, hvort nóg væri að borða. Seinna kom í ljós að Siguijóni fannst hann hafa farið mikils á mis að alast ekki upp með systkinum sín- um. Þegar Þuríði barst þetta til eyrna varð hún hrygg, sem nærri má geta og sagði, að þetta með matinn hefði verið svo ríkur hugs- unarháttur, af eðlilegum orsökum, að móður þeirra hefði víst síst dottið í hug, að ekki væri betra fyrir drenginn að vera þar sem hann var, á grónu heimili. Þessum örlögum máttu svo margir sæta fyrr á tíð. Þegar Þuríður var sjö ára göm- ul fluttist ijölskyldan frá Auðs- holti að Leiðólfsstöðum í Stokks- eyrarhreppi. Var það minnistætt ferðalag og uppspretta margrar sögunnar. Haustið 1922 dó Kristjana úr iungnabólgu, varð þá heldur breyt- ing hjá barnahópnum, næsta vor leystist heimilið upp og systkinin fóru sitt í hvora áttina, til vina og vandamanna. Þuríður fór að næsta bæ, Tóftum í Stokkseyrar- hreppi, þar bjuggu mæt hjón, Ing- unn og Einar, ásamt uppkomnum börnum sínum. Þar var hún heimil- isföst til fullorðinsára. Þrátt fyrir aðskilnaðinn héldu systkinin mjög góðu sambandi alla tíð. Þuríður hafði mikla menntaþrá og tókst henni að setj'ast í Héraðs- skólann að Laugai’vatni. Þar var hún í tvo vetur og síðan fór hún í Kennaraskólann og lauk þaðan námi. Kenndi hún við Barnaskóla Hafnarfjarðar í nokkra vetur. Á sumrin var hún forstöðukona dag- heimilis, sem verkakvennafélagið Framtíðin kom á fót, fyrst í gamla barnaskólanum og síðar á Hörðu- völlum, er það dagheimili enn starfrækt við góðan orðstir nær 60 árum síðar. Jafnframt tók við umönnun bús og barna. í Hafnar- firði hitti hún lífsförunaut sinn, Benedikt Guðnason. Þau giftu sig 21. desember 1935, bjuggu þau fyrst á Tjarnarbraut 9, síðan í fjög- ur ár á Austurgötu 27 og önnur fjögur að Hraunstíg 7, en 1946 fluttu þau í hús er þau byggðu í hrauninu vestur með sjónum og nefndu Ljósaklif. Þar hófust þau handa við ræktun og lagfæringu lóðar, var þetta Þuríði mikill un- aðsreitur, þótt erfitt væri og lítill árangur sæist á stundum. Þuríður og Benedikt eignuðust þijú börn, Droplaugu, Gunnar og Órlyg, eru þau öll gift og eiga afkomendur. Barnabörnin eru 10 og 7 barnabarnabörn. Langar mig sérstaklega að þakka tengdaforeldrum mínum sambúðina og alla aðstoðina fyrstu búskaparár okkar Droplaugar. Það hefðu fáir farið í þeirra spor. Aldrei var orði hallað, en hlúð að smáum sem stórum. Árið 1971 veiktist Benedikt og var frá vinnu um tima. Þá fór Þuríður í fiskvinnu, fyrst á Malirn- ar en síðan í Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar. Þar var hún til ársins 1980 og naut hún sín þar vel í góðum félagsskap. Barnabörnum sínum var hún sérstök amma og tvær dóttur- dótturdætúr hafði hún í skjóli sínu um_ tíma. Árið 1986 fékk hún heilablóð- fall og lamaðist og næstu fimm árin dvaldi hún á Elli- og hjúkrun- arheimilinu á Sólvangi og naut þar bestu umönnunar. Kallið kom svo 2. júlí sl. Utför hennar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag. Að leiðarlokum þakka ég henni samfylgdina, veri hún kært kvödd. Jón S. Hannesson Minning: Kristján Þorsteins- son aðalbókari Fæddur 29. maí 1921 Dáinn 4. júlí 1991 Góður vinur og samstarfsmaður er nú farinn frá okkur og hugurinn fyllist trega og tómleikakennd. Þó aldurinn væri nokkurð hár og heilsan ekki góð, þá er eins og maður vilji ekki horfast í augu við dauðann. Kynni mín af Kristjáni Þor- steinssyni hófust 1985 þegar hann gerðist starfsmaður Landmælinga Islands. Tíminn síðan er ekki lang- ur, en hann mótaðist af sérstakri vináttu okkar á milli og hans per- sónulegu lífsreynslu og hans já- kvæðu lífsskoðunum sem hann miðlaði til mín. Kristján fæddist þann 29. maí 1921 á Syðri-Brekkum á Langa- nesi, foreldrar hans vora hjónin Þorsteinn Einarsson og Halldóra Halldórsdóttir, en börn þeirra urðu átta og var Kristján yngstur þeirra. Hann lauk prófi frá Lauga- skóla í Suður-Þingeyjarsýslu og fór svo í Samvinnuskólann 1941 og lauk þaðan prófi 1943. Kristján kvæntist þann 19. júlí 1947, Amöndu Susönnu, fædd Joensen, frá Vág, Suðurey í Fær- eyjum. Börn þeirra eru fimm, Ingrid Marlena, Einar Guttormur, Margrét Snælaug, Halldóra Margrét og Anna Soffía, og eru barnabörnin orðin þijú. Störf Kristjáns vora lengst af tengd verslun og skrifstofustörf- um, aðallega við bókhald. Vann hann um tíma hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn og Kaup- félagi Hvammsfjarðar í Búðardal við afgreiðslu og skrifstofustörf, þaðan fór hann til starfa hjá end- urtiyggingadeild Brunabótafélags íslands. Árið 1953 stofnaði hann um- boðs-og heildverslunina K. Þor- steinsson & Co. hf. og rak hana ásamt meðeiganda tii ársins 1965, en seldi þá sinn hlut. Vorið 1966 hóf hann störf hjá Fosskraft, sem þá var nýstofnað og annaðist byggingu Búrfellsvirkjunar. Þegar byggingu Búrfellsvirkjunar lauk, hóf Kristján störf hjá Istak hf. og starfaði þar meðan byggð var vatnsmiðlun í Þórisvatni. Störf Kristjáns við virkjunarfram- kvæmdir fólust meðal annars í umsjón með innkaupum, launa- greiðslum og samskiptum við er- lenda starfsmenn. Frá árinu 1974 starfaði hann sem bókari hjá Timburverslun Árna Jónsson & Co. hf. þar til fyrirtækið hætti störfum. Árið 1985 kemur Kristján til starfa sem aðalbókari hjá Land- mælingum Islands og hefst þá okkar samstarf og vinátta. Á þess- um tíma var verið að taka í notk- un nýtt tölvubókhaldskerfi hjá rík- inu sem öllu átti að bjarga. Það var því ekki létt starf fyrir hann að koma sér inn í þessa nýjung sem hann hafði ekki starfað við áður og reyndar fáir aðrir en höf- undur kerfisins. Við þessar rót- tæku breytingar á bókhaldskerfi stofnunarinnar kom reynsla Kristjáns betur í ljós. Hann hafði skap og kröfur til síns sjálfs um að gera eins og hann best kunni, geta léyfði og hætta ekki fyrr en uppgjör væri afstemmt. Kristján gekk ekki heill til skógar og veik- indi hans ágerðust með árunum sem varð til þess að hann fór í minna kerfjandi starf. Samstarfs- fólki Kristjáns fannst með ólíkind- um hvað hann var ósérhlífinn og harður af sér i sínum veikindum og lagði sig fram við sin störf. Þegar orðað var við hann að taka sér frí var svar hans: „Ég vil halda áfram að stafa þar til ég get ekki meira. Það var árlegur viðburður hjá okkur Kristjáni að fara í Laxveiði í háifan dag, en hann hafði mikinn áhuga á sliku. Þrátt fyrir að hann gæti ekki orðið veitt sjálfur vegna heilsu sinnar, vildi hann vera með, sjá um beitingu, veitingar o. fl. Þessar stundir munu varðveitast í minningunni, í sögunum sem hann sagði og skemmtilegu samveru- stundunum. í júní sl. ræddum við um veiði- ferð sumarsins, þá kom í ljós hjá honum að ekki væri víst að hann kæmi með á hinn venjubundna hátt en lagði áherslu á að sonur sinn Einar, yrði þátttakandi. Við starfsmenn Landmælinga íslands sendum eiginkonu, börn- um, barnabörnum og öðrum ást- vinum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Kristján var jarðsettur frá Foss- vogskapellu 11. júlí síðastliðinn, fór athöfnin fram í kyrrþey að ósk hins látna. Blessuð sé minning Kristjáns Þorsteinssonar. Ágúst GuðmMndsson VARMO SNJÓBRÆÐSLA Þeir byggja á stálinu okkar - til framtíðar SINDRI -sterkur í verki ratuga reynsla okkar í stálinnflutningi Log sérþekking á steypustáli fyrir íslenskar aðstæður skilar sér til byggingaraðila í hörkusterku stáli (opinber staðall ASTM A/615 Grade 60) sem endist til framtíðar. Allur stállager innandyra. Sendum á staðinn (krani óþarfur). Hagstætt verð. Fáið ráð hjá fagmönnum okkar og leitið tilboða. BORGARTÚNI 31 -SÍMI:62 72 22 • FAX: 62 30 24 HfKiNÚAUGlÝ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.