Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991
17
í Ásdís var glæsileg og góð eigin-
kona, ástrík móðir og góður vinur.
Við vorum svo lánsamir að hafa
kynnst henni og umgengist á fal-
legu heimili hennar, notið gestrisni,
hlýju og góðra ráða.
Ásdís verður okkur ávallt í huga
og minningu hennar geymum við í
hjarta okkar.
Guð almáttugur blessi minningu
Ásdísar Þórðardóttur og styrki fjöl-
skyldu hennar í sorginni.
Már Másson
Kjartan H. Kjartanson
Á þessum blíðu sumardögum, er
öll náttúran stendur í blóma, berst
okkur andlátsfregn Ásdísar Þórðar-
dóttur. Eftir harða og langa baráttu
við óvæginn sjúkdóm er þessi fal-
lega kona að velli lögð í blóma lífs-
ins, aðeins 43 ára gömul. Harmi
slegin fjölskylda, eiginmaður og
þrjú börn sitja eftir, svo og allir
þeir er Ásdísi kynntust, og skilja
ekki rök tilverunnar. Við jninnumst
þess, þegar við hittum Ásdísi síð-
ast, fyrir 1 'h mánuði. Eldri sonurinn
var að ljúka stúdentsprófi, hvítar
húfur voru settar upp, vor og gró-
andi var í lofti, Ásdís og maður
hennar, Jón Guðmundsson, buðu til
fagnaðar af þessu tilefni. Engum
leyndist að þar fór helsjúk kona,
en engu að síður hélt hún reisn sinni
og glæsileik, sem henni var svo
eðlislægur. Ollum leið vel í návist
hennar, hún hafði ætíð þá miklu
og góðu útgeislun, sem mildaði allt
umhverfi hennar og dró allt til sín.
Kynni okkar hófust fyrir tæpum
tuttugu árum, er vinur okkar Jón
Guðmundsson frá Norðfirði kynnti
Ásdísi fyrir okkur sem unnustu sína
og má segja að sjaldan hafi maður
kynnst jafn elskulegri og fallegri
stúlku. Hjónaband þeirra varð far-
sælt og húsbóndinn stórhuga eins
og hann. á kyn til. Nú dimmir
skyndilega í lofti og sorgin, sem
engum gleymir, kveður dyra. Eftir
situr minning um góða og hrífandi
konu, hvers manns hugljúfi, er hrif-
in var allt of fljótt á burt. Sú minn-
ing er eftir í huga allra er kynntust
Ásdísi.
Við vottum Jóni Guðmundssyni,
sonunum Arnari og Guðmundi, svo
og yngsta barninu Sigríði, er fermd-
ist í vor, innilega samúð og megi
allar góðar vættir styrkja þau í
sorg þeirra.
Olafía og Jón K. Jóhannsson
Gjörvileg og mikilhæf kona, Ás-
dís Þórðardóttir, er látin langt um
aldur fram. Við fráfall hennar er
verulegt skarð fyrir skildi í starfi
Félagsmálaráðs Garðabæjar en þar
hefur hún átt sæti undanfarinn ára-
tug. í slíku félagslegu starfi nýttust
mannkostir Ásdísar og hæfileikar
vel og næmleiki hennar við að skilja
hinar íjölþættu aðstæður skjólstæð-
inga félagsmálaráðs var viðbrugðið.
Ásdís var úrræðagóð og skörp
ályktunarhæfni hennar í hinum
margháttuðu félagslegu verkefnum
nýttist til fulls. Hún var afar skyldu-
rækin og lagði á sig mikla vinnu
til að undirbúa sem best málefna-
lega afstöðu í hinum ýmsu mála-
flokkum sem hún lét til sín taka.
Slíkt er aðalsmerki þeirra pólitískt
kjörnu fulltrúa sem veljast til nefnd-
arstarfa á vegum ríkis og sveitarfé-
laga.
Ohætt er að fullyrða að það er
ekki hvetjum manni gefið að setja
sig í spor annarra undir hinum
margvíslegustu kringumstæðum.
Það þarf einnig þor og viljastyrk
til að halda fram eigin skoðunum
í félagslegri umræðu. Slíkt hafði
Ásdís til að bera svo að eftir var
tekið.
Um leið og ég þakka Ásdísi fyrir
mína hönd og samstarfsmanna
minna mikið og gott samstarf á
liðnum árum þá votta ég eigin-
manni hennar, Jóni Guðmundssyni,
börnum þeirra, Arnari Þór, Guð-
mundi Theodór og Sigríði Ásdísi,
foreldrum Ásdísar, Theódóru Elísa-
betu Einarsdóttur og Þórði Þórðar-
syni og dætrum þeirra, Ingibjörgu
og Þuríði, svo og öðrum ættingjum
og vinum hinnar látnu okkar inni-
legustu samúð. Við biðjum góðan
Guð að blessa þeim minningu Ásdís-
ar.
I sálmi Björns Halldórssonar
prófasts í Laufási segir:
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg.
Það allt er áttu í vonum,
og allt er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið,
og bugað storma her.
Hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
Sigfús J. Johnsen
Því hefði ég seint trúað að ég
ætti eftir að standa yfir moldum
æskuvinkonu minnar Ásdísar Þórð-
ardóttur, á besta aldri. Ásdís var
ævinlega svo mikið lifandi að frá-
leitt var að láta sér detta annað í
hug en hún yrði allra kvenna elst.
En við erum ekki spurð. Og jafnvel
þótt hún hefði átt við bannvænan
sjúkdóm að stríða síðustu árin var
ógerlegt að hugsa til Ásdísar og
dauðans í .sömu andránni.
Ég sá Ásdísi fyrst fimmtán eða
sextán ára gamla sitja með skóla-
systkinum sínum úr Versló í Hress-
ingarskálanum. Hún var þá nýkom-
in á mölina og bekkjarbræður mín-
ir mændu ástleitnum augum á þessa
glæsilegu stúlku.
Næst sá ég Ásdísi í afar fínum
bláum ciffonkjól í Glaumbæ. Mér
fanst hún feiknaleg heimsdama.
Þótt við værum ekki við sömu
menntastofnun þá æxlaðist það svo
síðar að við kynntumst og urðum
góðar vinkonur. Hugðarefnin voru
svipuð og á þessum árum var manni
fátt'óviðkomandi, allt frá stjórnmál-
akenningum til bragðs á ólíkum
tegundum osta. Ekki sakaði það
að stúlkan var vel gefin, kjarnyrt
í tilsvörum og skemmtileg í viðræð-
um.
Árið 1970 Jbarð hún stúdent úr
Verslunarskóla íslands. 25 ára gift-
ist hún eftirlifandi manni sínum,
Jóni Guðmundssyni, fasteignasala
og eignaðist þijú börn. Af heiðar-
leik fannst henni hlutverk móður
og eiginkonu svo knýjandi að fleiri
hlutverkum yrði ekki sinnt svo
mynd væri á.
Hvaða él sem næddu um Ásdísi
þá bjó hún alltaf yfir tíguleika sálar-
innar, kannski var það fegurðar-
skyn hennar sem gæddi hana ein-
stökum þokka.
Þegar Ásdís veiktist fyrir þremur
árum bað maður þess í kvíða og
vanmætti að henni yrði hlíft, svo
ungri. Þegar ég var stödd hérlendis
í vor og heimsótti hana vissi ég,
að ekki varð undan litið. Það var
sárara en lýst verður. Allt var gert,
sem í mannlegu valdi stóið til þess
að létta henni sjúkdómsbyrðina,
sem ágerðist með ógnarhraða..
Bæði Jón, eiginmaður hennar og
börnin, Arnar Þór, Guðmundur
Theódór, Sigríður Ásdís og fjöl-
skyldan öll veittu henni ómælda
umönnun og styrk og sjálf tók hún
örlögum sínum af slíku æðruleysi
og hetjulund að seint gleymist. Síð-
ustu krafta sína notaði hún til að
fegra heimili þeirra að Hegranesi
24, enda lagði hún alla tíð mikinn
metnað í að halda heimilinu sem
glæsilegustu. Hún kvartaði aldrei
mér vitanlega, fylgdist samt með
öllu og spurði undir lokin hveijar
batahorfur væru, þráði að sjálf-
sögðu að lifa og vera lengur með
fjölskyldu sinni svo ung sem hún
var.
í eðli sínu var hún Ijarskalega
trygglynd og ræktaði vináttu, bar
umhyggju fyrir persónulegri líðan
vina og kunningja og var öfundar-
laus. Hún hvatti vini sína til dáða,
leiðbeindi og hrósaði óspart þegar
vel gekk. Eg þori að fullyrða að
það hafí veið leitun að jafn dug-
legri manneskju og Ásdísi. Hún var
óþreytandi að uppfræða börnin sín
um lífið og tilveruna.
Það er ekki nema eðlilegt að slík
kona, sem kölluð er burt um hásum-
ar lífs síns, frá manni og börnum
sé treguð. En víst er, að minningin
er öðrum veruleika mikilvægari.
Minninguna getur engin tekið frá
okkur. Þannig munum við ávallt
eiga Ásdísi og aðra vini okkar.
Það er silfurbrydding á hveiju
svörtu skýi, segir máltækið. Ég
veit líka að mikið af hæfileikum
hennar Ásdísar á eftir að skila sér
hjá börnum hennar, sem eru hvert
öðru yndislegra. Og því skyldi ekki
fylgja dauðanum nýtt vor, guðleg
forsjón vonar og gleði sem okkur
sést yfír á leið um þá dimmu dali
sem Davíð yrkir um í sálarstyrkj-
andi sálmi sínum.
Börnum hennar sendi ég mínar
einlægustu samúðarkveðjur, svo og
foreldrum og systrum og ekki síst
Jóni manni hennar, sem var henni
stoð og stytta.
Sigríður Ingvarsdóttir
Elskuleg vinkona okkar Ásdís
Þórðardóttir lést í Landspítalnum
sunnudaginn 7. þ.m., eftir langa
og hetjulega baráttu við erfíðan
sjúkdóm.
Ásdís fæddist 2. janúar 1948 í
Vestmannaeyjum, foreldrar hennar
eru Theódóra Bjarnadóttir, hár-
greiðslumeistari og Þórður Þórðar-
son, rakarameistari og ólst hún upp
í foreldrahúsum í Vestmannaeyjum
ásamt tveimur yngri systrum sínu,
Ingibjörgu og Þuríði.
Eftir grunnskólanátn í Vest-
mannaeyjum stundaði Ásdís nám
við Verslunarskóla íslands og lauk
þaðan stúdentsprófí árið 1970. Árið
1970. Árið 1966-67 dvaldi hún í
Kaliforníu sem skiptinemi á vegum
AFS.
Ásdís starfaði sem flugfreyja hjá
Flugfélagi Islands frá 1966-77, hún
sat meðal annars_ í samninganefnd
Flugfreyjufélags íslands. Jafnframt
því var hún með sitt eigið innflutn-
ingsfyrirtæki og verslun m.a. í sam-
vinnu við foreldra sína.
I Vestmannaeyjagosinu árið
1973 fluttist fjölskylda Ásdísar til
Reykjavíkur og stofnsettu foreldrar
hennar þar verslunina Heimaey og
átti Ásdís stóran þátt í að koma
verslun þessari á fót og hjálpaði
foreldrum sínum til þess að koma
undir sig fótunum eftir þær miklu
hamfarir er höfðu átt sér stað í
Vestmannaeyjum.
Hugur okkar reikar nú til ársins
1972 er góðvinur pkkar, Jón Guð-
mundsson kynnti Ásdísi fyrir okk-
ur. í þessari stórglæsilegu konu
eignuðumst við einlægan og traust-
an vin. Jón er fæddur 20. apríl
1942 á Norðfirði, sonur hjónanna
Guðmundar Sigfússonar kaup-
manns og útgerðarmanns og konu
hans Sigríðar Jónsdóttur, þau eru
bæði látin.
Ásdís og Jón giftu sig 25. ágúst
1973 í Þingvallakirkju, þau höfðu
þá komið sér upp fallegu heimili í
Kópavogi. Þar var ekki staldrað við
lengi, því krafturinn í þeim hjónum
var mikill og hafist var handa um
byggingu framtíðarheimilis að
Hegranesi 24 í Garðabæ. Ber heim-
ili þeirra gott vitni um dugnað og
smekkvísi Ásdísar.
Börnin eru þtjú, elstur er Arnar
Þór, þá Guðmundur Theodór og
yngst er Sigríður Ásdís. Þeirra
missir er nú mikill en móðir þeirra
gaf þeim gott veganesti sem þau
muriu búa að.
Ásdís var skipulögð og kröfuhörð
kona en ætlaðist þó aldrei til meira
af öðrum en hún gat staðið undir
sjálf, hún var áræðin og kjarkmikil
og kom það best fram í veikindum
hennar.
Ásdís vann mikið að félagsmál-
um. Hún starfaði af fullum krafti
í Kvenfélagi Garðabæjar meðan
heilsan leyfði, hún var einnig félagi
í Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ. í
nokkur ár starfaði hún í Félags-
málaráði Garðabæjar.
Árið 1982 stofsettu Ásdís og Jón
fasteignasöluna Fasteignamarkað-
urinn í Reykjavík og vann Ásdís
við hlið eiginmanns síns að upp-
byggingu fyrirtækis þeirra. Vetur-
inn 1988 settust þau bæði á skóla-
bekk til þess að öðlast löggildingu
fasteigna-og skipasala. Jón lauk
námi vorið 1989, en Ásdís varð að
fresta námi vegna veikinda en lauk
svo námi með glæsibrag sem lögg-
iltur fasteigna- og skipasali haustið
1990 þrátt fyrir að hún hefði þurft
að ganga í gegnum mjög erfiða
sjúkdómsmeðferð.
Þær eru margar ánægjustundirn-
ar sem við höfum átt saman í gegn-
um árin með Ásdísi, Jóni og börnun-
um, á heimilum okkar og í ferðalög-
um innanlands sem utan. Okkur er
sérstaklega minnisstæð ferð sem
við fórum saman til Flórída vorið
1990 með börnunum okkar. Ásdís
og við öll hin vorum bjartsýn á að
nú væru betri tímar framundan,
sjúkdómurinn væri á undanhaldi og
að hún myndi sigra. Þannig hugs-
aði Ásdís fram á síðasta dag, hún
var hetja.
Kveðjustundin er runnin upp,
dvöl Ásdísar í þessu lífi var alltof
stutt, en þjáningum hennar er lok-
ið. Við eigum dýrmætar minningar
um Asdísi, við þökkum henni sam-
fylgdina þau 19 ár sem við fengum
að njóta vináttu hennar.
Við biðjum algóðan Guð að vaka
yfír vini okkar Jóni, börnunum
þremur, foreldrum, systrum og öðr-
um aðstandendum.
Blessuð sé minning hennar.
Unnur, Sigurður og börn.
Fleirí greinar um Ásdísi Þórð-
ardóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ævintýri
í
Asíu með SAS!
Velkomin til heillandi borga i Asíu.
Besti ferðamátinn er þægilegt flug
að hætti SAS.
BARNAAFSLÁTTURINN ER RÍFLEGUR Á ÞESSUM
LEIÐUM EÐA 50%.
Haföu samband við söluskrifstofu SAS eða ferða-
skrifstofuna þína.
ÆF/Stf
SAS á íslandi - vaifrelsi í flugi!
Laugavegi 3 Sími 62 22 11